Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. o&tóber 1954 Stigamaðiiriiiii Eftlr Giuseppe Berto 18. dagur hafði hann rétt að mæla. Þegar þessi efi hafði náö tök- um á mér, fannst mér sem ég hefði verið blekktur á hinn svíviröilegasta hátt. Það var eins og hann hefði lofað mér einhverju dásamiegu en gæti nú ekki staðið við loforð sitt. Mörg ár myndu líöa áður en hann fengi frelsi til að koma aftur og þótt hann kæmi þá aftur til þorpsins okkar, þá yrði allt oröið breytt. Það væri bezt fyrir mig að gleyma honuni. Og þennan tíma gerði ég það sem ég gat tii þess að hugsa ekki um hann. Það var farið að draga úr þorpsslúðrinu og nú var aðeins beðið eftir réttarhöldun- urn. Stundum tókst mér jafnvel aö gleyma honum marga daga í senn. En oft var eins og vorkvöldin sem lengdust jafnt og þétt væru þrungin tómleika sem ekkert gat unnið bug á. En ef mér datt svo af tilvilj- un eitthvað í hug sem minnti á hann, sá ég hann fyrir mér, klæddan dökkri skikkju, þar sem hann gekk á- leiðis til uppfyllinga allra sinna óska. Eða þá að við hlaupum, Said og ég, þangað til ég náði ekki and- anum og fleygöi mér niður í grasið og Said hljóp gelt- andi í kringum mig og vildi að ég héldi áfram, og loks lagðist hann másandi niður hjá mér og ég þurfti ekki annað en rétta út höndina til þess að strjúka á honum hálsinn, og þá fylltist .ég skyndilegri angurværð, því að ég fór að hugsa um öll þau skipti sem Michele Rende hefði gert eitthvað þessu líkt í eyðimörkinni. Eða þá ég sá í augum Miliellu þennan varnariausa svip, blandinn þjáningu, sem leyndist þar ævinlega; og þá sé ég hann fyrir mér eins og komið var fyrir honum þessa stundina, lokaöan bakvið grindur, gagntekinn örvæntingu. Ég vissi manna bezt hvernig honum hlaut að líða, ég vissi hve stórlyndur hann var, ég hafði séð augnaráð hans hvíla á olívutrjánum og laufskóginum og korninu og á óbrotnum drengsnáða eins og mér og öllu því sem hann varð nú aö fara á mis við. Það hlaut að vera vegna þessarar örvæntingar sem hann hélt áfram að neita harðlega allri vitneskju um glæpinn og afþakka alla vörn við réttarhöldin. Réttarhöldin fóru fram einum eða tveim mánuðum síðar og hann hafði alla upp á móti sér. Lucía Rende ein reyndi að hjálpa honum með því aö játa í auðmýkt að hún hefði veriö frilla Natale Aprici og sagöi að ef til vill hefði bróðir hennar drepið hann þess vegna. Giulía Ricadi bar ekki vitni, vegna þess aö hún var veik eða þóttist vera veik. Eiðsvarin skýrsla hennar var lesin upp í réttinum og í henni var ekk'i annað en það sem hún hafði áður sagt. Giacomo Ricadi hélt þvi fram að mcrðnóttina hefðu þau systkinin verið s§.man til miönættis í setustofu hússihs 1 Acquamelo. Þjóniistu- stúlkan Idá Celano sagðist ævinlega :sofa í'sama her- bergi og húsmóðir hennar, vegna þess að húsið væri svo afskekkt og Giulía Ricadi þyrði ekki að sofa ein. Hún hefði hlotið að taka eftir því ef einhver hefði kom- ið að húsinu þetta kvöld eða önnur kvöld. Móðir Natale Aprici fór upp í vitnastúkuna til þess eins að gráta og segja að Lueíu Rende og ekkjunni Accursi hefði alls ekki þótt vænt um son hennar, held- ur hefðu þær aöeins reynt að hafa út úr honum pen- inga. Giuseppe Gela staðfesti það að skuggaveran sem hann hefði séð flýja yfir grænmetisakurinn hefði áreið- anlega verið Michele Rende. Boffa lögreglustjóri skýrði frá því þegar Michele Rende hafði verið boðaður á lögreglustöðina í fyrsta skipti og sagði öllum áheyrendum hvað hann áliti hið sanna í málinu. Michele Rende sagði aðeins tvö orð til að halda fram sakleysi sínu. Það sem eftir var af réttarhöldunum sat hann í kvínni og huldi andlit sitt í höndum sér án þess að hlusta á það sem sagt var. Hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi. Þriðji kafli SVO KOM stríðiö á okkar slóðir. Það gerðist í upp- hafi haustsins, áður en uppskeran var komin undir þak. : Þaö er með kynlegu hugarfari sem íbúar lítils þorps, langt frá umheiminum, bíða eftir komu stríðs. Það var ekki eins og stríðið hefði brotizt út daginn áður; og þeir vissu vel hverju von var á. Þeir höfðu séð flugvéla- sveitir fljúga um himininn yfir dalnum og heyrt drun- ur frá sprengjum sem kastað var yfir borgir eöa þjóö- vegi. Þeir höfðu þjappað sér saman í húsunum til þess að veita rúm hundruðum heimilislausra manna sem flýðu til þorpsins eftir loftárásir og þeir höfðu hlustaö á frásagnir þeirra. Þeir vissu af blaðafregnum og frá- sögnum hermanna í leyfi um vopnaðar herdeildir og fallhlífahermenn. Þeir vissu að lítið þorp utaní fjalls- hlíð gat átt á öllu von, fengið aö vera í friði eða vera lagt í rúst á svipstundu — ef svo óheppilega vildi til að það lenti á hættusvæði. Allt þetta nýja og hræðilega höfðu þeir lært. En í rauninni em þeir þúsund ár á eftir tímanum og í hjarta sínu em þeir gagnteknir hinni aldagömlu skelfingu við hermenn sem ræna og rupla og nauðga konum. Þess vegna hugsa þeir ekki um að komast hjá dauða augnabliksins, sem enginn getur kom- izt undan nema með guðs hjálp, heldur dauðanum sem getur komið síðar, vegna hungurs og skorts og misþyrmingar kvennanna sem heima biðu. Þeir hafa til taks gamlan rýting eða byssu til þess að verja þröskuldinn sinn. Og í flýti fela þeir í húsinu eða grafa niður í húsagarðinn hveitisekk og olíukrukku, þeir vinna baki brotnu til þess að ná saman uppskerunni, hvort sem hún er kartöflur, kastaníur, kora eða græn- meti því að þeir þora ekki að hafa hana úti og þeir harma það mest að olívurnar skuli ekki vera orðnar þroskaðar og ekki hægt að ná þeim inn — rétt eins og vopnuðu hermennirnir ættu vanda til að ganga á milli húsa og stela óþroskuðum olívum. Við vorum svo fjarri umheiminum að okkur hefði aldrei dottið 1 hug að stríðið bæri fyrir augu okkar. Sú stund kom þó að herdeildir komu eftir veginum ofanaf sléttunni, því að fjölfarnari vegirnir meðfram strönd- inni höfðu orðið fyrir loftárásum. Þaö var óendanleg lest af byssum og bílum, hlöðnum hermönnum, hvít- um af ryki og ötuðum auri, sem óku gegnum þorpið Bafinn nálgast - mecan sjúklingarnir sofa Þannig lýkur Jack London upptalningu á öllum þeim nautnum sem lífið hefur að bjóða. Svefninn hefur mikla þýðingu í lífi allra manna. Næstum þriðjungi af lífi mannanna er eytt í svefn og svefninn hefur mjög þýðingár- mikil áhrif á vellíðan og heil- brigði. Margir.eru þeirrar skoðunar að þeir sói tímanum með því að sofa. En því fer fjarri. Fjöldi manns hefur séð það of seint að þeir hafa orðið að gjalda dýru verði þann tíma sem tekinn var af svefntím- anum. Of litill svefn veiklar mótstöðu líkamans gegn sjúk- dómum og veldur vanlíðan og þreytu í daglegu lífi. Svefnlyf hættuleg. Þrátt fyrir hið þýðingar- mikla hlutverk sem svefninn hefur að' gegna hafa aðeins fáir vísindamenn rannsakað vandamál hans. Talið er að svefninum sé stjórnað af taugakerfinu og ákveðinn stað- ur í heilanum. Hypothalamus, er sú miðstöð sem ræður svefn- inum. I þjóðfélagi okkar þjást margir af svefnleysi. Flestir hafa við áhyggjur og örðug- leika að stríða sem geta hald- ið svefnmiðstöðinni í uppnámi og svefninn neitar að koma. Mörg ráð eru gefin við svefnleysi: hreyfing, útivist og reglulegur svefntími — (dönsk rannsókn hefur leitt í Ijós að 65% af mönnum í vaktavinnu áttu erfitt um svefn).- ,—• Létt máítíð undir svefninn getur einnig haft góð áhrif. Svefnleysið getúr stafað af ákyeðnufn sjúkdómum. Oftast éru; þeir sálræns eðlisr Margir eiga erfitt með að slappa af þegar þeir eru komrxir í rúmið, hugsanirnar þyrlast um í höfði þeirra og ef maður hefur reynt i nokkrar nætur hve skelfilegt það er að byita sér eirðarlaus á allar hliðar án þess að geta sofnað, geta afleiðingarnar orðið stöðug hræðsla við að þetta endurtaki sig næstu nótt. Á þennan hátt kemst maður inn í slæma hringrás sem erfitt er að rjúfa. Þá er leitað á náð- ir svefnlyfjanna. Þau geta auðvitað gert sitt gagn, en hættan er sú, að maður venst á að nota þau. Upphæðir sem árlega eru not- aðar í svefnlyf eru skelfilega háar og langvarandi notkun þeirra getur verið skaðleg, t. d. dregið úr andlegri starfsemi. Misnotkun á þeim er sambæri- leg við misnotkun á alkóhóli og deyfilyfjum. Vegna þess hve erfitt er að breyta ytri skilyrðum sjúkling- anna og fá sjúklingana til að slappa af er meðhöndlun svefn- oc gamþn Stórbóndinn vildi ekki sjá að- komufólk á landareigm sinni. Hann setti allstaðar upp skiiti sem á stóð: Aðgangur bann- aður. Dag nokkurn fór hann í gönguferð og hitti þá ung hjón, sem höfðu tjaldað rétt hjá slíku spjaldi. Hann æddi til þeirra og hrópaði: — Getið þið ekki lesið ? — Ætli það ekki, var svarið. En við gleymdum bara bók— unum heima. ★ — Pabbi, hvað eru hirðingj- ar? — Fólk, sem aldrei er á vís- um stað. tr Sá sem bíður eftir einhverj- um sem er farinn bíður alltaf of lengi. (Spakmæli) ★ Læknirinn — Hvernig líður bruggarapum í dag? Hjúkrunarkonan: — Hann er að rakna úr rotinu. 1 morgun reyndi hann að blása froðuna. af meðalinu sínu. leysis eitt erfiðasta vandamáL Iæknisfræðinnar. Læknismáttur svefnsins. Svefninn er ekki einungis' nauðsynlegt skilyrði fyrir vel- líðan. Það hefur ltomið í ljós að hann hefur beinan læknis- mátt. 1 Ráðstjórnarríkjunum hafa. menn að undirlagi hins fræga lífeðlisfræðings Pavlovs farið að notfæra sér svefninn sem læknislyf við vissum sjúk- dómum. Með tilliti til hinna neikvæðu áhrifa svefnlyfjanna. og að þau veita sjúklingnum ekki hina sömu hvíld og eðli- legur svefn. hafa menn' unnið að því að fá sjúklingana til að sofna án þess að nota lyf. Pavlov hefur haldið því fram að ef maður verður fyrir til- breytingarlausum samfelldum áhrifum, sljóvgist maður og sofni að lokum. Nú hafa verið stofnaðar sérstakar svefnlækningadeildir á mörgum sjúkrahúsum og á deildum þessum ríkir næstum. grafarró. Dyrnar .opnast á hljóðlausan hátt, á gólfinu eru þykk teppi og dökk gluggatjöld útiloka alla dagsbirtu. Fyrst í stað voru reynd öll. möguleg hljóð sem verða mættu til að svæfa sjúklingana. Hringingarhljóð voru aðeins truflandi, rauðir lampar voru æsandi en ekki róandi. Grænir' litir reyndust betur. Komið var fyrir grænum lömpum í svefn- hei’bergjum ásamt áhaldi, sem skírt var rigningarvélin, en í þvi renna litlar kúlur í óaflát- anlegum straumi og framleiða sama hljóð og regndropar sem falla á þak. Þetta hljóð reynd- ist áhrifaríkast, og allir þeir- sem sofið hafa í tjaldi í rign- ingu viðurkenna sjálfsagt hversu róandi það er. Framhald

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.