Þjóðviljinn - 01.09.1954, Blaðsíða 6
6) .— ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. september 1954
Iuóoviuinn
öíjjeíand!: Samelnlrvgarflokkur alþýðu — Sósiallfltaflokkurlnn,
HÍtstJórar: Magnúa Kjartanaaou (áb.), SigurOur Guto undsstm.
IPréttastJórl: Jón Bjarnason.
BlaOamenn: Áamundur Sigurjónssor.. Bjarni Benediktsson, OuO-
tnundur Vigfússon, Magnús Torfl Ólafsson.
Anglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgrelösla, auglýslngar, prentsmlOJa: BkólavörOustt#
1». — Síml 7600 (3 lxnur).
JLskriftarverfl kr. 20 á mánuOi i Reykjavík og nágrennl; kr. 11
annars staöar á landinu. — LausasöluverO 1 kr. eintakiO.
PrentsmiOJa jÞJÓOvilJans h.f.
s Ibyrgð og ábyrgðarleysi
Árum saman hafa afurðasölumál íslendinga verið eitt
helzta viðfangsefni stjórnmálabaráttunnar, eins og eðli-
legt er, þar sem sala framleiðslunnar er undirstaða at-
vinnullífs og allrar afkomu þjóðarinnar. Hefur mjög skor-
izt í odda milli sósíalista annarsvegar og stjórnarflokk-
anna hinsvegar. Með marsjalláætluninni var íslandi flækt
inn í kalda stríðið við lönd sósíalismans, viðskiptin aust-
ur á bóginn skorin niður í algert lágmark en í staðinn
reynt að koma afurðunum í verð meðal þeirra þjóða
sem eru helztu keppinautar okkar á sviði fiskveiða. Sós-
íalistar bentu þegar í upphafi á þaö að þetta væri stór-
hættuleg stefna, markaðirnir !í Sovétríkjunum og Austur-
evrópulöndunum væru hinir mikilvægustu fyrir íslend-
inga, bæði öruggir og hagstæðir. Urðu oft mjög harð-
vítugar deilur um þessi mál, bæöi blööum og á Alþingi,
og munu flestir enn minnast þeirra ræðna sem Bjarni
Benediktsson flutti um afurðasölumál ár eftir ár, þar
sem hann kepptist við að svívirða viðskiptalönd okkar
í Austurevrópu og taldi sjálfsagt að skera allar sölur
þangað niður.
Reynslan hefur nú á ótvíræöasta hátt skorið úr þess-
um deilum. Marsjallstefnan leiddi algera kreppu yfir ís-
lenzkan sjávarútveg, afurðirnar seldust ekki þrátt fyrir
verðhrun, freðfiskurinn hrúgaðist upp í landinu, aftur
og aftur greip stjórnin til þess ráðs að banna flotanum
að stunda veiðar. Og í þokkabót urðum við fyrir hinni
verstu viðskiptakúgun af ,,vinaþjóðum“ þeim sem flæktu
okkur inn í marsjallkerfið, og náði hún hámarki sínu
með brezka löndunarbanninu. Þessi lélegu viðskiptaár
marsjalltímabilsins hafa haft af þjóðinni hundruö millj-
óna króna í erlendum gjaldeyri, hærri upphæðir en
hinar margrómuðu „marsjallgjafir".
Þannig var reynslan og nú hafa stjórnarflokkarnir
neyðst til aö draga af henni réttar ályktanir og fara inn
á þá braut í viðskiptamálum sem sósíalistar einir bentu
á. Hefur það að sjálfsögðu verið þungbær raun fyrir
Bjarna Benediktsson og félaga hans, en árangurinn er
ótviíræður; afurðasala íslendinga er nú ekkert vanda-
mál; nú skortir á að hægt sé að fullnægja eftirspurn-
inni sökum óstjórnarinnar í efnahagsmálum.
En sósíalistar hafa ekki látið sér nægja aö rekja í ræðu
og riti þá stefnu sem er í samræmi við hagsmuni íslend-
inga; þeir hafa blátt áfram neytt stjórnarflokkanna til
að taka upp skynsamlegri stefnu. Árið 1950 fór Einar
Olgeirsson þannig til Austurþýzkalands og kom aftur
með tilboð frá þarlendum stjórnarvöldum um að kaupa
af íslendingum sjávarafurðir fyrir 30—40 milljónir
króna. Var þetta fullkomið tilboö og mjög hagstætt ís-
lendingum; það vantaði aðeins formlega undirskrift.
Stjórnarvöldin íslenzku ætluðu þá vitlaus að verða og
lýstu yfir því að engin slík viðskipti við Austurþýzka-
land kæmu til greina, og skrifaði Bjarni Benediktsson
tugi greina í Morgunblaðið af því tilefni. Þó voru þessi
viðskipti komin á tveimur árum síðar!
Og nú hefur sama sagan endurtekið sig. Þeir Lúðvík
Jósepsson og Ársæll Sigurösson hafa flutt ríkisstjórninni
mjög hagkvæmt tilboö frá Austurþýzkalandi um kaup á
ísfiski fyrir þriðjungi hagstæðara verð en fékkst íí Vestur-
þýzkalandi í fyrra. Og nú hafa'-stjórnarflokkarnir vitkast
það mikið að ekki eru enn hafin nein geðbilunarskrif í
íslenzkum blöðum og nefnd er komin austur. Er þess því
að vænta að ekki líði tvö ár þar til þetta tækifæri er
notað.
Stjórnarblöðin birta stundum kynlegar greinar um það
að þau vilji fá „ábyx’ga stjórnarandstöðu“. Ósennilegt
má þó telja að fundin verði ábyrgari stjórnarandstaða
en íslenzki Sósíalistaflokkurinn sem hefur aftur og aftur
lagt hin hagstæðustu viöskiptatilboð upp í hendurnar á
ríkisstjórninni. En á hitt hefur skort að stjórnarvöldin
ættu til ábyrgöartilfinningu, þótt með harðri baráttu hafi
nú tekizt að þoka þeim inn á skynsamlegri brautir.
Þáttaskil í Vestur-Evrópu
Fall Evrópuherslns afdrifarikur ósigur
yfirdrottnunarstefnu Bandarikjasfjórnar
Akvörðun franska þingsins að
vísa frá með rökstuddri
dagskrá samningnum um stofn-
un Vestur-Evrópuhers táknar
þáttaskil í sögu Vestur-Evrópu.
Síðan heimsstyrjöldinni síðari
lauk hefur æðsta úrskurðar-
vald í málum meginlandsríkj-
anna í vesturhluta Evrópu ekki
verið í höndum ríkisstjórna
þeirra og þinga heldur í utan-
ríkisráðuneytinu í Washington.
Ríkisstjórnirnar sern setið hafa
þar að völdum síðan Marshall-
áætlunin hófst, hafa í raun
réttri verið f jarstýristæki
stjórnarhferranna í Washington,
notaðar til að koma Vestur-
Evrópurikjunum inn á þær
brautir, sem Bandaríkjastjórn
hefur viijað vera láta á hverj-
um tíma. Nú hefur fjarstýring-
in farið úr skorðum í fyrsta
skipti í sjö ár. Eftir nærri hálfs
þriðja árs átök við erindreka
Bandaríkjastjórnar í Frakk-
landi, hefur skýlaus vilji
frönsku þjóðarinnar orðið yfir-
sterkari valdboðinu frá Wash-
ington og komið Evrópuhernum
fyrir kattarnef.
Málalokin eru beizkur ósigur
fyrir utanríkisstefnu
Bandaríkjanna en í Evrópu er
það páfastóllinn í Róm og
stjórnmálafiokkar kaþólskra,
sem orðið hafa fyrir þyngsta
áfallinu. Þrír kaþólskir stjórn-
máiaforingjar, Adenauer í
Vestur-Þýzkalandi, De Gasperi
á Ítalíu og Georges Bidault í
Frakklandi, voru guðfeður hug-
myndarinnar um sameinaða
„Smá-Evrópu“, byggða á grunni
Evrópuhersins. Hann átti að
sameina Vestur-Þýzkaland,
Frakkiand, Ítalíu og Niður-
lönd, kjarnann úr hinu forna
Heilaga þýzk-rómverska keis-
araríki. Það hrófatildur liðað-
ist í sundur, enda var það
hvorki heilagt, rómverskt né
ríki, svo notuð séu orð fyndins
sagnfræðings. Evrópuherinn og
Smá-Evrópa fæddust andvana.
ekki fyrst og fremst vegna bess
að sameina átti nokkurn hluta
Vestur-Evrópu, heldur var
banameinið það að þessi ríkja-
samsteypa hefði orðið banda-
rísk hálfnýlenda, útvarðstöð
Bandaríkjanna í átökum við
Sovétríkin. Sameining Eviópu
er ísmeygilegt vígorð, en það
gekk sér svo til húðar í bar-
áttu Adolfs Hitlers gegn komm-
únismanum að John Foster
Duiles varð ekkert gagn að því
í þágu sama málstaðar.
Svo hefur atvikazt að Evrópu-
herinn og einn af þrem að-
---------------------\
Erl e*n d
tíðindi
_________________:___/
al málsvörum hans fylgjast að
í gröfina. Feigðarmerkin á
hernum fengu svo mjög á Al-
cide de Gasperi að þau drógu
hann bókstaflega til dauða. Um
fyrri helgi* þegar ráðstefna ut-
anríkisráðherra Evrópuríkj-
anna í Brussel var að hefjast,
var De Gasperi loks orðið ijóst,
að hverju fór. Þessi fyrrver-
andi forsætisráðherra Ítalíu og
forseti kaþólska flokksins sá
óskabarn sitt komið á heljar-
þröm. Hann vakti grátandi við
símann alla nóttina og ræddi
um það við vini sína, hvort
ekki væri hægt að gera ein-
hverjar björgunarráðstafanir.
Þegar dagaði var De Gasperi
orðinn magnþrota og áður en
sól var af lofti hafði hann and-
azt úr hjartabilun. Hann sprakk
af harmi yfir afdrifum Evrópu-
hersins.
llfl'eð De Gasperi hefur ka-
þólski flokkurinn á ftalíu
misst frábæran foringja, sem
með einstakri lægni og forystu-
hæfileikum hélt hinum sundur-
leita flokki saman og átti með
því úrslitaþátt í því að hindra
valdatöku verkalýðsflokkanna
á ftalíu. En síðustu árin var
það alitaf að verða ljósara, að
leikni hans var ekki einhlít tí!
lengdar. Kaþólski flokkurinn
tapaði í hverjum kosningunum
á fætur öðrum og De Gasperi
hröklaðist úr forsætisráðherra-
stólnum. Nú stendur flokkur-
inn uppi án þessa einingartákns
síns og samþykkt franska
þingsins hefur kippt fótunum
undan utanríkisstefnu ítölsku
ríkisstjórnarinnar. Hún hafði
treyst því að Smá-Evróoa
myndi verða að veruleika og
við það myndu leysast ýmis
vandamál ftala, allt frá dci!-
unni við Júgóslava um Trieste
til þeirra úrlausnarefna, sem
fylgja örri fólksfjölgun. Nú eru
þær vonir úti. Við það bætist
að ítaiska ríkisstjórnin má eiga
von á því að missa alla banda-
ríska hernaðaraðstoð. Ríkis-
stjórnin hafði dregið nð knýja
fram á þingi fullgildingu samn-
ingsms um Evrópuher í þeirri
von að það myndi verða fyrir-
bafnerminna ef Frakkland
fuHgiiti hann á undan. Nú hef-
ur franska þingið^gert ítölsku
stjórmnni þann grikk að fella
srmninginn og hún má þvi þú-
ast við að ákvæði bandarískra
laga um að svipta baa riki
hernrðaraðstoð, sem ekki i:afa
fulJgilt samninginn fvrir r.æstu
áramót, nái ekki síður ’.il ítalíu
en Frakklands.
TT'ndalykt Evrópuhersins mun
" draga dilk á eftir sér viðar
í Vestur-Evrópu en á Ítalíu.
Fréttaritari brezka útvarpsins
í Bonn komst svo að orði í gær,
að úrslit atkvæðagreiðsíunnar
í franska þinginu nálguðust-
það að vera rothögg á Adenau-
er forsætisráðherra og nánustu
fylgismenn hans í Vestur-
Þýzkalandi. Ástandið í beim
herbúðum má nokkuð marka
af því, að þingmaður úr flokki
forsætisráðherrans, yfirmaður
leyniþjónustunnar og aðrir á-
hrifamenn í Vestur-Þýzkalandi
hafa hver á fætur öðruui hlaup-
izt á brott til Austur Þýzka-
lands síðustu vikurnar. Þ-ir
hafa þeir fordæmt undirlægju-
hátt Adenauers gagnvart
Bandaríkjunum og gerzt liðs-
menn í baráttunni fyrir samt-in-
ingu Þýzkalands með friðsam-
legu móti. Ollenhauer, foringi
sósíaldemókrata, helzta stjórn-
arandstöðuflokksins, hefur lát-
ið svo um mælt að atkvæða-
greiðslan í franska þinginu hafi
sýnt að utanríkisstefna rikis-
stjórnarinnar sé komin í ógöng-
ur. Breyta verði um stefnu án
tafar. Eina færa leiðín fyrir
Vestur-Þýzkaland sé að hvetja
Vesturveldin til að taka boðl
Sovétstjórnarinnar um nýjan
fjórveldafund, þar sem rædd
Framhald á 11. síðu.
Steinm þeirea, 'hefur fmSiS shipforot
Konrad Adenauer
John Foster Dulles
Georges Bidault