Þjóðviljinn - 15.10.1954, Blaðsíða 12
Aðalfundisr rótlækra stódenta
Félag rcttækra stúdenta hélt aðalfund sinn síðastliðið
miðvikudagskvöld og hófst þar með undirbúningur fé-
lagsins að kosningunum til Stúdentaráðs, sem fram eiga
að fara laugardaginn 31. október.
Sem kunnugt er missti „Vaka“
sem er félag íhaldsstúdenta,
meirihluta sinn í stúdentaráði á
siðastliðnu hausti eftir margra
'1 j-iÉ
Jón Böðvarsson
ára valdatímabil. Félag róttækra
stúdenta, sem er öflugasta and-
Stöðufélag „Vöku“, beitti sér þá
íyrir því að myndaður yrði sam-
hentur meirihluti allra andstæð-
inga íhaldsins í Stúdentaráði á
grundvelli baráttunnar gegn
hinu ameriska hernámi landsins.
Þetta samstarf allra andstæð-
inga íhaldsins og landsölunnar
hefur haldist síðan og árangurinn
orðið all góður, enda þótt rót-
tækir stúdentar hefðu kosið að
enn skeleggar væri á málum hald-
ið.
Að afstöðnum komandi kosn-
ingum munu róttækir stúdentar
beita sér fyrir því að þessu sam-
starfi verði haldið áfram og
stúdentar skipi sér fremst í þá
sveit., er nú berst gegn niður-
lægingu þeirri, sem peningasjúk-
ir valdhafar reyna að færa ís-
lenzku þjóðina í.
Formaður félags róttækra stúd-
enta var kjörinn Jón Böðvarsson
stud. mag., en aðrir í stjórn Sig-
, urður V. Friðþjófsson stud. mag.
og Hallfreður Örn Eiriksson stud.
mag, en í varastjórn eiga sæti:
Bogi Guðmundsson stud. oecon.,
Árni Björnsson stud. mag. og
Ólafur Jens Pétursson stud.
theol.
Margir nýir félagar g'engu inn
á fundinum.
Wilson svívirðir
aMnnuleysingja
Líkur eru á, að ræða sem
Charles fWilson, landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna, flutti á
kosningafundi í Detroit geti
kostað repú-
blikana mikið
kjörfylgi í
kosningunum
í næsta mán-
uði. Wilson
ræddi um at-
vinnuleysið,
sem er sér-
staklega mik-
ið í Detroit,
og lét orð
falla á þá leið, að verkamenn
sem enga vinnu hefðu, gætu
sjálfum sér um kennt. Þeim
væri nær að bindast samtökum
um sjálfstæðan atvinnurekstur
í stað þess að gera kröfur á
hendur stjórnarvaldanna.
Þessi hrokafullu ummæli
hafa að sjálfsögðu vakið mikla
reiði meðal bandarískra verka-
manna og leiðtogar verkalýðs-
félaga skoruðu á Wilson að
taka þau aftur. Hann varð við
þeirri áskorun í gær, baðst af-
sökunar en bætti við, að um-
mæli hans hefðu verið afbök-
uð af vinstrisinnuðum and-
stæðingum stjórnarinnar.
Charles Wilson
þJÓÐVILllNN
Föstudagur 15. október 1954 — 19. árgangur — 234. tölublað
Hafnarverkföll um
alít Brefland?
Stöðugt fleiri bætast í hóp verkfalls-
manna í London
Allar líkur eru taldar á því, að verkamenn við allar
hafnir Bretlands muni leggja niöur vinnu, ef deilan við
höfnina í London leysist ekki innan skamms.
Eisenhower í
i
Washingion
Eisenhower Bandaríkjafor-
seti er væntanlegur til Was-
hington í
dag eftir
margra
vikna dvöl
vestur í
Denver.
Hinar miklu
fjarvistir
hans frá
Washington
og öllum
veigameiri
stjórnarstörfum hafa vakið
mikla gagnrýni fyrir vestan
og hafa gefið blöðum tilefni
til að velta því fyrir sér, hvort
Eisenhower vilji með þessu
móti láta almenning halda að
hann eigi engan þátt í óvin-
sælum stjórnarráðstöfunum,
sem ráðherrar hans gera.
—
Abessiniukeisari í Bretl.
Haile Selassie Abessíníukeisari
kom til Lund-
úna í gær í
opinbera heim-
sókn. I för
með honum er
sonur hans.
Keisarinn
mun búa
nokkra daga í
Buckingham-
höll, en halda
síðan til bæj
arins Bath,
þar sem hann dvaldist útlegðar-
ár sín, meðan ítalir höfðu land
hans á sínu valdi.
Brezka stjórnin kom saman
á fund í gær til að ræða um
hafnarverkfallið í London, sem
nú er orðið algert. Tilkynnt
var eftir fundinn, aðverkamála-
ráðherrann Monckton myndi
kalla fulltrúa verkalýðsfélag-
anna og vinnuveitenda á sinn
fund í dag og reyna að sætta.
Talið er ólíklegt að sáttatil-
raunir hans muni bera árang-
ur og stjórnin hefur því einnig
gert ráðstafanir til þess að láta
hermenn annast uppskipun úr
þeim 230 skipum, sem bíða í
höfninni, ef útlit er fyrir skort
á nauðsynjum.
Vinnuveitendur hafa boðið
verkfallsmönnum að taka upp
samninga ef að þeir hverfi
fyrst til vinnu sinnar aftur.
Deilan stendur um það, hvort
verkamenn skuli sjálfir geta
ráðið því, hvort þeir vinni eft-
irvinnu eða ekki.
Fleiri bætast í hópinn.
1 gær höfðu rúmlega 22.000
hafnarverkamenn lagt niður
vinnu í London, en 2000 fast-
launaðir starfsmenn við höfn-
ina bætast í hópinn í dag, og
4500 verkamenn á dráttarbát-
um og flutningaprömmum
munu leggja niður vinnu á
sunnudaginn, hafi deilan ekki
verið leyst fyrir þann tíma.
Verður þá skammt að bíða
þess að raforkuver og gas-
stöðvar borgarinnar fari að
skorta eldsneyti.
Alvarlegasta vinnudeila
síðan 1926.
I Bretlandi er sagt, að þessi
vinnudeila, sem nú hefur stað-
ið á aðra viku, sé sú alvarleg-
asta sem komið hefur upp í
Bretlandi eftir allsherjarverk-
fallið mikla árið 1926, og hafa
menn þá jafnframt í huga hina
miklu hættu sem er á því, að
verkfallið breiðist út til allra
hafna í Bretlandi.
Erfiðar samgöngur í London^
Um þriðjungur allra strætis-
vagna í London hafa stöðvazt
vegna verkfalls starfsmanna
þeirra. Starfsmenn á áætlunar-
leiðum í nágrenni borgarinnar
hafa einnig lagt niður vinnu og
nær þetta verkfall nú til meira
en 12.000 manns.
Sovétríkln fallast á
Triestesamkomulag
Falla frá fyrri kröfum um lausn deilunnar
Sovétstjórnin hefur lýst sig samþykka þeim samningi,
sem stjórnir Ítalíu og Júgóslavíu hafa gert um skiptingu
Triestesvæöisins.
Stjórn Törngrezis í
Finnlandi fer frá
Búizt við langvarandi stjórnarkreppu
Ralf Törngren, forsætisráöherra Finnlands, gekk í gær
á fund Paasikivi forseta og afhenti honum lausnarbeiöni
sína og stjórnar sinnar.
Lausnarbeiðnina lagði hann
fram eftir að sýnt. var orðið,
að samkomulag gat ekki tek-
izt innan stjórnarinnar um ráð-
stafanir í efnahagsmálum,
sem Törngren hafði viljað gera.
Törngren myndaði stjórn
sína í maí s.l. eftir þingkosn-
ingarnar í marz, sem haldn-
ar voru eftir misserislanga
stjórnarkreppu í*Finn!andi. Að
stjórninni stóðu sósíaldemókrat
ar og Bændaflokkurinn, en smá
flokkur sá, sem Törngren til-
heyrir, Sænski þjóðflokkurinn
var í oddaaðstöðu.
Sömdu á bak við Törngren^
Ökleift reyndist að ná san-
komulagi innan stjórnarinnar
um efnahagsráðstafanir til að
ráða bót á verðbólgu þeirri sem
nú er í iandinu. Bæzidaflokk-
urinn og sósíaldemókratar
gátu hvorugir sætt sig við til-
lögur Törngrens, og hófu
samninga sín á milli fyrir
mánuði, meðan forsætisráð-
herrann var í orlofi utan lands.
Þegar hann kom heim, setti
hann þeim úrslitakosti, að ann-
aðhvort yrðu þeir að ganga að
tillögum hans ,eða hann bæð-
ist lausnar. I gær höfnuðu
þeir báðir úrslitakostvmum.
Törngren hafði gert að tillögu
sinni, að bæði verðlag land-
búnaðarafurða og kaup verka-
fólks'.yrði bundið tii að koma
í veg fyrir hækkandi fram-
færslukostnað.
Langvarandi stjórnarkreppa.
Búizt er við, að stjórnar-
kreppan geti orðið langvinn,
þar sem litlar líkur eru á sam-
Visjinskí, aðalfulltrúi Sovét-
ríkjanna hjá SÞ, afhenti for-
manni Öryggisráðsins, sem er í
þessum mánuði fulltrúi Dan-
merkur, Borberg sendiherra, í
fyrrakvöld bréf, þar sem sov-
étstjórnin lýsti þessu yfir. I
bréfinu er því
fagnað að hin
langvinna
deila Itala og
Júgóslava út
af Trieste sé
nú úr sögunni
og þarmeð
dregið úr við-
sjám í þess-
um hluta Evr-
Visjinskí ópu. — Sov-
étstjórnin hefur hingað til
alltaf haldið fast við þá kröfu,
að lausn Triestevandamálsins
yrði að byggjast á friðarsamn-
ingum, sem Bandamenn gerðu
við Italíu eftir stríð, en þar
var kveðið svo á, að borgin
Trieste ætti að verða alþjóðlegt
fríríki undir vernd SÞ. Ætlun-
in var, að yfirstjórn allra mála
fríríkisins væri í höndurn
komulagi milli sósíaldemókrata
og Bændaflokksins. Á meðan
mun Törngren annast stjórn-
ina.
manns, sem Öryggisráðið kysi,
en aldrei tókst að ná samkomu-
lagi í ráðinu um mann í em-
bættið.
Bretar fara.
I gær hófu Bretar að flytja
burt hernámslið sitt frá Trieste,
en brottflutningur bandarísku
hersveitanna var þegar hafinn.
Verið er nú að ljúka við að
ákvarða hin nýju landamæri
milli ítalíu og Júgóslavíu og
standa vonir til þess, að því
verki verði lokið um helgina.
Italska stjórnin ákvað í gær
að stofna sérstakan sjóð að
upphæð 1000 millj. lírur til að
efla atvinnulíf í Triesteborg.
Betra samkomulag Júgóslavíu
og Sovétríkjanna.
Frá Belgrad berst sú frétt,
að sovézkar útvarpsstöðvar séu
nú hættar að trufla útvarps-
sendingar júgóslavneskra út-
varpsstöðva á rússnesku til
Sovétríkjanna. Um síðustu
mánaðamót hættu sovézkar út-
varpsstöðvar seridingum júgó-
slavneskra útlaga í Sovétríkj-
unum til Júgpslavíu. Frétta-
ritari Reuters í Belgrad segir,
að þessum ráðstöfunum hafi
verið fagnað mjög þat^ í borg.
Iðnnemafélag
Akureyrar endur-
vakið
Fyrir forgöngu Iðnnemasam-
bands íslands er fyrirhugað að
endurvekja um næstu helgi Iðn-
nemafélag Akureyrar. Mun stjórn
Iðnnemasambandsins senda
nokkra menn norður í þessu
skyni, og liefur fundur verið
boðaður í Verkalýðshúsinu á
Akureyri kl. 2 e. h. á sunnudag-
inn.
Iðnnemasambandið hefur á
undanförnum árum háð baráttu
fyrir bættum kjörum iðnnern-
anna og hefur stjórn sambands-
ins, sem kjörin var fyrir skömmu
fullan hug á að efla samtökin
verulega og tryggj'a að sem
allra flestir iðnnemar verði
skipulagsbundnir í iðnnemafélög-
unum og taki þátt í baráttunni
til varnar kjörum iðnnema og
fyrir bættum hag þeirra. Endur-
reisn félagsins á Akureyri verð-
ur merkur áfangi á þeirri leið.
Núverandi formaður Iðnnema-
sambands fslands er Ingvaldur
Rögnvaldsson, rafvirkjanemi.
Undírskrífíð kröfuna um uppsögn henremdarsamningsins