Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 14. júií 1954 — 19. árgangur — 154. tölublað Sigfúsmjó&ir Þeir sem greiða smám samaa framlög sín til sjóðsins ern minntir á að skrifstofan á Þórs- götu 1 el' opin alla daga kl. 10—12 og 2—7, nema laugar- daga aðeins fyrir hádegi. scgir ísmay lávarður, framkvæmdastjóri Franska nýlendustjórnin í Túnis hefur sett útgöngubann frá sólarlagi til sólarupprásar í borginni Sousse. Þar og við- ar í landinu hafa hermdar- verkamenn mjög haft sig í frammi undanfarna daga. Hafa 13 menn verið skotnir til bana og 23 særzt. Isínay lávarður, íramkvæmdastjóri Atlanzhafs- bandalagsins, átti tal við blaðamenn í gær á skrif- stofu uíanríkisráoherra. Var hann m.a. spurður að því hvaða „öryggi” og „vernd” Atlanzhafsbandalag- ið gæti tryggt í kjarnorkustríði. Kváð ha-nn engar ör- uggar varnir til; það væri ekki hægt að verjast slík- um árásum, aðeins draga úr aíleiðingum þeirra með mjög öflugum björgunarsveitum. Engu að síður talaði lávarð- urínn stöðugt um ,,öryggi“ það og „vernd“ sem Atlanzhafs- bandalagið veitti, og ekki sízt Islandi, þótt öllurn sá ljóst að herseta hér og erlendar árás- arstöðvar kalla einmitt yfir þjóðina þá hættu sem ekki er hægt að verjast, ef til átaka kemur. Iíernám nauðsynlegt — fyrir bandalagið. Ismay lávarður var m.a. spurður hvort hann teidi að erlend lierseta á íslandi væri nauðsynleg afleiðing af þátt- töku íslands í Atlb.nzhafsbanda- laginu. Hann kvað svo vera; hernámið væri óhjákvæmileg nauðsyn fyrir bandalagið. Er fróðlegt að bera þá yfirlýsingu saman við þær heitstrengingar, sem þjóðinni voru birtar þegar ísland gekk í bandalagið, um að aldrei þyrfti að koma til her- setu á Islandi á friðartímum, _ enda hafa efndirnar orðið eftir því. Framkvæmdastjórinn rök- studdi þctta sjónarmið sitt með því að að árásir gætu gerzt fyr- irvaralaust, eins og herhlaup Japana á Pearl Harbour liefði sannað, og gæti þá orðið um seinan að koma liði á vettvang. En ísland væri mjög mikilvægt þar sem það væri miðsvæðis í bandalaginu. ^ Þveiofug röksemd. Lávarðurinn var þú spurður að því hvers vegna Danir og Norðmenn, granniönd Sovétríkj- anna, teldu þá ekki crienda hersetu óhjákvæmilcga nauð- syn. Hann kom þá með þver- öfuga röksemd og sagði að þar væri hægt að koma því við að fiytja her á vettvang fyrirvara- lítið. Erfiðleikarnir virðast Hvað á að stöðva tog- arana lengi Ölafur Thors? þannig vaxa með aukinni fjar- lægð frá Sovétríkjunum. Þá sagði lávarðurinn að í þessum löndum væri stöðugt verið að byggja nýjar og nýjar her- stöðvar sem herir bandalagsins gætú tekið í notkun síðar meir ef ástæða væri talin til. En eins og kunnugt er liafa bæði Dan- ir og Norðmenn liafnað banda- rísku hernámi — og m.a. borið fyrir sig reynsluna frá Islandi. Hvers vegna notuou þau ekki tækifærið? Ismay lávarður ræddi margt um aiþjóðamál. M.a. sagðist honum svo frá að þegar Atlanz- hafsbandalagið var stofnað, hafi Sovétríkin haft algcra hern- aðarlega yfirburði í Evrópu og hefðu herir þeirra getað lagt undir sig allfr meginlandið að Atlanzhafi án nokkurrar telj- andi fyrirstöðu. , Ekki skýrði hann þó hvers vegna Sovétrík- in létu þá ekki til skarar skríða, hafi þau haft liug á árás, í stað þess að bíða þess að Bandarík- in hreiðruðu urn sig hvarvetna í Vesturevrópu og byggðu upp volduga heri. Lávarðurinn Nýtt met í sleggjukasti í frjálsíþróttamóti ÍR sem fram fór í gærkvöld á íþróttavellinum setti Þórður B. Sigurðsson nýtt íslandsmet í sleggjukasti. Kast- aði hann sleggjunni 51.06 metra. Þórður átti fyrra metið, og setti hann það íyrir skörpmu. Allt að 50 stiga hiti Undanfarna viku hefur eins og kunnugt er snjóað og helli- rignt í Mið-Evrcpu en í Sovét- ríkjunum eru mestu þurrkar og hitar, sem komið hafa í tvo áratugó I Moskva er hitinn um 35 stig og 40 stig í Stalíngrad. í sléttufylkjum Bandaríkj- anna er ein mesta hitabylgja í manna minnum. I gær komst hitinn upp í 49 stig í Kansas og víða á svæðinu frá Kletta- fjöllum að vötnunum miklu var yfir 40 stiga hiti. skýrði einnig svo frá að Sovét-<S> ríkin hefðu ekki aukið herafia sinn eftir að Atlanzhafsbanda- lagið var stofnað en hins vegar fært allan vopnabúnað í ný- tízkulegra horf, m.a. værU allar orustuflugvélar þrýstiiofts- knúnar. Um styrk Atlanzhafs- bandalagsins gat hann þess að það gæti nú komið á laggirnar 90-100 herdeildum; hins vegar kvað hann hervæðinguna nú hafa lagzt mjög þungt á margar af þjóðum Vesturevrópu og væri það vandamál erfitt viðfangs. ^ Rætí alþjóðaástand og innanlands- vandamáí. r Ismay lávarður kvað erindi sitt hingað vera það eitt að hann hefði verið á yfirreið urn bandalagsríkin öll og kæmi nú ísland síð.ast í röðinni. Hér hefði hann rætt við forsætisráð- ráðherra og utanrikisráðherra, bæði um alþjóðaástandið og vandamál hér innanlands. Þá kvaðst hann hafa skoðað her- stöð Bandaríkjamanna í Kefla- vík og væri hann mjög hrifinn af hinum miklu framkvæmdum þar. 1 dag heldur Ismay lávarð- ur aftur til .aðalstöðva banda- lagsins í París. Stríðið í Indó Kína hefur ekki aðeins verið Iiáð á vígvöllunum. Einn þýðingarinesti þáttur þess hefur verið baráttan urn upp- skeruna af hinum frjósömu hrísgrjónaekrum í Kauðárdalnum. Til þess að geta komið uppskerunni við hentugleika til sjálf- stæðisliersins hafa bændurnir grafið hrísgrjónin í jörðu til að íela þau fyrir kornsöfnunarsveitum Frakka. Myndin sýnir bónda að þessu starfi. Ríkisstjórnin svíkst um að út- vega 20 millj. kr smóíbúðolón HundruS fjölskyldna I vandrœBum vegna þess að rikisstjórnin framkvæmlr ekki ákvarðanir Alþingis Á síðasta þingi var samþykkt að leggja fram 20 milljón- ir króna til smáíbúðalána. Allt til þessa hefur ríkisstjórn- in svikizt um að útvega þessa peninga, og hefur það bak- að hundruöum fjölskyldna mikil óþægindi og tjón. Þegar í apríl hóf helminga- skiptanefnd sú sem sér um út- hlutunina, Hannes Pálsson og Ragnar Lárusson, störf sín. Voru þá fyrst teknar þær umsóknir sem ekki fengu afgreiðslu í fyrra og ákveðið að veita lán flestöil- um þeim sem komnir voru það áleiðis að sýnt þótti að bygging- arnar kæmust upp. Munu á þenn- an hátt hafa verið afgreiddar á fjórða hundrað lánsumsóknir. Flestir þeir sem ákveðið hafði verið að lána fengu vitnóskju um þessa afgreiðslu, þótt formleg svör hafi ekki verið send út, Gerðu menn sér þá vonir um að lánin mundu fást eftir skamma stund, og ýmsir urðu sér úti um bráðabirgðalán í trausti þess. En öll fyrirheit rikisstjórnarinn- ar hafa reynzt svikin ein, menn hafa lifað í voninni mámiðum saman en engir peningar eru enn tiltækir og engar horfur á að úr því rætist á næstunni. Mun rík- isstjórnin bera það fyrir sig að Landsbankinn fáist ekki til að lána það fé sem Alþingi ákvað!! Þcssi svik liafa valdið hundruð- um manna miklu tjóni og óþæg- indum. Ýmsir eru orðnir van- skilamcnn vegna þess að þcir treystu ríkisstjórninni, og marg- . V \ ir hafa orðið að hætta öllum framkvæmdum. Þeir eru þegar búnir að missa af bezta timanum til framkvæmda. Fjölmargir ætl- uðu einmiít að nota fyrrihluta sumarsins til þess að ganga þann- ig frá íbúðum sínum að hægt yrði að flytja inn í þær og fá út á þær 1. veðréttarlán fyrir liaustið, en þessi furðulegu svik hafa komið í veg fyrir það. Hvernig eru reglurnrr, Kristinn Guðmunds- 'son?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.