Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 7
12 stunda hvíldina á að lögfesta Föstudagur 15. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (V Ísleii7.ku tofrarasjómennirnir eru afkap.'ainestu sjómeun í heimi — era nieiriiiluti Alþingis vill ekki viðurkeima rétt þeirra til 12 stunda hvíldar á sólarhring'. l>að er lærdómsríkt að kynna sér baráttu Sósíalistaflokksins fyrir 12 stunda hvíld togarahá- seta. Saga þess máls, er rakin í greinargerð frumvarpsins sem þrír sósíalistaþingmenn flytja enn á þessu þingi, og birt er hér á eftir: Aðalgreinar frumvarpsins eru þessar: 1. gr. 2. gr. laganna orðist svo: Þá er skip er að veiðum með botnvörpu eða á siglingu milli innlendra hafna og íiskimið- anna, skal jafnan skipta sólar- hringnum í fjórar sex stunda vökur. Skal eigi nema helming- ur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helmingurinn eiga hvíld, og skal hver háseti hafa að minnsta kosti 12 klukkustunda hvíld á sólarhring hverjum. Samningar milli sjó- mannafélaga og útgerðarmanna um lengri vinnutíma en fyrir er mælt í grein þessari skulu ógildir vera. 2. gr. 4. gr. laganna orðist svo: Skipstjóri og útgerðarmaður bera sameiginlega ábyrgð á því, að fyrirmælum þessara lága sé fylgt, og varðar ítrekað brot skipstjóra stöðumissi. Auk þess eru svo sektar- ákvæði laganna hækkuð að miklum mun. Frumvarpinu fylgir ýtarleg greinargerð, og er hún birt hér. Sósíalistaflokkurinn flytur nú frumvarp þetta í níunda sinn. Rökin fyrir því hafa oft verið sett fram og skulu nú sett fram einu sinni enn: Alþingi íslendinga mun ásátt um, að líf þessarar þjóðar bygg- ist öðru fremur á starfi því, Einar Olgeirsson. sem sjómenn hennar inna af höndum, og þess vegna fari vel á því, að hún haldi einn dag vor hvert hátíðlegan til að votta mönnum þessum virðingu sína og þökk. Á sama hátt og aðrar þjóðir hafa sérstakan dag til að heiðra hermenn sína, hafa íslendingar sérstakan dag til að heiðra sjómenn sína. Sjómannadagurinn hefur ver- ið haldinn hátíðlegur síðustu 15 árin með skrúðgöngu og ræðuhöldum. Og Alþingi íslend- inga hefur alltaf átt fulltrúa meðal hinna atkvæðamestu ræðumanna dagsins. Fulltrúar þess hafa yfirleitt lagt áherzlu á, að Alþingi kunni vel að meta afrek sjómanna í þágu fóstur- jarðarinnar, og staðið fyrir miklum húrrahrópum. í 15 ár hefur Alþingi sem sagt látið ó- tvírætt á sér skilja fyrsta sunnudag í júní og stundum oftar, að það telji sig og lands- menn alla eiga sjómönnum allt gott að þakka, enda vinni þeir þýðingarmestu störf þjóðfélags- ins og séu hetjur hafsins. Og næsíum jafnléngi hefur meiri hluti Alþingis barizt markvíst gegn því, að mönnum þessum veittist lagalegur réttur til mannsæmandi hvíldar. Þessi stofnun, sem aldrei telur eftir Sigurður Guðnason. sér að húrra fyrir sjómönnum, hefur nú í rúman áratug þrjóskazt við að samþykkja frumvarp til afnáms því hróp- lega ranglæti, að hásetar á tog- urum hafa með lögum verið skyldugir til að þræla 16 klukkustundir á sólarhring. Mætti ætla, að ekki væri lítið unnið og ekki lítið vakað innan þeirrar stofnunar, sem þannig þykist sóma síns vegna mega haga sér. Frumvarp til lögfestingar 12 klst. lágmarkshvildar háseta á togurum var fyrst flutt á sum- arþinginu 1942. Flutningsmaður þess var einn af þingmönnum Sósíalistaflokksins, þáverandi 2. landskjörinn þingmaður, ísleif- ur Högnason. Sjávarútvegs- nefnd neðri deildar fékk frum- varpið til meðferðar. Ef til vill hefur nefndinni ekki fundizt það ómaksins vert að sinna þessari kröfu um, að helztu fyrirvinnur þjóðfélagsins fengju tíma til að hvíla sig eitthvað í líkingu við það, sem tíðkast um aðrar mannlegar verur á íslandi, — svo mikið er víst, að nefndinni láðist að afgreiða frumvarpið og það dagaði uppi á þinginu. Næst var frumvarpið flutt á þinginu 1946 af tveim þing- Sósíalistaílokkuiinit flytur í 9. sinn á Alþingi frumvarp um lögfestingu á 12 stunda hvíld togara- háseta mönnum Sósíalistaflokksins, Hermanni Guðmundssyni og Sigurði Guðnasyni. Aftur fékk sjávarútvegsnefnd það til með- ferðar, og að þessu sinni veitti hún sér tima til að hafa skoð- anir á því, enda gekk fulltrúi sósíalista í nefndinni mjög hart eftir þvi, að hún afgreiddi frumvarpið. Meiri hluti nefnd- arinnar, þeir Sigurður Krist- jánsson og Pétur Ottesen, full- trúar Sjálfstæðisflokksins, og Skúli Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, lýsti sig andvígan málinu og lagði til, að frumvarpið yrði fellt. Full- trúi Alþýðuflokksins, Finnur Jónsson, lýsti yfir því, að hann væri ekki við því búinn að taka afstöðu til málsins. Full- trúi Sósíalistaflokksins, Áki Jakobsson, var einn nefndar- manna til að styðja frumvarpið og lagði til, að það yrði sam- þykkt. Hins vegar láðist deild- inni að afgreiða frumvarpið. Það dagaði enn uppi á .þessu þingi. Sömu þingmenn fluttu frum- varpið í þriðja sinn á þinginu 1947. Á meðan var hafin hörð barátta í málinu utan þings. Um 400 starfandi sjómenn sendu Alþingi áskorun um að samþykkja frumvarpið, og sams konar áskorun hafði verið samþykkt á þingi Alþýðusam- bands íslands 1946, enda hörfa nú andstæðingar málsins á Al- þingi til nýrra varnarstöðva í baráttunni gegn því. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar í sjávarútvegsnefnd iögðu að þessu sinni til, að frumvarpinu yrði vísað til rík- isstjórnarinnar gegn loforði hennar um að athuga málið sjálf eða skipa nefnd til að at- huga það. Og fulltrúi Alþýðu- flokksins hljóp í bát með þess- um mönnum, sem áður höfðu umsvifalaust látið fella frum- varpið; lýsti sig fylgjandi af- stöðu þeirra. Enn var aðeins einn nefndarmanna fylgjandi % samþykkt frumvarpsins, full- trúi Sósíalistaflokksins. Málinu var vísað til ríkis- stjórnarinnar í marzmánuði 1948, en þremur mánuðum síð- ar skipaði þáverandi forsætis- og félagsmálaráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson, 6 manna nefnd til að endurskoða gildandi lög- gjöf um hvíldartíma háseta á togurum. Tveir nefndarmanna voru skipaðir án tilnefningar, tveir voru tilnefndir af samtök- um sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, tveir af togaraeig- endum. Það fór eins og þingmenn sósíalista höfðu varað við, störf nefndarinnar urðu til einskis annars en tefja framgang þessa réttlætismáls. f rúmt ár var nefndin að velta því fyrir sér, hvort mönnum þeim, sem fyrsta sunnudag i júní eru nefndir hetjur hafsins og þýðingar- mestu starfsmenn þjóðfélags- ins skyldi lögum samkvæmt leyfast að hvíla sig lengur en 8 klst. á sólarhring. Og nefnd- in kom i þremur hlutum frá Gunnar Jóhannsson. þessari löngu athugun. Fulltrú- ar sjómanná lögðu að sjálf- sögðu til, að lögboðin yrði 12 klst. hvíld á togurum. Fulltrúar útgerðarmanna lögðu til, að frumvarp um slíka lögfestingu yrði fellt, samkvæmt þeirri gamalkunnu röksemd, að heilsu- samlegur svefn sjómanna hljóti að orsaka stöðugar andvökur útgerðarmanna vegna versn- andi afkomu skipanna og fljót- lega ná hámarki í algeru efna- hagshruni þjóðfélagsins. Stjórn- skipuðu fulltrúarnir létu ekki uppi neinar skoðanir á málinu, enda töldu þeir sig einungis hafa átt að leitast fyrir um sættir milli þessara tveggja stétta, en ekki að móta afstöðu nefndarinnar; sáttatilraunir þeirra hefðu hins vegar engan árangur borið. Vegna hinnar seinfengnu nið- urstöðu nefndarinnar tafðist framgangur málsins hátt á ann- að ár, en eftir að. hún hafði lokið störfum haustið 1949, var frumvarpið enn flutt snemma á næsta þingi. Meiri hluti sjáv- arútvegsnefndar lagði þá til, að málið yrði afgreitt með rök- studdi'i dagskrá, pess efnis, að eðlilegast væri, að sjómenn semdu sjálfir við útgerðarmenn um kjör sín — og samþykkti deildin þessa afgreiðslu. Þannig var málinu varpað úr höndum Alþingis og gert að deilumáli sjómanna og útgerð- armanna, og var afleiðinganna skammt að bíða. Togaraflotinn var stöðvaður og lá bundinn við bryggju vikum saman, og þjóðin beið af þessu tjón, sem nam um 70 milljónum króna í erlendum gjaldeyri. En sjó- menn komu úr átökum þessum með rétt sinn að nokkru fieimt- an; samningar þeirra fólu nú í sér ákvæði um 12 klst. lág- markshvíld á saltfiskveiðum. En gömlu vökulögin giltu eft- ir sem áður varðandi ísfisk- veiðar, og baráttunni fyrir mál- inu var haldið áfram á Alþingí. í fimmta sinn fluttu sósíalistar frumvarp þetta á þinginu 1950 og í sjötta sinn á þinginu 195.U alltaf gegn sömu andstöðu meiri- hlutans. Jafnframt héldu sjó- menn sjálfir áfram sinni bar- áttu. Og útgerðarmenn héldu áfram að þrjózkast við. Áður en þeir létu sig, varð þjóðfélág- ið að þola nýtt áfall langrar og kostnaðarsamrar togarastöðv- unar. En í þeirri deilu vinna sjómenn loks fullan sigur; . 12 klst. lágmarkshvíld háseta,. er tryggð á öllum veiðum togar- Framhald á 11. síðu. ***

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.