Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 6
JE) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 15. október 1954 IMÓOVIUINN Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. r ( Hverjar urðu niðurstöðurnar? Á s.l. vetri fyrirskipaði Kristinn Guðmundsson utan- ríkisráðherra réttarrannsókn gegn Flugvallarblaðinu og aðstandendum þess. Flugvallarblaðið hafði þá nýlega borið Kristin þeim sökum að hann væri njósnari og um- boðsmaður Rússa og beitti aðstöðu sinni til að koma samverkamönnum sínum í hinni erlendu þjónustu í störf á Keflavíkurflugvelli. Um sömu mundir skýrði Tíminn frá því að Fugvallarblaðiö væri gefið út af njósnadeild bandaríska hersins og Sjálfstæðisflokknum sameiginlega og benti m.a. á að launaðir starfsmenn njósnadeildar- innar skrifuðu blaðið og söfnuðu efni í það í vinnutíma sínum en mikill hluti af efni blaðsins væri lofsöngur um Bjarna Benediktsson. Réttarrannsókninni var ætlað að fá úr því skoriö hvort hernámsliðið stæði að útgáfu þessa blaðs, en slíkur áróð- ur þess er algert brot á hernámssamningunum. Vakti réttarrannsóknin miklar æsingar 1 herbúðum Sjálfstæð- isflokksins, Morgunblaðið talaði af ofsa um skoðanakúgun og ofsóknir ráðherrans og gaf í skyn að hann hefði eng- an rétt til þess að hefja slíka rannsókn. Jafnframt var rokið í það að stofna hlutfélag um útgáfu blaðsins — og mun lögheimili þess hafa verið flutt til Keflavíkur af vellinum, til þess að það yrði framvegis á yfirráðasvæði Bjarna Benediktssonar! Útgáfa Flugvallarblaðsins féll niður um skeið eftir að réttarrannsóknin hófst, en nú er hún hafin aftur á sama hátt og fyrr. Hefur Hilmar Biering aftur tekið við ritstjórn blaðsins, en honum hafði Tíminn áður lýst sem launuðum njósnara Bandaríkjamanna. Er aðalefni blaðs- ins enn sem fyrr árásir á utanríkisráðherra, skrifaðar í samræmi við sjónarmiö hernámsliðsins, og er aðallega hamazt gegn því að nú hefur „verið hafin bygging fanga- búða fyrir varnarliðið", eins og Flugvallarblaðið kemst Rð orði. En um rannsóknina heyrist ekki orð. Þó er svo langur tími liöinn að henni hefði átt að vera lokið fyrir löngu. Og því er mönnum spurn: Hverjar urðu niðurstöður þessarar réttarrannsóknar sem ráöherrann hóf með tals- verðum gný? Guggnaði ráðherrann ef til vill á öllu sam- an, þegar hann mætti andspyrnu? Eða eru niðurstöðurn- ar ef til vill hernaðarleyndarmál, eins og reglurnar frægu sem ráðherrann taldi allra meina bót en þorði svo ekki að birta af ótta við að styggja hernámsliðið? | Samvinna um sterka forustu ! Meðlimir alþýðusamtakanna um land allt hugleiða nú hvernig bezt verði háttað stjóm heildarsamtakanna, þannig að hún geti orðið sterk og atorkusöm í kjara- og réttindabaráttu almennings. Og þessar staðreyndir blasa við: Stjórn heildarsamtakanna getur ekki orðið sterk ef reynt er aö einangra og útiloka traustustu og öflugustu félög verkalýðshreyfingarinnar. Þetta hefur verið reynt á undanförnum ámm með árangri sem allir þekkja. Stjórn heildarsamtakanna hefur lamazt, og í hvert skipti sem ráðizt hefur verið í kjarabaráttu hefur orðið að mynda sjálfstæð samtök, utan við forustu Alþýðusam- bandsins, með fullri aðild og forustu þeirra félaga sem reynt hefur verið að einangra. Ef Alþýðusambandið á aftur að ná sínum fyrra þrótti verður aö taka fullt tillit til þessarar staðreyndar og tryggja sem víðtækasta sam- vinnu um heill stéttarsamtakanna. Alþýðufólk um land allt gerir sér nú þessar staðreyndir Ijósar, eins og birtist í samfylkingu þeirri sem orðið hefur í kosningunum. Þeirri samvinnu verður haldið áfram á þinginu sjálfu, þótt misvitrir stjórnmálabraskarar reyni enn að spyrna við fótum. Er su forusta samboðin verkalýðssam- tökunum sem sækir fyrirmæii um störf sín til Sjálfstæðisflokksins? ,,Alþýðublaði“ Haralds Guð- mundssonar, Stefáns Jóhanns og Guðm. f. virðist ætla að ganga erfiðlega að sætta sig við þær staðreyndir sem eru nú að gerast innan verkalýðshreyfing- arinnar. Enn síður sýnist það hafa nokkur skilyrði til að skilja raunverulegar orsakir þess að Alþýðuflokksfólk er að snúa baki við afturhaldsþjón- ustu hægri kratanna en kýs að vinna með öðru stéttvísu og heiðarlegu verkafólki að því að bjarga heildarsamtökum sínum úr niðurlægingu og eymd i- haldssamvinnunnar. í stað.þess að reyna að skilja hvað er að gerast og draga réttar ályktanir af því hamast skriffinnar Alþýðublaðsins við að setja saman hversdaglegan og áhrifalausan þvætting um „vonda kommúnista" sem fólk er fyrir löngu þreytt og leitt á. Mættu núverandi ritnefndar- menn hins ritstjóralausa „Al- þýðublaðs'* minnast þess að það voru einmitt skrif af þessu tagi, sannfæringarlaus og sefa- sjúk, sem bundu endi á ritstjórn Stefáns Péturssonar fyrir rösk- um tveimur árum. Lesendur blaðsins voru fyrir löngu upp- gefnir á þvættingnum enda hafði hann þau áhrif ein að tálga fylgið af Alþýðuflokkn- um. Að lokum var svo höfund- urinn látinn fjúka. í Alþýðublaðinu í gær birt- ist grein um verkalýðsmálin og Alþýðusambandskosningarnar undir yfirskriftiniii „Samboðin forusta". Ritsmíðin ber augljós kennimerki eins af ritnefndar- mönnum blaðsins, Óskars Hall- grímssonar, þótt. hann hafi skort hugrekki til að tengja nafn sitt afrekinu. Lætur höf- undurinn svo sem sér gangi erfiðlega að skilja hvað Þjóð- viljinn eigi við þegar rætt sé um nauðsyn þess að skapa heildarsamtökum verkalýðsins þá forustu sem sé verkalýðs- hreyfingunni samboðin. Sjálfsagt er og skylt að koma þarna til liðs við höfund Al- þýðublaðsgreinarinnar og alveg jafnt þótt skilningur hans á við- fangsefninu kunni að vera tak- markaður. Það hefur verið skoðun einingarmanna í verka- lýðshreyfingunni allt frá upp- hafi afturhaldssamvinnunnar 1948 að það væri til tjóns fyrir verkalýðinn og ósamboðið sam- tökum hans að lúta fyrirmæl- um forsprakka Sjálfstæðis- flokksins í hagsmunamálum stéttarinnar. Sjálfstæðisflokkur- inn er óumdeilanlega þau stjórnmálasamtök sem atvinnu- rekendavald og auðstétt ís- lands hefur myndað og byggt upp til að vernda sína hags- muni og því hlutverki hefur Sjálfstæðisflokkurinn gegnt eft- ir því sem hann hefur átt afl og hugrekki til. Þessi staðreynd verður ekki véfengd þótt margt millistéttar- og launafólk hafi látið blekkjast til fylgis við Sjálfstæðisflokkinn. Hann er og verður flokkur hinna ríku í þjóðfélaginu, tæki þeirra í bar- áttunni gegn alþýðu, aukinni menningu hennar og hagsæld. Núverandi Alþýðusambands- stjórn er þannig saman sett að hana skipa ýmist auðsveip verkfæri hægri broddanna í Alþýðuflokknum eða beinir um- boðsmenn atvinnurekenda og í- halds. Samsetning hennar er við það miðuð að liggja á kjara- baráttu vinnandi fólks og tor- velda hana með öllum hugsan- legum ráðum. Hefur sambands- stjórn verið vel vakandi í þessu efni enda ríkt eftir því gengið af herrunum í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll að engin víxlspor yrðu stigin á þeirri línu. Þannig er svoköll- uð „forusta" heildarsamtaka verkalýðsins raunverulegur fangi stjórnmálasamtaka stétt- arandstæðingsins, atvinnurek- endastéttarinnar i landinu og flokks hennar. Allar veigameiri ákvarðanir hennar eru bornar undir herforingjaráð auðstétt- arinnar, foringja Sjálfstæðis- flokksins og 4ikapilta þeirra í skrifstofunum við Austurvöll. Ákvarðanir þeirra og fyrirmæli eru vitanlega við það miðuð sem auðstéttinni kemur bezt og hún telur í samræmi við sína hagsmuni. Að hér er ekki farið með neinar ýkjur sézt bezt á því, að það þekkist nú ekki lengur að Alþýðusambandsstjórn hafi nokkru sinni forustu í hags- munabaráttu verkalýðsfélag- anna eða eigi frumkvæði að nokkurri kjarabaráttu. Þvert á móti leggst hún gegn samnings- uppsögnum og launabaráttu fé- laganna og lýtur að hvaða for- smán sem að henni er rétt. Af- leiðingar þessa hafa orðið þær að verkalýðsfélögin hafa sjálf orðið að mynda samtök sín í milli til að standa að uppsögn samninga og stjórna gerð nýrra samninga í harðvítugum og langvinnum verkföllum. Hafa verkalýðsfélögin talið það sitt mesta lán þegar Alþýðusam- bandsstjórnin hefur fengizt til að sitja á sér og gera þeim ekki beint tjón í slíkum deilum. All- ar meiri háttar launadeilur síðari ára hafa verið háðar með þessum hætti og verkalýðssam- tökin hér í Reykjavík og úti um allt land fyrst og fremst notið styrks Dagsbrúnar og þeirrar verðmætu reynslu sem hún hefur aflað sér í löngu og far- sælu starfi í kjarabaráttu verkalýðsins. Þessi atvinnurekendaþjón- usta Alþýðusambandsstjórnar- innar hefur lamað heildarsam- tökin og svipt þau trausti og virðingu, ekki aðeins verkalýfjs- ins sem í samtökunum er, held- ur og stéttarandstæðingsins sem fyrirlítur þau og hefur að háði og spotti. Þessu vill íslenzkur verka- lýður ekki una lengur. Og um það eru einingarmenn ekki ein- ir. Öflug hreyfing er risin með- al verkalýðsins sem fylgir Al- þýðuflokknum um að hrista ok íhalds og atvinnurekenda af heildarsamtökunum. f yfir- standandi kosningum á sam- bandsþing hafa sósíalistar og Alþýðuflokksmenn í fjölmörg- um verkalýðsfélögum tekið höndum saman og unnið sam- eiginlega að þeim sigrum sem náðst hafa í átökunum við sendimenn atvinnurekenda- valdsins og fulltrúa hægri krat- anna. Úrslitin eru táknræn fyr- ir þá almennu óánægju sem risin er með núverandi sam- bandsstjórn, en fáir verða nú til að telja hana samboðna verkalýðshreyfingunni nema íhaldið eitt og stóratvinnurek- endurnir, en það er skiljanlegt út frá því sjónarmiði að þess- ir aðilar vilja verkalýðshreyf- inguna feiga. Afturhaldsklikan í Alþýðu- flokknum hefur áreiðanlega aldrei verið í meiri mótsögn við vilja almennings sem fylgt hef- ur flokknum að málum en ein- mitt nú og er þá vissulega langt jafnað, því svo oft og stórlega hefur hún brotið af sér við fylgjendurna. Eini for- ustumaður flokksins sem er í tengslum við verkalýðshreyf- inguna og þekkir hug og vilja. verkafólks hefur verið hrakinn úr formennsku flokksins og miðstjórn og sviptur ritstjórn Alþýðublaðsins. Ástæðuna þekkja allir. H'annibal Valdi- marsson gerðist svo djarfur að túlka nauðsyn á samstarft verkalýðsflokkanna og vinstri afla landsins gegn íhaldi og afturhaldi ef alþýðunni ætti að verða sigurs auðið í átökun- um við auðstéttina. Sá boð- skapur var ekki að skapi hægri forkólfanna sem hafa sogið sig fasta á brjóst auðstéttarinnar og mega ekki til þess hugsa að verða, af næringunni. Hægri forkólfarnir hafa ham- azt gegn einingarhreyfingunni í yfirstandandi Alþýðusambands- kosningum. Fólkið hefur svar- að með þvi að fylkja sér um fuiltrúaefni vinstri manna af festu og einhug sem lofar góðu um framhald samstarfsins og árangur komandi sambands- þings. Ólundarskrif og nöldur Alþýðublaðsins eru áhrifalaus og minna aðeins á yfirgefna og einangraða menn sem héldu að þeir „ættu“ Alþýðuflokksfólk- ið í verkalýðshreyfingunni og gætu herleitt það endalaust til þjónustustarfs við íhald og at- vinnurekendavald en hafa orð— ið fyrir miklum vonbrigðum. Þetta hefði „stjarna" Alþýðu- blaðsi.is átt að gera sér ljóst í tíma og spara sér að gerast þátttakandi í nöldurskrifunuim Þau eru alveg þýðingarlaus og falla í grýttan jarðveg. Verka- fólkið er að taka höndum sam- an í öflugri einingu og af þeim vakandi samhug sem áreiðan- lega reynist fær um að skapa heildarsamtökum verkalýðsins á íslandi þá forustu sem er þeim samboðin og verður þeim verkefnum vaxin sem vanda- mál verkalýðsstéttarinnar í dag krefjast að leyst séu af djörfung og framsýni. Framhald á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.