Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. júií 1954 INNAN við MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN ,,Þú getur þá ekkert hjálpað mér?“ „I>aö er undir því komið,“ sagði Castles hægt og dró djúpt að sér reykinn úr sígarettunni, „hvers konar hjálp þú vilt.“ „Þú veizt hvað ég vil,“ sagði Páli ofsalega. „Grafa upp veslings mann sem hefur verið grafinn lifandi í fimmtán ár.“ „Gröfin sú sleppir engum út.“ Páll hrópaði með ákefð: „Ég skal ná honum út. Hann er saklaus .... og ég skal sanna það. Ég skai finna þann sem framdi morðið.“ „Aldrei.“ Castles talaði með fyrirlitningu. „Það er al- gerlega óhugsandi eftir fimmtán ár. Morðinginn gæti verið kominn mörg þúsund mílur í burtu. Nýtt nafn. Nýr persónulíki. Jafnvel dauður. Það er vonlaust.“ Hann beið þess að orð sín hefðu áhrif og það var eins og hula drægist yfir gulleit augu hans. „Hvers vegna eltirðu ekki hinn lagalega morðingja, .... hann sem eyðilagði Mat- hry í raun og veru?“ „Hvern áttu við?“ „Manninn sem var saksóknari.“ Páll hrökk við eins og hann hefði verið stunginn. Hann tók andann á lofti. „Guð minn góður ..... hver ertu eiginlega?" Það varð þung þögn. Svo svaraði maðurinn með sama . kæruleysinu sem lá yfir honum eins og gríma: „Það er ekkert leyndarmál .... Ég er á skrá hjá lög- reglunni .... dæmdur fyrir fjárdrátt. Þannig byrjaði ‘ það aö minnsta kosti. Ég þurfti aðeins örlitla linkind .... tíma til að greiða peningana aftur. Ég sárbændi þá iyrir réttinum. Þess í staö var ég dæmdur í sjö ára fengelsi.“ Það varð löng þögn. Svo hélt Castles áfram: „Það er því eins komið fyrir okkur, mér og þér. Þess vegna hefur Mathry fundizt að við ættum að ná saman. Allt okkar ólán stafar frá þessum eina manni. Og við erum þær gungur að við höfum ekkert í því gert.“ „Hvað getum við gert?“ hrópaði Páll í vonleysi sínu. Hann huldi höfuðið í höndurn sér, lamaður af von- ieysi og örvílnun. Og hrjúfa röddin hélt áíram: „Hefurðu aldrei hitt manninn?“ „Nei.“ Castles hló stuttaralega. „Taktu það ekki nærri þér. Við erum á svaðinu þar sem við eigum heima, þú og ég, en kettinum leyfist að líta á kónginn.“ Það brá fyrir snöggu leiftri í þessum slokknuðu augum. „Þú þarft á uppörvun að halda. Viltu ekki leyfa mér að skemmta þér dálítið?11 „Skemmta mér?“ „Því ekki það? Þú lest ekki blöðin fyrst þú veizt ekki að það hefur verið fyrsta flokks skemmtun á boðstólum í borginni undanfarna tíu daga .... tveir fvrsta flokks listamenn. Þeir leika í Wortley aö staðaldri, en þetta er ein bezta sýningin þejrra. Og það sem skemmtilegast er .... það er allt saman ókeypis!“ Rödd hans hafði smám saman fengið á sig óhugnan- legan blæ og Páli rann kalt vatn. milli skinns og hörunds | Það varð þögn. Páll beið. „Það er mál fyrir hæstarétti núna. Oman lávarður í forsæti, Sir Matthew Sprott saksóknari .... þætti þér ekki gaman að sjá þá?“ Páll svaraði engu en starði á manninn. „Þetta er einstakt tækifæri .... síðasti dagur réttar- haldanna.“ Castles var aftur farinn að hæðast að hon- um með sama beizkjukuldanum. „Þig hlýtur að langa til að koma með mér þangaö á morgun .... og sjá hvernig þeir fara að því? „Fara að hverju?“ „Þú veizt hverju,“ sagði hann og gerði sér upp undrun. „Auövitað veiztu það! En þetta er ef til vill ekki nógu æsandi. Þetta er aðeins veslings gála sem rak hníf í elsk- huga sinn. En .... svarta húfan er athyglisverö .... fer vel .... og alltaf í tízku.“ „Nei,“ sagði Páll með áherzlu. Það kom hörkusvipur á Castles. Hann horfði gulum'' nístandi augum á Pál. ] ’ „Ertu hræddur?" „Nei, ég er ekki hræddur .... Ég get ekki skilið hvaða ■ erindi ég á þangað.“ „Ég segi: Þú ert hræddur.“ Rödd hans var ísköld og" nístandi. „Ég hélt í fyrstu að mannræna væri í þér. En mér skjátlaðist. Þú þykist vilja aðhafast eitthvað. í guðs , bænum láttu þá verða af því! Skilurðu ekki að það er , tvenns konar fólk í heiminum í dag. Þeir sem taka það • sem þeir vilja og hinir sem gera það ekki.“ Hann flæsti nösum; andlit hans var meö dauðalit." „í hvers konar keppni heldurðu að við séum. Heldurðu ’ að við séum að leika okkur? Ég veit hvað þú átt í höggi , við! En þú .... þú mundir láta þá traðka á þér .... þú • vilt hvort tveggja .... hlaupa með héranum og elta • með hundunum. Jæja, látum svo vera! Ef þú vilt ekki ' að ég hjálpi þér verður þú að fara þína leið og ég mína.“ Hann þagnaði, reis á fætur og fleygði sígarettustubbn- , um inn í tóman arininn. Páll virti hann fyrir sér, hikandi , og ráðvilltur. Það var orðið „hjálp“ sem loks kom hon- um til að taka ákvörðun. Þótt hjálpin kynni að verða ' hæpin og óræö gat hann ekki staðizt tilboðið. „Ég skal fára,“ sagði hann. „Hvenær á ég að hitta ’ þig?“ " \ „Nei!“ Castles hristi höfuðið. „Engan leikaraskap. Við • • erum skildir að skiptum.“ ’ „Hvenær á ég að hitta þig?“ endurtók Páll. Castles sneri sér við með hægð og hneppti að sér jakkanum. „Er þér alvara?“ Hann horfði rannsakandi 1 andlit , Páls. „Jæja þá. Fyrir utan dómshúsið. Klukkan tvö. Á • morgun.“ Hann gekk að dyrunum og opnaði þær. Tuttugasti og fimmti kafli. —— Næsta dag í þungbúnu og röku veðri hitti Páll mann- " inn eins og um hafði verið talað. Dómshúsið,var virðuleg grá steinbygging með súlnagöngum framan við aðal-,, dyrnar. Við innganginn var marmarastytta með bundið , fyrir augu og hélt á vog réttlætisins. otfjtr Kona nokkur kom og- spurði eft- ir vinkonu sinni. Dóttir hennar lítil kom til dyra og sagði a3 mamma væri veik. O, hún heldur bara að hún sé veik, sagði vinkonan og’ setti á sig svip. Hálfum mánuði síðar kom hún, og enn kom litla stúlkan til dyra — hrygg og niðurdregin. Má ég fá að ta’a við hana mömmu þína? sagði vinkonan- Þá brá fyrir snöggum g'ampa í auga te'punnar, og hún sagði: Hún heldur að hún sé dáin. —O— Golfmáðurinn: Æ, æ svona klaufalega hef ég aidrei fyrr- leikið golf. Áhorfandi: Nú, hafið þér leikið það fyrr? ---o— Móðir: Það þarf tvo til að va’da deilum. Dóttir: Þið eruð samt alltaf fjór- ar í bridsinum. Veiðimenn í Saskatsjúan hafa á- kveðið að ha da áfram að k'.æð- ast hvítum fötum en ekki grá- um, eins og ti'laga hafði komið fram um. Þetta þýðir að það verður ha'dið áfram að skjóta veiðimenn í misgripum fyrir álftir. Annars hefðu þeir verið skotnir í misgripum fyrir fáika. Yonin er vissulega merki’.egt fyrirbæri. Já, það er hún — hún lætur / mann t. d. standa með stöng úti í vatni heiian dag án þess að kvarta. Sænskir klattar 30 g. haframjöl soðið 5—10 mínútur í • % 1. mjólk. Grautur- inn kældur. Síðan er bætt út í hann 80 g. hveiti, 2 eggjum, 1 matsk. sykri og dálitlu salti. Smjörlíki brúnað á pönnu, deig- ið sett á pönnuna með matskeið og klattarnir brúnaðir báðum megin. Sykri stráð yfir og á- vaxtamauk borið fram með. SKYR- OSTUR: Súr mjólk h:tuð þangað til hún ystir, henni síðan liellt upp í grisju ’pangað til vatnið er sigið frá. Osturinn síðan hrærður út með salti og kryddi Jtaðliíbúinn jakki Þessi þykki jakki sem er tii- valinn til að bregða sér í utan- yfir sumarkjólinn þegar dreg- ur fynr sólina ér mjög auðtilbú inn. Hann er í raunmni ekki annað en ermalaust vesti með swaggereniði og lóðréttum vös- um að framan og 4 hnöppum. A honum er enginn kragi og engar saumaðar ermar. Þess í stað eru á jakkanum prjónaðar ermar og dálítill prjónaður kragi, sem hægt er að búa til úr peysuuppraki.' Heimilisþættinum hefur ný- lega borizt júníheftið af Beyers tízkublaðinu. Blaðið inniheldur að vanda marga fallega kjóla, einkum sumarkjóla, af öllum mögulegum sniðum óg gerðum, sportfatnað, barnafatnað ofl Og snið fylgja hverri flík. í heftinu eru ennfremur le'ðbein- ingar um notkun sniðarkanna, svo að nú geta allir farið að sníía sjálfir og sauma. Að vanda eru líka í heftinu út- saumsmynstur og ýmiss ann- ar fróðleikur. Þetta er því eigu- hefur veiið umsmiðað sem fljót- legasta hefti. Verðið er 9 kr. Góð dönsk kápa Danskar stúlkur hafa löng- um gengið í rykfrökkum, en nú virðast kápur af þessari gerð vera að taka við af rykfrökk- unum. Þessi kápa er úr grófu poplíni á litinn eins og hnetu- kjarni og þær eru ódýrar í framleiðslu og eiga sjálfsagt eftir áð ná mikilli útbreiðslu. Kápunni fylgir dálítil derhúfa úr sama efni og kápan. ★

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.