Þjóðviljinn - 02.07.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.07.1954, Blaðsíða 10
ao) ÞJÖÐVIUINN t'östudagur 2. juli 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTTR A. J. CRONIN 39. „Já .... það gerði ég.“ Hún varp öndinni léttar og fékk sér sopa úr glasinu. „Það er bara það að ráðsk.... að herra Oswald er afskaplega nákvæmur með ýmsa hluti. Hann er svo mikill hugsjónamaður. Þú hlýtur að hafa heyrt minnzt á hann? Hann er eitthvert mesta góð- mennið í Wortley. Hann gefur fleiri hundi*uð á ári til spítalanna og á veturna úthlutar hann kaffi fyrir ekki neitt .... En hann er afskaplega strangur og siðavand- ur. En hann hefur alltaf komið fram við mig eins og hefðarkonu, annars hefði ég ekki verið þarna kyrr.“ „Þú ert þá búin að vera þarna lengi?“ Hún kinkaði kolli. „Ég var ekki nema átján ára þegar ég kom þangað. Þú trúir mér kannski ekki?“ spurði hún, krosslagði holdug hnén og lagfærði pilsið sitt. „Auðvitað.“ Honum datt í hug að hún ætlaði að ljúga til aldurs síns. „En þú ert svo ungleg.“ „Já er það ekki?“ „Hvernig stendur á því að þú ert ógift?“ Það lék ánægjubros um varir hennar. „Oswaldsfólkið hefði gjarnan viljað að ég giftist. Það er áreiðanlegt. Þau eru alltaf að tala um að ég ætti að^. giftast og komast í örugga höfn með einhverjum, eins og til dæmis Frank sem dyttar að hjá okkur eða Joe Davies, mjólkurpóstinum. Það eru auðvitað ágætis náungar, en þeir eru báðir komnir yfir fimmtugt. Geturðu hugsað þér j mig og þá? Jæja, samt er aldrei að vita, hvað fyrir getur komið. En þessa dagana hugsa ég bara um að skemmta mér. Finnst þér það nokkuö ski*ýtið?“ „Nei, alls ekki,“ sagði hann og þrýsti hönd hennarr Þetta var allt farið að skýrast fyrir honum: mannvinur- inn Oswald hafði tekið þessa ólánsömu og villuráfandi stúlku upp á arma sína, gert sitt bezta til þess að halda henni á réttri braut, jafnvel stundum upp á giftingu við dugandi og áreiðanlegan mann. En samt sem áður var beizkja í hug hennar, gremja í garð alls og allra. Og allt í einu varð honum ljóst hvernig hann gæti not- fært sér það sjálfum sér 1 hag og veitt upp úr henni það sem hann vildi. Hann duldi æsinginn sem vaknaði i huga hans og tautaði: „Mér finnst undarlegt að svcna skynsöm og glæsileg stúlka skuli ekki hafa fengið betri vinnu.“ „Þú segir nokkuð,“ sagði hún með gremjusvip og kinkaði kolli. „En það get ég sagt þér, að ég hefðí aldrei tekið að mér heimilishald, nema af því að ég var plötuð til þess.“ Meðan hún talaði hvarf sjálfsánægja hennar og sjálfsaumkvunartár komu í augu hennar. „Ef satt skal segja, elskan, þá hefur verið farið svínslega með mig Eftir allt sem ég var búin að þola.“ 1 Hann setti upp vantrúarsvip. „Enginn gæti farið illa með stúlku eins og þig.“ „Þú heldur það. Og allt var þetta vegna þess að ég geröi það sem rétt var, — göfugt mætti meira aö segja kalla það.“ Hann hélt aftur af sér eftir mætti og tautaði samúðar- fullur: „Fólk verður oft að líða fyrir góðverk sín.“ „Það er nokkuð til í því. En þetta var allt í lagi fyrst. Þeir settu mig í öll blöðin .... myndir og hvað eina .... á forsíöu .... rétt eins og ég væri drottning.“ Hún leit á hann útundan sér eins og til að kanna á- hrif orða sinna, og hann hló rétt hæfilega tortrygginn. Hún brá við skjótt. „Heldurðu að ég sé að Ijúga, eða hvað? Það sýnir bara hvað þú þekkir lítið manneskjuna sem þú ert að tala við. Þér þætti ef til vill gaman að vita að einu sinni .... “ hún þagnaði. „Æ, ég vissi að þú varst að gera að gamni þínu.“ Hann brosti og hristi höfuðið. Hún varð eldrauð í framan. Hún leit allt í kringum sig, hallaði sér síðan fram á borðið. „Er það nokkuð spaug að koma manni næstum í gálgann?“ „Nei, öðru nær,“ hrópaði hann hrifinn og hneykslað- ur mm leið. „En ekki hefur þú gert það?“ Hún kinkaði kolli með hasgð; drakk síðan í botn úr öðru glasinu. „Það er einmitt það sem ég geröi.“ „Var það fyrir morð?“ sagði hann agndofa. Hún kinkaði kolli með hreyknisvip, hélt glasinu frál sér, og hann gaf þjóninum merki um að hella í þaö. , „Og hefði ég ekki komið til skjalanna hefðu þeir aldrei náð í hann. Ég var stóra númerið í málinu.“ ■ „Nei, nú er heima,“ sagði hann hrifinn. „Ég er alveg steinhissa. Mér hefði aldrei dottiö í hug .... “ „Láttu þér þetta að kenningu verða“ — hún naut, hinnar augljósu hrifningar hans — „í sambandi viö, kvenmanninn sem nú situr andspænis þér. Og ég gæti • komið þér enn meira á óvart ef ég vildi.“ 4 „Gerðu það þá.“ Hún leit á hann undirfurðulega og í senn ástleitnuj augnaráði. ;,Þá væri ég orðin lausmálg, herra Forvitinn. En, þú ert mér að skapi. Þú berð það utaná þér að þú ert af betra taginu. Og það er svo ,langt síðan að það kemur ekki að sök. Jæja þá .... út með sprokið. Setjum nú svo að hún vinkona þín héma hefði eitthvað í poká- horninu sem gæti komið öllu á annan endann. Til dæmis .... hefurðu nokkum tíma heyrt talað um grænt reið- hjól?“ „Grænt reiðhjól?" „Já, elskan. Skærgrænt.“ Hún fór að flissa. „Grænt eins og gras.“ „Aldrei á ævi minni.“ „Þetta sögöu líka allir 1 réttinum. Þeir skellihlógu þegar einhver gamall fauskur sór að hann hefði séð manninn stíga á svoleiðis hjól. En ég hefði getað látið þá hætta að hlæja. Ég var með á nótunum þegar ég var stelpa .... ég þekkti göturnar hérna. Ég vissi allt um græn reiðhjól." Þegar hún þagnaði hló Páll vantrúaður. Þegar börn vilja ekki Eáfa þve> sér Litlum börnum finnst fjarska gaman að sulla í vatni, og samt § sem áður and- mæla þau á- kaft, þegar þeim er þvegið. Það lætur í eyr- um eins og mótsögn, en í rauninni er þetta ekki óeðlilegt þegar það er athug- að nánar. Vatnssullið er leikur, barnið lætur vatnið | renna eða s:glir skipum og leik j ur skemmtileg ævintýri í hug-l! anum. VÍ3su- lega er það skemmtilegt. En það er hreint ekki gaman að láta þvo sér; verst er það á kvöldin þegar barnið hefur verið úti allan daginn og er búið að ata sig allt út og er auk þess orðið þreytt. Þá finnst því afle'tt að láta trufia sig í spennandi leik fyrir hundleið- inlegan þvott. Auk þess veit bamið að það á að fara í rúm- ið, þegar það er búið að þvo sér og síðast en ekki sízt eru allir eftir sig eítir útivist heD- an dag. Flest börn eru örþreytt þeg- ar þau eru þvegin í rúmið. ’ En hvað eiga veslings foreldr-í arnir að gera? Ekki er hægt að sleppa þvottinum því að oft hefur maður furðað sig á því hvemig bömin fari að því að óhreinka sig svona gífurlega á einum degi. Skynsamlegast er að taka þetta allt sem leik. Segið ekki við þtr'ggja eða fjögra ára snáða: „Nú áttu að koma inn að þvo þér," segðu heldur: „Komdu og hjálpaðu mér í skipaleik". Það gerir ekkert til þótt eitt eða tvö smáskip séu í vaskinum og þau hafa lokk- andi áhrif á litla kútinn. Með- an baminu er hjálpað til að hátta er hægt að tala um vænt- Jóhann vinur minn hafði mik- inn áhuga á læknisfræðilegum viðfangsefnum. Hann keypti sér lækningahandbók fyrir a’menn- ing og las hana vandlega spjald- anna miili og það oftar en einu sinni. Síðan leið nokkur tími svo, að ég sá ekki Jó- hann vin minn. Einn dag skaut honum þó aftur upp, og ég sagði við hann: Hvar hefur þú haldið þig? Eg hef verið í rúminu mest — haft lungnabólgu, brjósthimnu- bólgu, liðagigt og fleira. Eg stóð undrandi og kom ekki upp orði — nei, getur þetta verið? sagði ég að lokum. Jú jú, ég las lækningabókina mina, og sjúkdómslýsingarnar komu alveg heim og saman; en svo þegar ég virtist vera kominn með jóðsótt þá þótti mér þetta ganga of iangt. Eg kastaði bókinni. Verkfræðingur stóð fyrir vegar- lagningu yfir mýri. Einn dag heimsótti hann forstjórann og sagði: Þetta er ekki hægt, mennirnir sökkva á kaf í fenin. Hvaða þvættingur, sagði for- stjórinn, gerið bara skrá yfir það efni sem þér þurfið á að halda. Daginn eftir kom verkfræðingur- inn með listann. Hann hafði skrifað á hann meðaí annars: Tuttugu menn, þriggja metra langa. anlegan leik, hver á að vera skipstjóri eða hvert sk:pin eigi að sigla. Aðalatriðið er að tala og rabba svo barnið sé háttað áður en það veit af. Leyfið svo baminu að leika sér lítið eitt pg notið fyrsta vatnið sem skolvata. Þegar það er orðið óhreint •— er rétt að skipta um váfn, auðvitað aðallega vegna skipanr.a. Þegar hér er komið er hugsanlegt að barnið sé komið í skap til að láta þvo sér. En gieymið ekki skipun- um, þau eiga að vera með í leiknum allan tímann, og fyrst og fremst þarf að þvo Pésa litla til þess að hann chreinki ekki skipin sín. , . Því m'ður verða útötuð börn ekki hrein af einu saman vatni: sápu þa’rf til. En notið hana í hófi. Sápa í augun eða eyrun er oft ástæðan til þess að mörg böm vilja ekki láta þvo sér. Látið barnið þvo sér hendumar sjálft úr sápu, það finnst því skemmtilegt, en farið varlega þegar þið þvoið barni með sápu framaní. Ef barnið er mjög þreytt og í slæmu skapi er hægt að láta sér nægja að þvo barninu með sápulausum svampi í framan. Því óþekkara sem barnið er, því meiri hætta er á að það fái í augun og við þelckjum sjálf hvað það er and- Btyggilegt. Þegar bamið er í góðu skapi er hægt að nota tækifærið og þvo andlit:ð yel með sápu, en gætið þess að segja baminu að opna ekki augun fyrr en búið er að skola af því sápuna. Og síðast en ekki sízt: ver- ið ekki sjálfar óþolinmóðar og skapstirðar, þegar þið þvoið barninu. Gremjan berst fljót- lega til barnsins sjálfs og þetta endar allt í gráti og gnístran tanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.