Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.11.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. nóvember 1954 - Stigamaðuriim-----------------------------------' Eftir Giuseppo Berto V __________________________________✓ 49. dagur róiégur og haföi hendur í vösum; ég duldi reiði mína. Ég gekk að Salvatore Troilo og nam staðar fyrir framan hann. Hann var nokkru hærri en ég en mér fannst ég nógu sterkur til þess að berja hann niður í einu höggi. „Ætlarðu ekki að koma mér til að hlæja líka?“ spurði ég og leit beint framan í hann. „Varaðu þig. Hann er með byssu í vasanum“, hróp- aði Pasquale Mennella. í stað þess að svara tók ég hendurnar upp úr vösun- um og kreppti hnefana. Svo fengu þeir hugrekkið aftur. Severo Rodi gekk fram. „Hvað um það? Eigum við að ' taka hann með okkur?“-spurði hann Salvatore Troilo og hló við. Salvatore Troilo þóttist vera að hugsa sig um. „Jæja, ef til vill ef hann tekur systur sína með Hann fékk ekki að ljúka við setninguna. vegna þess að ég barði hann með hnefunum beint á munninn. Ég sá að hann riðaði og bar hendurnar upp að andlitinu. En um leið voru þeir allir búnir að ráðast á mig og ég lá í götunni og þeir börðu mig og sporkuðu í mi°'; og ég varði mig eins og ég gat, beit og klóraði. Þetta hefði getað haft illan endi fyrir mig. En allt í einu fóru þeir að hröpa og hlaupa burt, og með erfiðismunum tókst 5 mér að broita á fætur og stóð þá auglitis til auglitis ‘ við tvo lögregluþjöna. Annan þeirra, mann að nafni Donori, kannaðist ég vel við. „Og þú ert þá farinn aö lemja fölk á þoípstorginu. Komdu með okkur“. Ég skildi vel hvað fyrir þeim vakti. Þeir voru ofsa- reiðir Michele Rende af því að hann hafði sært einn þeirra, og vegna þess að þeir gátu ekki skeytt skapi sínu á honum, reyndu þeir aö finna sök hjá mér. Og þeir leiddu mig burt á milli sín eins og þjóf. Mér fannst ég : all'ui vera biár og bólginn, þáð blæddi úr vörinni á mér; hún virtisthólgna meira með hverju andartaki sem leiö. Og strákarnir höfðu salnazt saman aftur og gengu í humátt á eftir okkur, blístrandi og kailandi ókvæðisorð. En lögregíuþjónarnir sögðu ekkert við þá. Þeir fóru meö mig á lögreglustöðina o'g létu mig sitja á bekk frammi í gangi. Þeir létu rhig 'bíða þar í meira <en klukKustund og á meðan varð dimmt úti. Svo kall- aði Infante lögreglustjöfi mig inn á skrifstofu sína. Hann sá aö ég hafði vefiö barinn, annað augað í mér sokkið 'og vörin biæðandi. Hann sagði mér að fara var- lega næst, vegna þess að það kærhi sér illa fyrir mig aö koma af stað ílldeílum. Ég svaraði engu. Ég gekk upp í 'beizku störlyndi mínu og ég-kvaddi hann ekki einu sinni þegar ég för út úr skfifstofunni. Donori lögregluþjónn fylgdi mér til dyra. Enginn var i gang- inum. Hann grelp í öxlina á mér og sneri mér að sér. Hann leit á mig niskulega og ég mætti augnaráði hans án þess að blikna. Og allt í éinu rák hann mér bungt högg í andlitið. „Hana, þessu gétufðu skilað til Mlchele Renöe“. Andartak sá ég ekki néitt. Svo gat ég greint andlitíð á Donari lögregluþjórii gegnum þökuna. Enn lék illgirn- Islegt glott um varlr hans. Og ég spýti öllu sem uppi í mér var framan í hann, bæði blöö'i og munnvatni. Hann rák mér hnefahögg, svo að ég valt um koll, en nú stóð mér á sama um allt. Ég skréiddist á fætur og lagöi af stáð 'heimleiðis. Ég grét ekkí alla léiðina. Ég sagöi við sjálfan mig aö ég mættí ekki gráta. Það hefði verið hlægíiegt ef ég hefði farið að gráta, vegna þess eins aö lumbiað hafði veríð á mér. En ég vissi þó að barsmíð- ín skipti ekki mestu máli. Aðalatriðið var að öll illska heimsms beindist gegn mér, sviksemi, hatur og órétt- lætí, og ég þurfti að þola þetta einn og óstuddur. Og það var ekka hægt að mæta þessari íllsku aema með því einu að gera uppreisn. Ég ætlaði að verða uppreisnarmaður, ég ætiaöi upp í fjöllin og verða stigamaður eins og Michele Rende. Þaö var alltaf rúm í fjöllunum fyrir stórhuga fólk, sem lét sér ekki lynda kúgun og mis- rétti. Þannig á mig kominn kom ég að húsdyrunum heima og viljinn einn hélt mér uppi og andlit mítt var því nær óþekkjanlegt. Faðir minn leit á mig og breytti ekki um svip. Móðir mín var að því komín að Maupa til mín, en svo varð hún hrædd við föður minn og settist aftur. Ég gekk beint að stiganum upp á loftið, gekk upp og fleygði mér út af í rúmið mitt, og ég varð að berjast við nær óbærilega löngun til að gráta, því að nú höfðu allir I snúið baki við mér, jafnvel móðir mín. Og einu mann- i eskjurnar í heiminum sem hefðu sýnt mér vinsemd I og huggaði mig, voru langt í burtu og enginn vissi hvai*: Móðir mín kom til mín seinna, þegar faðir minn var j farinn út. Hún ki*aup við rúmið mitt og fór að strjúka j andlit mitt blíðlega með fingurgómunum, þar sem það j var bólgnast, og allan tímann grét hún með munninn j lokaðan, gaf ekkert hljóð frá sér. Og ég sagði: „ Á morg- j un ætla ég líka að fara að heiman, á morgun ætla ég j líka upp í fjöllin“, og rödd mín brast þegar ég sagði j það, vegna þess að hún var móðir mín og sorg hennar [ var meiri en mín og Miliellu og okkar allra til samans, j og ég fór að gráta og gráta og sagði: „Hún kemur aftur, j mamma, vertu róleg, hún kemur aftur“. Ég sagði þetta j til þess að hún dæi ekki af harmi. Ég varð að vera í rúminu í tvo daga til þess að jafna j mig eftir barsmíðina sem ég hafði orðið fyrir. Svo fór [ ég að venja komur mínar til Iaizara. Ekki til þess að j vinna; ennþá hafði ég enga löngun til þess. Ég tók j Martino með mér snemma á morgnana, fór eftir stígn- [ um utanvið þorpið alla leiðina. Kornið var orðiö þrosk- [ að og ég safnaði af því nokkrum pokum og faldi þá í j kofanum. Og svo hélt ég áfram á baki Martinos eftir I múldýraslóðinni gegnum kastaníuskógana, beyki og eik- j arskógana, hærra og hærra, þangað til ég kom að barr- j svæðinu. Og á kvöldin, á heimleiöinni kom ég við til að ná í sekkina, og það var erfitt að binda þá aleinn upp í klyfsöðulinn á Martino. Svo lögðum við af stað heimleiðis, hann á undan og ég á eftir, og það var farið að skyggja, en við flýttum okkur ekki, vegna þess að ég vildi ekki koma heim fyrr en faðh* minn var farinn út. Hann fór ævinlega út þegar hann var búinn að boröa kvöldverð. Og móðir mín beið eftir mér og hélt súpunni heitri á eldstónni. í hvert skipti sem ég kom inn leit hún á mig eftirvæntingaraugum, eins og hún byggist við fréttum. Svo settist hún niður þegjandi og sviplaus." Og ég átti erfitt með að koma matnum niður . Tveir góðir hnííar Ef maður ætti að kaupa alla þá hnífa sem mælt er með, hefði maður tæplaga efni á að kaupa sér önnur eldhúsáhöld og þess vegna þarf að leita fyrir sér rnn v.al á góðum og hentugum hnifum. Hnífurinn til að smyrja með breiðu blaðí og hentugur til síns brúks. Hann er sveigjan- legur og smyr braiiðsneið með tveimur handtökum. Hann er ekki ryðfrýr, því að smjör loðir illa við ryðfrýtt stál. Brauð og skurðarhnífurinn er til margra hluta nytsamlegur. Hann getur skorið kjöt, fisk, álegg og brauð og allt sem fyrir kemur í húshaldi. Takið eftir sköftunum á hnifunum, sem fara mjög vel í hendi. Þessi hnífur er ryðfrír. Það er almennur misskilningur að ryð- fríir hnífar séu ekki góðir skurðhnífar, en nú er farið að blanda stálið á sérstakan hátt svo að það sker engu síðnr. Grænland Framhald &I 1. síðu. Oftedal ritstjóri frá Stafangri, tók tíl máls næstur á eftár Lannung. Kvaðst hann vilja óska Dönum tíl hamingju m&S það sem þeir hefðu gert á Grænlandi. Jafnframt sagðist hann vilja gera grein fyrir landnámi Norðmanna í Græn- landi og sambandí þess við Noreg á liðnum öldum. 1 útvarpsfréttum í gærkvöldi var þess ekki getið, að fulltrúi Islands hafi lagt neitt til mál- anna í umræðunum um Græn- land. Hinsvegar tölnðu fulltrú- ar Indlands, Filippseyja og fleiri ríkja. OC CAAfMsi Bóndi nokkur hafði tuttugu vinnumenn í þjónustu sinni, og þótti honum að enginn. þeirra væri svo duglegur við vinnuna sem skyldi. Hann hugðist nú venja þá af letinni og kallaði þá alla fyrir sig en sagði síðan: Nú hef ég verk eitt sem bezt er að sá ykkar vinni, sem. latastur er. Vill sá latasti gefa sig fram ? Nítján af vinnumönnunum. gengu fram. Þá sagði bóndinn við þanm, tuttugasta: Hvers vegna gefur þú þig ekki fram líka? En þessi eini svaraði kæru-* leysislega: O, það er allt of mikil fyrir- höfn. 1 skozku hálöndunum munit járnbrautarlestir vera he’dur- hæg'.fara; að minnsta kosti bend- ir eftirfarandi saga ótvírætt í þá átt. Lestin hafði numið staðar á miðri leið án þess að farþegarn- ir hefðu hugmynd um tilefnið og þegar einn þeirra sneri sér að 'Starfsma.nni og spurði um ástæð- una fyrir þessari töf var svarað að kýr væru á brautarteinunum. Skömmu síðar komst lestin 'af stað á ný, en hafði aðeins ekið skamma stund er aftur var num- ið staðar. Sami farþegi spurði þá aftur um ástæðuna og fékk sömu "skýr- ingu um kúna 4 teinunum. Nú er það önnur kýr? spurði farþeginn. Nei, það sem sama kýrin, var svarið. Stór, hvítur kragi Stórir kragar eru í tízku. Flestir eru þeir saumaðir úr sama efni og kjóllinn, en hvít- ir kragar eru einnig algeng- ir. Þeir eru viðkvæmir, en þeir hafa þann kost að þeir geta ! endurlífgað gamlan kjól, því að þeir hylja megnið af blússunni. Á flíkinni á myndinni er hvíti kraginn saumaður yfir kraga úr kjólefninu, en alveg eins er hægt að sauma hann á gaml- an kjól. Allir gamlir kjólar með V-laga hálsmáli, eða háu hálsmáli sem hægt er að kringja geta fengið nýjau kraga af þessu gati. Taltið eftir hve þessi flík er mikið stoppuð um axlimar, Þótt skáhalla axlalínan sé al- gengust er ekki þar með sagt að flíkur með stoppi I öxlun- um séu alveg úr sögunni. Þarna getur því hver valið eftir eigin. smekk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.