Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. októbber 1954 Fimmtudagur 7. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ,,Þeir börðust lengi nætur og tóku hvíldir sem við skinnleik“ Nú veittu þeir Byjólfur aðsókn harða í skálanum. Tókst nú harður bardagi og snörp að- ganga, því að viðnámið var hið drengilegasta. Þeir börðust lengi nætur og höfðu svo harð- an aðgang, að því er þeir menn hafa sagt, er þar voru, að eld- ur þótti af lirjóta, er vopnin mættust. Og svo sagði Þor- steinn Guðmundsson síðan, að hann kvaðst þess hvergi kom- ið hafa, að menn hefðu jafn- fræknlega varizt. Og allir hafa vörn þá ágætt, er varð á Flugu- mýri, bæði vinir og óvinir. Kolbeinn grön var fremstur Eyjólfsmanna og Ari Ingi- mundarson, Kvistungár, Þor- steinn Guðmundsson, Eiríkur Brandsson. Hjuggu þeir bæði hart og tíðum. Þeir Björn Ól- afsson og Gizurr glaði, Guð- mundur ofsi, Þórður djákni, Þorbjörn nef gerðu slíkt í móti. Reiddu þá Kolbein grön stund- um utar í skálann, en stund- um viku hinir undan meir norð- ur í skálann. Þeir börðust lengi nætur og tóku hvíldir sem við skinnleik. Og er þeir Hrani komust eigi í slíálann, þá fór Jón af Bakka upp á húsin og þeir þrír með honum og voru á verði. Fótar-Örn var lengstum á hesti og skyggndisi um. (Islendingasaga Sturlu Þórðarsonar: Aðdrag- andi Flugumýrarbrennu) Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í R- vík þakkar öllum þeim bæjar- búum, er unnu og studdu hluta veltu kvennadeildarinnar. -— Stjórnin. Kvenfélag Óháða fríkirkju- safnaðarins. Fundur verður haldinn í Eddu- húsinu annað kvöld kl. 8:30. Sameiginleg kaffidrykkja. — Hafið með ykkur bollapör. Leiðrétting : í frétt í blaðinu í gær var sagt að skipaverkfræðingurinn, sem skipadeild SÍS hefur nýlega ráðið í þjónustu sína, héti Ósk- ar Karlsson. Það er rangt, hann heitir Óttar. Kvöld- og næturvörður er í læknavarðstofunni, Austur- bæjarskólanum. — Sími 5030. . Næturvarzla er í Reykjavíkurapóteki. Sími 1760. Og vegna þess arna liöfum við ekið 1500 kílómetra! □ I dag er íimmtudagurinn 7. okt. 280. dagur ársins. Markús. Tungl í hádegisstað kl. 21:33. Árdegisflæði kl. 1:54. Bæ j arbókasaf niS Útlán virka daga kl. 2-10 síð- degis. Laugardaga kl. 1-4. Les- stofan er- opin virka daga kl. 10-12 árdegis og 1-10 síðdegis. Laugardaga kl. 10-12 og 1-4. Lokað á sunnudögum yfir sum- armánúðina. í smágrein í Þjóðviljanum í gær rugluðust nöfn á ritum sov- étvísindamannsins K. M. Bykow, og skulu.. því endurtekin. K. M. Bykow: Grosshirnrinde und innere Organe. 320 bls., 210 myndir. Verð 16 mörk. Sami höfundur: Kortiko-vis- zerale Theorie der Patbogenese der Ulkuskrankheiten. 340 bls. Verð 11 mörk. Sami höfundur: Studien iiber periodische Veránderungen bei physiologischen Funktionen des Organismus. 225 bls. Verð 17 mörk. Þessar bækur og fjölda ann- arra rússneskra bóka um lækn- isfræði og önnur fræðileg efni útvegar Bókabúð Kron, Reykja- vík. Millilandaf iug: Gullfaxi fór í morgun til Nar- sarssuak á Græn landi og er vænt- anlegur aftur til Reykjavíkur síðdegis í dag. -— Hekla, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Rvíkur kl. 19:30 í dag frá Hamborg og Gautaborg. Flugvélin fer héðan til New York kl. 21:30. Innanlandsflug: 1 dag eru áætíaðar flugferðir til Akureyrar, Egilsstaða, Fá- skrúðsfjarðar, Kópaskers, Nes- kaupstaðar og Vestmannaeyja. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Hjúkrunarkvennaskóli íslands brautskráði eftirtaldar hjúkr- unarkonur 1. þm: Bjarnheiði Sigmundsdóttur frá Hafnar, firði, Elínbjörgu Huldu Egg- ertsdóttur frá Reykjavík, Erlu Pálsdóttur frá Hnífsdal, Gyðu Thorsteinsson frá Blöndu- ósi, Jóhönnu Rögnu Þórgunni Stefánsdóttur frá Keflavík, Margréti Guðnýju Þorvaldsdótt- ur frá Hnífsdal, Sigríði Theo- dóru Guðmundsdóttur frá Reykjavík, Sigríði Ragnheiði Ólafsdóttur frá Hafnarfirði, Sigurveigu Georgsdóttur ifrá Reykjavík, Sóleyju Jónsdoltur frá Skógarnesi, Eyjafirði; Þór- unni Elísabetu Ingólfsdóttur frá Víðihóli, Hólsfjöllum, og Þuríði Aðalsteinsdóttur frá Laugavöllum, Reykjadai, Suð- ur-Þingeyjarsýslu. 19.30 Lesin dag- ' 'Xikrá næstu viku. Bókmenntagetraun Vísurnar í gær voru úr Ljóða- gerðinni h.f. en aðalhluthafar þar voru Steinn Steinarr og Guðmundur Sigurðsson. Hvað- an eru þessar? Bylgjan spýtti boðunum byrjar títt í hroðunum; veðrið strítt í voðunum var, sem flýtti gnoðunum. Súða lýsti af sólunum síla víst á bólunum einatt tísti í ólunum, að sem þrýstu hjólunum. Lét á seiða-löndunum lægis skeiða bröndunum; áls á heiða öndunum í hvein reiða böndunum. C\/ÍR í kvöld kL ,9 V í Edduhúsinu. við Lindarg. Komið stundvíslega. Happdrætti SVÍR. Dregið var í happdrætti Söng- félags verkalýðssamtakanna í Reykjavík 1. október s.l. Vinn- ingaskýrslan verður birt ein- hvern næstu daga, er umboðs- menn úti á landi hafa gert full skil. Listasafn ríkisins kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13- 15 á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum. Krossgáta nr. 481. krefiast hóíninní 20.30 Erindi: Úr / 3Ögu skóganna á ' \ \ áusturlandi eftir 1750 (Skúli Þórðarson magist- er). 20.55 Islenzk tönlist: Lög eftir Þórarinn Guðmundsson pl. 21.10 Úr heimi myndlistarinnar. — Björn Th. Björnsson list- fræðingur sér um þáttinn. 21.30 Tónleikar: Luise Walker leikur á gítar. 21.45 Náttúrlegir hlutir: Spurningar og svör um náttúrufræði (Guðm. Kjartans- son jarðfræðingur). 22.10 Torfu systur, saga eftir Stefán Hann- esson í LitlajHvammi; II. (Jón Sigu.rðsson skrifstofustjóri). 22.30 Sinfónískir tónleikar: Fiðlukonsert í d-moll eftir Schu- mann (Menuhin og Philharmon- íska hljómsveitin í New York leikur; Sir John Barbirolii stjórnar). 23.00 Dagskrárlok. =S5SS==> Mlnnlngrarspjöld Krabbameins- félagrs Islands fást í öjlum lyfjabúðum í Reykja- zík og Hafnarfirði, Blóðbankan- um við Barónsstíg og Remedíu. Ennfremur í öllum póstafgreiðsl- um á landinu. Lárétt: 1 hásetaklefi 4 líkams- partur 5 kall 7 fora 9 amboð 10 svefn 11 slæm 13 tónn 15 dúr 16 lag eftir Árna Thor- steinsson. Lóðrétt: 1 flatmagaði 2 smá- býli 3 kyrrð 4 botnvarpa 6 frönsk borg 7 forfaðir 8 nokk- uð 12 óþrif 14 ryk 15 tenging. Lausn á nr. 480. Lárétt: 1 höllina 7 ól 8 álar 9 111 11 LUG 12 el 14 ta 15 vont 17 ee 18 ári 20 ritvéla . | Lóðrétt: 1 hóll 2 öll 3 14 4 ill 5 naut 6 argar 10 Leo 13 j LNÁV 15 vei 16 tré 17 er i 19 il. Eimskip Brúarfoss kom til Rotterdam í gær. Fer þaðan til Hull og Rvíkur. Dettifoss fór frá Rvík 5.10. til N.Y. Fjallfoss fer frá ísafirði í dag til Keflavíkur. Goðafoss fer frá Hamborg í dag til Rvíkur. Gullfoss fór frá Le^th 5.10. til Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss fór frá K- manqahöfn í gær til Leníngrad, Hamina og Helsingfors. Reykja foss fór frá Vestmannaeyjum 4.10. til Rotterdam og Ham- borgar. Selfoss hefur væntan- lega farið frá Rotterdam 5.10. til Rvíkur. Tröllafoss fór frá N.Y. 28.9. til Rvíkur. Tungu- foss fór frá Gibraltar 4.10. til Rvíkur. Skipadeild SÍS Hvassafell er í Helsingfors. Arnarfell er í Hafnarfirði. Jök- ulfell fór frá Reykjavík í gær til Akureyrar. Dísarfell er á Norðurlandshöfnum. Litlafell er á Austf jarðarhöfnum. Helgafell er í Reykjavík. Magnhild er á leið til Faxaflóahafna. Baldur fór frá Reykjavík 29. fm til Hamborgar. Sine Boye er í Pól- landi. Ríkisskip Hekla var á Akureyri í gær á vesturleið. Esja var á ísafirði í gærkvöld á norðurleið. Herðu- breið fór frá Reykjavík kl. 21 í gærkvöld austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið var á ísafirði í gær á suðurleið. Þyrill er væntanlegur til Kefla- víkur í kvöld. Skaftfellingur fer frá Reykjavík á morguii til Vestmannaeyja. Gjafir til kirkjgbyggingarsjóðs Öháða fríkirkíjusafnaðarins: MB og fjölskylda kr 500, Kjartan Guð- mundsson, Spítalastíg 1A kr. 10150. Gjafir afhentar á kirkju- degi safnaðarins: Helga Ingi- mundard. 200 kr., Sigurbjörn Guðmundsson 100 kr., Helga Jónsdóttir 50 kr. Móttekið með þakklæti. Safnaðargjaldkeri. Sigfúsarsjóður Þeir sem greiða smám saman framlög sín til sjóðsins eru minntir á að skrifstofan á Þórs- götu 1 er opin alla daga kl 10—12 og 2—7, nema laugar- daga aðeins fyrir hádegi. Eftir skáidsögu Charles de Costers •*Teikningar efttr Heige 455. dagur. Síldarviiman brást algerlega í siimar manna hafa yfirgefið bæinn i atvinnuleit Hundruð verkamanna hafa nú neyðzt ti! að yfirgefa Sigiu- fjörð og ieita til annarra staða eftir atvinuu, eu síldarviiuian hefur aMrei brugðizé eins tilfiimanlega og s.I. sumar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn, — sem fyrir bosningaraar iofaði Sigifirðingum gulíi og grænum skógum — hefur verið fja.rska sinnuiaus um málið, að undanskildu því að afhenda utanbæjar- manni meirihlutann af atviiinubótafé Siglufjarðar!, Og ríkis- valdið gerir ekid neitt. Gunnar Jóhannsson, formað- ur Þróttar á Siglufirði, er ný- kominn til bæjarins og náði Þjóðviljinn tali af honum, — Hvernig gekk að komast yfir Siglufjarðarskarð? — Það gekk nú þannig að við vorum 11 klst. að komast leið sem venjulega er farin á hálf- um öðrum tíma. Skarðið átíi að vera fært þegar við fórum frá Siglufirði, en þegar upp fyrir Þvergil kom urðum við að senda til Siglufjarðar eftir ýtunni til að ryðja veginn. Komum við í Skarðið kl. 12 og nú átti Ieiðin að vera greið. !1 1 klst. í stað 1 /2 — En reyndist ekki svo? — Við urðum aftur stopp á Fellinu. Varð nú enn að fá ýt- una, en vegurinn er mjór og þegar hún fram hjá okkur lenti hún út í vegarbrúnina og fór af henni annað beltið. Vorum við um hálfa aðra klst. að reyna að koma því á, en án árangurs. Var nú sent niður að Hraunum, en þar var enga menn að fá, en neðan úr Haganesvík fengum við 8 manna flokk, sem hætti sláturstörfum. Flokkur þessi, sem var undir forustu Árna bónda á Brúnastöðum gekk rösk- lega að bví að moka veginn enda eru Fljótamenn þekktir að dugnaði, og komumst við loks áfram, eftir að hafa verið 11 • stundir í stað 1 til l]/2. Viljum fá veg út fyrir Stráka — Kom þetta nokkuð að sök nema töfin? — Sem betur för ekki, en það voru bæði konur og börn í bíln- um og veður var þannig að við gátum búizt við stórhríð. Og bíistjórinn, hinn alkunni dugn- aðarmaður, Gísli Sigurðsson á Sleitustöðum, fór með fólkið heim til sín og gaf öllum mat. Núverandi vesur yfir Skarðið er háskalegur, því menn geta alltaf átt á hættu að haust- og Vetrárlagi að sitja fastir i hvert sinn að farið er um Skarðið. — Núverandi vegur, eru nokkrar horfur á nýjum vegi? — Sigifirðingar tclja brýna nauðsyn að fá veg annarstað- ar og á síðasta Aiþingi var samþykkt að rannsaka vegar- stæði út fyrir Stráka, þ. e. út fyrir fjallgarðinn, en alger- lega hefur verið svikizt nm framkvæmdir. Á meðan núverandi ástand ríkir í samgöngumálum okkar Siglfirðinga, er hin mesta nauð- syn að byggja gott skýli í Siglu- fjarðarskarði, þar sem fólk gæti hafzt við þegar bíiar stöðvast á þessari leið. Hefur það oft komið sér illa að slíkt skýli skuli ekki vera i Skarðinu. Þá væri hin mesta nauðsyn að hafa þar síma með ‘beinu sambandi við Sigluf.iörð. Er' hér um mál Prcí. Sigurbjöm Einarsson gerir gseln íyrir aísíöðu sinni að ræða sem siysavamaríélögin á Siglufirði ættu að taka til at- hugunar og úrlausnar hið bráð- asta. Þurfa að vera beimar feroir alla leið — En eru ekki greiðar sam- göngur til Reykjavíkur á sumr- in? — Okkur Siglfirðinga þykir það á skorta að engár beinar ferðir eru alla leið frá Siglufirði til Reykjavikur, beldur verður alltaf að hafa bílaskipti í Varma- hlíð, og kostar það oft ianga bið og allt töluverða fyrirhöfn. Við viljum fá beinar ferðir alla leið. — En fyrirgefðu spurningu um allt annan veg, hvað um veginn um Ólafsfjarmúla? — Það var unnið að honum í sumar og er fullyrt að þar verði geróur ágætur vegur og er það vegarstæði þó núklu verra á allan hátt eu úr FSjófunum út fyrir Stráka tii Siglufjarðar. Við höfum mikinn áhuga fj’rir Ólafsfjarðarveginum nýja inn með Eyjafirðinum, því þá stytt- ist leiðin frá okkur til Akureyr- ar gríðarlega mikið. Fyrir neitun síldar- iitvegsnefndar — Síldin brást. — Já, sildin hefur aldrei brugðizt eins tilfinnanlega á Siglufirði. í sumar voru aðeins saltaðar þar 9 þús. tunnur i stað 50—60 þús. í fyrra, og geta menn af þvi séð hvernig atvinn- an hefur verið. Að ekki var saltað meira nú kom til af því að síldarútvegs- nefnd vildi ekki leyfa söltun fyrr en svo seint. Annars hefði verið saltað nokkrum tugum þús- unda meira. Nokkrir saltendur brutust undan þessu banni og söltuðu nokkur hundruð tunnur, sein reyndist ágæt vara og síld- arútvegsnefnd hrósaði happi yfir að geta fengið í síldarleysinu. Vegna yfirlýsingar . sarpkennara niinna, prófessoranna Björns Magnússonar og Magnúsar M. Lárussonar, í t.ilefni af skipun Þóris Þóiðarsonar í dósentsemb- ættið við Guðfræðideild Háskól- a.ns, en ég mæ'ti með því að hon- um væri veitt embættið og var um það í minnihluta, þykir mér rétt að talca þetta fram, til þess að rökin fyrir afstöðu minnihlut- ans verði einnig kunn: Þórir Þórð'arson hefur ekki að,- eins aflað sér mjög traustrar og víðtækrar þekkingar á semitískri og griskri málfræði, sem er und- jrstaða vísindalégrar biblíuskýr- ingar, he’.dur og með ágætum ár- Gunnar Jóhannsson. sæmilega — sést að óframhald- andi- útgerð togaranna hefur mikið að segja fyrir Siglufjörð. Við krefjumst aÖ- geróa ríkisvaldsins — Ætlar bæjarstjórnanneiri- hlutinn ekkert að hafast að? — Fyrir kosningarnar lofaði íhaldið að byggja upp nýtt at- vinnulíf á Siglufirði, en helzta afrek þess i atvinnumálum Siglufjarðar hefur verið að af- henda utanbæjarmanni meiri- hiutann, eða 250 þús. kr. af at- vinnubótafé Siglufjarðar. Hefur lítið sem ekkert komið út á það ennþá, og er slíkt ráðstöfun sem Siglfirðingar eiga erfitt með að skilja. Krafa Siglfirðinga er, sagði Gunnar að Iokum, að ríkis- valdið lilaupi undir bagga þegar atviiman bregst eins og í sumar. Það er líka óskiljan- Iegt að ríkisvaldið ætli að Iáía. Síglufjörð leggjast í nuðn og eiga þar atvinnutæki og eignir upp á tugi milljóna króna. J. B. áður. tekið sér þaS viðfangsefni fýrir hendur sérstaklega, sem þar er fjallað um, og eru lítt kannað- ír og torlesnir hebreskir textar lagðir til grundvallar. Hefur Þórir þannig til að bera vísindalega sér- hæfni á þeim vettvangi biblíulegra fræða, sem athygli fræðimanna beinist nú einna mest að og verð- ur efalaust mjög í fyrirrúmi næstu áratugi. Þetta, auk óvenju- lega fjölþættrar, almennrar ' guð- fræðimenntunar og víðtækra kynna af mennta- og kirkjulífi Norður- landa og Vesturhelms, sker að mínu áliti úr um yfirburði hans, þótt keppinautu.r hans um dósents- embættið sé vissulega líka prýði- Békaiitgáia Menniiigarsjóðs Framhald af 12. síðu. lenzkrar ræðumennsku og orð- listar í þúsund ár. Inngangur og skýringar eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra. Safnrit af þessu tagi mun ekki hafa komið út áður á íslenzku. Heimsbókmenntasaga, fyrri hluti, eftir Kristmann Guð- mundsson skáld. Þetta mun vera fyrsta heimsbókmennta- saga sem kemur út hér á landi. Saga Islendinga tímabilið 1840-74. Fyrri hluti 8. bindis eftir Jónas Jónsson skólastj. Um tvær hinar síðastnefndu bækur skal þess getið, að ekki er fullvíst að þær komist báðar út fyrir jól, þótt þær séu nú fullsettar. Önnur rit Facts about Reykjavík, upp- lýsinga- og landkynningarrit með mörgum myndum, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, kom út í júlí sl. Dhammapada eða „Bókin um dyggðina“, indverskt helgirit, í íslenzkri þýðingu úr frum- málinu eftir Sören Sörensen fulltrúa. Leikritasafn Menningarsjóðs, 9. og 10 hefti mun koma út fyrir jólin. Af ritum, sem ráðgert er að gefa út næsta ár, skulu þessi. tvö nefnd: Ævisaga Tryggva Gunnars- sonar eftir Þorkel Jóhannesson. Landsbanki Islans lætur semja ritverk þetta. Það verður 3 bindi og er ætlazt til að hið fyrsta komi út 18. okt. 1955 á 120. afmælisdegi Tryggva. Hvers vegna? Vegna þess! — Alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræðileg efni, kemur út í endurskoðaðri útgáfu Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. V öruhappdrætti SlBS angri þreytt alhhða guðfræðinám j leg'a fær og' lærður maður. Þórir við skandínavíska og ameríska h&skóla. Að loknu kandidatsprófi ®ínu i guðfræði hefur hann nú í þrjú ár samfleytt verið við vís- indastörf í einum ágætasta há- etund á rannsóknir hinna fundnu biblíuhandrita, en rannsóknir sæta nú mestri ungu í biblíufræðum. Með sókn sinni iagði hann ny- þær nýj- um- um dósentsembættið fram, meðai annarra Ugluspegill gaf munkunum brauð og öl. — Hann ætlar að svíkja, sögðu málaliðarnir. Júlívindurinn þandi út seglið og skipið vaggaði heldur þyngslalega á öldunum. Þá sagði faðir Nikulás: ið þér oss til gálgans? Hrókur, fær- Og hann rétti út liöndurnar í áttina til bæjarinns Gúrku og hrópaði: — Mikið átt þú enn eftir að. þola. ritsmíða, mikla og sérlega vel unna ritgerð, þar sem hann gerir grein fyrir nokkrum niðurstöðum rannsókna sinna á þessu sviði. Er þessi ritgerð byggð á frumrann- sókn, þar eð enginn hefur Þó.rðarson hefur vakið á sér at- hygli erlendis sem mjög efnilegur vísindamaður svo sem umsagnir kennara hans votta, enda hefur hann um hríð starfað sem aðstoð- arkennari (tutor) við háskólann í Chica.go og getið sér frábært orð fyrir kennarahæfileika og alla fra.mgöngu. Fa.ra hinir er- lendu kennara.r hans ekki dult með það í umsögnum sínum, að þeir óski eftir að hann ílengist þar í landi. Er ve’, að honum hefur nú gefizt færi á að verja hæfileikum sinum og þekkíngu til beinna nytja og aukins hróð- urs fyrir Háskóla ísiands. Srgurbiörn Einarsson. Hundruö manna hafa flúið burt í atvinnuleit — Atvinna nú? — Það eru tugir, jafuvei huiuiruö mairna farnir til Kefla- vikur, Hafnarfjarftar og Reykja- vikur í atvinnuleit. — Hefur ekkert verið gert til að skapa atvinnu á Siglufirði sjálfum? — Á sínum tíma fól bæjar- stjórnin þingmanni kjördæmis- ins og bæjarstjóra að ræða við ríkisstjórnina um atvinnubætur, en minnihluti bæjarstjórnarinn- ar var útilokaður úr þeirri nefnd sem send var. Nefndin mun hafa fengið loforð um að togararnir væru ekki fluttir j burt frá Siglufirði. Þó er enn! óvíst með útgerð þeirra, því Síldarverksmiðjur ríkisins sögðu upp samningnum um útgerð þeirra og hefur enn ekki fengizt til að framlengja liann. Áhöfn beggja togaranna er frá Siglu- firði og við aflann vihna á ann- að hundrað manns. Þegar þess er gætt að aðeins 2—3 bátar stunda línuveiðar og nokkrir trillubátar — $em hafa aflað 50.000 kr.: 27828 10.000 kr.: 22784 41857 5.000 kr.: 199 13357 32641 35592,42.984 43527 , . 2.000 kr.: 1385 2415 10060 11996 12279 12311 26750 27382 276251 29791 36224 42352 42681 43354 44948 46277 48492 48621 48688 1.000 kr.: 8884 11469 15151 15992 17440 17725 20481 21524 23119 23420 28900 33156 34159 35566 38631 38972 42866 44663 48413 500 kr.: 1036 3159 4535 5433 6787 7319 16350 16555 17024 17210 17739 18723 19900 20052 20902 22666 23927 24131 25314 26438 27017 27231 27399 28291 31502 32476 33254 33776 39289 41797 43094 46809 48489 3898 4275 4482 4737 5206 5850 6254 6727 7527 4100 4292 4531 4846 5253 5958 6475 7171 '7544 8450 8460 8962 9055 9293 9681 4111 4348 4539 4858 5270 6104 6481 7289 7790 8497 9107 9683 4179 4266 4467 4479 4543 4676 4954 5098 5536 5583 6167 6232 6604 6681 7356 7382 7826 7991 8533 8810 9184 9256 9740 9817 1 554 913 1309 2129 2640 3330 7 593 919 1418 2313 2858 3385 150 kr.: 170 691 1016 1754 288 782 1045 1788 2418 2470 2877 3225 3484 3559 538 807 1257 1933 2612 3291 3819 9893 10077 10089 10473 10570 10766 10907 11065 11411 11417 11425 11449 11495 11506 11674 11712 11822 11928 12019 12080 12133 12134 12217 12241 12250 12374 12472 12482 12515 12617 12735 12918 12921 12949 13080 13190 13298 13330 13442 13566 13568 13591 13627 13633 13672 13673 13680,13781 14262 14520 14800 14804 14831 14858 14901 15001 15135 15141 15215 15264 15441 15456 15516 15681 15722 16428 16461 16499 16525 26606 16685 16715 16744 16792 16987 16993 17017 17324 17335 17345 17402 17425 17746 17964 18007 18068 18118 18143 18156 18160 18300 18326 18342 18358 18643 18673 18800 18854 19018 19113 19197 19210 19258 19556 19557 19577 19652 19663 19672 19728 19886 20002 20093 20188 20256 20314 20384 21144 21415 21440 21480 21566 21606 21786 21852 21972 Framhald á 11. síðu„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.