Þjóðviljinn - 02.07.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1954, Blaðsíða 4
4) — WÓÐVILJINN — Föatudagur 2. júli 1954 og íslenzk menníng ILLVIRKJAR hafa stundum gripið til þess ráðs að stumra miskunsamlega yfir hinum særða og hrópa þaðan út yfir strætin: Grípið ódæðismanninn! Manní kemur þessi aðferð ó- sjálfrátt í hug þegar Morgun- blaðið fer að tala um íslenzka menningu. Þetta hefur líka ver- ið kallað að tala um snöru í hengds manns húsi. NÚ skal raunar viðurkennt að Morgunblaðið gerir sé ekki tíðrætt um íslenzka menningu. En s.l. þriðjudag hefst blaðið allt í einu handa, og hafði orð- ið menning þá ekki sézt í dálk- um þess röskan hálfan mánuð. jÞegar Morgunblaðið hefur á undanförnum árum talað af mestum fjálgleik um íslenzkt sjálfstæði, hefur mönnum jafn- an orðið að spyrja: hvað á nú að svíkja? Og það hefur aldrei brugðizt að þá hafa svik verið á döfinni. Þegar Morgunblaðið man allt í einu eftir íslenzkri mennihgu, rennir mann á sama hátt grun í að nú sé eitthvert samsærið í bígerð, sektartil- fingunni slái út. MORGUNBLAÐIÐ segir að til- efni menningarskrifa sinna séu ummæli menntamálaráðherra síns við opnun bókasýningar- innar í Þjóðminjasafninu á dögunum, en ráðherra þessi er raúnar almennt talinn standa nær dýraríkinu en flestir aðrir er lagt hafa fyrir sig ráðherra- dóm á fslandi. Hann á að hafa talað digurbarkalega um gildi menningar okkar í ræðu þess- ari, og Morgunblaðið leggur út af orðum hans af engu minni fjálgleik: glæsilegt menn- ingartimabil sé framundan hjá okkur, ef við gætum hins forna arfs, séum opnir fyrir erlendum menningarstraumúm, samlögum hið heimafengna og aðkomna. Og blaðið sjálft ætlar sér sýnilega nokkurn hlut í þessari þróun. ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að Morgunblaðið hefur aldrei átt hlut að íslenzkri menningarþróun. Og það kem- ur til af því að blaðið hefur alltaf verið í þjónustu auðstétt- arinnar, þeirrar stéttar sem aldrei hefur hirt um menningu á íslandi. Og raunar hefur blað'ið ekki' aðeins þjónað undir islenzka arðræningja, heldur hefúr það einnig verið danski Móggi, síðan brezki 'Moggi, éftir það-Hitlers Moggi og nú síðast bandaríski Moggi — og gerist ekki þörf að rekja þá sögu. Alla ævi sína hefur blað- ið að auki verið kallað heimski Moggi, það bíað sem verst hefúr skrifað á íslandi, kunn- að minnst í tungunni, vérið þynnst í röksemdafærslu, grynnst í þekkingu, Ijúgfróðast í málflutningi. Orsakirnar eru m. a. þær að yfirleitt hefur aldrei fengizt almennilegur maður að þessu blaði. Andinn í kringum það hefur verið slík- ur að sómakært fólk vildi þar hvergi nærri koma. í manna- minnum hefur vist ekki starfað ritfaer maður við Morgunblað- ið. Illa uppaldir strákar ein- hverstaðar úr innstu búrum auðstéttarinnar hafa löngum sétt á það svip sinn, auk þeirra forustumanna ihaldsins sem hverju sinni hafa verið forhert- astir í þjónkun sinni við út- lendan málstað. Og það hefur aldrei verið vonlausara en ein- mitt nú að rekast i þessu blaði forheimskiinarinnar á læsilega grein um húgtækt menningar- efni, eftir upplýstan rriann. Mikill hluti íslenzkra mennta- manna, er hafa hagkvæmasta aðstöðu til ritstarfa, eru sósíal- istar og skrifa í máígögn sósíal- ista; hinir kjósa heldur að þegja en láta bendla sig við höfuðefni íslenzkrar stjórn- málabaráttu þessi árin, þrátt fyrir það að þeir sem hafa periingana og völdin hugsa aðeins um meiri peninga og aukin völd: ástmenn Morgunblaðsins. Þegar menn- ingárviðleitni leggst ekki gjör- samlega í . læðing á þessum árum þjóðsvika og stórlyga, þá er það einungis að þakka því að menningarleg viðhorf eru runnin íslenzku fólki í merg og bein. Sá forni arfur, serri alþýðan hefur alltaf staðið vörð um, verður að ösku í höndum okkar ef við ávöxt- úm hann ekki hvern dag og hvérja stund í skapandi verki. Þetta finna þeir íslendingar, sem ekki hafa'selt sannfæringu sína útlendum morðhundum. Og þeir vita um leið að án þessa starfs erum við dauða- dæmdir í landinu. Menning er okkar daglega nauðsyn. EN þáttur Morgunblaðsins — hvað um hann? Nýliðinn þjóð- hátíðardag hélt einn helzti ást- mögur þess ræðu yfir lands- lýðnum, og sagði m. a. á þá leið að íslenzk menning væri ekki mikils virði ef hún þyldi ékki að koinást í snertingu við er- lend menningaráhrif. Þetta út- leggst þannig á mál þess veru- leika sem við búum við í dag: Fornar bækur okkar standa ekki djúpum rótum í 'hjarta 14 ára unglinga á ísiandi ef þeir þola ekki að horfa árið út og árið inn á kvikmyndir þar sem morð er vinsælast viðfangsefni, kynfæri merkilegast sýningar- Þetta er fórsíða sýningarskrár einnar fyrstu þvívíddarmynariimar er Reykvíkingum var boðið að sjá — sem sé mjög i stíl við aðrar amériskar kvikmyndir sem hér þykir heppilegast sýningarefni. Og MoTgunblaðlð segir: Alveg er ég forviða ef 14 ára unglingum er óholit að sjá svóna kvikmyndir. i efni. íslenzk frelsisbarátta á ekkí mikil ítök í hugum 15 ára unglinga ef þeir þola ekki' að lesa sinn daglega skammt af myndskréyttum lýsingum mann- drápa, þjófnaðar, kynvillu. Og ef 16 ára uriglingar þola ekki án þess að spillast að eiga göt- una eina og kaffihúsin fyrír samastað, í staðinn fyrir félags- heimili og rrienningarhús, þá gefur Gunnar Thoroddsen og Morgunblaðið ekki mikið fyrir íslérizka rrienningu. Sé okkur óhollt að umgangast daglega og þræla fýrir eriendan hermanna- skríl, aiinn upp til morða, þá þykir menntamálaráðherra í- haldsiris’ heldur syrta í álinn fyrir menningarlegri tilveru okkar. Þanriig ber að lesa og hlusta þegar morgunblaðsmenn skrifa og tala um nauðsyn þess að við reynum menningu okkar við erlend áhrif. Framlag þeirra til íslenzks menningarlífs — það eru glæpatímaritin, því þeir hafa skapað það andrúms- loft sem þarf til að gefa þau út — það eru morðkvikmynd- irnár sem vinir þeirra fram- leiða til að lækka mannlega réisn alls lýðs — það er her- liðið sem þeir hafa kallað hing- að til að vera viðbúið að myrða aðrar þjóðir ef á þarf að halda. Næstsíðasti menntamálaráð- herra íhaldsins var stundúm að kássast utan í menningármál, eins og þegar sekur maður leit- ar þess staðar þar sem hann framdi afbrötið. Hann fékk framgengt einu atriði í viðleitni sinni: orðið dans var bannað í útvarpinu. Fór þar mjög saman andleg reisn og árangur. ÍSLENÖK menning skal lifa, og hún mun vara í hjörtum al- þýðunnar og fyrir starf þeirra sem 'henni unna. En henni er því hættara sem Morgunblaðið hef- ur meiri áhrif, og hún má sann- arlega gæta sín þegar vinir þess fara að votta henni ást sína og trúskap. í tilefni leiðara þess 1 fyrradag spyrjum við enn sem fyrr: hvaða ógn er nú fyrir- búin íslenzkri menningu? Síöan núverandi menntamála- ráöherra íhaldsins tók við völdum haía verið s.einuö 5 glæpatímarit hér í Iieykjavík. RáSherrann iætur sér vel líka — o% Slorgunblaðið æmtir hvorki né skræaitir. Morgunblaðið — og þögnin hef- ur einmitt skýlt þeim mörgum undanfarin ár.: ÞAÐ eru ýmsir góðir menn að brjótást í menningarstörfum hér á landi — ékki vegna Morguriblaðsins héldur þrátt fýrir það: þrátt fyrir það að Morgunbláðið hefur gert smíði afkástamikillar manridrápsmið- stöðvar á Reykjanesskaga KONA SKRIFAR: „Eg er ein þeirra mörgu sem sjaldan hef- ur brugðið verr við slysafrétt en um daginn er litli drengur- inn á GrettLsgötunni stakk sig til bana með hnífi. Þetta er alveg voðalegt til að hugsa og vita — það á ekki að fá börnum svona verkfæri í hendurnar. En ég veit til þess að miklu yngri börnum en þetta eru gefnir hnífar, og það er kannski skiljanlegt þegar þess er gætt hve börn hafa gaman af að tálga og þessleiðis. En samt liggur það í augum uppi, hve hættulegt þetta getur verið — einmitt vegna þess að böm skynja ekki fyllilega háskann, auk þess sem það liggur í eðli þeirra að hamást dálítið og fara með ólátum. Það er svo oft sem þau vita ekki hvað þau gera. Þetta hörmulega slys ætti að vera viðvörun for- eldrum. Þeir ættu þó að vita hvað þeir gera þegar þá lang- ar til að gleðja börnin sín.“ PÓSTURINN tekur fyllilega undir orð „Konú“ og vill bæta þessu við: Bömum, hér í Reykjavík minrista kosti, eru fengin fleiri hrritttíleg „lerk- Börn og hnííar —7. Börn og byssur — Kauþíélág Eíirðinga? föng“ en eggjám, þótt ein- mitt þau geti sennilega leitt til hastarlegastra slysa. Eg hef þar ekki sízt í huga bauna- byssurnar og aðrar byssur. Eg þekki dreng suður í Kefla- mk, sem ég hitti hér á götu um daginn. Hann var létt- ldæ'ddur r sólskininu, en hann var með tvær byssur í slíðr- um, sína við hvora hlið. Og hann var hinn mannalegasti með þetta, og var ailtáf að fitla við byssurnar. Það eru útlénd áhrif sem valda því að börnum eru fengin ,,leikföng“ af þessu tagi, og þarf ekki langt að fara til að sjá hvaðan þau áhrif em komin. Eg hugsa að auga þess manns sem yrði fyrir skoti úr bauna- byssu mundi ekki telja sig jafngott fyrst um sinn eftir Slíka sendingu, en þessar "byssur og fleiri tegundir munu nú þykja sjálfsagður sölu- varningur í hverri leikfanga- búð. Hér þárf að taka í taúrn- ana — og það fast. .EINN aðalþulurinn í útvárpinu virðist fremur óviss um með- ferð talaðs orðs — öfugt við það sem harni ætti að vera. Mýmörg dæmi cru um það að hann les ramrriskakkt, og sjaldan dettur honum í Hug að leiðrétta sig þótt villan liggi hverjum manni í eyrum rippi. Það er eins og hann skilji ekki textann. Að þessu sinni skal aðeins eitt dæmi nefnt. Téður þulur, eem ég veit ekkert hvað heitir, segir alltaf kéa, eins og kaupfélagið sé kennt við einhverja Éfirðinga en ekki Eyfirðinga. Hann á sem sagt að segja kea — það er Kaupfélag Eyfirðinga á Ak- ureyri sem um er að ræða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.