Þjóðviljinn - 30.06.1954, Page 6

Þjóðviljinn - 30.06.1954, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. júní 1954 þlÓ@¥iyKNH ^tgefandl: Saroelnlngarflokkur alþýSu — Sósíallstaflokkurlnn. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Rltstjórar: Magnós Kjartansson (á.b.), Slguröur Guðmundsson. Bjaðamenn: Ásmundur Sigurjór.ssoi.. ájarnl Benediktsson, GuO- mundur Vlgfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðustíg 1S. — Síml 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. fsleridingas' fyrírlíta makkartístefnu MQrpnblaðslRS Annað veifið er eins og þeim Sigurði Bjarnasyni og Valtý Stefánssyni verði þaö ljóst, að bandaríski áróður- inn sem þeim er fyrirskipað að þylja í blaði sínu dag hvern, vinnur ekki á heilbrigðri skjmsemi Íslendínga. Þó er stöðugt verið að í þeirri von að einhver láti blekkj- ast, enda þótt Bandaríkjaáróður og makkartístefna Morgunblaðsins veki andstyggð íslendinga og óbeit á blaðinu sem- beitir henni og þeim stjórnmálaflokki sem að því stendur. En þannig hefur Morgunblaöiö alla sína tíð legið hundflatt fyrir erlendu valdi. Hver man ekki lýs- ingar Þorsteins Gíslasonar á því, hver starfsskilyrði og hvers konar andlegt „sjálfstæði“ Vaítýr Stefánsson lét bjóða sér er hann hóf ritstjóraferil sinn, með danska heildsala, ómælandi á íslenzku, stjáklandi um ritstjórn- arskrifstofurnar og segjandi fyrir verkum. Þá kom tíma- bil undirlægjuháttarins viö brezku auðhringaria en því lauk 1 hinu gegndarlausa aödáunarfylliríi Morgunblaðs- ins fyrir Hitler og þýzka nazismanum. Það eru ekki nema tuttugu ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn sendi helztu leið- toga sína á áróöursþing þýzka nazismans, þar sem lögð voru á ráðin um hvernig skyldi starfað hér heima í „bar- áttunni gegn kommúnismanum". Lýsingar þessara leið- toga Sjálfstæðisflokksins á dýrðarríki nazismans eru skjal- festar í árgöngum Morgunblaðsins, ílokknum og blaðinu til ævarandi smánar. Loks kom svo bandaríska tímabil- ið, að vísu með nákvæmlega sömu vígoröunum, víg- orðum Göbbcls um „bai’áttu gegn kommúnismanum", en undir því kjörorði skyldu unnin hin verstu verk gegn íslenzkri alþýðu og hin vesælustu hermdarverk gegn þjóð- arhagsmunum og sjálfstæöi íslendinga. Það er þó ekki sambærilegt við hin fyrri skeið undir- lægjuháttar Morgun'olaðsins og Sjálístæðisflokksins. Á bandaríska skeiðinu hefur náðst langsamlega mestur ár- angur í þjónustunni. Sjálfstæðisflokknum hefur, meö að- stoð Framsóknar og Alþýðuflokksins, tekizt að selja stríðsóðu stórveldi hluta af landinu til herstöðva og of- urselja efnahagslíf landsins og atvinnuvegi bandarískri ihlutun. Aldrei hefur Sjálfstæöisflokknum og Morgun- blaðinu tekizt fyrr að vinna slík afrck fyrir vini sína erlendis, enda mun það þakkað þar eftir. Hins er ekki að vænta, að íslendingar scm þekkja þessa ömurlegu sögu, telji einmitt Morgunblaðið þess umkom- ið að brigzla þeim íslendingum um þjónustu við exdent vald, sem á öllum stigum hinnar erlendu ásælni hafa fylkt sér um íslenzka málstaðinn cg barizt af alefli gegn því að landráðin væru framin. Og það er alger fíflska þegar litlir karlar og Bandaríkjaleppar við Morgunblaðið hyggjast afmarka stóran hluta af íslenzku þjóðinni og telja hann annars flokks þegna, sem ekki eigi að hafa sama rétt til atvinnu og starfa og aðrir þegnar þjóöfé- lagsins. Þeir eru að sjálfsögðu að reyna þetta samkvæmt bandarískum fyrirmyndum og bandarískum fyrirskipun- um, en reka sig hvarvetna á fyrirlitningu heiðarlegra ís- iendinga á slíkum afturhaldskenningum, sem að sjálf- sögðu eiga ekki nokkra stoð í íslenzkum lögum. Atvinnu- kúgun og atvinnuofsóknir stjórnarvalda og einstakra at- vinnurekenda eftir bandarískum skoðunarkúgunarfyrir- rnyndurn er einn svartasti bletturinn á stjórnarfari lepp- flokka Bandaríkjanna hér á landi og þáttur sem alltof hljctt hefur verið um til þessa. Gegn slíkum ósóma verða verkaiýðsfélög og félög opinberra starfsmanna aö rísa af öllum sínum þunga, enda öllum fyrir beztu að ekki verði gert að algildri reglu að stjórnarvöld noti aðstöðu sína til að útiloka stjórnarandstæðinga frá starfi. Morgunblaðsmönnunum er ráðlegast að læra það í eitt skipti fyrir öll, að íslenzku þjóðinni verður aldrei skipt í hópa misrétthárra þegna eftir bandarískum skoðunar- kúgunarlögum. Samkvæmt stjómarskrá íslands og lög- um njóta íslendingar algers skoðunarfrelsis og jafnréttis fyrir lögum. Þeirri staðreynd verður ekki hnekkt með undirlægjúhætti Morgunblaðsins og Sjálfstæðísflokksins við húsbændur sína, bandaríska afturhaldið. „Við verðum að brjóta af okkur f jötra fordómanna11 segir Hannihal Valdimarsson i sfefnu- yfirlýsingu i AlþýSublaoinu i gœr „Viltu láta deila kröftum þeirra, sem eiga þó svo margt sameiginlegt í baráttu til betra lífs“ Hanníbal Valdimarsson, for- maður Alþýou'flokksins, birtir í gær grein í Alþýðublaðinu og nefnist hún Úr fjötrum for- dómanna. Ræðir hann þar skrif stjórnar’oiaðanna um sig og stefnu sína, cg þá jafn- framt átökin í Alþýðufiokkn- um sjálfum, en eins og kunn- ugt er hef.ur hægri klíka flokksins undanfarið gert ít- rekaðar tiiraunir til þess að reka formann fiokksins frá AI- þýðublaðinu samkvæmt opin- skáum fyrirmæium stjórnar- blaðanna. I lok greinar simiar mótar Hanníbal Valdimarsson stefnu þá sem liann §lur að Á.lþýðuflokkurinn .. eigi að fyigja framvegis í veri:a!ýðs- málum og stjórnmálum, og þykir Þjóðviijanum rétt að birta lesendum sínum þann kafla orðréttan. Hann er á þessa leið: „Góðu máli ber inklaust að fylgja, þó að kommúnistar flytji það. — Ibaidinu á aJdrei að haldast mpi að standa í vegi fyrir góðu máli, vegna þess að Aiþýðuflokliurinn einn hafí eldci afl til að koma því fram. íhaldið á ekki að vera öruggt um að tefja mál og drepa, vegna vissunnsr um það, að liðsinni kommúnista verði aidrei þegið. Ihaidið á þvert á móti að vita, að því þýðir ekki að spyrna klaufum við því að öll öfl, sem góðu máli vilja fylgja, verði ávallt sameinuð því tO framgangs. Þessari meginreglu eiga al- þýðustéttir landsins að fylgja bæði í verkalýðsmálum og stjórnmálum. Við verðum að brjóta af okkur fjötra fordómanna. Við verðum að standa frjáls að ruálefnalegri afstöðu á hvaða sviði sem er. Við tökum upp samstarf við hvern þann aðiia í bæjarmálum sem beztan stuðning vill veita málum Al- þýðuflokksins. Við tökum í höndina á hverjum þeim aðiia, sem vill standa með okkur í kjarabaráttu verkalýðsstétt- Timinn reiðist röitgiim aðila Augljóst er á Tímanum að Framsóknarmenn eru m jög sár- ir út af þeirri háðung sem þeim hefur verið sýnd með því að láta Kristin Guðmundsson utanrikismálaráðherra vinna tóma lögieysu í dómsmálum á Keflavíkurflugvelli mánuðum saman. Segir blaðið í gær að „gera megi ráð fyrir" að Framh. af 6. síðu. anna, þar til jafnrétti er náð við aðrar stéttir. Við veljum þá til samstarfs, sem viija berjast gegn atvinnuieysi, fyr- ir bættum húsakýnnum vinn- andi fólks, fyrir atvinnuieysis- tryggingum, fyrir sama kaupi kvenna og karla, fyrir logfest- ingu á tólf stunda hvíld á tog- urum, fyrír sama _ orlofsrétti og verkalýður nágrannaland- anna hefur náð, fyrir réttlátri skattalöggjöf, skynsamlegri skipan innflutningsmála, fyr:r betri þjónustu banka og fjár- magns við framleiðsluatvinnu- vegina o. s. frv. o. s. frv. Þegar alþýðán á Islandi hef- ur brotið niour múra fordórn- anna og saraeinað alla orku sína í verkalýðsmálum cg stjórnmálum, verður Isiandi ekki stjcrnað lengur gegn vilja hennar og hagsmunum. Þá rætist hið fornkveðná: „Að þeir munu iýðir löndum ráða, er útskaga áður byggðu.“ Og nú spyr ég þig, alþýðu- maður og alþýðukona: Ætl- arðu að vera og viltu áfram vera eií?s og sjúklihgur haid- inn af illum anda ofstsekis og' fcrdóma ? Viltu láta deiia kröftum þeirra, sem eiga þó svo margt sameiginlegt í bar- áttu til betra líís? Eða viltu manna þig upp og byggja brýr yfir aliar þær torfærur, sem brúaðar verða, og halda síðan liikiaust að marki, þrátt fyrir org og liróp afturháids- afianna, sem vilja deila og drottna að fornrómverslcu for- dæmi? — Eg er viss um, að þú velur þann síðari kostinn, sem einn er manndómi þínum samboðinn. Hanníbal Valdiniarsson“. Dómur Álþýðublaðsiris: „Eftir hverja Morgunblaðsherferð gegu söfnuninni bárust alltaf fleiri og síærri gjafir“ Alþýðublaðið veitir í gær Morgunblaðinu verð- uga viðurkenningu fyrir mikla aðstoð við söfnun sósíalista í Sigfúsai'sjóð. í greirx sem Hanníbal Valdimarsson skrifar í blaðið er komizt þannig að oröi: „Eftir hverja Morgunblaðsherferð gegn söfnun- inni bárust alltaf fleiri og stærri gjafir. Bezta söfn- unarferð Þjóðviljans var sú að reita Morgun- blaðið til reiði og láta það spúa eldi og eimyrju. Þetta hefur verið slyngasta áróðursbragð komm- únista hér á landi árum saman og árangurinn hefur þeim aldrei brugðizt.“ Þjóðviljinn vill enn einu sinni nota tækifærið og þakka Morgunblaðinu fyrir ómetanlega aðstoð. Það ágæta blað fékk síöasta æðiskast sitt á sunnu- daginn var, og er ekki að efa að það muni hafa ágæt áhrif, þótt það sé að vísu fullseint á ferðinni. Birtir það' klausu sem er undirskrifuð „Hreyfils- bílstjóri" og er þar í’áðizt ofsalega á bílstjórana fyrir mjög myndarlegt framlag þeirra, en niður- lagsorðin eru þessi: „Munu Hi'eyfilsbílstjórar gera ráðstafanir til að skafa þennan ómenningarblett af vinnustað sínum.“ Þessi setning sýnir að þaö eru Morgunblaösmenn sjálfir sem hafa samið klausuna, því auðvitað vita allir bílstjórar að þær 50.000 kr. sem Sigfúsarsjóði báinst voru frá með- limum stéttarfélagsins Hreyfils á bíistöðvum bæj- arins. En hótanir Morgunblaðsins um að hreinsa til — „skafa“ — meðal atvinnubíistjóra, vegna þess að þeir gerast svo djarfir að leggja fram fé til stuðnings hugsjónamálum sínum og hagsmunum, eru nýtt og lærdómsríkt dæmi um mccarthyism- ann í Sjálfstæðisflokknum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.