Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. nóvember 1954 ,,Eigi skal göngu- mönnum veita hús- / K rum. > v Enginn maður skal gefa mat göngumönnum hér á þingi. Eigi skulu menn búðir sínar opnar láta standa til þess um matmál. Nú koma göngumenn þar inn um matmál að biðja matar, þá eiga þeir, er búð eiga, að fá menn til að færa þá úr. En þótt þeir séu allhart útfærð- ir, þá eiga þeir ekki á sér, ef ekki er örkuml gerð að þeim. En ef menn gefa þeim mat, þá varðar þeim f jörbaugsgarð. I*eim varðar og fjörbaugsgarð er búðina á, ef hann fær eigi menn til að færa þá út. Ólielgar eru búðir göngumanna við broti, þeirra er biðja matar á alþingi. Nú vilja menn verja búðir þeirra, þá varðar það hverjum þeirra fjörbaugsgarð, enda falla þeir óhelgir, er fyr- ir standa, ef á þeim er unnið. Ef göngumenn hafa fé að fara með, J»á á að taka af þeim ger- vallt, ef menn vilja. Ef menn ljá göngumönnum fjár síns eða selja þeim að leigu til þings upp, enda verði féð tekið af þeim, þá er engin heimting þess f jár . . . Eigi skal göngu- mönnum veita húsrúm, þeim er eigi er eldi mælt, og engar veizlur nema til skóa eða til fata. En afbrigð öll þessa máls, hvort er menn eru vanalnir eða ofalnir, þá varðar fjörbaugs- garð. Eiga hreppsóknarmenn þær sakir. Nú þykir biskupi eigi gaumur að gefinn, þá er rétt, að hann fái mann til sókn- ar . . . I*ar er menn eru sóttir um manneldi . . , er enn lög- vörn, ef menn taka göngumenn og hýða fullri hýðingu. Verður þó rétt, að aðrir bændur hverfi að að hýða einn mann. Metast þær varnir um þær sakir allar, er þeir höfðu áður gert, áður barsmíðin væri. Biskupar eiga að þoka þessu máli, ef þeir vilja, og hafa upþi í lögréttu. (Úr Grágás). Kvöld- og; næturlaeknir er í • læknavarðstofunni i Austur- bæjarbarnaskólanum frá kl. 18-8 í fyrramálið — Sími 6030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn — Sími 7911. L YF J AB UÐIR IPÓTEK AUST- Kvöldvarzla til UREÆJAR kl. 8 alla daga • nema laug-ar- HOLTSAPÓTEK daga til kl. 6. í snjó vetrarins er ekkert á móti því að geta glatt augað við eitthvað, sem minnir á sumar og sól. ic 1 dag er fimmtudagurinn 11. nóvember — Marteinsmessa — 313. dagur ársins — Tungi £ hásuðri kl. 0:35 — Árdegisháflæði kl. 5:19 Síðdegisháflæði Id. 17:41. Miliilandaflug: Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar á laugardagsmorg- un. Edda er vænt- anleg til 'Reykjavíkur um hádegi- i dag frá New York; fer aftur eftir tveggja stunda viðdvöl til Stafangurs, Kaupmann&hafnar og Hamborgar. Hekia er væntanleg til Reykjavíkur kl. 19:00 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Stafangri; fer kl. 22:00 til New York. Innanlandsflug: 1 dag er ráðg. að fljúga til Akureyrar, Egilsst., Fá- skrúðsfjarðar, Kópaskers, Nes- kaupstaðar og Vestmannaeyja, — Á morgun eru áætlaðar flugferðir til ^Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Isafjarðar, Horna- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Kvenstúdentafélag Islands heldur árshátíð sina í Þjóðieikhúskjallar- anum n.k. föstudag og hefst hún með borðhaldi kl. 7:30 e.h. Þátt- taka tilkynnist sem fyrst i síma 80447. Lúðrasveit verkalýðs- ins. Æfing í kvöld kl. 8:30 á Vegamótast. 4 Kl. 8:00 Morgunút- varp. 9:10 Veður- fregnir. 12:00 Há- degisútvarp. 15:30 Miðdegisútvarp. ;— 16:30 Veðurfregnir. 18:00 Dönskukennsla I. fl. 18:25 Veðurfregnir. 18:30 Enskukennsla II. fl. 18:55 Framburðarkennsla í dönsku og esperanto. 19:15 Þing- fréttir; tónleikar. 19:30 Lesin dag- skrá næstu viku. 1940 Auglýsingar. 20:00 Fréttir. 20:30 Kvöldvaka: a) Sr. Erlendur Sigmundsson á Seyð- isfirði flytur erindi um íslenzkar skemmtanir. b) Karlakór Reykja- víkur syngur þætti úr hátíðamessu eftir Sigurð Þórðarson; höfundur- inn stjórnar (pl.) c) Vilhjáímur S. Vilhjá'.msson rithöf. les minninga- þátt: „Grátbroslegur sveitaflutn- ingur” eftir Pál bónda á Hjálms- stöðum. d) Magnús Guðmundsson frá Skörðum flytur tvö kvæði eft- ir Hailgrím Pétursson: Aldar- hátt og Slátturímu. e) Frásögn Sigurðar Is’eifsson í Vestm&nna- eyjurp af sjóhrakningum fyrir sjötíu árum. — 22:00 Fréttir og veðurfr. 22:10 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.) 22:15 Upplestur: Gamli maðurinn og hafið, bókarkafli eftir Ernest Hemingway (Sr. Björn O. Björns- son). 22:35 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar (teknir á segul- band í Þjóðleikhúsinu 9. þm; síð- ari hluti tónleikanna). Stjórnandi: Olav Kielland. Sinfónía i F-dúr op. 90 eftir Brahms. Dagskrárlok klúkkan 23:15. Bókmenntagetraun Við birtum í gær tvö erindi úr Þjóðfundarsöng Bólu-Hjálmars. — I dag birtist einnig ljóð, sem flestir munu þekkja, Eigi er ein báran stök. Yfir Landeyjasand dynja brimgarðablök, búa sjómönnum grand, búá sjómönnum grand. Magnast ólaga afl, — einn fer kuggur í land. Ris úr gráðinu gafl, þegar gegnir sem verst, níu, 'Skafl eftir skafl, skálma boðar í lest. — Eigi er ein báran stök, — ein er síðust og mest, búka flytur og flök, búka flytur og flök. Dagskrá Alþingis Neðri deild (í dag kl. 1:30) Gjaldaviðauki 1955, frv. 2. umr. Tollskrá o. f 1., frv. 2. umr. Veiting&skattur, frv. 2. umr. Búseta og atvinnuréttindi, frv. — 2. umr. Yfirstjórn má’a á varnarsvæðun- um o. fl., frv. -— 2. umr. Dýrtíðarráðstafanir vegna at- vinnuveganna, frv. —■ 2. umr. Verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna, frv. — 1. umr. Efri deild (í dag kl. 1:30) Vistheimili fyrir stúlkur, frv. — 2. umr. Landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum, frv. — 1. umr. Ræktunarsjóður Islands, frv. — Hjónunum Ellen Einarsdóttur og Ingva S. Guð- mundssyni, Víg- hólastig 23, fædd- ist 13 marka son- ur mánudaginn 8. þessa mánaðar. Krossgáta nr. 511 Lárétt: 1 pilla 4 leit 5 kyrrð 7 unglegur 9 kopar 10 þrír eins 11 glufa 13 ending 15 ekki 16 éta Lóðrétt: 1 á fæti 2 gekk 3 ryk 4 grjót 6 aðgæzluleysi 7 þýzkur söngvari 8 næ’a 12’ urrdan 14 fyrstir 15 umdæmismerki Lausn á nr. 510 Lárétt: 1 skelfir 7 ar 8 alla 9 rás 11 ólu 12 ók 14 tl. 15 slök 17 ak 18 Rei 20 borgaði Lóðrétt: 1 Sara 2 krá 3 lá 4 fló 5 illt 6 raula 10 sól 13 körg 15 sko 16 KEA 17 ab 19 ið *!rá hóímnni* Bikisskip Hekla fer frá Reykjavik á morg- un austur um land i hringferð. Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Herðubreið fór frá Reykjavik kl. 21 í gærkvöld til Austfjarða. Skja’.dbreið er á Breiðafirði. Þyrill kom til Reykjavikur í gærkvöld frá Bergen. Skaftfellingur fer frá Reykjavík á morgun til Vest- mannaeyja. Baldur fór frá Rvík í gærkvöld til Gilsfjarðarhafna. Eimskip Brúarfoss fór frá New Castle 9. þm til Grimsby, Boulogne og Hamborgar. Dettifoss fer frá Vestmannaeyjum í dag til Kefla- víur, Akraness, Isafjarðar, Flat- eyrar og Patreksfjarðar. Fjallfoss er í Hu’l. Goðafoss er i Helsing- fors. Gullfoss fór frá Reykjavík í gjör til Leith og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss er í iReykjavík. Reykjafoss fer frá Reykjavík í dag til Hvalfjarðar, Akraness, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Selfoss er í Gautaborg. Tröllafoss fór frá Liverpool 9. þm til Rott- erdam, Bremen, Hamborgar og Gdynia. Tungufoss er í Reykja- vi'k. Sambandsskip Hvassafell fór frá Húsavík 8. þm. áleiðis til Finnlands. Arnarfell fer væntanlega frá Almeriu i dag áleiðis til Reykjavíkur. Jökulfell fer frá Rvík í dag til Akraness. Disarfe.il fór i dag frá Rvík vest- ur um land. Litlafell er í olíu- flutningum í Faxaflóa. Helgafell kom til Rvíkur í dag. Kathe Wiards fór 7. þm. frá Stettin á- leiðis til Siglufjarðar. Tovelil fór 6. þm. frá Álaborg áleiðis til Kefla vikui-. Stienteje Mensinga er vænt- anlegt til Keflavíkur á föstudags- kvöld. Togararnir: < Akurey, Geir og Karlsefni fóru á ísfiskveiðar 4. þm. Fylkir fór á ísfiskveiðar í gær. Egill Skalla- grímsson og Hallveig Fróðadóttir fóru á isfiskveiðar í fyrrade.g. Hvalfell fór á saltfiskveiðar 5. þm. Ingólfur Arnarson og Skúli Magnússon fóru á isfiskveiðar 8. þm. Jón Baldvinsson tók is á Þingeyri í fyrradag. Jón forseti er á ísfiskveiðum. Jón Þor’áks- son 'tók ís á Flateyri í fyrradag. Marz er á . ísfiskveiðum. Pétur Halldórsson landaði á Þingeyri i fyrradag. Úranus er i Reykjavik. Þorkell máni fór á saltfiskveiðar 4. þm. Þorsteinn Ingólfsson fór á isfiskveiðar 1. þm. Góð músíkmynd Austurbæjarbíó sýnir um þessar mundir myndina Tón- skáldið Glinka, og er ástæða til að benda þeim, sem unna góðri tónlist á að láta hana ekki fram hjá sér fara. Eftir skáldsöffu Charles de Costers ★ Teikningar eftir Helge Kuhn-Nieisen 485. dagur víslegustu hljóðfæri, meðan siglt er yfir bylgjur hafsins undir tærum himni. Sjáið nú til, sagði Ugluspegill, nú mun kominn timi til að berja bumburnar, þar eð við höfum borið sigurorð af Spánverj- unum. Haf og land er nú á okkar valdi. Böðlarnir munu yfirgefa Riddaraborg. Barizt mun verða til sigurs. Enn höfum við að visu ekki náð Arnarborg á okkar vald, en aðeins getur verið timaspursmál, hvenær það skeður. Við skulum því drekka hið spænska vín og fagna unnum sigrum. Það var í skammdeginu og regnið dundi. Sæfararnir sigldu um suðursjó þveran og endilangan. En svo stefndi aðmirállinn sam- an öllum skipstjórum sinum og UgluspegH með þeim. Fimmtudagur 11. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Lögskiptin voru ekkiháðá- kvæðum kjarasamningsins — þar sem ekki var leitt í Ijés að vinnu- veilandinn væri í stéttarfélagi atvinnu- rekenda Hæstiréttur kvað í fyrri viku upp allathyglisveröan dóm í málinu Glitsteinn h.f. gegn Kristjáni E. Kristins- syni. Dregið í 11. flokki Happdrættis H.i. I gær var dreigið í 11. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Vinningar eru 950 og tveir aukavinningar. Vinningsupphæð samtals krónur 461 þús. Hæstu vinningana hlutu þessi númer; 50.000 krónur númer 11750, sem er fjórðungsmiði og eru tveir seldir hjá Pálínu Ármann í Varðarhúsinu, einn á ísafirði og einn í Stykkishólmi. 10.000 krónur númeri 537, sem er hálfmiði og er annar seldur á Akureyri en hinn hjá Valdemar Long í Hafnarfirði. 5.000 krónur númer 5047, sem er heilmiði seldur í Vest- mannaeyjum. (Birt án ábyrgðar). Listasafn Einars Jónssonar opnað aftur Listasafn Einars Jónssonar í Hnitbjörgum, sem verið hefur lokað undanfarið vegna fráfalls listamannsins, verður opanð aftur a sunnudaginn og verður fram- vegis opið á sunnudögum kl. kl. 1,30 til kl. 3,30. Myndamótavélin og prentarinn sem vinnur við hana. (Myndamót úr Rafmyndum h.f). Reykjavíkurvegurinn opnaður aftur Hefur verið breikkaður mikið og lækkaður Reykjavíkurvegur í Háfnarfiröi var opnaöur til um- feröar 1 gær. Hefur hann veriö breikkaöur í 12 metra, auk gangstétta, á kafla sem er fyrsti áfangi af þrem. Málavextir voru þessir: Hinn 26. maí 1950 réðst ungur Hafnfirðingur, Kristján E. Krist- insson, til starfa hjá fyrirtækinu Marteini Davíðssyni & Co. h.f., sem síðar var nefnt Glitsteinn h.f. Skýrði Kristján svo frá fyrir dómi að svo hafi samizt með þeim Marteini Davíðssyni, er þá var forstjóri fyrirtækisins, að fyrstu þrjá mánuði starfstímans skyldi Kristján fá greiddar kr. 5,00 um hverja klst. en að þeim tíma liðnum skyldi honum greitt skv. Dagsbrúnartaxta. Kvaðst hann hafa ráðið sig til þess að læra „mosaik- og terrazzolagn- ingu“ og hafi verið gert ráð fyr- ir að hann yrði í vistinni um 2 ára skeið a. m. k. Fyrirtækið greiddi Kristjáni kaup miðað við 5 krónur um klukkutímann fyrstu þrjá mánuðina, þó með nokkurri hækkun, sem stafa mun af Vísitölubreytingu, en síðan venjulegt verkamannakaup. Hætti störfum eftir tæpt ár Kristján hætti störfum hjá Glitsteini h.f. í febr. 1951 að því er hann sagði fyrir uppsögn félagsins, er hafi þá sagt upp öllu sínu starfsfólki og lagt niður starfsemi um tíma. Þegar starf- semin hófst á ný var Kristjáni eigi boðin vinna aftur. Hann taldi sig hinsvegar hafa átt rétt á fullu verkamannakaupi fyrstu þrjá mánuðina sem hann vann hjá fyrirtækinu, þar sem hann var félagi í Verkamannafél. Hlíf og sámningar um lægri kaup- taxta væru ógildir, og höfðaði því mál gegn Glitsteini. h.f. til greiðslu mismunarins á fullum daglaunum tímabilið 26. marz til 1. júlí 1950 og þeim launum, er honum voru greidd. í málinu kröfðust forsvars- menri Glitsteins h.f. sýknu og reistu þá kröfu á því, að Krist- jáni hafi verið greitt að fullu kaup- það, sem honum bar skv. , sanmingum aðilja. Var því og haldið fram af hálfu félagsins, að Kristján hafi óskað að hætta námi sínu, og þá og þess vegna hafi verið farið að greiða hon- um venjulegt kaup skv. taxta. Héraðsdómur I héraði voru kröfur Kristjáns E. Kristinssonar teknar til greina og sú niðurstaða byggð á því, að hann hafi mátt treysta því að hér væri um námsvist að ræða (starfið sem hann réð sig til er ekki viðurkennd iðn- grein hér á landi) og það traust Jiafi verið forsenda þess að hann réðst til starfans fyrir svo lágt tímakaup í upphafi, sem raun var á. Yrði að líta svo á að þessi forsenda hafi brugðizt án til- verknaðar Kristjáns og hafi hann því átt rétt á að krefja Glitstein h.f. um fyrrnefnda kaupviðbót. Dómur Hæstaréttar Þessari niðurstöðu héraðsdóms skaut Glitsteinn h.f. til Hæsta- réttar. í dómi hans segir m. a.: „Stefndi (Kr. E. K.) var félags- bundinn í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði á þeim tíma, sem liann yann hjá áfrýjanda. Hins vegar er ekki fram komið í málinu, að áfrýjandi hafi verið í stéttarfélagi atvinnurekenda á sama tíma. Er því ekki leitt í ljós, að lögskipti aðilja hafi ver- ið háð ákvæðum kjarasamnings stéttarfélags við atvinnurekanda, sbr. 7. gr. 1. nr. 80/1938 (um stéttarfélög og vinnudeilur). Verður krafa stefnda þess vegna ekki reist á ákvæðum kjara- samnings stéttarfélags. Aðiljar eru sammála um, að stefndi hafi í upphafi verið ráð- inn til náms í starfsgrein á- frýjanda, sem ekki er löggilt Iðngrein. Stefndi kannast við það, að hann hafi ráðið sig af þessum sökum fyrir lægri laun fyrstu 3 mánuðina en kaup- gjaldstaxti Dagsbrúnar segir til um, og að áfrýjandi hafi greitt honum vinnulaun, sem um var samið. Hins vegar telur stefndi ráðningu sína hafa átt að standa um 2 ár, en gegn andmælum áfrýjanda hefur hann ekki fært sönnur á þá staðhæfingu. Stefndi réðst til áfrýjanda hinn Z6. marz 1950, en var sagt upp starfi í febr.mánuði 1951. Hefur stefndi ekki sýnt fram á, að þessi tími hafi ekki verið honum næg- ur til að læra verk þau, sein unnin eru í starfsgrein áfrýjanda. Verða honum því ekki dæmdar frekari greiðslur úr hendi áfrýj- anda en hann hefur þegar fengið. Ber - samkvæmt þessu að sýkna áfrýjanda af kröfum hans í mál- inu.“ Vegfarendur þakka 2 bílstjáriim Þjóðviljinn átti í gær tal við bílstjóra er lenti í umferðastöðv- uninni, þegar mjólkurbílarnir fóru út af veginum í fyrramorg- un. Það var bílstjóri frá Landssím- anum, er hafði spil í bíl sínum, og bílstjóri frá Guðmundi Jónas- syni, er báðir lentu í stappinu og buðust til að ná bilunum inn á veginn aftur, og tókst það. Var Þjóðviljinn beðinn að færa þeim þakkir frá þeim er þarna biðu þess að komast leiðar sinn- ar. Meðal þeirra sem í umferða stöðvuninni lentu var fjöldi á- ætlunarbíla, sem í voru konur og börn. Er það vinsamleg ósk vegfarenda til vegamálastjórnar- innar, að hún hafi samband við affereiðslu áætlunarbílanna og láti hana vita um þegar slík um- ferðatruflun verður, svo farþeg- ar sem misjafnlega eru undir slíkt búnir þurfi ekki að biða á vegum úti klukkustundum sam- an. Þessi fyrsti áfangi nær frá Hraunhvammi að Skúlaskeiði, en Lá fótbrotinn úti í hríðinni Jóhann Pétursson rithöfundur lá úti fótbrotinn í hríðinni að- faranótt s.l. miðvikudags. Hafði slys þetta hent hann nálægt húsi einu í Grindavík og lá hann þar til morguns. Var hann þá fluttur í Landspítalann, allþrekaður eftir harða nótt. Tópaz sýndur í 101. sinni Aðsókn var svo mikil að hundruðustu sýningu á Tópaz að fjöldi varð frá að hverfa. Þar á meðal voru 200 skólabörn sem höfðu skrifað sig á lista, en kom- ust ekki að. Það hefur því verið ákveðið að hafa eina sýningu á leiknum enn, verður það skóla- sýning. Verður hún á föstudag- inn kl. 20.00. Hanna Bjarna- dóttir syngur á Ákureyri Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Hanna Bjarnardóttir er komin hingað til bæjarins og ætlar að syngja hér á sunnudaginn. Er á- hugi Akureyringa mikill fyrir söng hennar, en hún er borin og barnfæddur Akureyringur. fyrirhugað er að taka á næsta ári kaflann frá Skúlaskeiði niður á Hellisgötu, en þar þarf að flytja burtu hús norðan megin vegar- ins. Lokaáfanginn verður svo frá Hellisgötu niður að Strand- götu. Vegurinn var lækkaður um rúman metra og þurfti því að færa allar leiðslur í götunni, raf- magns-, síma-, vatns- og skólp- leiðslur og var þetta því all- rnikið verk, Malbikun var ekki framkvæmd nú og er frestað til vorsins því allir sérfræðingar töldu að makbikun er fram- kvæmd væri á þessum tírna myndi ekki fá nauðsynlega end- ingu Söngskemmtan Kristins Halls- sonar í kvöld Kristinn Hallsson, bassasöngv- ari, heldur söngskemmtun í Gamla bíói í kvöld kl. 7.15. Muii hanu syngja innlend lög og er- lend, m. a. óperuaríur, en undir- leik aunast Fritz Weissliappel. Kristinn Hallsson hélt sem kunnugt er söngskemmtanir í Reykjavík s.l. sumar, skömmu eftir að hann kom heim frá námi erlendis, og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Síðar réðst hann sem einsöngvari með Karlakórn- um Fóstbræðrum í söngförina til meginlandsins og Bretlands og fékk þá mjög góða dóma eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Þá má og geta þess að Kristinn söng fyrir skömmu á ísafirði fyrir tónlistarfélagið þar. framleiða mynda- mót úr plasti Nýlega var stofnað hér í bæn« um fj’rirtækið Bafmyndir h. f. en tilgangur þess er að fram« leiða myndamót úr plasti með nýrri aðferð. Vélin, sem notuð er við fram- leiðsluna, er þýzk og nefnist Klisehegraph. Hún er mjög einföld í meðförum og fyrir- ferðalítil, á stærð við útvarps* grammófón. Nál grefur mynd- ina í plastið og stýrir raf- magnsauga (photocella) hreyf- ingum hennar, en auk þess grefur vélin „tilréttingu“ á myndamótið og mun þetta vera eina vélin hérlendis, sem það gerir. Gerð myndamótanna tek- ur mjög skamman tíma, t. d. býr vélin til 16x21 sm mynda- mót á um 20 mínútum. Plastmyndir úr Klisehegraph eru ekki einungis ætlaðar dag- blöðum, heldur má og nota þær til prentunar á betri pappír, svo sem í bækur og tímarit allskonar. Verð rafmynda mun fyrst um. sinn vera um 40% lægra en venjulegt myndamótaverð. Raf- myndir h.f. hafa vinnustofu í Edduhúsinu á 2. liæð og verð- ur hún opin frá kl. 4 síðdegis fyrst um sinn. Spítalalíf og ástir Forlagið Setberg hefur gefið út skáldsöguna „Læknir hulda höfði“ eftir Mary Roberts Rinehart. Hefur áður verið þýdd önnur skáldsaga eftir sama höfund — „Læknir af lífi og sál“ — og varð hún mjög vinsæl. Nýja skáldsagan. er af sama tagi og nýtur ef- laust svipaðrar hylli enda er hér fjallað um efni sem er mjög í tízku um þessar mund- ir; spítalalíf og ástir. Andrés Kristjánsson hefur þýtt bók- ina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.