Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. nóvember 1954 Bréí frá Leipzig onan OG STRIÐLÐ Leipzig 30. október. Hún er fæd'd 1892, og .af- mælið hennar ér bráðum; Hún missti manninn sinn' í fyrra stríðinu. Það var í maz 1917. Þá var hún 24 ára. Hún barðist fyrir lífi sínu og barna sinna tveggja í 22 ár. Þá kom aftur stríð. Sonur hennar var sendur á vígstöðvarnar. Hann féll í júlí 1942. Þá var hún 49 ára. Nóvember 1944: þá var húsið hennar skotið í rúst, dóttir hennar lézt af sárum eftir nokkrar vikur. Þá var hún 52 ára. Nú þvær hún ganga og bónar gólf í Kim Ir Sen-húsi 3 í Leipzig. Hún gerir það betur en nokkur önnur kona, og son- arsonur hennar er gleði hennar. Hún er 62 ára eftir nokkra daga. Þegar Jón Bjarnason talar við gamla menn, sem eiga afmæli bráðum berst talið gjarnan að liðnum dögum. Það voru oft erfiðir tímar. Þá voru ís- ar fyrir landi langt fram á sum- Ódýrt! Ódýrt! Haustvörumar komn- ar, mikið vöruúrval. Gjafverð Vörumarkaðurinn. Hverfisgötu 74: Skósalan, Hverfisgötu 74. Höfum fengið nýjar birgðir ar ódýrum dömuskóm, inni- skóm og karlmannaskóm. 1 SKÖSAIAN. Hverfisgötu 74: // jintiin(jurSjiiöli! SJ.8.S. ar, þá voru aðeins ónýtar spík- ur til að slá túnin, þá voru aðeins opnir smáþátar til að róa, þá var enginn skóli, þá var engin brú — það voru oft erfiðir tímar. En þeir voru ekkert erfiðari en þeir höfðu áður verið, og þeir voru ekkert erfiðþri íslenzkri alþýðu á ofanverðri 19. öld en alþýðu annarra landa á sama tíma eða litlu fyrr. En færi Jón Bjarna- son að tala við þýzkan verka- mann, sem yrði sjötugur á mánudaginn, mundi hann sennilega heyra aðra sögu. Hann mundi heyra sögu um blóð og morð, um fjögurra ára helvíti í skotgröfum víg- stöðvanna, um sundurtætta vini og niðurbrotin hús, sögu um fljót af tárum, sögu um ólækn- andi trega. Er maður gengur hér um göturnar koma óhjá- kvæmilega margar spurningar upp í huga manns. Þarna er hús — nei, þarna er rúst sem einu sinni var hús: hvaða lífi skyldi hafa verið unað þar meðan það stóð? Þarna kemur gömul kona ein síns liðs: skyldi hún lifa ein af sinni ætt? Þarna kemur ungur maður á einum fæti: skyldi byssukúla _hafa séð fyr- ir hinum fætinum? Þannig spyr maður ósjálfrátt — það er sem maður standi hér and- spænis sjálfum örlögum heims- ins. Maður skilur ekki lengur styrjöld með skynseminni einni, heldur einnig með tilfinning- unum, með kvikunni í sjálf- um sér. Þegar John Foster Dulles kom heim til Bandaríkjanna um daginn frá samningaborð- unum í London og París, var settur á svið sjónleikur í Wash- ington. Eisenhower kom sjálf- ur út á flugvöllinn til að hei'lsa sigurvegaranum mikla, það hófst ráðuneytisfundur fyrir sjónvarpi, það voru haldnar ræður þar sem lýst var nýj- ustu aldahvörfum mannkyns- sögunnar: það yrði stofnaður her í Vesturþýzkalandi. Fjár- málaráðherrann var látinn spyrja utanríkismálaráðherr- ann hvað þetta fyrirtæki kæmi nú til með að kosta „okkur hérna í Bandarikjunum“. Og ráðherrann svaraði, og brosti upp í sjónvarpið: Ekki eitt sent, kæri f jármálaráðherra. Síðan hóf hann enn að lýsa þeim sigri sem „frjálsar þjóðir“ hefðu unnið í London og Par- is, kommúnismanum í Evrópu væri settur stóllinn fyrir dyrn- ar — 500 þúsund vesturþýzkir soldátar, hugsaðu þér, kæri forseti. Og sjónleikurinn var sviðsettur til að afla repúþlik- önum atkvæða í þingkosning- unum, því í Bandaríkjunum felst árangur stjórnarstefnunn- ar í hernaðarsamningum. Hér var umtalsverður sigur unninn. Og ráðherrarnir brostu til fólksins gegnum sjónvarpið. Og svo les maður einn dag í blaðinu sínu að heiman, að fulltrúar hinnar friðsömu ís- lenzku þjóðar á erlendum vett- vangi hafi fengið fyrirmæli um Stahlhelms-menn á fundi: „Það er enginn hlutur í ver- öldinni vísari til styrjaldar en hervœðing Vestur- Þýzkalands.“ að stuðla að upptöku Vestur- þýzkalands í samtök Samein- uðu þjóðanna, þannig að Krupp og Kesselring eigi nú kost á því að flytja mál sitt á sama þingi og dr. Kristinn Guð- mundsson. Vesturþýzkaland skal ekki aðeins gert að vopna- , búri, herstöð til árásar og manndrápa, heldur skulu millj- ónungar sprengjunnar einnig njóta aðstöðu til að lýsa ágæti starfsemi sinnar á þingi heims- ins og greiða þar atkvæði um örlagamál mannkynsins. Og Eysteinn Jónsson, sem aldrei hefur séð út yfir fjóshauginn í neinum skilningi, hann telur sig nú allt í einu orðinn stjórn- málamann á heimsmælikvarða, þykist af því að greiða fasistum álfunnar aðgang að samtökum sem hálfmyrtar þjóðir sköpuðu sér í upphafi til að vernda frið- inn, líf sitt, fyrir þeim sem hafa vopnasölu að lifibrauði og manndráp að hugsjón. Það er enginn hlutur í ver- öldinni vísari til styrjaldar en hervæðing Vesturþýzkalands: það er verið að skapa æstustu atvinnumorðingjum allra tíma aðstöðu til að stunda sína grein. En hvað þýðir stríð? Það þýðir að einn dag fellur sonarsonur gömlu konunnar í Kim Ir Sen- húsi 3 fyrir byssukúlu yfir ak- urinn þar sem kálið spratt forð- um. Þessi kona hefur misst mann sinn og son og dóttur. Spurningin um stríð og frið er spurningin um það hvort einn- ig hún eigi að falla í nýrri slát- urtíð eða halda áfram enn um sinn að bóna gólf betur en nokkur önnur kona. Skilur þú ekki þennan ein- falda sannleik, íslenzka þjóð? Eða hvar er kvikan í veru þinni, mitt fólk? — B. B. SÓLMUNDUR skrifar: „Eg var svolítið að flakka í haust og ferðaðist vitaskuld með fínasta farkosti sem hér er völ á, sem sé flugvélum Loftleiða. í einni þessari ferð urðú nokkur mik- ilmenni lands míns samferða mér, þar á meðal Ingólfur Jónsson, Lárus Jóhannesson og Hermann Jónasson. í þeirri ferð sem hér greinir frá lögð- um við leið okkar um Stafang- ur — og þar var á að gizka 10 ára drengur í fylgd afa og ömmu. Það var mjög prúður og kurteis drengur, lét hvergi á sér kræla í flugvél'inni, en maulaði súkkulaði og dormaði öðru hvoru. Svo lentum við í Stafangri, þar áttum við að skipta um flugvél; og meðan farangrinum var skipt yfir vor- um við látin nota tímann til að borða. Og þar í matsalnum gerðist drengur þessi skyndi- lega hetja dagsins, loftið hafði sýnilega ekki verið hans rétta umhverfi, nú var hann aftur heima hjá sér. Og meðan aðrir borðuðu fór snáðinn að skjóta. Það var mikil skothríð. Og hann var alveg sérstaklega heitur út í Herniann Jónasson sem borðaði þar með ofan- nefndum Lárusi — og skaut hann niður hvað eftir annað .ósfeurtnn Hermann Jónasson skotinn niður í Stafangri — Mik- ið mannfall — Áfengissala í háloftum eins og hund. Er drengsi hafði endanlega ráðið niðurlögum Hermanns, sneri hann sér að þeim sem minna máttu sín og lét þá fara sömu leiðina. Hann var mjög nákvæmur í allri sinni aðferð, miðaði lengi, dró augun í pung til skiptis, steig öðrum fæti fram, reigði sig í bakið, og skaut okkur öll. Hann endaði á afa og ömmu. Eg geri ráð fyrir því að þegar við vorum öll dauð, hafi hann skotið sjálfan sig. ÞETTA MÁ NÚ ekki takast of bókstaflega: drengurinn var aðeins með tóma skammbyssu af þeirri gerð sem hafa orðið svo vinsæl leikföng barna hér eftir að við fengum hernámið okkar. En þótt Hermann Jón- asson sé til allrar blessunar orðinn jafpgóður eftir skothríð- ina, þá langaði mig aðeins að gera athugasemd við þann anda sem fær lítið barn til að hegða sér eins og þessi drengur gerði. Hann var sér þess meðvitandi að einhvernveginn í þessa átt- ina ætti maður að bera sig til ef maður vildi ná sér almenni- lega niðri á þeim sem væru manni andstæðir. Aðeins var byssan tóm. Það sem mig furð- aði þó mest var það að afi og amma létu sem þau hefðu ekki hugmynd um atferli snáðans. Meira að segja þegar hann skaut þau sjálf að lokum, létu þau sem þau vissu það ekki! Og þó truflaði hann þau yfir matnum og tók raunar oft mið frá einu borðshorninu þeirra. Náttúrlega verður að láta svona dreng fá þeim mun fullkomn- ari byssu sem hann eldist meira. Hann ætti að fá púður- skotabyssu þegar hann fermist. Og hvemig væri að gefa hon- um marghleypu í brúðkaups- gjöf? Afi og amma munu hugsa vel um dóttursoninn. SVO KEMUR annað efni úr sömu ferð. Við fengum aðra flugvél, með norskum flugþem- um, í Stafangri. Við urðum að fljúga til Hamborgar vegna þoku í Kaupmannahöfn, og gista þar um nóttina. Morgun- inn eftir flugum við til Hafn- ar. Þegar við fórum að nálg- ast ákvörðunarstað, kom önnur þessara fallegu norsku flug- þerna aftur í vélina, gekk fyr- ir hvern mann og spurði eitt- hvað á þessa leið: Viljið þér kaupa áfengi og sígarettur áður en við löndum? Það keyptu flestir eitthvað, en nú spyr ég fáfróður: Er það einhver al- þjóðlegur flugsiður að hafa ekki einungis áfengi í flugvél- um, heldur beinlínis bjóða það til sölu þegar svo ber undir? Og sé þetta alþjóðlegur siður, hvaða tilgangi þjónar hann þá eiginlega? Eða er þetta aðeins íslenzkur frumleikur — og hver er það þá sem græðir? Eg vil taka fram að mér virðist starfsemi Loftleiða til fyrir- myndar og öll þjónusta í flug- vélum félagsins er með ágæt- um. Aðeins kann ég ekki þessu brennivínsframboði, og langar til að vita um raunverulegar ástæður þess. Og þernan var indæl. — Sólmundur".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.