Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. nóvember 1954 # ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl FRtMANN HELGASOI9 Frá franskri knattspyrnu í dag fer fram í París knatt- spyrnuleikur, sem í gamni hef- ur verið nefndur „aukaúrslit" i heimsmeistarakeppninni. Leik- ur þessi er milli Frakklands og Belgíu, en bæði þessi lönd hafa unnið það sér til ágætis að sigra sjálfa heimsmeistarana. Belgíu 2:0 í Briissel og Frakk- land 3:1 í Hannover. Hætt er samt við að þýzka landsliðið gefi ekki titilinn eftir til sig- urvegarans í París í dag. Sigur þeirra í Sviss er söguleg staðreynd. Þessi tvö töp þeirra verða þó alltaf nokkur frádráttur, enda nokk- ur undirstrikun á þeirri al- mennu skoðun að H.M.-titillinn hafi ekki farið til bezta liðsins. Leikurinn í París er í tilefni af vopnahlésdegipum eftir stríðið 1914—’18. Frakkar töpuðu fyrir Norður-Afrikubúum að hann, eftir 6 ára fjarveru frá landsliðinu keppti með Frökkum í Hannover. Ben Barek varð þó að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla þegar 26 mínútur voru af leik. Það, ef svo mætti segja, einkennilega skfeði að mínútu eftir að hann fór útaf setti sá er kom í hans stað Foix frá suðurfranska fé- laginu St. Etienne, f. rsta markið. Hann gerði líka næsta Framhald á 11. síðu. Oetrannaspá 33. lfiikvika. Jæikir 13 Arsenal-Huddersfield Burnley-Aston Villa Cardiff-Sheff.Wedri Chelsea-Tottenham Everton-BIackpool .... Leioester-Sunderland . Manch.City-Portsmouth Newcastle-Chariton Preston-Wolves..... Sheff.Utd-Manh.Utd .. WBA-Bo'ton .......... Birming-ham-Blackburn Kerfi 82 raðir. nóv. 1954. 2 . i . i . i (x) . i 2 . (i) 2 . i (X) (x) 2 2 . i 2 2 Fjórar erlendar knattspymuheim- sóknir ráðgerðar á næsta snmrí Vahir býðuz ezlendu liði í lok maí. en KR um miðjan júlí — Auk þess koma hingað tveiz ezlendiz unglingaflokkaz Fyrir leikinn við Þjóðverja í Hannover efndu Frakkar til keppni milli landsliðs þeirra og landsliðs Norður-Afrikubúa. Var hann að öðrum þræði til þess að herða franska landsliðið og að hinu leytinu til ágóða fyr- ir þá sem illa höfðu orðið úti í jarðskjálftunum í Orleansville. I leik þessum töldu Frakkar sig fá staðfestingu á því hve frönsk knattspyrna væri léleg, því Norður-Afrikumennirnir réðu öllu um gang leiksins og unnu 3:2 og annað markið sem þeir gerðu var úr mjög vafasamri vítaspyrnu. Þessi leikur hafði þau áhrif að liðið gegn Þýzkalandi tók miklum breytingum. „Svarta perlan“ Ben Barek lýsir aftur. Ein breytingin var sú, að Ben Barek sem oft er nefndur Bvarta perlan var settur í lið- ið. Hann hafði leikið með Norð- ur-Afrikuliðinu og var bezti maður liðsins. Það eru nú lið- in 16 ár'síðan hann lék fyrsta leik sinn í landsliði Frakka og er hann nú 37 ára. Sapat var hann látinn í svo þýðingar- mikla stöðu sem staða innherja er. Ben Barek byrjaði sem knattspyrnumaður í Marokko, heimalandi sínu. 1938 gekk hann í Olympique í Marseille og sama árið fór hann í lands- liðið franska. Eftir stríðið gekk hann í Parísarfélagið Stade Francais og hjálpaði því til að komast í I. deild. Síðasta landsleik, þar til nú, lék hann með franska landsliðinu 1948 í leik við Tékkóslóvakíu og vann lið Frakka 4:0 sem þótti ótrúlega góð frammistaða. Næstu fjögur árin lék Ben Barek með Atlet- ico í Madrid og varð þar epænskur meistari. 1 fyrra kom hann aftur til gamla félagsins síns Olympi- que. Síðan í byrjun þessa keppn- istímabils hefur hann verið hezti maður liðs síns, með þessum árangri sem fyrr segir Aðalfundur Knattspyrnuráðs Reykjavíkur var haldinn s. 1. föstudagskvöld í Félagsheimili KR. Fúndinn sátu fulltrúar allra knattspyrnufélaganna fimm í Reykjavík. Formaður ráðsins, Sigurður Magnússon, flutti skýrslu ráðsins yfir starfsemi þess á s. I. ári, en Starfið hefur eins og undanfarin ár verið mjög umfangsmikið. KRR varð 35 ára i maí s. 1. og í tilefni þess voru ýmsir for- ystumenn knattspyrnunnar í Reýkjavik, bæði fyrr og síðar, heiðraðir. í vor tók ráðið upp þá ný- breytni, að gangast fyrir útgáfu á skrá yfir alla kappleiki í knatt- spyrnumótum allra flokka, ásamt leikstað, leiktímá og dómara hvers leiks. Var þetta mikið verk og vandasamt, en til mikils hag- ræðis fyrir alla hlutaðeigandi aðila, og verður þessi háttur á hafður í framtíðinni, að skipu- leggja alla leiki, bæði innlend mót og erlendar heimsóknir með góðum fyrirvara. Reykvísk félög sáu ekki um neina heimsókn erlendra knatt- spyrnuliða, en hér léku á s. 1. sumri 3 erlend lið, norska lands- liðið, úrval áhugamanna frá Hamborg á vegum Akurnesinga og úrval frá Þórshöfn í Færeyj- um, á vegum ísfirðinga. Utan fóru 3 flokkar frá Reykjavík, meistaraflokkur Víkings, sem lék í Danmörku, 2. fl. Vals, sem lék í Þýzkalandi, og 3. fl. KR sem lék í Danmörku og Svíþjóð. Fyrir þessum aðalfundi liggur tillaga um nýskipan á heimsókn- um erlendra liða á vegum ein- stakra félaga. Skiptast félögin 5 á að bjóða upp eitt sér hingað erlendum knattspyrnuliðum, og býður Valur hingað upp erlendu liði í lok mai, en KR býður hing- að upp erlendu liði í miðjum júlí. Að auki er síðan einnig von á 2 erlendum unglingaflokk- um næsta sumar, KR býður hing- að upp dönskum 3. flokki, og Valur býður upp þýzkum 2. flokki. Eins og að undanförnu er að- alstarfsemi ráðsins framkvæmd allra knattspyrnumóta í Reykja- vik, og starfa nú 2 undirnefndir að þeim málum á vegum þess. Alls fóru fram 21 mót í sumar, og var leikjafjöldi þeirra 167, en þar að auki léku félögin 53 leiki, gegn erlendum liðum, er- lendis og úti á landi. Enn eru 2 mótanna óútkljáð, en af hinum 19, hefur KR unnið 9, Valur 8, Fram 1 og Akurnesingar 1. Úr stjórn KRR gengu nú Sig- urður Magnússon, Gunnlaugur Lárusson, Kristvin Kristinsson og Sveinn Zöega, sem átt hefur sæti í því í 13 ár, og er það lengur en nokkur annar. Formað- ur fyrir næsta ár var kjörinn Haraldur Gíslason, frá KR, en með honum í stjórn verða Jón Guðjónsson frá Fram, Páll Guðnasón, Val, Ólafur Jónsson, Víking, og Óskar Pétursson, Þrótti. (Frá KRR). Enska deildakeppnin I . deild: Félafc L U T J Mörk S Wolves 16 9 4 3 36-19 22 Sunderland 16 7 7 2 29-19 21 Manch. Utd 16 9 3 4 41-32 21 Portsmouth 16 8 4 4 30-18 20 Manch. City 16 8 4 4 31-30 20 Everton 16 8 3 5 26-22 19 Huddersfield 16 8 3 5 27-22 19 Preston 16 8 2 6 42-21 18 Charltpn 16 8 2 6 32-29 18 Bolton 16 6 6 4 31-26 18 W.B.A. 16 8 2 6 36-35 18 Cardiff 16 5 6 5 26-32 16 Chelsea 17 5 6 6 27-28 16 Aston Villa 16 5 4 7 28-36 14 Burnley 16 5 4 7 15-25 14 Newcastle 16 5 3 8 36-40 13 Arsenal 16 5 2 9 27-27 12 Sheff. Utd 17 5 2 10 25-40 12 Tottenham 16 4 3 9 26-38 11 Blackpool 16 4 3 9 24-28 11 Leicester 16 3 5 8 29-38 11 Sheff. Wedn 16 4 2 10 25-39 10 II. deild. Blackburn 16 11 2 3 54-26 24 Fulham 16 10 2 4 43-29 22 Stoke City 17 8 4 5 22-16 20 Middlesbro 16 5 1 10 20-39 11 Plymouth 16 2 5 9 23-34 9 Ipswich 17 4 1 12 29-38 9 Amerískir kjólar NÝKOMNIR EROS Vezzlunin cnuo Haínazst. 4 Sími 3350. Rússneskunámskeið er að hefjast. Kennt veröur eitt kvöld í viku, 2 tíma í senn frá kl. 8.30. Fyrir framhaldsnemendur miövikudaga. Fyrir byrjendur fimmtudaga. Upplýsingar í skrifstofunni, Þingholtsstræti 27, klukkan 5 til 7. M í R v, HIN FRÆGA LITKVIKMYND ÉG Sfl DÝRÐ HANS“ mun veröa sýnd í Bæjarbíói, Hafnarfiröi, laugar- daginn 13. nóv. kl. 5 síðdegis. Aögöngumiðar og skýringar á myndinni fást í Bæjarbíói. AÐGANGUR ÓKEYPIS. — Börn fá því aðeins aðgang að þau séu í fylgd meö fullorönum. I > Ba n ri : : ! ■ við zjúpnadzápi í landi Hafnazfjazðazkaupstaðaz \ ! ! ■ ■ ■ j Hér með tilkynnist aö allt rjúpnadráp er bann- ! : : að í landi Hafnarfjarðarkaupstaöar og varðar ■ ! : : sektum, ef útaf er brugöiö. ! - ! Bæjarstjórinn í Hafnarfiröi 10. nóv. 1954 ! ! Stefán Gunnlaugsson. SÖNGSKEMMTUN Kristinn Hallsson heldur söngskemmtun í Gamla bíói í dag, 11. nóvember, klukkan 7.15. Undirleikari: FRITZ WEISSHAPPEL. Aögöngumiöar hjá Eymundsson, Blöndal og Bókaverzlun Kristjáns Krisjánssonar, Bankastr. 7 Andspyrnu- hreyfingin hefur skrifstofu í Þingholts- stræti 27. Opin alla virka daga kl. 7—9 síðd., sunnud. kl. 4—6. Komið og takið áskriftalista og gerið skiL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.