Þjóðviljinn - 02.07.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1954, Blaðsíða 1
Föstudagur 2. júlí 1S54 — 19. árgangur 145. tölublað deilur innan stjórnarflokk úthlutun á bílum! 9000 umsóknir um 800 biía! - Bilaúthlufunin mikil- vœgur þátfur i spillingarkerfi stjórnarflokkanna Á sama tíma og meginhluíi togaraílotans er stöðv- aður eru stjórnaríiokkarnir í háarifrildi um það hvernig fara eigi ao því að úthluía bílum! Hafði stjórnin tilkynnt að inn yrðu fluttir um 800 bílar — en umsóknir þœr sem borizt hafa munu nema um níu þúsunöum!! Hafa undanfarið verið birtar yfir- lýsingar á víxl frá Framsókn og íhaldinu, sem sýna að þarna er á ferðinni mál sem stjórnarflökkarnir telja mikilvægt og nákomið hagsmunum sínum. Þegar auglýst var eftir um- sóknum um innflutning á bílum voru prentuð 6000 eyðublöð. Þau liurfu á skömmum tíma og varð að prenta annað upplag í snatri. En enda þótt talið sé að umsóknirnar nemi níu þús- undum eru raunverulegar um- sóknir aðeins brot af þeirri tölu, Margir sem hug hafa á bíl hafa beðið vini sína og kunningja að sækja líka til þess að hafa meiri möguleika, og mjög veru- legur hluti umsækjendanna hefur aldrei hugsað sér að eiga bíl. Hins vegar er bílaleyfi sem kunnugt er ávísun á verulega fjárupphæð með þeim svarta- markaði sem þrífst hér í skjóli ríkisstjórnarinnar. Spillingarkerfið. Eins og kunnugt er hafa stjórnarflokkarnir notað bíla- innflutninginn um langt árabil til þess að byggja upp víðtækt spillingarkerfi. Það er alkunna að atvinnubíistjórum, jafnt þeim sem aka fóiksbílum og vörubílum, hefur yfirleitt verið neitað um innflutning á at- vinnutækjum sínum, og hafa margir sótt í 10 til 15 ár án árangurs. Þeir hafa aldrei feng- ið nýjan bíl, heldur orðið að sæta svörtum markaði og oft- ast orðið að notast við útjask- aðar bifreiðar eftir aðra, dýr- Jcipan endur- Hernámsyfirvöld í Japan full- giltu í gær lög um endurvíg- búnað Japans. Fregnin um þetta hefur vakið óhug manna víðsvegar um heim. Brezka út- varpið sagði í gærkvöld að hið auma efnahagsástand Japans gæfi ástæður til að óttast um framtíð lýðræíis í Japan, og hættan sé ekki síður frá hægri en vinstri. Allir þeir sem hafa gjalddaga í Sigíúsarsjóð 1. júií eru minntir á að skrifstofan á Þórsgötu 1 er opin kl. 10—12 og 2—7. ar í rekstri. En allir kunna sög- umar af gæðlngunum senrí fengið hafa einn bílinn af öðr- um og grætt stórfé á svarta- markaðsbraski. M. a. má minna á það þegar Jónas Jónsson, fyrrv form. Framsóknarflokks- ins sagði hina míklu sögu af því hvað Hermann Jónasson, núver- andi formaður Framsóknar- flokksins hefði fengið marga bíla og grætt mikið á sölu þeirra. ^ Ávísun á tugþúsundir. Það er alkunna að úthlutun stjórnarflokkanna á bílaleyfum hefur jafngilt því, að réttir hafi verið nokkrir tugir þúsunda króna. Fólksbíll frá Ameríku, sem kostar með öllum tollum °g gjöldum 60-70 þúsundir króna, hefur á svörtum mark- aði kostað 120-130.000 kr. Síð- ara verðið er hið raunverulega gangverð, en mismunurinn renn ur í vasa braskaranna. Það er því ekki að undra þótt stjórn- arflokkarnir hafi ríkan húg á að hagnýta sér það spiliingar- kerfi sem þannig skapast og vilji sízt af öllu missa þann spón úr askinum. Þessi starf- semi færist alltaf í aukana þeg- ar kosningar eru í nár.d. Sendi- menn stjórnarflokkanna vaða um öll kjördæmi landsins með loforð um fólksbíla, sendiferða- bíla og vörubíla og síðan er ætlazt til þess að þeir sem lof- orðin þiggja kjósi í samræmi við þau. Síðan eru menn dregn- ir á efndunum árum saman, en reynt að veita spillingarkerfinu áfi'am og gera sem flesta háða því. ★ Prósenta í kosninga- sjóði. Auk þess er það á ýmissa vit- orði að kosningasjóðir stjcrn- arflokkanna fara ekki varhluta af vissum prósentum af bílurn þeim sem loks er úthlutað, og mun sú upphæð vera næsta há. Það ei’ þvi sannarlega ekki að undra þótt mikil iiiindi séu nú innan ríkisstjórnarinnar um þetta mál og langur tími fari í það að þjarka fram og aftur, með yfirlýsingum á víxl í Tím- anum og Morgunblaðinu. Upni hafa verið tillögur um að af- nema spillingarkerfið með því að gefa bílainnflutninginn frjáls an og bremsa liann með skatti á lúxusbílum, en þá er eins og komið sé við kvikuna í þeim sem stjórna spillingunni. Siikan spón má ekki missa úr askin- urn. Og togararnir stöðvast einn af öðrum, framleiðslukerf- ið lamast — meðan stjórnar- kllkurnar rífast og þvarga um úthlutun á bílum! Þeir Winston Churchill, for- sætisráðherra Bretlands, og Anthony Eden, utanríkisráð- lierra, héldu frá Ottawa í gær áleiðis til New York að lokn- um viðræðum við rikisstjórn Kanada. Sir Winston ávarpaði mannfjöldann sem kvaddi hann á flugvellinum. — Kvað hann Kaxiada hafa mikilvægt hlut- verk á hendi varðandi saxn- vinnu Bandaríkjanna og Breta og lýsti þeirri von sinni að Kanada fái á næstunni tæki- færi til að láta meira að sér kveða á sviði heimsstjórnmál- anna en hingað til. Ráðheri'arnir stigu um borð í Queen Elizabeth í New York í gærkvöld og héldu áleióis til Bretlands. Fyrsia vínveit- ingaleyfið Lögum samkvæmt á bæjar- stjórn nú að semja umsögn til dómsmálaráðuneytisins um hverja umsókn um leyfi til vín- veitinga. Bæjarstjórn fól bæj- arráði að semja umsagnir þess- ar og í gær samþykkti bæjar- stjórn það álit bæjarráðs, áð það hefði ekkert að athuga við vínveitingáleyfi fyrir Hótel Borg. TILKYNNT var i Lundúnum í gær að Attlee, foringi Verka- mannaflokks Bretlands, myndi halda til Ástralíu að lokinni fyrirlxugaðri heimsókn sinni og fleiri kollega sinna í Verka- ma.nnaflokknum til Kína. TogarastöBvunin rœdd á bœjarsf}órnarfundi í gœr raðað sé ráðstöfunum til að tryggja áframhaldandv rekstur togaraflotans Sex af átta togurum Bæjarutgerðarmnar liggja braidnir í höfn Ingi R. Helgason flutti eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnar- fundi í gær: „Bæjarstjórn Reykjavíkur vítir harðlega þau vinnubrögð sem orðið haía þess valdandi að tog- araíloti landsmanna liggur bundinn í höín a bezta tíma árs og í góðu verzlunaráríerði. Bendir bæjar- stjórnin á það gífurlega þjóðhagslega tjón og gjald- eyristap sem af stöðvun togaraflotans leiðir og haf- ur leitt, en 6 af 8 bæjartogurunum eru nú bundnir hér í höfninni. Þess vegna skorar bæjarstjórnin alvarlega á ríkis- stjórnina að geta nú þegar ráðstafanir til þess að togurunum verði komið taíarlaust á veiðar". ræddi í ’ mælti hann: „Ég vil upplýsa að Ingi R. Helgason framsöguræðu þá miklu þýð- j það eru togarar á veiðum enn, ingu sem það hefði að togara- sem afkasta því sem þörf er flotinn lægi ekki bundinn i höfn á“(!!> um hásumarið, þegar nægir markaðir fyrir afla þeirra væru fyrir hendi. Ræddi hann sér- rrftsturs togaranna! Ekki frainbærilegt að kref jast staklega það ömurlega ástand að 6 af togurum Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur liggja nú i höfn. Afkasta því sem þörf er á! Guðbjartur Ólafsson liafn- sögumaður spratt á fætur er Ingi hafði lokið máli sínu. Var hnnum mikið niðri fyrir og Og Guðbjartur hélt áfram: „Vortímabilið er venjulega not- að til að gera skipunum til góða. Það er ekki lítið sem til þarf viðhalds ofan þilja Og neð- ar. Meginástæðan fyrir togara- stöðvuninni er vorviðgerð og því tel ég þessa tillögu ekki f rambærilega“!! .. __ Svo kom annar flialds- fulltrúi Næst,kom svo annar Ihalds- fulltrúi, Einar Thoroddsen: „Það er öllum kunnugt að tog- araútgerðin hefur átt við mikla örðugleika að stríða. Margir togarar liggja bundnir nú. Það cr þó ekki eingöngu af örðug- leikum útgerðarinnar, heldur er þetta versti tíminn fyrir tog- arana liér við land. Bindið togarana svo fiskur- urhm lifi! Og Einar hélt áfram; „Væra allir togararnir á veiðum nú myndi fiskurinn verða uppur- inn eftir nokkra daga .... Guðmundnr Pálmason við skákborðið. (Yiðtal á 3. síðn).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.