Þjóðviljinn - 20.07.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Side 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. júlí 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTTR A. J. CRONIN 53. sem var lykillinn að velgengni hans. Hann var ósveigjan- jlega heiðarlegur. Eitthvað í fari hans var ósnertanlegt og óskiljanlegt. og Sir Matthew hafði aldrei getað átt- að sig á honum til fullnustu. Hann mundi vel eftir því að í kvöldverðarboði heima hjá honum í Grove Quadrant, hafði hann tekið Gra- hame frá hinum gestunum til þess að sýna honum Constablemyndir sínar, vegna þess að hann vissi að hann hafði áhuga á listum og vildi vaxa í augum hans. Gra- hame hafði verið mjög kurteis, en samt hafði Sprott orðið var við áhugaleysi fyrir þessum dýrgripum hans — rétt eins og þeir væru sviknir. Loks hafði þessi tilfinn- íng orðið svo sterk að hann sagði: „Jæja, drengur minn .... sem listunnandi .... öf- undarðu mig ekki?“ Grahame hafði brosað alúðlega. „Því skyldi ég gera það ...... þegar ég get horft á jafngóðar myndir handan við skemmtigarðinn, í lista- safninu?“ „En fari það kolað, maður .... “ hafði Sprott sagt. „Þú átt ekki myndimar á listasafninu." „Ekki það?“ Grahame hafði haldið áfram að brosa og Sir Matthew yarð undarlega órótt innanbrjósts. „Eru stærstu listaverkin ekki eign okkar allra.“ Minningin um þetta gerði Sprott dálítið gramt í geði, en um leið hættu mennirnir að spila og ósjálfrátt gaf hann Grahame merki um að koma. Andartaks hik sást á Grahame; svo gekk hann yfir salinn. „Seztu hjá mér,“ sagði Sprott mjög innilega. „Ég er einn.“ „Ég er búinn að drekka te.“ Grahame brosti kurteis- lega. „Seztu samt niður andartak. Við tveir sjáumst ekki nærri nógu oft.“ Kurteisisbrosið hvarf ekki af andliti Grahames og hann settist á stólbrík. „Já,.það er ágætt,“ sagði sir Matthew og fékk sér nýj- an brauðsnúð. „Ég bít ekki eins og þú veizt. Þrátt fyr- ir allt umtalið í þessum klúbb.“ „Ég get fullvissað þig um,“ sagði Grahame dálítið vandræðalegur en mjög kurteis, „að eftir því sem ég veit bezt.......“ Sprott hló kæruleysislega en dálítið hærra en hann ætlaði sér. „Varst þú ekki að tala um mig fyrir andartaki við hina mennina þarna? Þú getur ekki slegið ryki í augun á sérfræðingi eins og mér.“ Sprott vissi að þetta var of langt gengið, en hann gat ekki annað. „Ég hef ekki til einskis fengizt við afhjúpanir í öll þessi ár.“ Það varð þögn; hann dreypti enn á tebollanum sínum. „Skilurðu, Grahame, maður kemst ekki upp í mína stöðu án þess að fjöldi bakbíta safnist á hæla hon- um og bíði eftir tækifærinu til að hrópa „Úlfur“. Það þarf ekki annað en ábyrgðarlausan fávita á borð við George Birley til að koma þeim af stað. Ertu ekki sam- mála?“ „Ég sá aðeins örstutta frétt um málið í Courier,“ sagði Grahame með hægð. „Ég hef ekkert hugsað um það.“ „Þetta var ekki annað en lævísleg aðferð til að vekja á sér athygli. Enginn hafði hugmynd um neitt fyrr en Birley stóð upp í þinginu. Innanríkisráðherrann varð ofsareiður. Sama kvöldið var veizla hjá einhverjum af Duncasterættinni. Kona Birleys var þar og sagði svo aö aö fjöldi manns heyrði: „Ég hef alltaf vitað að Georg var asni. En ég hélt þó að hann hefði vit á að standa ekki í svona skítkasti.“ Hefurðu nokkurn tíma vitað ann- an eins fábjánahátt? Mér er sagt að þeir vilji ekki hafa hann í kjöri við næstu kosningar.“ Það varð stutt þögn. Grahame horfði niður fyrir sig. Loks sagði hann: „Ef til vill hefur tilgangur hans verið heiðarlegur. A‘ö' minnsta kosti er betra að vera fífl en þorpari, finnst þár ekki?“ Hann leit á úrið sitt. „Þú verður að afsaka, en ég verð að fara.“ Hann reis á fætur og kvaddi kurteislega. Sprott var skuggalegur á svip þegar hann hellti aftur 1 tebollann og honum fannst teið rammt á bragöið. Þetta samtal hafði síður en svo orðið honum til ánægju og með hinni skyndilegu brottför hafði Grahame á einhvern hátt sýnt honum lítillækkun. Við þessa hugsun varð svipur hans hörkulegri og hann fylltist reiði. En hafði hann ekki á liðnum árum sigrazt á meiri erfiðleikum, lifað af dýpri illgirni? Hann fór að hugsa um sigra sína, hann rétti úr sér, skaut neðtri vörinni fram og „réttar“-svipurinn kom á hann á ný. Hann iðraðist þess að hafa látið andartaks veiklyndi ná tökum á sér. Var hann að tapa sér? Ætti hann að gefast upp á þröskúldi þingsins, þegar frekari tign og frami voru í seilingslengd frá honum? Nei .... og þúsund sinnum nei. Hörkulegur á svip reis hann á fætur og fór út úr klúbbnum. Dyravörðurinn kom með vingjarnlega at- hugasemd um veðrið. Sprott svaraði engu til. Hann fór inn í leigubíl og skip>aði manninum stuttaralega að aka til Grove Quadrant. Þegar heim kom opnaði hann útidyrnar og honum til undrunar kom kona hans til móts við hann í ganginu- um. Hún kyssti hann og hjálpaði honum úr frakkanum. „Elsku Matthew, það bíöur ungur maður eftir þér í bókasafninu. Hann hefur verið svo þolinmóður .... viltu ekki tala við hann fyrir kvöldmatinn?“ Hann lyfti brúnum. Það var komið fram á varir hans að segja, að hann vildi ekki hafa neinn átroöning á heimili sínu. En af því að hann unni henni svo mjög, sagði hann ekki neitt. Hann kinkaði kolli og gekk inn í bókaherbergið. Tuttugasti og áttundi kafli. Bókaherbergið var fallegt herbergi, með mjúku rjóma- litu gólfteppi, fjölda bóka og fallegum tréskurðarmynd- um á veggjunum. Páll hafði beðið þarna hreyfingarlaus eins og stytta í um það bil tíu mínútur. Kona sir Matt- hews hafði sjálf vísað honum inn, lagleg kona um WyV' m - --wr mæzM OC CAM^N Eins og kunnugt ei . a.r Byron lávarður haltur ai'.a ''a.-vi, Hann var afarviðkvæmui- 'íyrir þessu lýti sínu, og eru til margar sög- ur um það. Eitt sinn er hann bjó skammt frá Genúa á Italíu, heimsótti hann gamal' vinur, og tóku þeir sér gönguferð um hal!- argarðinn í góðviðrinu. Allt í einu nemur Byron lávarður stað- ar og segir upp úr þurru: Nú ertu áreiðanleg.-j aS horfa á fótinn á mér. Vinurinn svaraði: Kæri vinur, enginn manneskja heiminum horfir á eða hugsai um neitt á yður nema höfuðið —O— Eitt sinn voru nokkrir sam- verkamenn Linko ns að r:eða um líkamsgai'a eins fé'aga síns og samstarfsmanns. Er þeir voru sem niðursokknastir í umræð- urnar, bar Linkoln þar að. Einn þeirra spurði forsetann, í fram- haldi umræðnanna, hve iangir hann áliti að fót'eiigir manna ættu að vera. Eg ar þeirrar skoðunar að í þessu tilliti sé það nokkuð heil- brigt sjónarmið, svaraJði forset- inn, að þeir nái frá búk við- komandi manns niður á jörðina. Eiginmaðurinn var á heimleið síðla nætur og var drukkinn. Hann ta aði þannig við sjá’fan sig: Ef konan min verður á fótum þegar ég kem heim. ætia ég að skamma hana, eða hvaða rétt hefur hún til að hanga uppi um nætur og eyða ljósmetinu. Ef hún verður sofnuð. ætla ég líka að skamma hana, eða hvaða rétt hefur hún til að hátta á undan mér. 1 sumarsól Kjólarnir á myndinni eru ein- kennandi fyrir sumartízkuna í ár. Það eru unglegir oé látlaus- ir kjólar, sem konur á öllum aldri geta gengið í, svo framar- lega sem þær hafa vaxtarlag til bess. Sköpulagið skiptir hér meira máli en aldurinn. Aftur á móti eru höfuðfötin sem stúlk- urnar eru með miðuð við ungar stúlkur; þau fara ekki vel við andlit sem æskublóminn er horfinn af. Ef nánar er litið á kjólana má sjá að kjóllinn með slaufun- um á vösum og ermum er ungl- ingslegri, en hinn kjóllinn með sléttu ermalausu blússunni er ekki bundinn neinum sérstökum aldursflokki. Mjóa beltið í mitt- ið fer vel við sléttu blússuna, enda er oft erfitt að láta beltis- lausan kjól fara vel í mittið, Á báðum kjólunum eru víð og efnismikil pils. Hýtt Beyersblað Heimilisþættinum hefur bor- izt 7. hefti af tízkublaði Beyers og er það fjölbreytt að vanda. Mest ber á sumarkjólum, sól- kjólum og strandfötum. Nokkrir snotrir kjólar eru þarna handa feitlögnum konum, ennfremur smekklegur barnafatnaður og saumamynstur og prjónaupp- skriftir. Þarna er líka að finna ýmsar kærkomnar leiðbeiningar varðandi meðferð á nýtízku kjól- efnum þegar þau eru þvegin og strokin og loks ýmis heilræði um hirðingu á feitu og þurru hörundi. Þarna kennir því margra grasa. Blaðinu fylgja snið að öllum flikum eins1 og venjulega og verðið er 9 krónur. f W k-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.