Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.06.1954, Blaðsíða 11
I Fimmtudagur 24. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Stjórna árásinni á Giatemala Framhald af 6. síðu. kvæmilegt að nokkru af lend- um þess yrði skipt. Þá var það sem Spruile Brad- en, fyrrverandi aðstoðarut- anrikisráðherra Bandaríkjanna í málum rómönsku Ameríku, uppgötvaði það að Guatemala væri kommúnistiskt og ógnaði öryggi Panamaskurðarins. Brad- en er nú blaðafulltrúi United Fruit. Það sem kom verst við þá akfeitu blóðsugu var þó ekki landamissirinn í Guate- mala, einungis óræktuðu landi var skipt. Voðinn var að for- dæmi alþýðunnar í Guate- mala var farið að spyrjast út um Mið-Ameríku. Eftir alda- langa áþján undir spönskum og bandarískum herrum höfðu indíánarnir og kynblendingarn- ir, sem eru mikill meirihluti íbúanna. komið fram á sviðið sem sjálfstæður, sterkur aðili og tekið að berjast fyrir hags- munum sínum. Með stuðningi ríkisstjórnarinnar tókst félagi landbúnaðarverkamanna í Guatemala að knýja United Fruit og aðra plantekrueigend- ur til að hækka daglaunin upp í 20 krórfur. Það sýnast ekki nein ósköp, en þess ber að gæta að í Honduras, hinumegin við landamærin, eru daglaunin til plantekruverkamanna fjórar krónur. Þar í landi eru engin verkalýðsfélög levfð og ekki heldur í næsta riki fyrir sunn- an, Niearagua. Þessum ríkj- um báðum ráða einræðisherrar á mála hjá United Fruit. Nokkru áður en vopnaskipið fræga kom til Guatemala gerð- ust þau fáheyrðu tíðindi að verkfall brauzt út á plantekr- um United Fruit í Honduras í héruðunum næst landamærum Guatemala. Verkamenn kröfð- ust hærri launa og brottrekst- urs verkstjóra, sem lögðu það í vana sinn að misþyrma ein- örðum verkamönnum, sem ekki vildu láta fara með sig sem þræla. Þegar lífæð buddunnar í brjósti Dullesbræðranna tók kippinn mikla fyrir mánuði síðan var látið í veðri vaka að því ylli vopnasendingin frá Pól- landi, en. það er eins og hver önnur fjarstæða. Að sögn John Foster Dulles voru það 2000 tonn af vopnum sem sænska skipið Alfhem flutti til Puerto Barrios og þegar þess er gætt að Guatemalastjórn hafði engin vopn getað keypt þrjú næstu ár á undan vegna viðskipta- banns Bandaríkjanna er ó- mögulegt að telja magnið um- fram þarfir rikis, sem á annað borð hefur her. Verkfallið í Konduras var langtum alvar- legra fyrir hluthafa United Fruit. Það sýndi að fordæmið frá Guatemala var hættulegt. Ef alþýðu eins bananalýðveldis héldist uppi að bæta kjör sín, krefja blóðsuguna miklu um hluta af arði vinnu sinnar, myndu aðrir fara á eftir. Þá yrði ekki lengur um að ræða arðgreiðslur eins og árið 1950, þegar gróði United Fruit af 200 .milljón dollara höfuð- stól var 66 milljónir eða 33 af hundraði. Margur hefur tryllzt út af að sjá minna sjóði ógnað. A lkunna er, hvað á eftir fór. Dullesbræðurnir fram- kvæmdu sínar samræmdu að- gerðir af leikni fenginni við langa æfingu. í janúar síðast- liðnum birti Guatemalastjórn hvíta bók, þar sem þvi var lýst hvernig verið væri að vopna og æfa lið til innrásar í Guatemala í nágrannaríkjun- um Honduras og Nicaragua fyr- ir reikning United Fruit og með aðstoð bandarísku leyniþjón- ustunnar. Milton Bracker, fréttaritari New York Times í Honduras, hefur lýst því ýtar- lega í skeytum í blaði sínu 18., 19. og 20. þessa mánaðar, hvernig innrásarliðið var dreg- ið saman við landamæri Guate- mala. Hver flugvélin eftir aðra frá Sahsa, dótturfélagi Pan American Airvvays, kom úr suð- urátt, frá Nicaragua og súður- hluta Honduras, fullhlaðin vopnuðum, einkennisbúnum mönnum. Castillo Armas og aðrir innrásarforingjar ræddu fullum fetum við blaðamenn um það sem til stóð. Banda- ríska leppstjórnin í Honduras svaraði fyrirspurnum urn, hvað hún ætlaði að aðhafast, á þá leið að menn hefðu fullt frelsi til að leigja sér flugvélar og ferðast hvert sem þá lysti þar í landi. IVrátt fyrir þessar frásagnir * fréttaritara kunnasta borg- arablaðs Bandaríkjanna og ann- arra banöarískra fréttastofnana,! hefur utanríkisráðuneytið í Washington tekíð þá afstöðú að innrás hafi ekki verið framin í Guatemala heldur sé um að ræða uppreisn innanlands. Þeg-j ar Kóreustríðið hófst var Ör- yggisráðið látið fyrirskipa hern- aðaraðgerðir án þess að mála-j vextir væru athugaðir hið minnsta Pg var þar þó óum- deilanlega borgarastyrjöld á ferðinni. En innrás í Guate-j mala frá Honduras er tekið^ af mesta tómlæti. Bandaríkin ( og fylgiríki þeirra verða ásátt um að vísa málinu undir úr- skurð árásarseggjanna. Og þeg- ar Guatemalastjóm endurnýjar kæru sína og krefst aðgerða af Öryggisráðinu svarar Henry Cabot Lodge, hinn bandaríski j forseti ráðsins, skætingi ein- um. Vera má að Dullesbræð- urnir fái stevpt Guatemala- stjórn, sem þeir hafa afvopn- að og neitað um benzín og aðrar nauðsynjar nútímahern- aðar. En það er nú þegar ljóst að peningagræðgin hefur í þetta skipti farið með þá i gönur. Þióðir heimsins hafa orðið áhorfendur að því, að helzta stórveldi auðvaldsheims- ins skinuleggur opinskátt inn- rás í lítið nágrannaríki til þess að steypa frá völdum ríkis- stjórn, sem hefur gerzt svo djörf að skerða gróðamögu- leika bTndarisks auðfélags. Bandaríkjastjórn naut ekki svo mikils álits eftir vetnis- sprengjuhótanir Dulles og fram- komu hans á ráðstéfnunni í Genf að 'hún mætti við slíkum álitshnekki. M. T. Ó. ÆGISBÚD Vesturgötu 27, tilkynnir: Camelsigarettur pk. 9,00 kr. Úrv. appelsínur kg. 6,00 kr, Brjóstsykurspk. frá 3,00 kr. AtsúkkuJaði frá 5,00 kr. Avaxta-heildósir frá 10,00 kr Ennfremur allskonar ódýrar sælgætis- og tóbaksvörur, Nýjar vörur daglega. Æ 61 S B ÚD • Vesturg. 27 ____________ Hversoi lengi verðuz Framhald af 7. síðu. og getum því ekki staðið við tilboð okkar, hljóta viðskipta- vinimir að leita til annarra þjóða sem öðruvísi hugsa um atvinnulif sitt. Þetta er því vandamál sem getur haft áhrif á íslenzkt atvinnulíf og efna- hagslegt fullveldi um langa framtíð. Það má segja að þjóð- in standi á krossgötum, hún á um það að velja að tryggja sér efnahagslegt sjálfstæði eða lifa á lítillækkandi vinnusnöp- um hjá erlendri þióð sem hefur rænt okkur landi og fullveldi. Þjóðin er ekki í 'miklum vafa um hvorn kostinn á að velja — en hversu lengi verður ríkis- stjórninni þá þolað að leggja togaraflotanum í þágu her- námsvinnunnar? Æskulýðsfylklngin gengst fyrir í Botnsdal í Hvalfírði um Jónsmessuna 26. og 27. þ.m. Á laugardagskvöld vezður dansleikur á palli. A sunnudag verður útiskemmfun með fjölbreyttum skemmfiatriðum, t.d.: þjóðdönsum, söng, upplesiri, gamanþætti, hand- knattleik (íslandsmeistaramir gegn Æskulýðsíylk- ingunni)- lúðrablæstri (Lúðrasveit verkaiýðsins) og D A N S I Séð verður íyrir góðum tjaldstæðum Sætafe-rðir verða fram og til baka á laugardag og sunnudag Um helgina liggur leiðin upp í Hvalfjörð! • 'iy :Öííp !Vl feh ' l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.