Þjóðviljinn - 02.07.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 02.07.1954, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 2. júlí 1954 þJÓÐVIUINN | OtgefaiuU: Samelnlngrarflokkur alþýðu — SósíallataflokkurinB. Fréttaatjóri: Jón BJarnason. ! BHstjórar: Magnús Kjartansaon <4b.), Slgurður Guðmundsson. Blaðamenn: Ágmundur Sigurjónssor.. fijarni Benediktsson, Gu5- mundur Vigíússon, Magnús Torfi ólafsson. j ▲uglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, áuglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðusti* 18. — Síml 7500 (3 línur). ÁSkriftarverð kr. 20 á m&nuðl i Reykjavtk og n&grennl; kr. 17 annars staðar & landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja ÞJóðvlljans h.f. Vegið að lýðræði og þingræði Sigurður Bjarnason eða Valtýr Stefánsson birta í gær ritstjórnargrein í Morgunblaðinu, aðalmálgagni Sjálf- stæðisflokksins, og er tilgangur hennar að sanna lesend- nm blaðsins að „hvorki lýðræði okkar né þingræöi" sé ,nægilega þroskað'. Þessari kenningu fylgja bollaleggingar um þroskaleysi núverandi stjórnarandstöðu á þessu sviði. Ymprar Morgunblaðið á því, að ef takast mætti að koma rpp svolítið virðulegri andstöðu við stjórn Ólafs Thors, Eysteins & kumpána, kæmi vel til greina að hafa hér á 'andi sama hátt og Englendingar hafa, að launa ríflega af ríkisfé virðulegan leiðtoga hinnar virðulegu stjórnarand- stöðu. Með því hlyti lýðræðis og þingræðisþroski íslend- inga að verða algjör, skilst manni af leiðaranum. En það er fjarri lagi að taka þannig á þessu máli. Hitt er tvímælalaust vænlegra til árangurs að leita dæma úr sögu síðustu áratuga er brugðið gætu birtu á hollustu nú- verandi stjórnmálaflokka landsins við lýðræöi og þing- ;æði. Hver sem kynnir sér þá sögu mun komast að raun um að þrír núverandi stjórnmálaflokkar hafa gert sig seka um svo stórvægileg afbrot gegn lýðræði og þingræði að erfitt er að hugsa sér stærri brot eða skýrari sönnun þess aö þeim er stórlega ábótavant um lýðræðis- og þingræð- isþroska. Eitt þeirra dæma er sú ákvörðun þingmanna þessara jjriggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokksins, Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins, vorið 1941, að hafa stjórn- arskrá landsins að engu, en þá framlengdu þessii' þing- nienn sjálfir þingmennskuumboð sitt í algeru heimildar- j eysi og trássi við stjórnarskrá íslands og lög. Síðar kom fram í deilum flokkanna að þeir höföu gert samsæri með S2E um að láta þingkosningar ekki fara fram á íslandi iyrr en að stríði loknu. Ekki tókst þó að ná tilætluðum arangri með þes.su tilræði við stjórnarskrá landsins, vegna osamþykkis samsærismanna, enda hefð'i þá tekizt að valda þjóðinni stórkostlegu tjóni. En leiðtogar og þingmenn þeirra flokka, sem svo herfi- lega brugoust trúnaði þjóðarinnar og skyldum sínum 1941, virðast lítið hafa lært. Réttum 10 árum síðar frömdu þessir sömu flokkar, á klíkufundum í Reykjavík, eitt versta verk sem unnið hefur verið á íslandi, er þeir gáfu samþykki sitt til þess aö ríkisstjórnin geröi samning um afhendingu íslenzks lands undir herstöð stórveldis, enda þótt slíkur samningur, gerður án samþykkis Alþingis, væri tvímælalaust brot á ákvæðum stjórnarskrár lands- ms. Enginn þeirra þingmanna sem á þennan hátt öfl- uðu sér öruggs en ónotalegs sætis í íslandssögu hefur enn skýrt frá því opinberlega hvað gerðist á þeim klíkufund- um, en svo virðist sem menn á borð við Bjarna Benedikts- son, Eystein Jónsson og Stefán Jóhann Stefánsson hafi þar verið látnir hræða þingmenn með bandarískum lyga-' sögum um yfirvofandi innrás í landið. Að vísu sáu hinir. undrandi þingmenn fljótlega á viðbúnaði hernámsliðsins' héi’ að enginn trúði síður en Bandaríkjastjórn á slíkar iröllasögur. En verkið var unnið ,eitt versta verk sem íslenzkir menn hafa nokkru sinni unniö, og það voru þingmenn þriggja íslenzkra stjórnmálaflokka, Sjálfstæð- isflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins sem unnu það, og munu hljóta dóm sinn fyrir þann verknað ekki einungis af núlifandi kynslóö heldur öllum kyn- slóðum sem þetta land munu byggja. Og ekki er til hryggi legra dæmi um skort íslenzkra stjórnmálamanna á lýð- ræðisþroska og þingræðisþroska en klíkufundi alþingis- manna er pukrast í leynum með örlagamál þjóðarinnar og ráða þeim til lykta í algeru heimildarleysi. Þessi tvö dæmi skulu látin nægja nú, til að aðstoða ritstjóra Morgunblaðsins og aöra lesendur Þjóðviljans í umræðunum um lýöræðis- og þingræðisþroska íslend- inga. Því einu skal bætt við, að eini íslenzki stjórnmála- fiokkurinn, sem mótmælti báðum þessum tilræðum við lýðræði og þingræði á íslandi og barðist af alefli gegn lög- leysum Sj álfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins, var Sósíalistaflokkurinn. Einnig af þeirri staðreynd gætu ritstjórarnir og- aðrir lesendur dregið á- lyktanir, og þær lærdómsríkar. r Islenzka lýðveldið fíu ára Grein úr Ausíurian di. málgagni sósíalistM á AusturhmdU hirt 17. f úní: í dag, 17. júní 1954, er ís- lenzka lýðveldið 10 ára. Ára- tugur er liðinn síðan Islend- ingar hjuggu á siðasta hlekk- inn, er tengdi þá stjórnarfars- lega danska konungsríkinu. Þar með var lokið aldagam- alli baráttu Islendinga fyrir endurheimt sjálfstæðis isíns úr hendi Dana. Við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór um sambands- slitin I maí-mánuði 1944, sam- þykkti þjóðin að heita má eínróma, að slíta konungs- sambandi við Dani og stofna lýðveldi. Svo til hver einasti atkvæðisbær maður tók þátt í atkvæðgreiðslunni. Sá eldmóður, sem einkenndi lýðveldisstofnunina, entist þjóðinni til mikilla átaka í sókn hennar til betri lífsskil- yrða i landinu. Sama ár og lýðveidið var stofnað var ný- sköpunarstjórnin mynduð að frumkvæði Sósíalistaflokksins. Fyrir frumkvæði þeirrar rík- isstjórnar var hafist handa um uppbyggingu atv;nnulífs- ins. Ákveðin var endurnýjun skipastóisins, verksmiðjur byggðar til hagnýtingar sjáv- arafians o.s.frv — Má óhikað fullyrða að aldrei hafi aðrar eins framfarir ver:ð hér á landi á jafn stuttum tima og á stjórnarárum fyrstu þing- ræoisstjcrnar lýðveldisins. En skjó.tt'sáus.t, blikur. á lofti. Bandarík'n, sem fengið höfðu íeyfi til aö hafa hernað- arbækistöðvar í landinu gegn ákveðnu loforði um að hverfa með herinn úr landi þegár ó- friðnura lyki, stóðu ekki við það loforð. Þess í stað reyndu þau að fá samþykki fyrir ,að hafa hér hernaðarbækistöðvar áfram. Fé var borið á íslend- inga og alit gert til að þvinga þá til að láta að vilja Banda- ríkjanna. Og þeim tókst það sem þau ætluðu sér. íslenzkir valdamenn reyndust veikir fyrir valdi dóllarans. Og að þjóðinni forspurðri létu þeir: Bandaríkjunum í té herstöðv- ar í landinu, köstuðu fyrir borð hinu ævarandi hlutleysi og geríust beinir þátttakend- ur i hernaðarsamtökum þeim sem Bandaríkin stofnuðu til og ráða yfir. Jafnframt var svo Island fjötrað efnahags- lega við Bandarikin og eru Islendingar ekki frjálsir að því hvað þeir framkvæma í sínu eigin landi. Hinum hag- stæðu viðskiptum við Sovét- ríkin var hætt og það var ekk; fyrr en Islendingar höfðu fengið að sannreyna við- skiptamáta hinna vestrænu bandamanna, að stjórnarvöld- in fengúst til að taka upp að nýju viðskiptin við Sovétrík- in. I dag á 10 ára afmæli lýð- veldisins, er ísland hersetiðj land. Og herinn gerir sig ekki líklegan til að hverfa úr landi. Þvert á móti heldur hann stöðugt áfram að búa um sig og færa út kvíarnar. Og í þágu herliðsins starfar mikill fjöldi Islendinga, sem horfið, hafa frá framleiðs’ustörfun- um til lands og sjávar. Is- lenzkir atvinnuvegir þurfa á þessu vinnuafli að halda. Mannekla stendur sjávarútveg inum fyrir þrifum. En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Allskonar spilling og upp- lausn fylgir liersetunni og tungu okkar og þjóðerni er hætta búin af hennar völduin. Enginn óv:tlaus maður trúir því, að herseta á Is- landi sé íslendingum nauðsyn. Enginn érás á landið stendur fyrir dyrum. Engir aðrir en hin vestrænu herveldi hafa sýnt okkur yfirgang. Allir vita, að bækistöðvar Banda- ríkjanna hér eru árásarstöðv- ar tii þess ætlaðar að herja þaðan á friésamar þjóðir Evrópu. Hernn er hér í ó- þökk þjóðarinnar og það er krafa hennar, að hann hverfi úr landi með öil sín dráps- tæki. A meðan her er í landinu og hluti þess á valdi erlendr- ar þjóoar, auk þess sem sjálf stjómarvöld landsins eru handbendi hins erlenda valds getur landið ekki kallast sjálfstætt í þess orðs réttu merkingu. Islenzka ríkisstjórn in er bandarísk leppstjórn og tekur við fyrirsk’púnum frá bandarískum stjórnarvöldum. . Islendingar eiga því fyrir hendi að heyja nýja sjálf- stæðisbaráttu. Og takmark þeirrar sjálfstæðisbaráttu á að vera, að reka herinn úr landi og fullt og óskorað stjórnarfarslegt og efnahags- legt sjálfstæði. Islendingum er það lífsnauð- sjm að sameinast í sjálfstæð- isbaráttunni. Þe:r verða að láta ágreining um önnur mál víkja fyrir þessu mikia máli. Þjóðin þarf að vera jafn sam- hent í hinni nýju sjáifstæðis- baráttu og hún var fvrir 10 árum, þegar lýðveldið var stofnað. Vlánaðarlaun verkamanna ' rri ^ ® I lllffiS (EIRÐIR hafa verið í ■ Túnis ao úndanförnu og franska ný- lendustjórnin herur hert aðgerðir sínar gegn liinum varnarlausú og kúguðu íbúuln landsins. Ný- lega sendi franska nýlendu- stjórnin 48 hersveitir til allra héraða landsins. Þær tóku sér fyrir hendur að framkvæma strangt eftirlit með umferð á vegum og í lofti, sendu birgðir vopna til hinna frönsku íbúa nýlendunnar. vélbyssur og hand- sprengjur. Þær höfðu og eftirlit með útgöngubanni sem sett var á milli sólarlags og sólarupp- rásar, gripu til róttækra aðgerða til að greina „óþjóðholla" menn frá hinum „hlýðnu11 og refsuðu hverjum þeim er sannanlega hafði haft samneyti við óæski- legt fólk. En aðfarir þessar hafa ein- ungis leitt til enn harðari mót- spjTnu nýlendubúa. Þeir berjastj hetjulega til að bjarga lífi margra dauðadæmdra, fyrir. heimkomu þeirra sem dæmdirj hafa verið í útlegð, fyrir afnámi 'nernaðaraðgerða og endurreisn borgaralegra réttinda. Krafan um ógildingu útlegðardóma manna er dæmdir hafa verið af stjórnmálaástæðum á auknu fylgi að fagna í Túnis meðal manna með mismunandi stjórn- málaskoðanir. Sérstök nefnd hef- ur krafizt að 250 leiðtogar al- þýðu Túnis verði leyft að hverfa heim en þeir eru í út- legð við suðurlandamæri Túnis. Meðal þeirra er Maurice Nizard, ritari Kommúnistaflokksins og Habib Bourguiba, formaður „Néo-Destour“-flokksins, flokks þjóðernissinna. Hinar skörpu mótsetningar milli hinnar fátæku og réttinda- lausu alþýðu, er býr við. örbirgð, ísl, kr. og sult, og hinnar auðugu og ríku forréttindastéttar nýlendu- kúgaranna eykur stöðugt á ólg- una. Hversu hinir frönsku drottnarar landsins láta sér annt um auð þess má marka af eftir- farandi: Um 5 þús. Frakkar og 4 hlutafélög eiga um 800000 hektara lands meðan 50000 inn- lendir bændur eiga einungis 3 millj. hektara. SjÓ námufélög uku gróða sinn sem var 1.273.000 milljónir franka 1951 í 2.002.000 milljónir franka 1952. En verka- menn þeir sem framleiddu auð- æfi þessi liðu skort og hungur á sama tíma. 80 af hundraði karla og 95 af hundraði kvenna eiga þess aldrei kost að læra stafrófið. Einungis eitt sjúkrarúm er fyrir hver 100 þúsund íbúa Túnis og einn læknir fyrir hverja 15000. Húsnæði það sem alþýða á við að búa er óvönduð hreysi og í fátækrahverfum borg- anna geysa stöðugt drepsóttir, berklar og farsóttir án þess ný- lendustjórnin hreyfi hönd né fót til að útrýma þeim. Algeng sjón er þar að sjá fólk leita sér hælis í sorphaugum og rusli. Meðalmánaðarlaun verka- manna eru 2000-1000 frankar (h.u.b. 100-200 kr. ísl.) fyrir 9 stunda vinnu á dag frá 7 ár- degis til 5 síðdegis. ,Rússctgull" til Finnlands Fyrir nokkrum dögum kom gullfarmur til Helsingfors frá Sovétríkjunum. Farmsins var mjög vandlega gætt, enda var liann 4500 kg og verðmæti hans 5 millj. dollara. Oullið var sent til að jafna viðskiptareikning Firmlands og Sovétríkjamia.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.