Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 12
Módelflugusmíði er mjög skemmtileg Fyrir nokkru lauk námskeiði sem haldið var 4 Mela- skólanum í smíði á módelf'.ugum. — Var námskeið þetta á. vegum fræðslu- málastjórnarinnar og fyrir forgöngu flugmá’astjórnar- innar. Námskeiðið sóttu 18 kennarar og 6 ungir piltar. Eiga kennararnir síðan að kenna öðr um íþrótt þessa. — Meðfy'gjandi mynd er tekin að loknu námskeiðinu af þeim er það sóttu og forgöngumönn- um þess. — Ljósm. Sig. Guðm. þJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. nóvembei’ 1954 — 19. árg. — 257. tölublað 23. ágúst — Siiis nýstofnuSy vináttu- tengsl íslands og Rúmenín hafa fund 09 kvikmyndasýningu á sunnu- daginn kemur Tuttugasta og þriðja ágúst s.l. voru lögö drög aö stofn- un félags meö því markmiði aö halda uppi menningar- sambandi milli íslendinga og Rúmena, en 23. ágúst er þjóðhátíðardagur rúmenska lýðveldisins, og á þessum degi voru liðin rétt 10 ár frá stofnun þess. Félagið hlaut nafnið „23. ágúst“ — vináttutengsl íslands og Rúmeníu. Eldsvoði í íbúðarhúsi á Seyúisflrúi í fyrriuóít Lögregluþjónn varð eldsins var og vakti heimilisíólk Seyðisfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Um kl. 12 í fyrrakvöld kom upp eldur í húsinu Austur- vegi 19. Var hann fljótlega slökktur, en innbú á efri hæð brann og skemmdist hæöin sjálf mikið af eldi og neðri hæðin af vatni. hvað vátryggt, en innbú hjón- anna uppi mun hafa verið ó- vátryggt. Uppi bjuggu Rós Ní- elsdóttir og Hörður Jónsson, en húseigandinn, Sigurjón Páls- son sjómaður á ísólfi, bjó niðri ásamt konu og syni, Kristínu Guðfinnsdóttur og Hafsteini. Á fundi í Tjarnarcafé 18. okt. var endanlega gengið frá félags- stofnuninni. í stjórn voru kosn- ir: formaður Hjálmar Ólafsson, varaform. Guðlaugur Jónsson og meðstjórnendur Helgi Jónsson, Eiður Bergmann og Ásgeir Jak- obsson. Stofnendur eru á annað hundrað. Frumkvöðlar að stofnun félags- ins eru -einkum úr hópi þeirra 200 fslendinga sem á s.l. ári nutu ó- Lögregluþjónninn varð elds- ins var og setti í gang bruna- lúður og fór síðan og vakti húsmóðurina og son hennar, er búa niðri. Hjónin sem búa á efri hæðinni hafa bæði verið fjarverandi að undanfömu. Eldsúla út um glugga. Slökkviliðið kom á vettvang 6 mínútum eftir að til bruna- boðans heyrðist. Stóð þá eld- súla út um glugga, en húsið er úr timbri. Tókst slökkvilið- inu fljótlega að kæfa aðaleld- inn, en hann hafði komizt í tróð í þekjunni og tók allang- an tíma að komast fyrir hann og slökkva hann að fullu. Innbú brann — Ibúðin eyði- Jagðist. Innanstokksmunum á neðri hæðinni var bjargað út en á efri hæðinni brunnu þeir og eyðilagðist íbúðin að mestu leyti, bæði af eldi og vatni. Neðri hæðin skemmdist einnig mikið, aðallega þó af vatni. Sennilega frá rafmagni. Eldsupptök eru ókunn, en sennilegt mun talið að kviknað hafi í út frá rafmagni. Eldur- inn kom upp í geymsluherbergi fyrir bækur o. fl. á efri hæð- inni, en hjónin sem hafa þá í- búð hafa ekki verið heima und- anfarið og ekkert gengið um geymsluherbergi þetta daginn áður en eldurinn kviknaði. Nokkuð óvátryggt. Húsið var vátryggt og inn- bú á neðri hæðinni einnig eitt- ..Tak hnakk þinn og hest" Ævisaga Páls á Hjálmsstöðum, skráð af Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni „Tak hnakk þinn og hest“ nefnist bók sem kom út í gær á vegum Setbergsútgáfunnar. Hefur hún að geyma æviminningar Páls Guðmundssonar á Hjálmsstööum, en Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hefur fært bókina í letur. Páll á Hjálmsstöðum í Laug- ardal hefur lengi verið þjóð- kunnur maður, kveðskapur hans hefur viða flogið og hann hefur haft persónuleg kynni af fjölmörgum sem leiðsögumaður ferðamanna um austursveitir og öræfi þeirra. Páll er nú rúmlega áttræður og hefur lif- að margt sem rifjað er upp í þessari bók. Bókinni er skipt í 29 kafla, en auk 'minninga Páls er þar að finna Bændatal í Laugar- dal, , sem Haraldur Pétursson hefur tekið saman. Alls er bókin 237 síður í allstóru brotí og í henni eru nokkrar , myndir og svo auðvitað mikill kveðskapui'. Engar breytingar á launakjörum rik- isstaifsianna - Enga verkfræðinga Fjármálanáðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær, að ríkisstfórnin mundi ekki leggja neitt fyrir yfir- standandi þing um hreytingar á launalögunum. Launakjör ríkisstarfsmanna eru nú orðin langt á eft- ir tímanum, enda em launalögin orðin nærri 9 ára. Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum Ríkinu og stofnunum þess gengur æ erfiðlegar að halda nýtum mönnum í sinni þjón- ustu og er gleggsta dæmið um þetta verkfræðingamálið sem allir kannast við. — Það ligg- ur sem sagt fyrir, að ríkið hefur misst alla sína verkfræð- inga og semur enn ekki við þá, þótt allir aðilar hafi nú gert samninga við verkfræðing- ana. En Eysteinn segir kröfur þeirra í ósamræmi við launalög og er hinn ánægðasti verkfræð- ingalaus, — það sparar fram- Sparifjáreigendur ná enn ekki rétti sínum Svo sem kunnugt er var sparifjáreigendum lofað nokkr- um uppbótum og réttur þeirra ’ögfestur um leið og gengi krónunnar var fellt 1950. Fram- kvæmd þessa máls hefur svo orðið sú hjá ríkisstjórninni að hún hefur sent þær 11-12 þús- und umsóknir, sem hún viður- kennir réttmætar, milli ótal -.krifstofa, banka og skattstofn- ana til athugunar og umsagn- ar, en viðkomandi sparifjáreig- endur hafa engar bætur feng- ’.ð enn. Upplýsti viðskiptamála- ráðherra á Alþingi í gær í umræðum um þessi mál, að bótanna væri ekki von á þessu ári, en taldi líkur fyrir greiðslu þeirra á næsta ári. kvæmdir — og aura. Ef til vill á þröngsýni ríkisstjórnarinnar eftir að stöðva þjónustu ríkis- ins á fleiri sviðum. Það urðu margir til þess að átelja ríkisstjórnina fyrir það ábyrgðarleysi, sem hún hefur sýnt í verkfræðingadeilunni, þegar Alþingi ræddi þessi mál í gær. Sætti stjórnin ekki ein- asta ámæli stjórnarandstæð- inga, heldur og liðsmanns síns Jóhanns Jósefssonar. Einar Olgeirsson sýndi fram á að ríkisstjórnin hefði þegar bakað þjóðinni mikið tjón og mikla skömm með þröngsýni og ábyrgðarlausri framkomu. — Sýndi Einar fram á að Alþingi yrði að gefa sín fyrirmæli í þessu máli. Harðbakur landaði á Akureyri í g'ær 250 lestum eftir skamma utivist. Fer aflinn til herzlu. gleymanlegrar gestrisni og vin- áttu Rúmena á æskulýðsmótinu í Búkarest. Töldu margir þörf á að viðhalda og efla þau ágætu kynni, sem þar höfðu myndazt, og óskuðu jafnframt að geta sem bezt fylgzf með hinni menningar- legu uppbyggingu hins unga al- þýðuríkis og batnandi kjörum al- þýðunnar þar. Félagið á, eins og áður segir, að vera menningarleg tengsl ís- lendinga við rúmenska lýðveldið og stuðla að gagnkvæmri kynn- ingu og vináttu þessara tveggja þjóða í samvinnu við félög og menningarstofnanir þar. Þetta hyggst félagið gera m. a. með því að birta fréttir og fræðandi greinar, frumsamdar og þýddar í blöðum og tímaritum, greiða hérlendis fyrir öflun og dreif- ingu á rúmenskum tímaritum og öðrum bókmenntum þaðan, sem hægt er að fá á ensku, norður- landamálum eða þýzku, o. s. frv. Það mun og reyna að útvega rúmenskar kvikmyndir bæði til sýninga á fundum sínum og fyrir almenning, ef tök eru á. Skemmti- og fræðslufundi mun félagið halda við og við. Sunnudaginn 14. nóv. n.k. mun félagið halda kynningarfund í Austurbæjarbíói, þar sem m. a. verður sýnd hin glæsilega kvik- mynd, sem tekin var á æsku- lýðshátíðinni í Búkarest sumarið 1953. Engir mjélkur- flutningar til Eyja Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Undanfarna daga hefur engin mjólk komið til Eyja úr landi sökum óveðurs. Vestmannaeying- ar framleiða sjálfir aðeins helm- ing þeirrar mjólkur sem þeir þurfa, er henni skipt þannig að flestir fái eitthvað, þótt engin mjólk berist úr landi. Nær öryggiseftirlit vinnnstöðva ekki til hernaSarvinnusmar? Á dagskrá Alþingis í gær var m.a. fyrirspurn uin ör- yggisrúðstafanir á vinnu- stöðum. I þeim umræðum spurði Gunnar Jóhannsson ríkis- stjórnina um það í tilefni af því dauðaslysi, sem nýlega varð á Keflavíkurflugvelli, er íslen/.kur byggingaverka- maður beið bana þar við starf sitt — hvort öryggls- eftirlitið næði ekki einnig til þeirra vinnusiöðva, sem Islendingar ynnu á í lier- stöðvum Ameríkana. Ríkisstjórnin Iét þessari spurningu með ölhi ósvarað og vekur það að sjálfsögðu grunsemdir um að íslenzku öryggisþjónustunni sé ekki beitt á vinnestöðvum her- námsliðsins. aumu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.