Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 6
,:f;) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. október 1954 - þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. 1 Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ié>--------------------------------------——-----<$ Stjórnmálasamtök atvinnurekendanna og milliliðanna hafa á tmdanförnum árum lagt sig öll fram til þess að ná áhrifum og valdaaðsöðu í hagsmunasamtökum vinnandi fólksins, verkalýðs- samtökunum. Og það er staðreynd að þetta hefur heppnazt svo vel, vegna sundrungar vinstri manna í verkalýðssamtök- ■unum, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í sex ár átt sína um- þoðsmenn í sjálfri yfirstjórn verkalýðsmálanna, miðstjórn Al- þýðusambands íslands, og þannig tekizt að lama heildarsam- tökin og beygja þau undir valdboð sitt. Á þennan hátt hefur verkalýðurinn verið sviptur þeirri forustu í kjarabaráttu sinni sem Alþýðusambandið á að vera. í stað þess hefur hann orðið að skapa sér ný baráttuform og forustutæki, þar sem verkalýðsfélögin sjálf hafa tekið að sér launverulegt hlutverk Alþýðusambandsins. En þessu vilja verkalýðsfélögin ekki lengur una. Þess vegna er nú risin öflug hreyfing meðal verkalýðsins sem hefur það að markmiði að endurheimta Alþýðusambandið í hendur alþýðunnar sjálfrar með því að þurrka burt áhrif sendimanna Sjálfstæðisflokksins Og koma heildarsamtökunum undir nýja og hæfa forustu. Um þetta vitna þær kosningar sem nú fara fram til næsta iAlþýðusambandsþings. Víðsvegar um land taka sósíalistar og Alþýðuflokksmenn höndum saman í verkalýðsfélögunum, ráðn- i-r í að tryggja þeirri stefnu sigur sem berst gegn völdum at- vinnurekenda og milliliða í verkalýðshreyfingunni, en fyrir því! að samtökin verði verkalýðnum það vopn sem bítur í hags- ihuna- og menningarbaráttu hans. Fálmkenndar tilraunir hægri- krata til að styðja íhaldiö og sundra samtökum vinstri manna fcera nú rýrari ávöxt en áður. Allt bendir þannig til þess að. Bendimenn íhalds og atvinnurekenda séu að kalla yfir sig ein- angrun sem þeir verðskulda og að sú einangrun verði upphaf að nýrri og öflugri samstöðu allra vinstri afla gegn íhaldsöfl- nnum. i Hverjir vilja hernám fsfands? • Hvers vegna hafa aðalmálgögn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins oröið miður sín af vonzku vegna undirskriftasöfnunar þeirrar gegn hernáminu, sem nú stendur yfir? Svarið við þeirri spurningu er augljóst. Stjórnendur þeirra flokka eru ábyrgðarmenn bandaríska hernámsins á íslandi, þeir hafa kallað erlendan her inn í landið á friðartímum, þeir hafa ofurselt íslenzkt land og lands- xéttindi bandaríska hervaldinu. Bjarni Ben., Ólafur Thórs, Gunnar Thóroddsen vilja hafa erlendan her í landinu, vilja leiða yfir þjóöina hernám og allt sem því fygir. Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson, Vilhjálmur Þór vilja hafa erlendan her í landinu, vilja að íslending- ar búi við bandarískt hernám. Haraldur Guðmundsson, Stefán Jóhann, Guðmundur í. Guðmundsson vilja hafa her í landinu. Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt aÖ komast fram hjá. Þess vegna láta þeir blöð Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hamast gegn undirskriftasöfnuninni gegn hernáminu, alveg án tillits til þess að fjöldi fólks í ílokkum þeirra hefur andstyggð á hernámi landsins og vill ekki hafa bandarískan her á landinu. Hernámið og baktjaldamakk valdamanna landsins við bandaríska auövaldið í sambandi við hernámið hefur fært auðklíkum afturhaldsins á íslandi milljónagróða. Þeim gróðamöguleikum vilja þær halda, hvað sem líður vel- ferð íslenzku þjóðarinnar. Og aðalmálgagn annars stjórn- arflokksins gefur það fyllilega í skyn í gær að hinn stjórnarflokkur afturhaldsins muni ekki skirrast við að kalla á erlenda hjálp í stjórnmálabaráttunni innanlands ef hann þykist fara halloka. Þarna er talað úr innsta hring afturhaldsins, af mikilli þekkingu á samstarfs- flokki um áratuga skeið. Þetta tvennt munu aðalástæður til þess að afturhaldið íslenzka heldur dauðahaldi í hernám landsins. En fólk- ið er annarrar skoðunar. Það vill ekki bandarískt hernám, þaö vill ekki kalla yfir æsku landsins, yfir alda og óborna, andstyggð erlendra herstöðva. Öskur afturhaldsins gegn nndirskriftunum mun því lítt stoða, nema til að sýna ís- lendingum aö nú eru ábyrgðarmenn hernámsins hræddir. Öviss afsfacSa þinganna i Paris og Bonn ti! Londonsamkomulagsins Tnnan skamms koma fullt,-uar uíanríkisráðuneyta Bret- lands, Frakklands og Benelux- landanna saman til að vinna ■ kátlegt verk. Þeir eiga að brejúa Brusselsamningnum frá 1948, þar sem þessi ríki skuld- binda sig til að standa saman sem einn maður gegn árás af hálfu Þýzkalands. Embættis- mönnunum hefur nú verið falið að gjörbreyta bandalagssáttmál- anum.Nema á úr honum öll ákvæði sem minna á að hon- um var upphaflega beint gegn þýzkri árás. Þetta er nauðsyn- leg forsenda þess, að Vestur- Þýzkaland verði aðili að þessu bandalagi, sem upphaflega var beint gegn því. Það varð nefni- lega niðurstaðan á ráðstefnu utanríkisráðherra Vesturveld- anna í London í siðustu viku, að vænlegasta ráðið til þess að koma hervæðingu Vestur- Þýzkalands í kring væri að Pierre Mendés-France ITMlboð Edens varð til þess •*- að Mendés-France lét und- an og féll frá vopnaframleiðslu- banninu. Varð það úr að leyft verður að framleiða í Vestur- Þýzkalandi skriðdreka, fall- byssur og flugvélar nema stærstu gerðir sprengjuflug- véla. Bann við framleiðslu kjarnorkuvópna, sýklavopna, eiturvopna og fjarstýrðra skeyta er hægt að afnema með --------------------------- Erlend 11 ð i ii d i tveim þriðju hlutum atkvæða í ráði Brusselbandalagsins. Enn er eftir að semja um fram- kvæmd eftirlits með vopnafram- leiðslu og herafla meginlands- rikjanna og sömuleiðis er sam- komulag um framtíð Saarhér- aðs forsenda fyrir því að hinn nýi samningur um hervæðingu Þýzkalands verði lagður fjTÍr franska þingið. Mikil áherzla verður þó lögð á að ljúka sem fyrst við að ráða þessum at- riðum og öðrum til lykta. Ætl- unin er að ráð utanríkisráð- herra A-bandalagsins komi saman 22. október til þess að fjalla um boð til Vestur-Þýzka- lands að ganga í bandalagið. Áður eiga utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzka- lands að koma saman á fund til þess að taka ákvörðun um fullveldi Vestur-Þýzka- lands. Önnur níu velda ráð- Koyirad Adenauer stefna á einnig að fara á und- an fundi A-bandalagsráðsins. að verður því í fyrsta lagi í nóvember sem samningar þessir koma til kasta þinga lilutaðeigandi landa. Þess er beðið með töluverðri eftirvænt- ingu, hvaða viðtökur þeir fá í franska þinginu. Eftir fall Ev- rópuhersins lýsti nefnilega mið- stjórn franskra sósíaldemó- krata yfir að hún mynd undir engum kringumstæðum fallast á stófnun sjálfstæðs, þýzks hers. Samskonar yfirlýsingu gáfu sex fyrrverandi forsætisráðherrar úr borgaraflokkunum, sem verið höfðu fylgjandi Evrópuhernuin og kenndu Mendés-France um osigur hans, Standi þessir að- ilar við stóru orðin verður nýt hervæðingarsamningurinn felldur með atkvæðum þeirra. og kommúnista. Það er athygl- isvert, að Mendés-France hef- ur ekkert viljað segja um það Framh. á 8. síðu. taka það og Ítalíu upp í Bruss- elbandalagið. TTugmyndina að þessari ráða- ■*•■“• breytni' átti Eden, utan- ríkisráðherra Bretlands, og á yfirreið um Vestur-Evrópu fékk hann stjórnir meginlandsríkj- anna til að samþykkja hana. Þrátt fyrir það blés ekki byr- lega á fyrstu fundum ráðstefn- unnar í London. Mendés-France forsætisráðherra Frakklands, bar fram tillögu um að banna skyldi með öllu framleiðslu þungra hergagna svo sem skrið- dreka, fallbyssna og hernaðar- flugvéla, í Vestur-Þýzkalandi. Adenauer, forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands, og Dulles, utanrikisráðherra Bandaríkj- anna, lýstu yfir að slíkt væri hróplegt misrétti sem þeir myndu aldrei sætta sig við. Það leit með öðrum orðum út fyrir að ráðstefnan kynni að fara út um þúfur. Þá var það aftur Eden, sem kippti í liðinn. Hann bauð að Bretar skyldu hafa her á meginlandi Evrópu til 1998 að því tilskyldu að samkomulag yrði á ráðstefn- unni um hervæðingu Vestur- Þýzkalands. Anthony Eden (t,h.) og John Foster Dulles. Myndin var tekin í London í síðasta mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.