Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erlend tíðindi SAMTÖK HERSKÁLABÚA KVÖLDSKEMMTUN aö Þórscafé (minni salnum) föstudaginn 12. nóv. klukkan 8.30. Skemmtiatriði: Félagsvist (verðlaun). Happdrœtti. Alfreð Clausen syngur. DANS. Félagar fjölmennið og- takið með ykkur gesti. Húsið opnað kl. 8. Skemmtinefndin. Vélsljóra vautar á nýsköpunartogara út á landi. Upplýsingar hjá Skipa- og vélaeftirlitinu, Ægisgötu 10, sími 2684. NY SENDING ENSKAR VETRARKÁPUR Listaþýðing í forlátaútgáfu Framhald af 6. síðu. stundum eftir að kosning hófst. í Orléansville, Blida, Cherchel og Attatba var búið að fylla kjörkassana með merktum seðl- um þegar kjósendur aetluðu að fara að nota þá. Skipt var um kjörkassa eftir að kosning hafði farið fram í Sidi-bel- Abbés, Saida og Ain-Bessen. Annars staðar voru allir Arab- ar strikaðir út af kjörskrá, kosning látin fara fram fyrir opnum tjöldum, kjörstaðir flutt- ir marga kílómetra án þess að nokkuð væri auglýst um það og svo framvegis. Af 59 fram- bjóðendum M. T. L. D. var bú- ið að varpa 33 í fangelsi fyrir kjördag og af þeim níu sem náðu kosningu í stórborgunum, þar sem ekki var hægt að falsa kosninguna án þess að erlend- ir fréttamenn kæmust að því, voru fimm handteknir um leið og þingið kom saman. Auðvit- að hefur þingið í Alsír ekki lok- ið neinu af ætlunarverkum sínum, hvorki að koma á sjálf- stjórn í sveitarstjórnarmálefn- um, fá múhameðstrúarmönnum aftur ráð yfir sinni eigin kirkju né að gera móðurmál átta ní- unduhluta landsmanna jafnrétt- hátt frönsku í skólum og opin- beru lífi. ‘IT'yrir öllum þessuni aðförum standa frönsku landnem- arnir, sem hafa lagt undir sig tvo fimmtu hluta af öllu rækt- uðu landi Alsír og auðvitað beztu blettina. Margir þessara landnema eruj stórauðugir menn, sem eiga það mikil ítök í frönsku borgaraflokkunum að þeir fá að fara sínu fram í Alsír óáreittir. Þeir líta á Arab- ana sem ódýrt vinnuafl og mega ekki heyra á það minnzt að þeir fái mannréttindi eða að börnum þeirra sé gefinn kostur á að menntast. Landnemarnir hafa hafnað fjárveitingum frá París til skólahalds fyrir börn innborinna manna í Alsír. Af- leiðingin er að einungis fjórða hvert Arababarn á skólaaldri nýtur einhverrar kennslu. Land- nemarnir hafa einnig staðið gegn því að verksmiðjuiðnaður ykist að ráði í Alsír. Þeir ótt- ast að hann myndi verða þess valdandi að þeir kæmust ekki lengur upp með að greiða verkafólki sínu sultarlaun. Vegna bættra hollustuhátta' fjöigar fólki nú ört í Alsír en atvinnuvegirnir geta ekki tekið við aukningunni eins og nú er í pottinn búið. Atvinnuleysi er því gífurlegt þrátt fyrir mikla fólksflutninga til Frakklands. IT'ngum öðrum en Frökkum sjálfum er um það að kenna, að uppreisn hefur nú brotizt út í Alsír'. Svo má brýna deigt járn að bíti og reynslan er búin að sýna að ef nýlendu- þjóðunum eru ekki veittar réttarbætur í tíma taka þær rétt sinn með valdi. Stjórn Mendés-Franee hefur viðurkennt þetta í Túnis, þar sem lands- mönnum hefur verið heitið sjálfsstjórn í innanlandsmálum með þeim árangri að uppreisn- arástandi hefur linnt. í Alsír og Marokkó reynir sama ríkis- stjórn hinsvegar að beita valdi. Ástæðan er sú að frönsku land- nemarnir þar eru fjölmennari, auðugri og áhrifameiri en í Túnis. Auk þess er þar að finna mikil en lítt unnin náttúru- auðæfi í jörðu og á nýtingu þeirra byggist áætlun Mendés- France um að gera Frakkland að iðnaðarstórveldi. Frakkar gera sér auðsjáanlega vonir um að þeir verði sigursælli í Norð- Afríku en 'Tndó Kína)*3 vegna þess að landið er rétt við bæj- ardyr Frakka og auðveldara er að beita flugher gegn skærulið- um á beröngrunum þar held- ur en í frumskógum Suðaustur Asíu. M. T. Ó. Iþróttir Framhald af 8. síðu. markið og þriðja markið gerði hann en það var sett úr rang- stöðu sem fjöldi manna taldi þó ranga. Þegar Frakkar' og Þjóðverjar kepptu 1952 á Colombesvellinum í París unnu Frakkar einnig 3:1. Vildu senda félag gegn Þjóðver jum! Þessi sigur í Hannover hefur vakið á ný trú manna á franska knattspyrnu og blöð- in áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinni á sama hátt og þau skömmuðu liðið eftir leik- inn við Norður-Afrikumenn. Það er því gífurlegur áhugi fyr- ir leiknum í dag, því Belgíu- menn hafa alltaf verið Frökk- um erfiðir og það hafa þeir raunar verið fleirum því heitið „Rauðu djöflarnir“ hafa þeir ekki fengið að ástæðulausu. Þegar verst virtist blása fyrir leikinn við Þýzkaland komu fram háværar raddir um það að senda félag eitt frá bæn- um Sedan í Austur-Frakklandi á móti heimsmeisturunum. Er félagið úr II. deild og er þar langefst með 24 st. eftir 13 leiki og hefur sett 46 mörk gegn 10. Sedanliðið lék nýlega gegn C landsliði Frakka og vann 4:0. Sedan er bær sem telur um 10 þús. íbúa. □----------□ Hinn árlegi leikur Arsenal og Racing Club fór nýlega fram í París og var leikurinn til ágóða fyrir örkumla her- menn. Racing Club sýndi oft betri leik en Arsenal sem þó vann 3:1. Töldu blaðamenn Arsenal vera aðeins svip hjá sjón frá því sem það var fyrir nokkr- um árum. Það vakti og athygli og nokkur leiðindi að leikmenn Arsenal sýndu ódrengilega framkomu. Lítur helzt út fyrir að þessir leikir félaganna legg- ist niður og Racing Club leiti sambanda annarsstaðar, sem margir harma þó eftir 20 ára samvinnu. Tommy Lawton var þó sá eini sem gerði hvað hann gat til að halda sínum mönnum niðri. Dynamo frá Mosvka er, þeg- ar þessar fréttir bárust á ferðalagi um Frakkland. Það vann félagið Lille 2:1 og í Bordeaux vann það 3:0. Rúss- arnir sýndu mjög góða leikni án þess þó að hrífa sérstak- lega. Sigurður málari Framhald af 7. síðu. um Skírnis og bera þess merki í nokkrum endurtekningum að hver um sig varð að standa sjálfstæður. En frásögn höf- undar er svo lifandi, hann dregur upp svo skýrar mynd- ir aldarfars og einstaklinga í fáum orðum, að lesandinn hlýtur að vona að honum gef- ist kostur á. að gera efninu fýllri skil þótt síðar verði. Sigurður málari var ákafur liðsmaður í sjálfstæðisbaráttu Islendinga gegn Dönum, og það svo að nærri stappaði Danahatri. En vettvangur hans var ekki stjórnmálabar- áttan í þrengstu merkingu heldur menningarmálin. Hann vissi að öruggasta leiðin til að hefja þjóð úr niðurlægingu og vekja hana til mótspyrnu gegn erlendri áþján og á- sælni er að mennta hana. og manna í hvívetna, gera sér Ijóst hvar misbrestir eru á en vera þó jafnfram^’ glögg- skygn á forn verðmæti. „Það verður að laga alla þjóðina", sagði Sigurður, og hann réðst ótrauður í að leysa þá þraut. Fordæmi Sigurðar málara hafði djúp áhrif á vini hans og kunningja, sem margir urðu meðal fremstu manna þjóðarinnar á sínum tíma. Þeirra á meðal voru Matthías Jochumson, Steingrímur Thor- steinsson, Indriði Einarsson, Jón Ölafsson ritstjóri og Ei- ríkur Briem, svo aðeins nokkr- ir séu nefndir. Þótt starf Sig- urðar mætti skilningsleysi og vanþakklæti alls þorrans þeg- ar það var unnið, var það ein af forsendunum fyrir að 17. júní 1944 mætti renna upp. I hinni nýju sjálfstæðisbar- áttu má það aldrei gleymast, að menningarstarf sem í fljótu bragði kann að virðast ærið fjarskylt stjórnmálabar- áttu líðandi stundar, ber í sér fræin að nýjum 17. júní, þótt þau þurfi lengri tíma en fram að næstu kosningum til að ná þroska og bera ávöxt. M. T. Ö. ;----------------—-- umóiceús 5i&uumaKraKðoa Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Ból uverzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði. liggnv leiðin Framhald af 7. síðu. Það leikur ekki á tveim tungum að breytingarnar eru til bóta fyrir hrynjandi og stuðlasetningu, auk þess sem heigull er nákvæmari þýðing en vesalingur á orðinu coward. Einhver kann að setja út á öll i-in í fyrstu ljóðlínu (henni hafði verið breytt áður en kvæðið birtist í annað sinn í Þýdd ljóð VI.). En hér er þess að gæta að erindið er nokkurskonar viðlag og end- urtekning sama sérhljóða ljær upphafi þess aukna áherzlu. Villimennska dauðarefsing- arinnar, hinnar löghelguðu blóðhefndar, er sýnd eins skýrt í kvæði Wildes og auð- ið verður. Dómur hans um þá kvöl, sem aftakan og biðin eftir henni baka samföngun- um, og afsiðunaráhrifin á fangaverðina hefur hlotið staðfestingu í rannsóknum refsifræðinga síðustu áratuga. En þótt löngu sé sannað með reynslu þeirra þjóða, sem af- numið hafa dauðarefsingu, að óttinn við gálga, höggstokk eða rafmagnsstól dregur ekki hið minnsta úr afbrotum, er víða um heim haldist fast í þessar leifar frumstæðs hefnd- arréttarfars. 'Ekki er liðið nema rúmt ár síðan Dick Bentley, vangefinn piltur á tvítugsaldri, var hengdur í Englandi fyrir að félagi hans við innbrot skaut lögreglu- þjón til bana. Búið var að taka Bentley fastan þegar skotinu var hleypt af, en lögin og dómstólarnir taka ekki tillit til slíks aukaatriðis. Grimmd manns við manns er enn söm og þegar C. T. W., hermaður í riddaravarðliðinu, lét lífið í Readingfangelsi. Meðan svo er á Kvæðið uin fangann erindi í hugskot hvers einasta manns. M. T. Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.