Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1954 Óverjandi íramkoma stjórnar Sóknar: Neiíar að haída íimd umkjaramálin þrátt fyrir lögmæta kröfu félagskvenna LæSur samumgsbrot aísklptalaus þrátl íyrir margendurtekuar kvartanir starfsstúlknanna 1 Innan skamms ver'ö'ur væntanlega kosið á Alþýðu- sambandsþing í Starfsstúlknafélaginu Sókn og setur í því sambandi mikinn kvíða að stjórn félagsins sem hef- ur gjörsamlega brugðizt skyldu sinni í félagsmálum starfsstúlknanna. Má greina þennan ótta af dólgslegri rammagrein í Alþýðublaðinu í gær þar sem ráðizt er af óvenjulegu offorsi á einn af meðlimum félagsins, Margréti Auðunsdóttur, starfsstúlku á Landsspítalanum Af þessu tilefni átti Þjóð- viljinn í gær örstutt samtal við Margréti Auðunsdóttur, en hún hefur árum saman verið ein af ötulustu forustukonum stúlknanna á spítölunum, og á því ekki upp á pallborðið hjá hinni sofandi félagsforustu som studd er af afturhaldinu og nýtur „hollráða“ Þorsteins Pét- urssohar og annarra slíkra. Fer viðtalið við Margréti hér á eft- ir: Tilhæfulaus uppspuni — Þeir vanaa bér ekki kveðj- una í Alþýðublaðinu í morgun. Kvað viltu segja um allar þess- ar ásakanir og skammir sem á þér dynja í rammagrein þess? „Ég get nú ekki sagt að ég kippi mér upp við' skammir Alþýðublaðsins og tel mér þær frekar til inntekta. En varðanöi umsögn þess um að ég kynni mig meðal stéttarsystra minna spm umboðsmann stjórnar Sóknar og lofi þeim 200 króna kauphækkun á mánuði auk verðlagsuppbótar nái listi vinstri kvenna kosningu á sambands- þing, er það fljótsagt að hér er um tilhæfulaus ósannindi að r'æða sem enginn fótur e'r fyrir. Það eina í þessu efni ' sem ég hef sagt við stúlkurnar,* og það ætla ég að standa við, I er að tíminn sé nú óvenjulcga hagstæður til þess að knýja | fram bætt kjör á spítölunum, en | mikil óánægja er ríkjandi með! kjörin. Að þetta er ekki alveg úi í bláinn sézt bezt á því að mikil ekla liefur verið á vinnu- krafti á spítölunum í allt sum- ár og er jafnvel enn, þótt eiít- hvað kunni að hafa úr rætzt með haustinu.“ Neitar að halda fund — Hefur félagsstjórnin ekk- ert aðhafzt til þess að fá betri kjör fyrir stúlkurnar? „Nei, þrátt fyrir áskorun þess fjölda félagskvenna sem tilskilinn er í lögum félagsins um að kalla saman fund til þess að ræða kjaramálin og taka á- kvörðun um hvort rétt þyki að segja upp samningum eða ekki, fæst stjórnin ekki til að boða til fundarins. Við sendum áskor. unina fyrir meir en 3 vikum. Ég hef gengið eftir svari hjá formanni en fengið þau svör ein að mér og öðrum félagskon- um komi það bókstafiega ekkert við hvort fundur verði haldinn eða ekki, það sé hennar einnar að ákveða slíkt og óviðkomandi meðlimum félagsins!“ Þykja ekki eftirsóknarverð — Eitthvað er þetta nú grugg- ug afstaða til meðlimanna og ó- venjuleg í verkalýðsfélagi. Hvert er kaupið nú samkvæmt gildandi samningum? „Fyrstu 3 mánuðina 1658 krónur, næstu 9 1698 og eftir eitt ár 1898 krónur. Kaupið er miðað við átta stunda vinnudag en þess ber að gæta að vinnan á spítölunum er framkvæmd jafnt helga daga sem virka og að kvöldi jafnt sem degi. Við teljum því ærna ástæðu til þess ,að fá kaupið hæikkað enda sýnir reynslan frá í sumar að þessi kjör þykja ekki sérlega ÍBÚI við Breiðholtsveg skrifar: „Fyrir tveimur árum þurfti kona sem hafði komið upp litlu húsi hérna við Breiðholtsveginn að fá rafmagn leitt í íbúð sína. Fékk hún heimtaugina eins og lög gera ráð fyrir og greiddi fyrir 900 krónur. 15—20 metr- ar eru frá staurnum sem leitt var.frá og að húsinu. Ári síðar fær konan reikning fyrir „viðbótargjaldi" einnig að upphæð 900 krónur. Fylgdi hót- un um lokun yrði reikningur- inn ekki greiddur. Konan, sem taldi sig hafa greitt raunveru- legt kostnaðarvérð loftlínunn- ar, dró að gera þetta upp, enda taldi hún þessa innheimtu hæpna. í maí s. 1. vor sendir svo Raf- magnsveitan menn til að klippa rafmagnslínuna frá húsinu og taka þannig rafmagnið af kon- unni sem þarna býr með tvö ung börn. Sá konan sér þá ekki annað fært en fara á skrif- stofu Rafmagnsveitunnar og eftirsóknarverð þegar næg vinna er í boði. Engin afskipti af samningsrofum — Hefur nokkur leiðrétting fengizt á hinum vangoldna íæð- ishluta hjá Kleppsspítalanum og hvernig hefur stjórnin stað- ið i því máli? „Engin heildarleiðrétting hef- ur fengizt enda varla við að búast þar sem félagsstjórnin hefur með afskiptaleysi sínu í raun og veru lagt blessun sína yfir samningsbrotin. Dæmi mun til um að stúlku hafi verið end- urgreitt það sem ranglega hafði verið af henni haft, en að- eins vegna þess að hún gekk hart eftir því sjálf og lét sig ekki fyrr en endurgreiðslan fékkst. En þetta er hrein undan- tekning. Hinar stúlkurnar eiga þessa peninga inni og fá enga aðstoð frá félagsstjórninni til þess að fá hlut sinn réttan, þrátt fyrir mikia eftirgangs- muni. Er hér um allháar fjár- upphæoir að ræða hjá stúlkum sem unnið hafa allan tímann frá því ákvæði 3. greinarinnar komst inn í samningana." Langþreyttar á félagsstjórninni — Er ekki almenn og vaxandi óánægja meðal stúlknanna út af svona frammistöðu í hagsmuna- málum? „Jú, stúlkurnar eru eðlilega orðnar mjög langþreyttar á fé- lagsstjórninni og óánægjan fer reyna að fá þessu kippt í lag. Þegar í skrifstofuna kom var konunni vísað á mann þann, Jóhannes Kristjánsson að nafni, sem hefur með höndum þessa ihnheimtu. Vildi konan fá upp- lýsingar um rétt Rafmagnsveit- unnar til þessa „viðbótar- gjalds“, en mætti þá hinni megnustu ókurteisi af hendi þessa manns. Hér yrðu engar upplýsingar veittar, henni bæri aðeins að greiða refjalaust það sem upp væri sett, um annað væri ekki að ræða o. s. frv. Sá konan sér þá ekki annað fært en láta af hendi 150 kr. sem hún var með í veski sínu og skuldbinda sig til að greiða eftirstöðvarnar með mánaðar- legum afborgunum. Menn at- hugi aðstæður konunnar með tvö börn og rafmagnslaust heimili. Hér var ekki margra góðra kosta völ og vissi konan þó ekki hvernig standa skyldi í skiium með þær 750 kr. sem eftir stóðu. En rafmagnið varð Framhald á 8. síðu. Raímagn leitt í hús — Hæpin innheimta — Kulda- legar aðíarir Raímagnsveitunnar (Jóð viðskipti Þcgar íslendingar hófu við- skipti að nýju við Sovétrikin á miðju s. 1. ári, urðu þegar í stað mikil umskipti í afurða- sölu sjávarútvegsins. Fram að þeim tíma hrúgaðist frosinn fiskur upp í flestum frystihúsum landsins og gefin hafði verið út fyrirskipun um takmörkun á frystingu vegna söluerfiðleika. Verðlag á ýms- um fisktegundum hafði farið lækkandi í Bandaríkjunum og Bretland var hætt kaupum frá íslandi að mestu leyti. Með viðskiptasamningnum við Sovétríkin var ákveðin sala þangað á 20 þúsund tonnum af frosnum fiski, sem afhendast átti á 12 mánuðum. Við þessa samninga gjör- breyttist ástandið. Frosni fisk- urinn hætti að hrúgast upp og framleiðslubanninu var létt af. Hver skipsfarmurinn af öðrum fór austur og þegar leið á árið má segja að hver uggi hafi ver- ið sendur út jafnóðum og hann var framleiddur. Hagur frysti- húsanna stórbatnaði. Vaxta- greiðslur minnkuðu og fisk- skemmdir sem alltaf vilja fylgja langri geymslu hurfu úr sögunni. Fiskverðið hjá Sovétrikjunum var hagstætt. Þannig reyndist strax hægt að hækka karfa- verð til togaranna úr 65 aurum hvert kíló í 85 aura og þó hefði hækkunin getað orðið enn meiri • ef karfaverðið hefði þá ekki lækkað í Bandaríkjunum. Nú hefur verið samið við Sov- étrikin að nýju. Þau voru fús heimilið að.fá, eða það fannst könunrii að vonum þar sem hún stóð fyrir framan þennan inn- heimtuherra bæjarins. Eftir þetta var rafmagnið tengt að nýju. En vegna erfiðra á- 'stæðna reyndist konunni ekki fært að standa í skilum með hinar mánaðarlegu afborganir. Og í sept. s. 1. var henni send tilkynning um að rafmagnið yrði tekið af húsinu hennar. 4. okt. voru svo 100 krónur greiddar upp í „skuldina". En viti menn: Þann 12. okt. sendir Rafmagnsveitan menn til þess að klippa rafmagnið úr sambandi. Var konan þá ekki heima og engin aðvörun gefin áður en athöfnin fór fram. Þessi framkoma opinberrar stofnunar þykir mér svo furðu- leg og vítaverð að ég vil beina þeirri spurningu til ráðamanna fyrirtækisins t. d. rafmagns- stjóra og borgarstjóra, hvort það sé í samræmi við vilja þeirra að þannig sé komið fram af hálfu Rafmagnsveitunnar. Þá væri ekki úr vegi að starfs- maðurinn, sem konan átti tal við og kunni vægast sagt ekki mannasiði, yrði áminntur um að temja sér framvegis aðra og betri framkomu við við- skiptamenn Rafmagnsveitunn- ar“. á að kaupa 30 þúsund tonn af fiskflökum og ganga enn inn á hækkun á karfaverðinu. Hefði öll sú verðhækkun ver- ið látin koma fram í hráefnis- verði karfans, þá hefði verðið átt að vera 93 aurar á kíló. Frystihúsin féllust á hækkun í 90 aura en töldu sig ekki geta fallizt á meiri hækkun vegna lágs verðs í Bandaríkjunum, en enn fer talsvert af karfanum þangað. Söluerfiðleikar sem áður voru á frosna fiskinum eru nú al- gjörlega úr sögunni og er nú svo komið að ekki er hægt að mæta eftirspurn Sovétríkjanna og ýmissa annarra landa í þess- um efnum. Austur-Evrópulönd- in hafa reynzt íslendingum sér- staklega góð markaðslönd. Tékkóslóvakía hefur lengi greitt hærra verð en önnur lönd fyrir frosinn fisk. Nú vildu Tékkar kaupa 10 þúsund tonn af fiski, en ekki þótti fært að lofa þeim nema 6 þúsund tonnum. Aust- ur-Þýzkaland vildi semja .um 7 þúsund tonn af frosnum fiski til næstu áramóta en þangað verður varla hægt að afgreiða nema 4 þúsund tonn. Austur- Þýzkaland óskaði einnig eftir kaupum á 9 þúsund tonnum af ísvörðum togarafiski. Fiskurinn átti að afhendast í Hamborg og fast verð að fást fyrir hann. Verðið var 25—30% hærra en fengizt hefur í Vestur-Þýzka- landi fyrir samskonar fisk á uppboðsmarkaði. Nú hafa nýlega verið undir- skrifaðir samningar við Aust- ur-Þýzkaland en vegna tregðu stjórnarvalda okkar og stirð- leika Landsbankans verður að þessu sinni aðeins samið um 2000. tonn af togarafiski þang- að. Viðskiptin við Austur-Evrópu- ríkin og þá sérstakléga við Sov- étríkin eru hagkv'æmustu við- skipti íslendinga nú. Sérstaklega eru þessi viðskipti þýðingarmikil fyrir sjávarút- veg okkar. Með þessar staðreyndir í huga er ekki ófróðlegt að minn- ast allrar þeirrar andstöðu, sem viðskipti við þessi lönd hafa átt áð mæta hjá ýmsum for- ystumönnum stjórnarflokk- anna. Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jónsson strieittust við að halda því fram í nokkur ár, að viðskipti íslendinga við þessi lönd væru hættuleg. Jöfnum höndum var því hald- ið fram að þessi lönd vildu eng- in viðskipti við okkur og gætu heldur ekkert keypt. Nú haga þessir menn stjórn íslenzkra atvinnumála þannig að fleiri landsmenn sogast frá framleiðslunni og leita í yfir- borgaða hernámsvinnu eða rétt- ara sagt hernámsiðjuleysi. íslendingar verða að neita góðum viðskiptaþjóðum um fiskafurðir af þeirri ástæðu einni að vinnuaflið er bundið í gróðabralli rikisstjórnargæð- inganna sem nú hafa tekið af sér yfirstjórn hernámsvinnunn- ar. En hvað segja hugsandi fs- lendingar um þá þróun að leggja fiskiskipunum en val- kóka þess í stað kringum her- menn suður á Miðnesheiði? (Úr Austurlandi).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.