Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 * KVOLD EITT fyrir fjór- um árum var ég á gangi með Þórbergi Þórðar- syni um borgina Sheffield á Englandi, og þá komum við að fiskbúð þar sem lifandi humar var til sýnis. Hann lá í glerhólfi fullu af sjó fremst í glugganum, og þegar við höfðum horft á hann stundar- korn, þá varð hann vondur og fór að fálma með griptöng- um sínum út að rúðunni, því hann langaði svo til að klípa okkur, en glerið aftraði hon- um sem betur fór frá því, og af því espaðist hann alltaf meira og. meira og seinast var hann farinn að höggva í rúð- una með hvössum beinbroddi sem hann hafði fram úr hausn- um, og það loguðu í honum augun. Þá sagði Þórbergur: „Hvernig er nú hægt að bú- ast við háu andlegu lífi á jörðunni, meðan menn leggja sér annað eins og þetta til munns?" r, EG ÆTLA mér ekki þá dul að svara svo stórri spurningu, en hér er ef- laust um að ræða merkilegt rannsóknarefni, og þess má geta í þessu sambandi, að humar var lítið sem ekki notaður til manneldis fyrr en um miðja 18. öld, að franska yfirstéttin fór að borða hann af mikilli lyst, og verður því ekki neitað, að fremur lítið bar á andlegum framförum hjá þeirri ágætu stétt næstu ára- tugina, unz hún missti stjórn á öllu saman og fólkið gerði uppreisn og' batt endi á lúxus hennar og samkvæmislíf. Á síðari tímum munu banda- riskir auðkýfingar hafa borð- að humar einna mest allra manna. Þeir hafa jafnvel borðað svo mikið af honum, að um skeið leit helzt út fyrir að honum JÖNAS ÁRNASON er sagður bragðbetri, og sá sem veiðist við ísland segja sumir segja allra humra bezt- ur. r. RIÐ 1930 var vélarlaust skip dregið fullt af kolum inn á Raufar- höfn, og kolin tekin úr því til kyndingar síldarverksmiðju þeirri sem Norðmenn ráku þá enn á staðnum, en skipinu síð- an rennt á fjöru, og munu því ekki hafa verið fyrirhugaðar fleiri ferðir á sjó, enda orðið gamalt nokkuð, smíðað ein- hverntíma fyrir aldamót. En seinna tóku sig til framtaks- samir menn og keyptu skrokk- inn og settu i hann vél að nýju, og síoan hefur skipinu verið haldið úti tii fiskveiða ýmis- konar, tvö undanfarin sumur til humarveiða. Skipið heitir Atli. Það er 80 rúmlestir að stærð. Ég var háseti á því um skeið í sumar. Humarinn er veiddur í troll. Hlutföllin í því eru hin sömu Svavar og Sigurður „slíta krabbann“ yrði alveg útrýmt við strendur Norðurj-Ameríku — en þar veiddist hann aðeins Atiants- hafsmegin, og hefur með engu móti tekizt að rækta hann Kyrrahafsmegin —- og varð að setja ströng lög til verndar honum; en af því bandarískir auðmenn vilja fá sinn humar og engar reíjar, þá hefur þessi krabbi verið fluttur í stórum ;stíl vestur um haf frá Evrópu- Jöndum. Bretlandseyjum, Frakklandi, Noregi, Svíþjóð og nú síðustu 2—3 árin einnig frá íslandi. Ameríski humar- inn er miklu stærri en sá evrópski, jafnvel tuttugu sinn- um stærri, en hinn síðarnefndi Halldór skipstjóri ján Sigurðsson, rúmlega fimrii- tugur, elzti maðurinn um borð. Kristján er íaðir Sigurðar stýrimanns. VIÐ STÓÐUM vaktir eft- ir gömlu togarareglun- unum, tólf tímar á dekki. sex í koju, og veiddum humarinn á Selvogsbankanum, og í troliunum sem nýsköpun- artogararnir nota, nema skver- inn tiltölulega nokkru dýpri, en það er auðvitað miklu minna en nýsköpunartrollin og vel á meðfæri þriggja manna að taka það. Við vorurn sjö á Atla, skipstjóri Halldór Bjarnason frá Guðnabæ í Sel- vogi, 30 ára gamall, stýrimað- ur Sigurður Kristjánsson, 28 ára gamail Hafnfirðingur, 1. vélstjóri Magnús Guðmunds- son frá Borgarfirði eystra, 2. vélstjóri Svavar Árnason frá Seyðisfirði, báðir á fimmtugs- aldri, háseti auk mín Már Jensson, 16 ára unglingur frá Akureyri, og matsveinn Krist- eða nánar tiltekið í Selvogsfor- inni svonefndu. Það er gott að toga þarna á sléttum leirnum, en í botninum á einum stað er þó flak sem getur orðið hættulegt þegar dimmt er í lofti og ekki sér til miða. Hafa mörg skip misst á því troll sitt með hlerum og öllu sam- an. Ekki vita menn af hvaða skipi flak þetta er. en það munu aðeins vera örfá ár síð- an þess varð fyrst vart. Sum- ir álíta reyndar að það sé ekki af skipi heldur flugvél, því að alúmíníumbútar eru stund- um að koma upp í trollum kringum staðinn. Mörg skipsflök hafa þó vald- ið meiru veiðarfæratjóni en þetta flak, enda sum verið iil- ræmd meðal sjómanna ára- tugum saman. Maður heyrir þá oft tala um Flakið á þessum eða hinum miðunum, hvernig það hélt troilinu föstu, og skil- aði engu nema ofur litlum stubbum af vírunum. Fyrir kom þó að vírarnir höfðu betur, og gaf þá stundum að líta óvenju- lega hluti í trollinu. Kristján matsveinn sagði mér til dæmis að einu sinni þegar hann var á togara á Halanum, þá festu þeir trollið þar sem enginn átti neins ills von, en þeir voru með flunkunýja víra og út- búnað allan hinn traustasta, og þegar trollið loksins losnaði eftir mikil og langvarandi átök og þeir hífðu það upp, þá var í því skorsteinn skips og helm- ingurinn af bátadekki, og full saltkjötstunna bundin á báta- dekkið. Þekktu menn að þarna var kominn partur af Menj- unni, togara sem nokkru áður hafði sokkið með dularfull- um hætti á Halanum i koppa- logni, eftir að mannskapurinn og gerðu á eftir úr honum gómsæta kássu. Einnig voru þeir mjög sólgnir í allt feit- meti, og brúkuðu margarín í kaffið. Aftur á móti voru tveir Fransmenn á þessum togara, og féll Guðmundi ekki alveg eins vel við þá. Meðal annars voru þeir svo gríðarlega nísk- ir að þcir tímdu ekki einu sinni að kaupa sér tóbak, hins- vegar tróðu þeir ávallt fullan gúlinn ef þeir fengu skroið gefins og tuggðu þá manna á- fergjulegast. Það var venjah að gefa hásetunum eitt staup hverjum af konjaki þegar þeir fóru á vakt, en Fransmenn- irnir kingdu aldrei konjakinu heldur spýttu því á flöskur og seldu það dýrum dómum þegar þeir komu í land. hafði bjargað sér um borð í nærliggjandi skip. Þeir hirtu þetta og fóru með það í land, ef ske kyrini útgerð Ménjunnar þættist geta notað eitthvað af þvi, til dæmis saltkjötið. ■ RISTJÁN KANN reynd- ar frá mörgu fleiru merkilegu að segja, því að hann var háseti á togurum í þrjátíu ár, þar á meðal þrjár vertiðir á spænskum togurum atvinnuleysisárin eftir 1930. Hann ber Spánverjunum vel söguna, segir að þeir hafi verið drengir góðir og hinir beztu fé- lagar, þó þeir hafi að vísu ekki þolað vel veðurfarið hér norð- ur við ísland, sem stafaði reyndar mest af því að þeir vildu heldur láta drepa sig en fara í ullarpeysur og ann- an slíkan grófari fatnað sem við íslendingar erurn alltaf í til sjós, og klæddust aldrei öðru ofanvert en einni skyrtu og þunnum bol, og þegar eitt- hvað kólnaði að ráði, þá sögðu þeir bara „dormir“ og fóru í koju. Guðmundur Guðjónsson, sem ég var með á þorskanetjum í vetur, hafði líka verið tvær vertíðir á togara frá Bilbao, og álit hans á Spánverjunum var mjög samhljóða áliti Krist- jáns. En Guðmundur sagði mér líka frá ý.msum frumlegum að- ferðum þeirra við matseld. Til dæmis á næturvaktinni stund- um, þegar kokkurinn var i koju, en hásetarnir orðnir svangir og kaldir, þá settu þeir fisk með haus og slógi og öllu saman á kolaskóflu og stungu honum inn í fírinn og steiktu, E N SNÚUM okkur aftur að humarnum. Venju- lega var togað í fjóra tíma og farið mjög hægt svo trollið lægi vel 'í botni og humarinn slyppi ekki undir það. Meðan björt var nótt veiddist humarinn mest um lágnættið og minnst um há- degið, en þegar dimma tók veiddist hann lítið á nóttunni og mest í ljósaskiptunum kvölds og morgna. Nú hef ég lesið í vísindariti, að humar- inn fari aldrei af sjálfsdáðum upp í sjó, og ástæðan til þess að stundum veiddist svo lítið af honum er því líklega sú að hann tekur sér þá hvíld frá störfum og grefur sig í botninn, og vírðist hann helzt velja til þessa bá tíma sólarhringsins þegar birta er annaðhvort mest eða minnst. Eða með öðrum orðum: Hann virðist nota dimmu næturinnar til að sofa, en hefur svo einnig siestu um hádegið, að hætti Suðurlanda- þjóða. Og úr því humarinn er ó annað borð útbúinn tækjum til að grafa sig í botninn, af hverju skyldi hann þá vera að leggja sig á bersvæði og vakna svo kannski upp við vondan draum í maganum á einhverjum óvini sínum? Því að enda þótt humarinri sé allur varinn harðri skeí og vel vopn- aður sínum hvassa beinbroddi og sterku griptöngum, þá leika ýmsir stærri fiskar sér að því að sporðrenna honum, þar á meðal þorskurinn og langan, svo ekki sé nú talað um stein- bítinn, sem eins og allir vitá telur engan mat étandi nema hann sé sænjilega líkur grjóti að bíta í. Hagsmuiiamál starfs- stúlkiia í sjúkrahúsum í sumar hefur verið afar erfitt að fá stúlkur að starfa í sjúkrahúsum, og hefur í sum- um þeirra til vandræða horft i þessu efni. Ástand þetta mun heldur ekki að öllu leyti lagast þótt hausti ef svo fer sem horfur eru á. Hver er ástæðan, spýrja menn. Búa ríki og bær, sem þessar stofnanir reka, ver að sínu starfsfólki en aðrir at- vinnurekendur? Um þetta skal ég ekkert fullyrða að sinni. En ég býst við að lág laun og mikil vinna sé ástæðan fyrir því að þessar stofnanir verða fyrstar til að vanta fólk, þegar næg vinna er í boðf. Laun starfsstúlkna i sjúkra- húsum eru svipuð og hjá stúlk- um, sem vinna ýms iðnaðar- störf. En þar eð vinna á sjúkrahúsum byrjar fyrr og er oft fram á kvöldin — auk þess sem unnið er á sunnudögum og öðrum venjulegum hvíld- ardögum sakir aðstæðna •— þá væri ekki ósanngjarnt að á sjúkrahúsum kæmi einhver sérstök launabót fyrir það. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.