Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. október 1954 Hvers vegna ég skrifa und ir kröfuna um uppsögn herverndarsamningsins Það er mjög algengt að hitta menn, sem gera lítið úr sjálf- um sér með því að segja: Það hefur enga þýðingu að skrifa unöir; Bandaríkjamenn munu hafa sitt fram hvað sem við segjum og gerum, og milli- rikjasamninga munu Banda- ríkjamenn virða að vettugi, þegar þeim þykir henta. Þessir menn munu hafa mik- ið til sins máls, samkvæmt reynslu' þeirri sem fengizt hef- ur af samskiptum beggja ríkj- anna undanfarin 10—12 ár og framkomu ’ninna vestrænu ríkja á alþjóðavettvangi, en þó er skoðun þeirra ekki rétt. „Danir“ skriðu fyrir þýzka inn- rásarhernum og höfðu mikið upp úr því. En Danir tóku af þeim aleigu þeirra eftir stríðs- lok, og allmargir voru dæmdir í nauðungar.vinnu, því þeir þoldu ekki í hópi sínum mann- verur sem höfðu gert niður- lægingu og smán þjóðar sinnar að féþúfu og vildu koma í veg fyrir að umheimurinn gæti sagt með sanni að danska þjóðin hefði gert heiður sinn og sæmd að verzlunarvöru. Ég er Dani að uppruna, en hér er kjörland mitt og kjör: þjóð mín, og þessvegna hefur það lagzt mjög þungt á mig að verða var við djúpa fyrir- litningu á íslenzku þjóðinni hjá erléndum mönnum, vegna þess að þeir hafa álitið íslend- inga meta það til peninga sem enginn maður eða þjóð getur selt án þess að glata manngildi sínu. Því sá dómur er rangur. íslenzka þjóðin sem heild hef- ur ekki kosið að lifa sem soð- pottur á leifum hersins, Og nú höfum við fengið tækifæri til að sýna umheiminum að ís- lendingar eru engir skrælingj- ar, sem selja land sitt til glæpa og framtíð þjóðar sinnar fyrir allranáðarsamlegast leyfi til að snapa sorp og þrífa klósett- skálar erlendra hermanna. Við þurfum ekki að leggjast svo lágt, því að landið er mjög kostaríkt bæði til sjávar og sveita og þjóðin býr yfir mikl- um gáfum og miklum þrótti sem aðeins biður eftir úrlausn. En auðséð er að undirstaðan undir tilveru okkar, framleiðsl- an, muni grotna niður ef tengja á líf okkar undirbúningi að morðum um langa framtið. Ég hef enga löngun til að vera talinn hluti af þjóð, sem öll tækifæri hafa blasað við en kaus þó að lifa á því að selja sæmd sína. Ekkert hefur aukið veg og virðingu íslendinga í nútíð og framtíð meira en ef við stönd- um sem einn maður bak við kröfuna um að engin þjóð hafi aðstöðu til glæpa frá íslenzku landi. í augum amerískra herráðs- foringja gegnir Island ekki öðru hlutverki en að vera stökkpallur til múgmorðsárása á saklaust fóik í Asíu og Ev- rópu, og ég lái ekki þessum þjóðum þó þær reyni að gera þessa aðstöðu óvirka, ef til á- rásar kemur héðan. Og ekki munu valdamenn vestanhafs fjargviðrast mikið yfir því þótt ■fjarstýrð skeyti geigi um nokkra tugi kílómetra á langri leið og lendi í Reykjavík en ekki áuður á heiði. En það er ekki óttinn við bráðan dauða sem veldur því að ég skrifa undir. Innsta á- stæðan er sú að ég mundi ekki geta lifað með blóð milljóna- tuga saklausra brennandi á höndum mér, vegna þess að ég hefði tekið á móti peningum, beint og óbeint, í stað þess að gera það sem í mínu valdi stæði til að koma í veg fyrir áformaðan glæp. Júdas tók á móti 30 silfur- peningum fyrir að ofurselja meistara sinn í hendur fjand- mannanna. Innan sólarhrings var hann dáinn fyrir eigin hendi og nafn hans hefur ver- ið nefnt urn aldir með viðbjóði. Ef við höldum áfram að leyfa bandarískum mönnum að hafa aðstöðu til hernaðarárása frá íslandi og tökum á móti doll- urum i staðinn þá getum við áður en varir komizt í fótspor Júdasar. Einasta leiðin til að komast hjá þessum örlögum er að gera öllum þjóðum kunnugt, að það er gegn vilja okkar að ísland verði notað til múgmorðárása. Um leið munum við eiga vísa virðingu og hlýhug allra góðra manna heims. Ejnar Petersen rrá Kleif HANDRITAMÁLIÐ hefur löng- um verið mjög á dagskrá hér, umtalið hefur komið í bylgj- um, sumir æsa sig upp og fyllast Danahatri aðrir eru rólegir og fullvissir um að handritin komizt í okkar vörzlu, þegar við höfum skil- yrði til að taka við þeim. Almenningur í Danmörk lætur sig mál þetta litlu skipta, en blöðin þar hafa verið á ýmsu máli um þetta efni. Eitt er það blað sem alltaf hefur stutt Islendinga í kröfum þeirra, en það er danska kommúnistablaðið Land og Folk. En ástæðan fyrir þessu handritaspjalli er bréf frá G, H. E. sem hér fer á eftir. ★ G. H. E. skrifar: — „Þegar ég er að brjóta heilann um hvort ég eigi að fara að gera einhvern hissa með þvi að skrífa eitthvað smávegis um handritamálið, apm svo mikið . er á dagskrá, þá hugsa ég með mér að það sem aðrir liafa skrifað sé svo háfleygt að það sakaði ekki þó eitt- hvað kæmi af hinu líka. Það er náttúrlega alveg óviðun- andi að þessi gömlu íslenzku blöð séu að flækjast úti í framandi landi löngu eftir að þau ættu að vera komin heim. — Það er að segja ef við treystum okkur til að vernda þau fyrir amerisku bófunum. - — Þau gætu brunnið einn góðan veðurdag þarna í kofa- skriflinu, það hefur fyrr verið ■ eldur í Kaupinhafn. En þó ! þetta sé m. a. bara gömul ósturtnn RabbaS um handrit — Eldur í Kaupinhaín ræður á oí breiðum grundvelli Um- íslenzk kálfskinn, og skóbæt- ur og fatasnið innanum, þá er þó það sem á þau er krot- að frumrætur okkar andlegu menningar, vaxnar úr íslenzk- um jarðvegi og verða ekki þaðan teknar nema með of- belcfi, og ölium til tjóns sem sem er annt um handritin, og þeir eru ekki fáir. Hefðu forfeður okkar ekki samið og skrifað niður þennan skáld- skap sinn, þá hefðu myrkrin gleypt okkur sem þjóð og við myndum tala dönsku. Og furð- ar svo nokkurn á því, þótt okkur iangi til að varðveita þessi blöð? SKRIFTIN Á þessum handrit- um kvað vera mjög máð, nærri útþurrkuð sumstaðar og auðvitað ólæsileg nema ís- lenzkum mönnum, sem von er. Einstaka danskur fræðimaður hefur gaman af að rýna í þetta, en það er bara svo erfitt þarna úti, handritin þurfa að komast heim, í sinn eigin jarðveg þar sem þau eru hugsuð og skrifuð, og sögurn- ar hafa gerzt, sumar að minnsta kosti, þá verður á- reiðanlega miklu léttara að lesa þau og skýra. Letrið hef- ur máðst hér heima, og ekk- ert verður að engu, og líklega skýrist það ef blöðin koma heim. Við skulum bara sjá hvað fornleifafræðingarnir geta lesið úr kirkjurústunum í Skálholti, og getur þó letrið sem þeir þurfa að fást við varla máðara verið. DANIR ÞEKKJA vel langþol íslenzkrar lundar, þeir hafa strítt okkur áður, kannski fullmikið stundum, en þessi stríðni með handritin er alveg út í hött og ekki samboðin nútímamönnum. Þessi gömlu rit eru svo rammíslenzk sem nokkuð getur verið; þau eru feðraarfur okkar, skáldrit samin og skrifuð af íslenzk- um bændum úti í sveitum ís- lands áður en hrammur ó- frelsisins kreisti pennann úr höndum þeirra. Þess háttar hlutum er ekki hægt að halda fyrir neinum, það heitir ljótu nafni ef það er gert. Að Árni Magnússon hafi gefið Dönum handritin, það kemur náttúr- lega ekki til mála, allt slíkt hjal er misskilningur, prent- villa, skrifvilla eða einhver Um ágræddar rósir og alparósir Hauststörí í skrúðgörðum — Önnur grein Rós (Rosa). Ræktun ágræddra rósa fer ört vaxandi í skrúðgörðum en misjafnlega vel hefur geng- ið hjá garðeigendum að varð- veita þær yfir veturinn. Á- græðsla er í því fólgin, að brum af viðkvæmri rósateg- und er grætt á rótarháls harðgerðari tegundar og með því móti eru tök á, að láta liina viðkvæmu rótartegund vaxa og blómgast við lakari skilyrði en ella. Nái frost að vinna á rósinni, svo að hún sé kalin niður að ágræðslu- samskeytum, er ágræðsluteg- undin búin að vera, en rótar- tegundin getur lifað áfrarn og skotið greinaröngum, er daína með ágætum og teygja sig í allar áttir, en bera sjaldn- ast blóm með ágætum og teygja sig í allar áttir, en bera sjaldnast blóm, sem nokkuð er varið í. Óvíða eru að finna leið- beiningar um það, livernig bezt sé að ganga frá ágrædd- um rósum yfir veturinn, og er algengast erlendis að láta þær standa óhreyfðar í garð- inum, en moka mold upp að þeim, þannig að ágræðslu- samskeytin séu vel hulin með moldinni. Þessi aðferð dugar okkur sæmilega í góðum vetr- um, ef þess er vel gætt, að moldin skolist ekki burt í rigningum. I hinum stórmerku ritgerð- um sínum, um rósir (Morg- unbl. 14. ág. s.l.) ráðleggur ennþá verri villa, hann hefur vel vitað að hann hafði ekki heimild til þess; en hann hef- ur fengið háskólanum í Kaup- mannahöfn þau til varðveizlu meðan landar hans voru vinnumenn hjá kónginum, og ég trúi engu misjöfnu á þann skóla, því að það er ekki hvað sízt honum að þakka að við hættum að vera danskir þegn- ar. ★ ÞAÐ ER BÚIÐ að skrifa mik- ið um þetta handritamál og á alltof breiðum grundvelli. Það má ekki búa til úr því eitthvað allt annað en það er. Þetta er sem sé fyrst og fremst bara nokkrir bóka- kassar sem gleymzt hefur að skila hingað heim, og kemur þess vegna engum við nema Islendingum, og Dönum að því leyti að þeir eiga að flýta sér að afhenda þá. Það hefur verið skrifað ogi skrifað um margskonar rétt sem Danir hafi til þessara íslenzku rita, ég hef heyrt talað um laga- legan og siðferðilegan, en það hefur gleymzt að minnast á hernaðarlegan rétt. Auðvitað er þetta bara fræðilegt stagl til þess eins að gera einfalt mál flókið, og það vita engir betur en Danir sjálfir. Það er ekki til svo mikill lærdómur að hann nægi til að fela kjarna þessa máls fyrir þeim sem vilja sjá hann: Það hef- ur enginn neinskonar rétt til þessara handrita nema við ís- lendingar, við höfum eignar- réttinn." G. H. E. Kristmann Guðmundsson, rit- höfundur, eftirfarandi geymsluaðferð; — ,,Á haustin þarf að láta ut- an um þær rúmgóðan rimla- kassa, sem fylltur er með laufi, grófum tréspónum eða öðru slíku.“ Þá er gömul og góð aðferð að taka þær upp að haustinu og grafa þær niður. Bezt er þá að leggja undir þær lirís og moka mold að rótunum, en setja síðan hrís þar á ofan og bieiða yfir tjörupappa eða segl, áður en mokað er yfir mold. Mikils er um verb, að ekki liggi vatn á plöntunum, og því er ráðlegast að moka moldinni í haug yfir. Þegar búið er að gróður- setja rósirnar að vori, og eins ef þær hafa staðið ó- lireyfðar og búið er að taka frá þeim umbúðirnar eða jafna í kringum þær, er klippt ofan af þeim, þannig að 7-15 sm langir stiklar séu eftir frá ágræðslusamskeytum. Vafningarósir skerðast þó ekki eins mikið. Rósir þurfa mjög frjóan járðveg. (Sjá: Garðagróður og ennfremur Bjarkir eftir Einar Helgason). Alparós (Rhododendron). Þótt hún beri rósarheiti, er hún ekkert í ætt við rósir, heldur er hún nátengd lyng- tegundum okkar, og telst til samkrýninga eins og sortu- lyngið, Bláberjalyngið og beitilingið, sem eru af lyng- ættinni (Ericaceae) það eru runnar eða runnkendar jurt- blöðum. Alparósir hafa verið rækt- aðar hér í görðum um langt skeið, en gengið mjög erfið- lega að fá þær til að blómg- ast, en sé þeim veitt gott skjól yfir veturinn er öruggt að þær lifa. Vel má vera að enn séu ófundin heppileg af- brigði til ræktunar hér, sem örugg væru með blómgun. Blóm Alparósarinnar eru dásamlega falleg, og afbrigði eru til í tuga eða hundraða tali, enda mun vera mjög auðvelt að fá fram ný. Kristmann telur eina harð- gerðustu Alparósina í garði sínum vera R. brachycarpum (sjá Morgunbl. 21. júlí s.l.). Alparósir þurfa súran jarð- veg og þola illa sterkan á- burð. Skjól er þeim nauðsyn- legt. Bezt hefur reynzt að geyma þær undir kvarteli eða kassa yfir veturinn og setja sandlag á moldaryfirborðið næst plöntunni. Þegar vor- hlýindi koma, skal taka kvart- elið ofan af þeim um miðjan daginn, en setja aftur yfir að kvöldi, og má smálengja þenn- an ,,útivistar“ tíma, þar til dagurinn er allur og úr því má brátt hætta allri „inni- lokun". Næsta grein fjallar um blómlauka og umbúnað trjáplantna. H. J. (Frá Fegrunarfélagi Rvík- ur).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.