Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. júní 1954 INNAN YÍÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 32, heimlei'ðis á kvöldin eins cg ung gyðja — og hún fyllt- ist skelfingu, minningar um afstaðnar skelfingar flykkt- ust að henni, hún herti gönguna og andíit hennar varð eins og stirðnað. En í dag gegndi allt öðru máli, og ef til vill var það hættulegra þess vegna. Kafði hún ekki sett sér lífsreglur, beizlað tilfinningar sínar? En þegar leið á daginn var hún farin að segja við sjálía sig, að það gæti ekki komið að sök þótt hún þægi boð Páls. Hann virtist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á henni — framkoma lians hafði ævinlega verið frjáls- ■ íeg og vingjarnleg og ekkert fram yfir bað — hann hafði aldrei litið til hennar tvíræðu augnaráði né snert hönd " hennar. Hún mátti ekki vera of ströng við sjálfa sig þótt hún hefði gert heitstrengingu í sálarangist sinni. Þegar minna varð að gera í verzluninni og henni gafst tækifæri til að tala við Pál, gekk hún til hans og sagðist þiggja bcð hans með þökkum cg hvort hann vildi sækja hana um tvöleytið. Og eftir hádegi daginn eftir í sól og blíðu gekk Páll eftir Ware torgi. Hverfið í nágrenni verzlunarinnar var rólegt og virðulegt. Við glugga' sumra húsanna voru málaðir blómakassar og það setti fjörlegan svip á gamla götuna. Þegar hann kom að liúsinu nr. 61 opnuöust dyrnar og Lena köm út í dökkri sparikápu og rneð hatt og gekk niður stéttina sem lá milli grænna járngrinda út að strætinu. í dyrunum fyrir aftan haná' var full- orðna konan, sem hann hafði áður séð koma til móts við Lenu á götunni, og nú ákvað hún allt í einu að koma út á götuna íka og kynna sig fyrír Páli. „Ég er. frú Hanley“. Hún brosti og rétti fram gigtar- krenpta hönd. „Ég hef heyrt Lenu mimiast á yður. * Hún var um fimmtugt, gráhærð, mjög lítii vexti og svo kreppt af gigt aö hún varð að halla höfðinu aftur á bak' til að líta á Pál. Þrátt fyrir stirðleikann var hún fjörleg og hress í framkomu cg augu hennar voru hýr og glaðleg. „Mér er sagt að þér séuð mikill tónlistarmaður“, sagði hún og horfði enn skærum augum í andiit hans. p4?Í skellihló. ■ „Ég hamra dálítið á píanó. Ég er ekki meiri tónlistar- ■ maðiir en maðurinn sem snýr sveifinni á lírukassanum“. „Jgeja, en ég er feginn því að þér takið Lenu með yður út. I-Iún fer aldrei neitt. Ég vil ekki tefja ykkur — mig langaði aðeins til að heilsa yður“. Það var eins og frú Hanlej/ væii ánægð, því að hún leit af Fáli og brosti blíðlega tU Lenu. „Skemmíið ykkur vel“. Húá staulaðist aftur heim að húsinu og gekk með erfiði^munum upp tröppurnar. «■ 1 Þegar dyrnar lokuðust lögðu Páll Óg Lena af staö. Þau: óku í rauðum sporvagni eftir Ware stræti sem sunnudagskyrrð hvíldi yfir, yfir Leonard tcrg og eftir Garland Road þar sem rauð einbýlishús stcðu í gróður- sælum görðum. Grasgarðurinil var yzt í þessu hverfi, og við endastöðina fóru þau úr og gengu síðan inn um skrautlegt aðalhliðið. j „Verra gæti það verið“, sagði Páll brosandi viö Lenu þegar hann var búinn að virða fyrir sér gangstígana, trjágöngin sem lágu að vatni í fjarska og hin íjölmörgu, smekklegu gróöurhús sem dreift var um víðáttumikið svæöið. „Það er ekki mikiö aö sjá úti uin þetta leyti árs,’ en við skulum samt ganga svolítið um áður en við skoð-1 um gróðurhúsin. Og, Lena, mig langar til að segja þér, að þú lítur einstaklega vel út í dag“. Hún svaraði þessum hrósyrðum hans engu. En þetta var alveg satt og hann hafði tekið eftir þvi strax og hann sá hana, á sama hátt og hann tók eftir áhugaaugna- ráðum fólksins sem þau mættu. Hann hafði aldrei séð hana í öðru en einkennisbúningnum og slitnu hvers- dagskápunni, aldrei gert sér ljóst hve hún bjó yfir mikl- um þokka og persónuleik. Hún var eins og önnur per- sóna í dag — og svo óvenjuleg, húðin hrein og skær, hárið þykkt með hunangslit, vaxtarlagið glæsilegt og limaburðurinn frjálslegur. Augu hennar haföi hann aldrei fyrr séð 1 dagsbirtu en þau voru dökk og mó- kembd. Sérkennilegast var þó ef til vill látleysið í fram- komu hennar og svip, sem var bæði viröulegt og hríf- andi. Hann fylltist skyndilegri forvitni um hagi hennar. ,,Segið mér eitthvað um sjálfa yður, Lena .... um fjöl- skyldu yðar .... heimili yöar“. Andartak leið, síðan leit hún út yfir glitrandi vatns- yfirboroið milli hávaxinna, lauflausra trjánna og sagði honum í stuttu mái að hún hefði fæðzt í Sleescale, fiskibæ við austurströndina — þar sem hinir sænsku forfeður hennar hefðu setzt að fyrir mörgum árum. FaÖ- ir hennar hefði misst konuna þegar Lena var sjö ára, hann hefði átt hlut í síldarbát og orðið fyrir öllum þefm óhöppum sem því geta fylgt. Veiðin fór smáminnk- andi og útgerðin gekk mjög illa. Hefðu þau ekki rekið smábúskap hefðu þau ekki getað lifað, og litli búgarö- urinn þejrra, sem stcð á hrjóstrugum melum við Noröur- sjóinn nægði að lokum ekki til að halda fjölskyldunni saman. Þegar faðirinn dó fóru bræður hennar tveir úr landi til að leita hamingjunnar á hveitiekrunum í Mani- toba — og nú voru þeir orðnir sæníilega efnaðir bændui í Ke.nada. Áður en þeir fóru var hún komin 1 góða stöðu svo að þeir þurftu ekki að bera kvíðboga fyrir henni Átján ára að aldri hafði hún komið til Astbury, hress- ingárhælis tuttugu mílum austanvið Worthley og vann þar á skrifstofu gistihússins. Það varð nokkur þögn þegar hún haföi lokiö máli sínu. Gttjur Ætlarðu að vera við opnun b ómasýnincarinnar? Æt’i það. Eg er hræadur um að það verði svoddan ös og hávaði, að ég er að hugsa um að lilusta bara á það í útvarpinu. —O— Adam og Eva voru að skíra dýrin á jörðunni. Adam: Kvað eigum við að kalla þetta lit’a' dýr? Eva: Mér hefur komið til hugar að kalla það kanínu? Adam: Kversvegna kaninu? Eva: Af því það er svo likt kanínu. —O— Hann: Eg sparaði mér mik’a peninga i dag. Hún: Það þykir mér vænt unt að heyra — hvernig fórstu að þvi? Eg gaf bonum Jóa upp sku'tíina í staðinn fyrir að fara í mál. —O— Lííið er harmleikur fyrir þá sem finna til, en gamanleikur fyrir þá sem hugsa. — (La Bruy- ere). aa Dðia ryKsip i ? Fyrir nokkru kom ég í heim- sókn til vinkonu minnar og hún var einmitt að ryksjúga hjá sér. Jlún lauk við verkið meðan ég horfði á og mér til undrunar sá ég, að vinkona min notaði sama fótinn á ryksugunni við allt sem hún gerði. Mér þótti þetta und- arlegt, því að hún var með ný- tízku ryksugu sem ótal fætur fylgdu. Við spjölluðum um þetta á efíir og ég spurði hana hvers vegna hún skipti ekki um fætur á ryksugunhi, fyrst hún ætti þá til. ,,Það borgar sig ekki“, sagði hún og bætti við: „Það skiptir engu má!i hvort maður notar þennan vfótinn. eða hinn“. Eg spurði haria nánar út úr og hún viðurkenndi áð hún hefði lítið gert ,?.ð þvi að reyna hina mismunandi fætur. Það væri allt of flókið og hún hefði fleygt leiðarvisinum fyrir löngu. Fyrst í stað hé!t ég að þetta væri einsdæmi en nokkru síðar hittumst við nokkrar húsmæður og ryksugur voru einmitt á dag- skrá, og af beim sem viðstadd- ar voru, var aðeins éín auk'mín sem skipti um fætur á ryksug- imni. Af samtalinu kom í ljós að það voru aðeins örfáar konur sem notfærðvi sér ryksUgurnar ti! fiillnnstu. Aðeins ein ryksaug gólfin áður en hún þvoði þau. Hinar litu á það sem tvíverkn- að og litu svo á að óþarfi væri að nota ryksuguna. Þær höfðu ekki athueað bað að maður smarar sér m.ikinn gólfþvott með bví að renna ryksugunni yfir "ólfin á*<<r r-r ná vnn lausu rvki, brauðrroh’m op bvíumlíku, Ryksuva »r ? raun'nni dásam- legt tæki o<r bún getur., létt hvís- mæðrum störfin { miklu rikara mæli en bær bafa mar<?ar hveri- ar gert sér lióst. Þoð borgar sií? fyrir húsmóður að gera tilraun- ir með ryksugvna sína, og þegar Imaðux hefur komizt að raun um að í stað þess að þvo gólf- in þrisvar í viku þarf ekki að þvo þau nema einu sinni en nota ryksuguna til að sjúga upp lausa rykið í hin tvö skiptin, þá fer ryksugan að koma að reglu- lega góðu haldi. Eitt er það sem margar hús- mæður vanrækja, og það er að tæma ryksuguna. Það á að tæma hana oft og hún á ekki að vera full af ryki, því að þá dregur hún rykið ekki eins vel upp. En ef hún er vel hirt þá verð- ur alveg óþarft að sóna og bursta á venjulegu heimili. Aðalkost- ur ryksugunnar er einmitt sá, að maður losnar algerlega við rykið, en þegar sópað er og burstað á annan hátt fer megnið af rykinu upp í loftið og út í herbergin. Það eru enn allt of margar konur sem kunna ekki að notfæra sér ryksuguna sína, og það er hálfskammarlegt fyrir okkur konurnar, áð það er býsna oft maðurinn í húsinu sem tekurj til sinna ráða og kennir konunni, að nota ryksuguna. Við verðum að fara að læra þetta sjálfar. ú Við sem eigum sumarleyfið fram- undan lítum ágirndaraugum á þennan hentuga búning. Stutt- buxurnav eru einliíar með stór- um vösum að framan og hæfi- lega síðar til þess að hægt er að hjóla í þeim án þess að virð- ast ósæmilega léttklæddur. Blússan er með skyrtusniði úr röndóttu bómullarefni og vasa á brjóstinu. Hana má hafa lang- erma eða stutterma eftir vild. Hentugra er að hafa hana með löngum ermum, því að alltaf er hægt að bretta upp á ermarnar. Herðatré fyrir blússur Nú er farið að framleiða herða- tré sem æt!uð eru undir fjórar blússur. Ilerðatréð samanstendur af krók og undir honum er ] stöng með fjórum litum herða- trjám hverju undir öðru. Hvert auga er ætlað undir herðatré með blússu á og það er hægt að hengia fjórar blússur hverja fyr- ir neðan aðra og það fer ekki meira fyrir þeim en einni. Neðst er hringur sem taka má í ti! að draga stöngina út og þá er hægtj að taka hvaða blússu sem mað- i ur vill án þess að þurfa að færa hinar blússumar til. Þetta virð- I ist vera kostagripur fyrir þær^ sem hafa lítið rúm í fataskáp-. unum sínum Fiskfars- steik % kg gott fiskfars sem er dá- lítið þétt í sér mótað eins og steik, litlar, þunnar reyktar fleskræmur dregnar í það. Steik- in siðan lögð í vel smurða ofn- skúffu og brúnuð í ofninum við góðan hita. Sjóðandi vatni og salti bætt á og steikin steikt í %—% klst. og ausið á hana með jöfnu millibili. Soðið upp á ofn- skúffunni með grænmetisvatni og mjólk og úr soðinu búin til brún sósa sem borin er fram með steikinni ásamt soðnum kartöflum og salati.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.