Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. október 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Mesta skemmdarverk sem unníð var Svíþjóð á stríðsárunum ná upplyst Var notaS sem áfyíla til ofsókna gegn kommúnistum - en framiS af Brefum I Ráðstafanir gerðar til að sprengja Loreleiklettinn vio Rín haldsblöðin voru þá ekki sein á sér að kenna kommúnistum um og látið var í það skína, að ,,rússneskur skemmdarverka flokkur“ hefði verið þarna að verki. Lögreglan fann aldrei sökudólgana, enda þótt allar iíkur bentu til, að Englending- ar hefðu staðið að baki skemmd arverkinu. Hins vegar varð Krylbosprengingin til þess að lögreglan höfðaði mál gegn þýzka flóttamanninum Ernst Wollweber, sem nú er yfirmað- ur öryggisþjónustu Austur- Þýzkalands, og fékk hann og nokkra sænska sjómenn dæmda í margra ára fangelsisvist enda þótt þeir hefðu aldrei brotið neitt af sér. Sök þeirra var sú ein, að hafa undirbúið and- spyrnuhreyfingu í Svíþjóð, ef það land yrði einnig hernumið af þýzku nazistunum. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli stjórnarvaldanna og íbúa V- Þýzkalands hefur bandaríska hernámsliðið þar ákveðið að halda áfram að leggja sprengj- ur undir brýr í landinu, svo að hægt verði að sprengja þær upp fyrirvaralaust, ef styrjöld brýzt út, eða virðist yfirvof- andi. Adenauer forsætisráðherra sagði á þinginu í Bonn í apríl 1951 að stjórn hans hefði gert allt sem í hennar valdi hefði staðið til að fá Bandaríkja- menn til að hætta þessum stríðsundirbúningi. Þá hafði það einkum vakið mikla reiði almennings í V-Þýzkalandi, að Bandaríkjamenn höfðu komið fyrir sprengjuhleðslum undir Loreleikletti í Rínarfljóti, og ætlunin að sprengja hann og hindra þannig siglingar á fljót- inu, ef stríð skylli á. 1 Vilja íá hærra tímakaœp Geishurnar í bænum Tokushima í Japan fóru um helgina í verkfall til að knýja fram kauphækkun. Þær krefjast 30 yenum meira i kaup á klukkustund, eða um kr. 1.50. Þetta einstæða verk- fall liófst, eftir að stúlkunum hafði verið neitað um kröfu um hækkun á kaupi upp í 150 yen (7 kr.) á klukkustund. Þær yfirgáfu þá 26 helztu veit- ingahúsin í borginni og sögðust ekki mundu snúa aftur, fyrr en látið hefði verið að kröfu þeirra. Betri borgarar Tokushima vita nú ekkert hvað þeir eiga að gera af sér á kvöldin, þegar þeir geta ekki lengur unað við yndisþokka geishanna, en neyð- ast til að híma heima hjá sér. Þeim má þó vera nokkur hugg- un í því, að verkalýðsfélag geishanna hefur látið þau boð út ganga, að þær séu enn sem fyrr reiðubúnar að skemmta í heimahúsum. Ingrid. Bergman Sepe, rann- sóknardóm- arinn í Mont- esimálinu á ftalíu, hefur stefnt ‘ fyrir rétt leikkon- unni Ingrid Bergman og manni henn- ar, kvik- myndastjór- anum Rosselini. Leikkonan Alida Valli hefur nefnilega borið að Piero Picci- oni, sem sakaður er um morð- ið á Wilmu Montesi, hafi ver- ið gestur kvikmyndaframleið- andans Carlo Ponti á heimili hans í Amalfi við Neapelflóa 9. apríl 1953, daginn áður en talið er að Wilma hafi verið ráðin af dögum. Alida segir, að bæði Ingrid Bergman og maður hennar hafi einnig verið stödd þar þennan dag. Hin árlega vöruntessa í Leipzig hefur um langt skeið verið ein mesta vörusýning heims og hefur verið til ómetanlegs gagns fyrir alþjóðaviðskipti. Á seinni árum hef- ur þýðing hennar vaxið mjög, þar sem hún er orðin miðdepill austur-vestur viðskipt anna. í ár tóku fleiri fyrirtœki í Vestur-Evrópu þátt í sýningunni en nokkru sinni áður, enda hafði sýningin verið stœkkuð verulega frá því sem áður var. Þúsundir kaupsýslumanna víðs vegar að komu aö skoða og kaupa. Myndin er af einum sýning- arsalnum, þar sem voru sýndar hvers kyns vélar, smíðaöar í Austur-Þýzkalandi. Mesta skemmdarverk, sem unnið var í Svíþjóð á stríðs- árunum, hefur nú loks veriö upplýst eftir þrettán ár. Skemmdarverkið var unnið gegn vopnaflutningum Þjóð- verja eftir sænskum járnbraut- um til Norður-Noregs. 19. júlí 1941 var ein af hergagnalest- um Þjóðverja á leið norður og stanzaði á brautarstöðinni í Krylbö. Þar var hún sprengd í loft upp og gereyðilagðist. Sprengingin varð gífurleg þar sem lestin flutti mikið af sprengiefnum og bærinn leit út eftir hana eins og loftárás hefði verið gerð á hann. Tvær farþegalestir voru á brautar- stöðinni, þegar sprengingin varð, og slösuðust 24 menn, en allir komust þó lífs af. Stöðv- arbyggingin, járnbrautargisti- húsið og mörg önnur hús voru algerlega jöfnuð við jörðu. Enskur njósnari. I bók sem kom út í síðustu viku í Englandi, segir maður að nafni Malcolm Munthe, frá því, að hann hafi skipulagt þetta skemmdarverk. Hann hafði upphaflega verið sendur til Svíþjóðar meðan á finnska vetrárstríðinu stóð og starfaði þá að hergagnaflutningum Breta til Finnlands. Síðar var hann sendur til Noregs, en eft- ir hernám Þjóðverja fór hann til Svíþjóðar, þar sem honum var falið að vinna að njósnum. Hann var gerður að aðstoð- arhermálafulltrúa hjá brezka sendiherranum í Stokkhólmi og um leið fékk hann majórsnafn- bót. Iíann þurfti að hafa hægt um sig, því að á þessum tíma, meðan herir Hitlers unnu hvern sigurinn á fætur öðrum, voru erindrekar Bandamanna undir ströngu eftirliti í Svíþjóð, enda þótt njósnurum nazista væru flestir vegir færir. Munthe kom á fót leynifélagi, sem kallað var „Rauði hesturinn“ og var verkefni þess aðallega að safna vopnabirgðum og koma þeim til norsku andspyrnuhreyfingar- innar. Ætluðu að myrða Himmler. Munthe skýrir m.a. frá því, að félagi hans hafi verið falið að ráða Himmler, yfirmann Gestapo, af dögum, þegar hann kom í heimsókn til Nor- egs. Sú ráðagerð fór út um þúfur. Nokkru áður en sprengingin varð í Krylbo, hafði sænska lögreglan komizt á snoðir um leynistarfsemi Munthes og sænska utanríkisráðuneytið gaf brezka sendiráðinu fyrirmæli um að senda hann heim. Dag- inn eftir að sprengingin varð fór hann frá Svíþjóð. Kommúnistum kennt um. Sprengingin í Krylbo vakti mikla reiði almennings í Sví- þjóð á sínum tíma, þar sem lífi og eignum sænskra manna var stofnað í mikla hættu. Aftur- Sex börn ■ brunnu inni i i Sex börn, öll yngri en 8 j ára, fórust í eldi í húsi einu j í Loanhead við Edinborg í j síðustu viku. Börnin voru j þarna í heimsókn. Maður var í húsinu þegar í því kviknaði; hann komst und- í an en tókst ekki að bjarga j börnunum. Nei, myndin er ekki af Marsbúa, héldur af Banda- ríkjamanni, sem klæddur er í náttföt af nýjustu tízku, sem nú má kaupa í verzl- unum fyrir vestan. Útbún- aðurinn um höfuðið er svo- nefndur „gagnaugahitari“ „ sem á að vinna á móti svefn leysi og gríman fyrir aug- unum á að halda birtunni úti. Við viturn ekki, hvaða gagn hringurinn sem mað- urinn hefur um hálsinn á að gera. Slangan sem hann hefur í munninum er i sambandi við áhald, sem gerir homim fært að reykja í rúminu án brunahættu, Það er margt skrýtið. Akuryrkja eisis og á steinöld Starfsmenn danska þjóð- minjasafnsins hafa í sumar gert tilraunir með akuryrkju eins og steinaldarmenn stund- uðu hana. Jarðfræðingurinn Troels Schmidt og sáfnvörður- - inn Svend JÖrgensen hófu til- , raunina í vor, þegar þeir felldu 100 tré í Dravedskógi í Suður- Jótlandi með öxum úr tinnu og plægðu akurinh með stein- aldarplógum. Skógurinn var sviðinn eftir tilsögn finnska ; sérfræðingsins, Vilkuna pró- fessors, og sáðkorn !ögð í heita öskuna. Fengið hafði verið fræ jgamalla korntegunda frá af- skekktum fjallahéruðum í Mið- jEvrópu. Nú hefur kornið ver- jið skorið með tinnasigðum og | skógurinn er aftur tekinn a5 j vaxa. írsk farþegaflugvél af gcrð- inni DC-3 með 21 manni una borð mistókst lending, á flug- vellinum á Guernsey í siðustu viku, en allt fór betur en á horfðist. Flugvélin fór út af flugbraut.inni og braut niður girðingu sem er umhverfis flug- völlinn, flugstjórinn gat sveigf vélina fram hjá skógarrjóðri og hún hélt áfram út í haga og rakst þar á kú og stanzaði. Kýrin lét lífið, en engum í vél» inni v*rð meint af.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.