Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. nóvember 1954 þJÓÐVlLIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþý^u — S6sialist.af]okkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjórl: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Sigurjór"»=on Bjnrnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, 'Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19 — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. i Fiokkur kjarabaráttunnar Að einu leyti er Sjálfstæðisflokkurinn langfremstur allra stjórnmálasamtaka hérlendis og "þótt viðar væri leitað: blygð- unarleysi hans er algert. Þegar eitthvert mál er orðið vinsælt, lýsir Morguhblaðið ævinlega yfir því að það hafi alltaf verið mál Sjálfstæðisflokksins, blaðamenn þess eru langþjálfaðir í því að snúa staðreyndum við, sögufölsunin er sú íþrótt sem þeir hafa mestar mætur á. í gær er komizt þannig að orði í Morgunblaðinu; ,,En síðan 1939 er áhrif Sjálfstæðisflokksins jukust á stjórn landsins, bafa lífskjör alls almennings batnað stórkostlega .... Um það geta varla verið skiptar skoðanir, að aldrei hefur verið gert ^afn mikið til þess að tryggja afkomuöryggi alþýðumanna eins og s.l. 15 ár, síðan Sjálfstæðisflokkurinn fékk aðstöðu til þess að móta stjórnarstefnuna að meira eða minna leyti“. Sjálfstæðisflokkurinn er þannig orðinn hinn mikli forustu- flokkur alþýðusamtakanna, og í því ljósi er rétt að rifja upp nokkra af atburðum síðustu 15 ára: Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði forustu fyrir skæru- liemaðinum mikla 1942, braut gerðardómslögin á bak aftur, tryggði lögfestingu á átta stunda vinnudegi og stórhækkað kaup, en þessir atburðir gerbreyttu sem kunnugt er kjörum og aðstöðu vinnandi fólks á íslandi. Það var þessi forusta Sjálfstæðisflokksins í kjarabaráttunni sem gerði það að verkum að ókleift reyndist að mynda stjórn gegn verkalýðssamtökunum og að eftir nokkurt tímabil var mynduð fyrsta og eina stjórain sem hefur notið algers stuðn- ings alþýðusamtakanna. Það var auðvitað Sjálfstæðisflokkurinn sem tryggði bar- áttumálum verklýðssamtakanna framgang á þessu tímabili. Síðan var það Sjálfstæðisflokkurinn sem beitti sér gegn því að það stjórnarsamstarf væri svikið í þágu erlends stór- veldis, þótt hann fengi ekki rönd við reist. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hratt tollaálögunum miklu 1947 með harðvítugri verkfallsbaráttu, og Morgunblaðið var þá, eins og jafnan fyrr og síðar skeleggasta málgagn verk- lýðsfélaganna. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur barizt fyrir því með miklum árangri að tryggja útflutningsatvinnuvegum öryggi með því að afla markaða í Sovétríkjunum og alþýðuríkjum Austurevrópu. Eins og kunnugt er hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt öllum þunga sínum til að berjast gegn því að erlent stórveldi rændi íslenzku landi og fengi yfirráð yfir íslenzku efnahagslífi, vegna þess að flokknum var ljóst að góð lífskjör alþýðu verða aðeins tryggð með frjálsri þjóð. Ógleymanleg er forusta Sjálfstæðisflokksins í baráttunni gegn gengislækkuninni, og muna allir þær greinar Morgunblaðs- ins sem sýndu fram á með skýrum rökum hversu mjög sú ráð- stöfun skerti lífskjör almennings. Ekki er síður minnisstæð hin skelegga forusta flokksins í sókninni gegn atvinnuleysinu sem lagðist þungt á þjóðina alla 1951 og mótar enn lífskjörin víða um land, og aldrei hefur Morgunblaðið þreytzt á því að brýna fyrir mönnum hversu háskalegt það væri að draga vinnuaflið frá íslenzkum atvinnu- vegum til þjónustustarfa í þágu erlends valds. Enn er í fersku minni hin ósveigjanlega forusta Sjálfstæðis- flokksins I desemberverkföllunum miklu 1952 og ekki síður hinn ómetanlegi stuðningur Morgunblaðsins. Enn er þá margt ótalið, barátta flokksihs fyrir 12 stunda hvíld togarasjómanna og bættum kjörum sjómannastéttarinnar, hin ágætu afrek hans í húsnæðismálum, hin ákveðna forusta hans gegn fjárplógsstarfsemi og okri og margt, margt fleira, sem hægt er að rifja upp síðar. En vonandi getur þessi afj- rekaskrá orðið Morgunblaðinu dálítil hjálp þegar það þarf næst að birta leiðara um forustu Sjálfstæðisflokksins í kjara- baráttunni. Enn ein nýlendustyrjöld haiin Svikin loforS um sjálfsfjórn undirrót uppreisnarinnar gegn Frökkum i Alsir iRW: Nýlendustríð er hafið í Alsír, stærstu nýlendu Frakka í Norður-Afríku. Fyrir hálfum mánuði voru unnin skemmdar- verk á herbúðum og stjórnar- byggingum Frakka á 40 stöðum víða um landið sömu nóttina. Þéttust voru þó skemmdarverk- in í borginni Constantine aust- ur undir Túnis og í nágrenni hennar. Næstu daga varð það ljóst að í Aurésfjöllum suður af Constantine var hafin upp- reisn gegn nýlendustjórn Frakka. Skærusveitir Araba söfnuðust saman í fjalllendinu og höfðu brátt náð allmörgum þorpum á vald sitt. Herlið var sent í skyndi frá Frakklandi til Alsír og um dagmálabii í fyrra- dag hóf 10.000 manna franskur her sókn inn í Aurésfjöllin. Franska herstjórnin telur að þar hafist við 3000 manna skæruher, allvel búinn hand- vopnum. Frakkar beita flugvél- um og léttum fallbyssum gegn Aröbum. Yfirhershöfðingi Frakka segir, að þeir geri sér von um að hafa ráðið niður- lögum uppreisnarmanna innan þriggja mánaða. eir sem til þekkja í Alsír og öðrum nýlendum Frakka i Norður-Afríku eru vantrúaðir á þann spádóm. Uppreisnin í Alsír siglir í kjölfar svipaðra atburða í Túnis og Marokkó. Allstaðar er ástæðan sú sama, óánægja alls þorra landsmanna með nýlendustjórn Frakka, sem heldur Aröbum niðri í eymd og fáfræði og eflir franska land- nema til að féfletta þá og und- iroka. Claire Sterling, fréttarit- ari bandaríska tímaritsins The Reporter ferðaðist síðastliðið vor um Norður-Afríku og skrif- aði greinar í blað sitt um á- standið í nýlendum Frakka þar. Fyrirsögnin á einni greininni var: Alsír — næsta Indó Kína Frakka? Atburðirnir sem síðan hafa gerzt benda til þess að Sterling hefði verið óhætt að sleppa spurningarmerkinu. f því sem hér fer á eftir um ástandið í Alsír er að mestu leyti stuðzt við grein þessa bandaríska blaðamanns. Sigurdaginn í Evrópu vorið 1945 varð uppþot í borg- inni Constantine. Frakkar segja að Arabar hafi drepið 100 franska landnema. Frakkar játa að þeir hafi í hefndarskyni skotið 8000 Araba, sjálfir segja Arabar að 30.000 hafi verið teknir af lífi. Þessi tíðindi í Constantine opnuðu augu stjórnarvaldanna í París fyrir því, að ekki myndi allt vera með felldu í þessari elztu stór- nýlendu Frakka. Allir íbúar landsins, átta milljónir Araba og Berba og ein milljón franskra landnema, njóta fransks ríkisborgararéttar. Þrjú þéttbýlustu héruðin, Alsír, Con- stantine og Oran, eru talin hluti af Frakklandi og senda 30 þing- menn á þingið í París. Helm- ingur þessara þingmanna er múhameðstrúar og kjörinn af þeim. Árið 1947 setti svo franska þingið lög um að allir íbúar Alsír skyldu fá sjálfstjórn og þing fyrir landið skyldi koma saman í Alsír. Þingi þessu var sérstaklega falið að koma á fót þjóðkjörnum sveita- stjórnum þar sem franskir embættismenn og heryfirvöld hafa farið með einræðisvald yf- ir innbornum mönnum síðan 1830, þegar Frakkar lögðu Alsír undir sig. Þá tóku þeir einnig í sínar hendur eignir og stjórn kirkju múha- meðstrúarmanna. Þing Alsír átti nú að fá landsmönnum aft- Ur kirkju sína. Einnig skyldi það setja lög um að arabiska yrði gerð opinbert mál og jafn- rétthá frönskunni í skólum og embættisfærslu. í yfirborðinu hefur allt verið með felldu í Alsir síðan þessi lög voru sett. Arabaþing- mennirnir í París eru alltaf á sama máli og franskir félagar þeirra frá Alsir. Sama máli gegnir um fulltrúa Araba á þinginu í Alsír. Sjálfstæðis- flokkurinn M. T. L. D., sem franska stjórnin bannaði á dögunum, á engan þingmann í Alsir og foringi flokksins, Messali Hadj, hefur setið í fangelsum Frakka eða verið í útlegð í Frakklandi næstum látlaust síðan 1937. Engu að síður er talið að þessi flokkur hafi fylgi níu af hverjum tíu Ar- öbum í borgunum og helmings til tveggja' þriðju hluta af fólki úti' á landsbyggðinni. Mestallt þetta fylgi hefur flokkurinn fengið á allra síðustu árum, eða síðan lögin um sjálfstjórn Alsír— búum til handa voru sett. Framkvæmd þeirra laga er ein af ástæðum uppreisnarinnar, sem nú er hafin í Alsír. Frönsku landnemarnir, sem ekki mega til þess hugsa að Arabar fái jafnrétti við þá, voru lagasetn- ingunni mótfallnir frá upphafi. Þeir hafa fundið ráð til að ónýta lögin um sjálfstjórn í framkvæmd, og til þess hafa þeir notið þegjandi samþykkis ríkisstjórnanna í París, sem áttu að framfylgja lögunum. 'Mfl'eð skipulögðum kosninga- fölsunum á landsmæli- kvarða haia frönsku landnem- arnir og bandamenn þeirra í embættismannastétt séð um að engir aðrir en leppar Frakka hafa hlotið kosningu á þingin í París og Alsír. Bæði Frakkar og Arabar kalla þessa þing- menn í háði Ben Oui-Oui sem þýða mætti með Jón já-já, vegna þess að þeir gera aldrei neitt nema það sem franskir yfirboðarar skipa þeim. Kosn- ing þessara manna hefur verið tryggð með aðferðum, sem hvað eftir annað hefur verið lýst í frjálslyndari blöðum í Frakklandi en stjórnarvöldin hafa lokað augunum fyrir. Formenn allra kjörstjórna eru landstjóri Frakka í Alsír hefur lagt bann við því að frambjóð- endur eða umboðsmenn þeirra fái að fylgjast með atkvæða- greiðslunni. í fyrstu kosning- um til Alsírþings árið 1948 var kjörstöðum í bæjunum Bou- Saada, Tamakrat, Aziz og Gu- endoux lokað tveim klukku- Framhald á 11. síðu franskir embættismenn og Franskt herlið bíður í Marseilles eftir að ganga á skips~ fjöl og halda til Norður-Afríku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.