Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 1
 Fimmtudagur 11. nóvember 1954 — 19. árg. — 257. tölublað Grípa í tómt Fregnir frá Alsír herma a.3 franskt herlið sæki liægt og bítandi upp í Aurésfjölhn og mæti sama sem engri mót- spyrnu. Orðrómur um v-sprengjutilraun á Suð- urskautslandinu vekur ugg í N-Sjálandi Foringjar stjórnar og stjórnaraSstöÓu mótmœla oð Bandarikjamenn stofni lifi Nýsjálendinga i voÖa Orðrómur unl að Bandaríkjamenn ætli á næstunni að gera tilraun með vetnissprengju á Suðurskautslandinu er orðinn eitt helzta málið í kosningabaráttu á Nýja Sjálandi. Þingkosningar þar fara fram á laugardaginn. Churchiil ræðir friðsama sambúð í ræðu í fyrrakvöld lagði Churchill, forsætisráðherra Bretlands, áherzlu á nauðsyn þess aö friðsamleg sambúð geti tekizt meö sósíalistísku ríkjunum og Vesturveld- unum. Nash fonnaður Verkamanna flokksins gerði málið að um- talsefni í kosningaræðu í gær. Hættuleg geislun. Hann kvað það óhæfu, að nokkur skyldi leyfa sér að láta iMðÐVIUINN • Isskápur — er einskonar töfra- orð fyrir þau lieimili sem ekki hafa enn eignazt liann. — Þessi ísskápur — sjö þúsund króna virði — stend- ur þér til boða fyrir einar 10 krónur, ef hamingjuhjólið verður þér liliðhollt 4. desem- ber. • Því að þessi ísskápur er einn af hundrað vinningunum í happdrætti Þjóðviljans, sem dregið verður í 4. desember og þeim drætti verður ekki frestað. • Kaupið því happdrættismiða Þjóðviljans strax í dag. • Sósíalistar og aðrir stuðn- ingsmenn Þjóðviljans, gefið öllum tækifærið! • Happdrætti Þjóðviljans í hvers manns hönd! MUNIÐ: Á mcrgun og langardag eru skiladagar. Lannung, fulltrúi Danmerk- ur, gerði grein fyrir þeirri kröfu Dana, að SÞ viðurkenni að Grænland sé orðið liluti danska ríkisins. Grænlendingar njóti sama réttar og aðrir danskir þegnar, og því beri að taka Grænland af lista SÞ um svæði, sem ekki njóta sjálf- stjóroar. Vitnaði Lannung til þess að GrænJendingar kjósa þingmenn fara fram á landi, sem Nýja Sjáland gerir tilkall tií, vetn- issprengjutilraunir sem myndu stofna lífi Nýsjálendinga í voða. Ekkert væri líklegra en að banvæn geislun bærist til Nýja Sjálands ef vetnis- sprengja yrði sprengd á Ross- landi, en þangað fer bandarísk- ur leiðangur í næsta mánuði. Bíkisstjórnin áhyggjufull. Webb, utanríkisráðherra í stjórn íhaldsmanna, sagði eft- ir ræðu Nash að ríkisstjórnin myndi líta það mjög alvarleg- um augum ef Bandaríkja- Talíð að kratar hryggbrjóti Mendés Aukaþing franskra sósíal- demókrata hófst í gær. Á það að taka ákvörðun um afstöðu flokksins til samninganna um hervæðingu Vestur-Þýzkalands og tilboðs Mendés-France for- sætisráðherra um að taka sex ráðherra frá sósíaldemókrötum í stjórn sína. Fréttamenn telja að þingið samþykki að þing- menn flokksins greiði atkvæði með hervæðingarsamningnum en hafni þátttöku flokksins í stjórninni. á danska þingið og auk þess hefur verið stofnuð þjóðkjörin samkunda í Grænlandi. „Laudnám Norðmanna". Lannung kvað Grænland aldrei hafa verið nýlendu Dan- merkur í venjulegri merkingu þess orðs, það hefði verið krúnuland. Fulltrúi Norðmanna í vernd- argæzlunefndinni, Kristian Framhald á 10. síðu. menn gerðu vetnissprengjutil- raun á Suðurskautslandinu. Hann benti á að Bandaríkja- stjórn hefði aldrei viðurkennt tilkall neins ríkis til Suður- skautslandsins, ekki heldur Nýja Sjálands til Rosslands. Ríkisstjórninni væri kunnugt um að bandarískur leiðangur myndi fara á þessar slóðir á næstunni en hún vissi ekki, hvað hæft væri í þeim fregn- um, að hann ætti að fram- kvæma vetnissprengjutilraun. Ef það reyndist rétt myndi rík- isstjórnin þegar í stað láta málið til sín taka. Eisenhower komst svo að orði við blaðamenn, að atburðir sem þessi væru sjaldan eins ljósir og látið væri líta út og málavextir í þetta skipti væru sérstaklega óljósir. < Áfellist ekki Eisenhower lýsti því einnig yfir að hann vildi alls ekki áfellast Sovétríkin fyrirvaralaust fyrir það sem gerðist. Svo væri mál með vexti að könnunarflugvélin bandaríska, sem skotin var niður við myndatöku úr lofti, hefði verið yfir smáeyjum, sem Sovét- ríkin gera tilkall til og þar sem þau hafa lið. Sáttfúst svar Sovétríkin segja að smáeyjar þessar tilheyri Kúrileyjum, sem þau fengu með samningi á stríðs- árunum, sagði Eisenhower. Jap- anir og Bandaríkjamenn hafa aldrei viðurkennt þá kröfu. Við- ureignin varð því yfir umdeildu svæði. Eisenhower kvaðst vilja leggja áherzlu á bað, að svar sov- étstjórnarinnar við! orðsendingu Bandaríkjanna út af loftorust- unni væri hófsamlegri og þar gætti meiri sáttfýsi en í öðr- um orðsendingum hennar út af hliðstæðum atburðum. Ýmsir forystumenn í flokki Eisenhowers, republikanaflokkn- um, hafa krafizt þess að Bohjen, sendiherra Bandaríkjanna \ F a t e m i skotinn Hussein Fatemi, fyrrverandi utanríkisráðherra Irans, var skotinn í gær útifyrir herfang- elsinu í Teheran, þar sem fé- lagi hans, Mossadegh fyrrv. forsætisráðherra, afplánar þriggja ára dóm. Fatemi fór huldu höfði eftir að herinn steypti stjórn Mossadegh af stóli en náðist að sjö mánuð- um liðnum. Var'hann ákærður fyrir að hafa viljað afnema keisaradæmi í Iran og dæmdur til dauða. I erfðaskrá sinni fól Fatemi forsjá ungs sonar síns Mossadegh á hendur. Moskva, verði kallaður heim fyr- ir að sækja veizlu sovétstjórn5 arinnar á byltingarafmælinu eft- ir að bandaríska flugvélin var skotin niður. Eisenhower kvað þá kröfu ástæðulausa. fjörugir. í fyrrakvöld útbýtti McCart- ^hy til blaðamanna texta ræðu þeirrar, sem hann mun halda til að svara áliti nefndar þeirr- ar, sem skipuð var til áð fjalla um ásakanir á hendur honum. Lagði nefndin til að hann yrði víttur fyrir svívirðingar um samþingmenn sína og hers- liöfðingjann Zwiclter, sem eitt sinn bar vitni fyrir rannsókn- arnefnd hans. Samsærið nær inn í deiídina. McCarthy kemst svo að orði í ræðunni, að ljóst sé af áliti nefndarinnar að nefndarmenn hafi gerzt handbendi1 kommún- ista án þess að gera sér ljóst, •§> Ræðuna flutti Churchill í veizlu yfirborgarstjórans í Lond- on, en venja er að forsætisráð- herrann ræði utanríkismál við það tækifæri. Churchill kvað friðsamlega sambúð ríkja sem búa við ó- líkt þjóðskipulag ekki aðeins æskilega heldur lífsnauðsynlega eins og nú væri komið. Ef mann- kynið lifði illindalaust gæti það vænzt síbatnandi lífskjara og almennrar hagsældar fyrir til- stuðlan vísindanna. Ef menn hinsvegar vildu troða illsakir hverir við aðra væri það tvímæla- laust, að þeim stæðu til boða drápstæki, sem yrðu stórvirkari með hverjum degi sem líður. Ef sovétþjóðirnar vilja búa við sitt skipulag höfum við eng-i an rétt til að skipta okkur af því, sagði Churchill. Hann kvaðst hlakka til "þegar Vesturveldin hefðu komið samvinnu sinni á traustan grundvöll og þar með lagt undirstöðu að samkomulagi við Sovétríkin og fylgiríki þeirra. Samuel lóvarður, foringi frjáls- lyndra í lávarðadeild brezka þingsins, sagði í umræðum um utanríkismál í gær að mannkynið ætti um tvennt að velja, annað hvort friðsamlega. sambúð eða gjöreyðingu. Skoraði hann á Bandaríkjastjórn að hætta þeim skrípaleik að styðja smáeyjuna Formósu (Taivan) til að fylla eitt af sætum stórveldanna hjá SÞ. hvað þeir væru að aðhafast. Ef tillagan um vítur á sig verði samþykkt sé það merki þess, að „hið aiþjóðlega kommúnista- samsæri“ hafi getað teygt anga sína inn í öldungadeild- ina. Watkins, formaður nefndar- innar sem fjallaði um mál Mc- Carthys, flutti framsöguræðu sína á fundi öldungadeildarinn- ar í gær. Brátt fór McCarthy að leggja fyrir hann snur’iing- ar, en ræðumaður neítaði að svara þeim. Þegar þi»’gfundi var slitið stóðu Watkins og Mc- Carthy hvor andspænis öðrum og skömmuðust svo undir tók í þingsalnum. Landnám á Grænlandi rætt í Sí>. ekki minnzt á íslendinga Danir vilja íá Grænland. viðurkennt hluta aí danska ríkinu Réttarstaða Grænlands og landnámssaga þess var í gær rædd á fundi verndargæzlunefndar þings SÞ. Bandaríska flugvélin var að mynda sovézkar stöðvar Eisenhower játar að hún haíi verið á flugi yfir umdeildu svæði Einsenhower Bandaríkjaforseti játaði 1 gær að um- deilanlegt væri, hvort bandaríska flugvélin, sem sovézkar orustuflugvélar skutu niður á dögunum, hafi verið skot- in niður að ósekju. Carthy kallar nefnd verkfæri kommúnista Þingfundi lauk með því að hann og nefndaifoimaður stóðu og öskmðu hvor fiaman í annan Útlit er fyrir að fundir öldungadeildar Bandaríkja- þings um tillögu um vítur á McCarthy geti orðið all

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.