Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikkudagur 14. júlí 1954 þlÓOVIUINN /Jtjrefandl: Samelningarflokkur alþýCu — SósíallBtaflokkuriim. Ritatjórar: Maguús Kjartanssou (áb.), SlgurSur Guðmundason. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaCamenn: Asmundur Sigurjónssot.. Bjarnl Benediktsson, GuC- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Augiýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgrreiCsla, auglýsingar, prentsmiCJa: Skólavöröustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 6 m&uuði i Heykjavfk og nágrennl; kr. 1T umars staðar á landinu. — Lausasöluverð X kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. -4 -4> Fyrirmynd f rá fóið-Anteríku í umræðum þeim sem fram hafa farið um innlendan her hafa hugmyndir valdamannanna skýrzt smátt og smátt, þannig aö nú er augljóst hvaö þeir eru aö fara. Bjarni Benediktsson hefur t.d. lýst yfir því aö hann telji aö almenn herþjónusta komi ekki til greina, það' þurfi aö stofna hér málalið atvinnumanna, úrvalslið af Heimdell- ingum og öðrum Bandaríkjadindlum. Þessi hugmynd er raunar ekki frumleg hjá Bjarna Benediktssyni, slíkir herir tíökast einmitt í þeim löndum sem eru mest undir hand- arjaðri Bandaríkjamanna, meðal þjóða Mið- og Suður- Ameríku. í þessum löndum er þaö málaliöið sem sér um öll stjórnarskipti; þótt kosningar séu látnar fara fram til málamynda, grípur herinn í taumana ef úrslitin eru ekki í samræmi við vilja og hagsmuni Bandaríkjanna. Þar sem þjóðkjörnum stjórnum tekst að tryggja sig í sessi um stund, eins og í Guatemala, er skipulögð innrás málaliðs- manna og innlendu atvinnuhershöfðingjarnir svíkja auð- vitaö í þágu hæstbjóðenda. Þetta er sú fyrirmynd sem nærtækust er um eðli og til- gang málaliös, og Bjarna Benediktssyni getur ekki gengið annað til en aö vilja tryggja sér sömu aöstöðu. Þaö er atriði sem óþarft er aö rökræöa aö slíkar sveitir íslenzkar hafa engan tilgang sem „landvarnalið“ — sú hugmynd er hlægileg — og jafnvel þótt einhver hugsaði til þeirrar f jarstæðu er almenn herskylda sú aöferö sem tíökast í öll- um löndum Vesturevrópu. Málaliö tíökast aðeins í fasista- ríkjum og þar er þeim eingöngoi beitt innanlands til aö halda þjóðunum í skefjum. Ástin á málaliði hefur einnig komiö glöggt fram i frá- sögnum Morgunblaðsins um atburöina í Guatemala. Hin- ir launuðu fasistar hafa hlotið nafnið ,,föðurlandsvinir'‘ í því blaði og þeim hefur veriö goldið hiö mesta lofsorð fvrir að steypa þjóðkjörinni stjórn af stóli í þágu banda- rískra einokunarhringja og hagsmuna þeirra. Og þetta blað Bjarna Benediktssonar má vart vatni halda þessa dagana af ánægju yfir því að nú er veriö að myröa rót- tæka menn í landinu í hundraðatali og verið að varpa þúsundum í fangabúðir. Állt er þetta sönnun þess að fasistarnir í Sjálfstæöis- flokknum hafa fyllsta hug á því aö koma hér á þeirri teg- und „vestræns lýðræðis“ sem tíðkast í Ameríku. Þeir vita £ö vísu að slík þróun tekur tíma — en í þá átt er stefnt. Það er ekkert nýmæli að rætt sé um reglur þær sem settar eru um feröir Bandaríkjamanna út af herstöðvun- um. Þær voru einnig mjög á dagskrá þegar Bjarni Bene- diktsson fór með þau mál — og mjög að vonum. M.a. bar Tíminn fram svohljóðandi gagnrýni 14. okt. 1952: „Við aöalhliöið á Keflavíkurflugvelli hefur verið fest upp hjá vörðum óundirrituð tilkynning, þar sem svo er fyrirmælt, að hermenn í leyfi megi fara ferða sinna óein- kennisbúnir. — Að undanförnu hefur verið misbrestur á því, aö framfylgt væri reglum um takmörkun á dvöl varnarliösmanna í bæjum og kauptúnum utan flugvall- ar, en þessi nýju fyrirmæli gera stórum erfiðara fyrir al- menning að fylgjast með pví hvort hinum ný]u reglum, er settar hafa verið, sé hlýtt og er til þess fallin aö skapa aukna tortryggni Þarna taldi Tíminn hina brýnustu nauðsyn á því að al- menningur fylgdist með því að reglurnar væru haldnar. Nú eru reglurnar ekki aðeins faldar almenningi, heldur fær hernámsliðið ekki að vita um þær, sökum þess að ut- snríkisráðherríinn óttast að þær kunni aö mælast illa fvrir hjá „varnarliðsmönnum". Faktúrumemi blása í málpípuziei Á fimmtudaginn var birti Þjóðviljinn viðtal við Helga Hóseasson prentara, nýkom- inn heim frá 10 daga dvöl og ferðalagi í Austurþýzkalandi. Hið sérstaka málgagn faktúru- falsaranna á Islandi hefur tek- ið sér þetta viðtal mjög nærri. Hefur helmingurinn af leiður- um Vísis síðan verið helg- aður viðtalinu, og virðist af þessu að það hafi komiö eitt- hvað við kaun biaðsins. Þó ber þess vitaskuld að gæta a.5 menn æpa ekki alltaf lí því tilefni sem þeir gefa upp. Svo gæti farið að þetta lítilláta viðtal yrði Vísi enn átylla til meiri ópa, því nú eru erfiðir tímar fyrir auðvaldið. En það eru einmitt þessir erfiðleikar sem standa bakvið uppnám- ið í heildsalablaðinu. Bjarni Thorarensen lýsti því 'forðum að ekki skyldi þeim ámælt er lægi söxuðu holdi undir björgum, þótt hann æpti ei eftir nótum. Þessu er eins farið um Vísi: hann æpir ópsins vegna, fyr- ir skuld sinnar pólitísku þján- ingar; það er því eigi von að rök og staðreyndir eigi greið- an aðgang að ofannefndum leiðurum. Það er sama gamla platan — og virðist seinslitin: mannvonzka kommúnista, blóðveldi kommúnista, kúgun kommúnista, að ógleymdum hinum óheyrilega friðarsöng kommúnista, og „hinum al- þjóðlegu bófasamtökum komm únista". Það væri auma líðan- in ef kommúnistar hefðu sam- vizku í hinni yfirþyrmandi sekt sinni. Vísir er dálítið seinheppinn, eins og hans er vandi, þegar hann fer að tala um „upp- reisnina" í Berlín í fyrra og nefnir Bandaríkjamenn í sömu andrá. Það hefur sem sé kom- ið á daginn að það voru hand- langarar Bandaríkjamanna í Vesturberlín, þ.e. fyrrverandi SS-menn Hitlers og aðrir at- vinnunazistar, sem voru að verki í þessum uppþotum, réð- ust inn í Austurberlín með óiátum og sögðust vera verka- menn. Þeir hófust handa þegar ríkisstjórn Austurþýzkalands hafði að marxískum hætti leiðrétt mistök sem orðið orðið höfðu 1 framkvæmd um skeið. Slíkt er að sjálfsögðu hin mesta synd í augum kapí- talista, sem hafa endalaust stríð gegn hagsmunum fólks- ins aö leiðarljósi; enda var það markmið nazistanna og bandarískra húsbænda þeirra að kpma í veg fyrir þær um- bætur sem nú voru á döfinni. Þetta mistókst, þar sem fólkið í Austurberlín og annarstaðar í Þýzka alþýðulýðveldinu skellti skolleyi-um við boð- skap nazistanna og lét þá eina um að fara með óspektum. En nazistamir og Bandaríkja- menn í Vesturberlín eru enn við sama heygarðshornið. Hafa þeir t.d. mjög iðkað það nú um skeið að ræna mönn- um í Austurberlín og flytja þá vestur jrfir, hafa þá þar í haldi og leika þá grátt. I vor rændu nazistarnir í Vestur- beriín t.d. austurþýzkum lækna 'rófessor og liéldu hon- um föngnum vikum saman. Er nemendur lians fóm til að beiðast þess að hann yrði lát- inn laus, svo þeir gætu haldið áfram að læra, snerust nazist- arnir gegn þeim með barefi- um. Stúlka ein, læknanemi sem 200 íslenzkir Búkarestfarar þekkja frá Bad Schandau í fyrra, hlaut þáu meiðsl af bareflum nazistanna að hún hefur legið á sjúkrahúsi og síðar dvalizt á hressingarhæti nokkuð á þriðja mánuð. Þess- ar aðfarir og fleiri beinast að því að halda þýzku þjóðinni sundraðri. Bandaríkjamenn vinna að því að kijúfa hana til frambúðar í fjandsamtegar fylkingar, reyna að koma í veg fyrir hverja titraun Lil sam- starfs Og samvinnu milli aust- ur- og vestursvæðisins. Þeir leitast við að hleypa „illu blóði“ í Austurþjóðverja, svo þeir hætti þessu linnuiausa „kjaftæði“ sínii um einingu Þýzkalands undir merkjum friðar og bróðemis. Vestur- þýzkaland á um aldur að vera bandariskt áhrifasvæði undir bar.darískri leppstjórn, sá staður þar sem bandarískum morðtólum er safnað saman til árása á „austrænar" þjóðir. Það er ekki að furða þótt Vísi sé hiýtt til nazistanna í"Vest- urberlín. Hann þjónar Banda- ríkjunum á sinn hátt hér á landi. Vísir hefur miklar áhyggjur út af þeim Bería og Slansky, og er það einkar vLsisiegt að bera meiri önn fyrir dauðu folki en lifandi. Visir skal ekki hafa neinar yfirlýsingar út úr mér; en það er rauna- legt þegar menn gerast svikar- arar við alþýðu lands síns og hagsrnuni hennar. Munurinn er sá að í sósíalískum ríkjum heizt mönnum ekki uppi að á- stunda slík svik, en í kapi- talískum löndum eru þau sjálf sögð. Hér á landi hefur það t.d. um skeið verið vegur til metorða að berjast fyrir auknum áhrifum Bandaríkja- manna, verja hernám þeirra með oddi og egg, njósna fyrir þá, skríða fyrir þeim, nudda sér utan í þá. Og það hefur verið lögleidd tugthússök að standa á Austurvelli og beið- ast þess að þjóðin fengi sjáif að ákveða hvort hún yrði leidd inn í stríðsfélag hins morðóða kapítalisma. Hér er það at- vinnuvegur og sérfræði að beita fóikið brögðum, fyrir austan er það refsivert at- hæfi. Vísi rennur bíóðið t;l sinn ar skyldu. Því oft&r sem hann vitnar um innræti sitt því betra fyrir þá er berjast fyrir hagsmunum ísienzku þjóðar- innar. Agli Skallagrímssyni þótti'það lofsvert foröum er ' vélendur gerðust vísir fjendur hans. Lögmál baráttunnar er enn hið sama. Vísir getur haidið áfram að skrifa ems og hinn vesæii andi hans inngefur honum, eius og peningavaldið sem á hann mælir fyrir á hverjum tíma. En það skiptir engu máli fyr- ir hina hraðfara þróun- sam- tímans frá kapítalisma til sósíalisma, frá kúgun ti 1 frels-* is, frá ómennskri þrælkun til mannlegrar virðingar. Þótt Vísir rógberi Austurþýzkaland halda Bandaríkin áfram &ð ein angrast í heiminum — og þar er raunar að finna hina, raun- verulegu ástæðu til uppjnáms- ins í biaðinu. Dulles hefur gef- izt upp gagnvart ráðstefn- unni um fxúð í Indókína — þessvegna tekur Vísir til þess ráðs að leggja sósíalismann að velli í leiðurum sínum, sbr. vísuna fornu: Þú hefnir þess í héraði, sem hallaðist á Al- þingi'^- og er ástæða til að samfagna blaðinu með þá hefnd. Sjú Eniæ er komiiin á þing i staðinn fyrir Foster Duiles — þessvegna rýkur , Framhald á 8. síðu. tÉ||§! i £É Þessl un;i maður er hér að lýsa því á þintji „Alþjóðasanibajids frjálsra verklýðsfélasa“ í Stokkhólm) í fyrra, hvernig „alþýða Aust- urberliiutr reis upp 17. júní gegn kúgurum sínum”. Síðar sá jiessi ungl maðiir, Giinther Eckstein, slg um hiind og sagði frá þvi hvemig vesturþýzkir faslstar sviðsettu uppþotín. Gekit haun þá úr þjónustu þeirra — eu Vísír hefur eklti sagt upp sinni vist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.