Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.07.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Frariileiðslan í Kína Framhald af 5. síðu. ismála, 21% útgjaldanna eru ætl- uð til lamdvarna. Blómgun aívinnulífsins Fjárlagafrumvarpið veitir og margháttaða vitneskju um áætl- anir stjómarinnar til eflingar at- vinnuveganna annað ár fimm ára áætlunarinnar, 1954. Iðnaðar- framleiðslan mun aukast um 18%, framleiðsla hrájárns 31%, stáls 19%, raforku 15%, bómullargarns 6,2%, pappírs 14%. Nýjar járn- brautarlínur er lagðar verða, munu verða meir en 609 km. að lengd. Ár hvert batna lífskjör kín- verskrar alþýðu. Ný fyrirtæki ' rísa í andbúnaði, iðnaði og sarn- göngum. Fjárlagafrumvarp ársins 1954 lætur í Ijós ohýikulan vilja hinnar miklu kínversku þjóðar til að halda áfram á sömu braut, byggja á friðsamlegan hátt sósíal- istískt atvinnulíf í landinu. I jórn USA og Indé Kína Framhald af 12. síðu. umhugað um að fá Dulles ofan af því að Bandaríkin taki engan þátt í friðarsamningi í Indó Kina. Sú saga gengur í París að Mendés- France muni segja Dulles að sjálfstæðishreyfingin í Indó Kína óski af einlægni eftir friði en telji sig ekki geta treyst friðar- samningi nema Bandarikin séu aðili að honum. Telja fulltrúar sjálfstæðis- hreyfingarinnar að tilgangur Bandaríkjastjórnar með því að halda sér utan við friðargerðina sé að halda opinni leið til að ónýtá hana með því áð taka höndum saman Við Bao Dai og stjórn hans um að halda stríðinu áfram þótt Frakkar semji frið. Reutersfréíaritarinn segir að fundurinn í París geti orðið mjög afdrifaríkur fyrir sambúð Vest- 'urveldanna. Tilræði við ráðstefnuna Tassfréttastofan sendi i gær út tilkynningu um fundinn i París frá sendinefnd Sovétríkjanna í Genf. Segir þar að þessi sér- fundur Vesturveldaráðherranna beri því vitni að Bandaríkja- stjórn sé að reyna að beita stjórnir Frakklands og Bretlands þvingunum til að eyðileggja ráð- stefnuna í Genf. Einnis sýni hann að Bandaríkjastjórn þori ekki að taka fullan þátt í Genf- arráðstefnunni vegna þess að af- staða hennar sé óverjandi. Sov- étsendinefndin er þess þó full- viss, að Bandarikjastjórn muni ekki takast að hindra að friður komist á í Indó Kína, segir Tass. Aðstoðarmenn ráðherranna í- Genf héldu marga fundi j, gær og segja fréttaritarár að bjart- sýni um árangur ráðstefnunnar fari sífellt vaxandi. Aðalíundur SkógræktarféEagsins Framhald af 3. síðu. hverju til gróðursetningar. Þá voru samþykktar tillögur um að Skógræktarfélag íslands vinni að því að unglingar á aldrinum 13—15 ára verði ráðnir á vori hverju 4—6 vikur til skóggræðslu og ennfremur að fara þess á leit við viðkomandi yfirvöld að hluti af verkefni vinnuskólanna verði jafnan gróðursetning trjáplantna. Þá voru samþykktar sérstakar tillögur um fjáröflun fyrir skóg- ræktina og stjórn félagsins falið að vinna að því máli. Fundurinn mælti með því að uppeldisstöð í Vestfirðingafjórð- ungi verði veittur fjárhagslegur stuðningur, þegar er aukin fjár- veiting gerir það mögulegt. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Einar G. E. Sæmundsen og H. J. Hólmjárn, en voru báðir endurkosnir. Aðrir í stjórn fé- lagsins eru Valtýr Stefánsson, Hermann Jónasson og Haukur Jörundarson. í varastjórn var endurkjörinn Ihgvar Gunnarsson. Endurskoðendur voru endur- kjörnir þeir Halldór Sigfússon og Kolbeinn Jóhannsson. Varð mörgum opinberun. g Báða fundardagana var farið um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn Guttorms Pálssonar, skógarvarðar og Sigurðar Blön- dal, skógfræðings. Gaf þar að lita ýmislegt af því sem merki- legast er í skógræktarmálum landsins. Höfðu margir fulltrú- anna ekki komið þarna áður og undruðust mjög hinn mikla þroska, sem erlendur barrgróður ýmissa tegunda hefur náð. En þeir fulltrúanna sem sátu aðal- fund Skógræktarfélags íslands árið 1948 á Hallormsstað kom öllum saman um að gróskan í sí- beriska lerkinu í Guttormslund- inum hefði farið fram úr öllum vonum. Lerki þetta var gróður- sett 1938 og er hæsta tréð nú 7,70 m, en meðalhæð 4,51 m, Hið sama má reyndar segja um aðra lundi erlendra trjátegunda. Vöxtur þeirra er svo öruggur og jafn að undrum sætir, ekki sízt þegar haft er í huga að sumurin 1948—1953 hafa verið óvenju köld og hvert vorið öðru verra á Austurlandi. Ferðir þessar um Hallormsstaðaskóg voru því full- trúunum sannkölluð opinberun og mun áreiðanlega efla þá til enn meiri dáða í skógrækt. mx MORGUN- EFTIRMIÐDAGS- OG KVÖLD- Jarðarför JÓHANNS HAUKS JÓHANNESSONAR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 1.30. Athöfninni verður útvarpað. Aðstandendur. r a MIÐGARÐI Jarðarför séra JÓNMUNDAR HALLDÓRSSONAR fer fram að forfallalausu að Stað í Grunnavík laugar- daginn 17. þ.m. og hefst kl. 3.30 síðd. Bátur fer frá bæjarbryggjunni á Isafirði kl. 1 síðd. sama dag. Mirmingarathöfn í Fossvogskirkju fimmtu- daginn 15. þ.m. kl. 11 árd. verður útvarpað. Þeir, sem hefðu hugsað sér að gefa blóm, eru vinsamlegast beðn- ir að minnast heldur með gjöfum Prestekknasjóðs Is- lands og snúa sér til biskupsskrifstofunnar (opin kl. 9.30 f:h. til kl. 5 e.h.). Fyrir hönd vandamanna, , Guðmunður Jónmundsson. og mennmgar SKOLAVORÐlISTiC 21 Höíum eða útvegum allar íáanlegax íslenzkar bæk ur og tíníarit. Pöntum erlendar bækur og tímarit fyrir þá, sem þess óska. Höfum einnig erlendar b ækur í vaxandi úrvali- — Kynni$ ykkur viðskiptin. Bókobúð Máls og menningar Skólavöxðustíg 21 Sími 5055 Sk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.