Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. nóvember 1954 ,,Svo stórsekum stúd- enti eða kennara aldrei veitast megi uppreisn Þeir sem að legrorðum sekir verða, áður en firmast í krist- indómi eður á meðan þar til unciirbúast, áttu eftir tilskipun frá 3. júní 1746 gr. 13, að standa opinberar skriftir, þó þau brot- legu giftust saman, bæði eins, þó annað þeirra brotlegu væri konfirmerað. En hafi þau án á- komins hjónabandsloforðs orðið að legorði brotleg, áttu bæði auk aflausnar að setjast 3 sunnu- daga í gapastokk, þá fólk gengi úr kirkju. . . er þetta aldrei framar áleggjandi . . . ísjárvert mundi framar að straffa óupp- fræddan ungling en betur mennt- aðan. Þó diinsku og norsku lög setji fleiri legorðsbrot í hinna sak- næmari röð, t. d. lögverjara ekkju eða ómyndugrar stúlku með þessum . . . og legorðsbrot níeð tignarmanns ekkju eða dótt- wr. . . en tilskipunin frá 9. júlí 1745 og kóngsbréf frá 9. maí 1738 stúdenta brot með stúlkum hverra kennslu þeim er fyrir trúað, og taki svo hart á þeim afbrotum, að svo stórsekum stúdenti eða kennara aldrei veit- ast megi uppreisn til nokkurs frama verðslegs eða geistlegs framar, hvort sem þau ektast eður ekki, ef hann ekki ektar eða fær að ekta hana, að liann skuli vera ærulaus og þrælka ævi- langt í festingu í járnum, eru oss sprnt hingað á land um þvílík stórsaknæm legorðsbrot engin sakalög gefin, — dómstól- um þess vegna vart á meðan heimilt hjá oss að heimfæra þessi eða ákvarða sérlegt straff i þess háttar tilfellum, sem lög ekki leyfa eftir málavöxtum til straffs að meta. (Magnús Steph- ensen í Klausturpóstinum). i f dag er fimmtudagurinn 18. * nóvember — Hesyehius — 320. dagur ársins — Tungl í hásuðri kl. 7:07 — Árdegisháflæði kl. 11:51 Kvöld- og næturvörður er í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum frá ki. 18-8 í fyrra- málið. — Sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki — Sími 1330. LYFJABOÐIR 4.PÓTEK AUST- Kvöldvarzla til URBÆJAP. kl. 8 alla daga • nema laugar- HOI/TSAPÓTEK daga tii kl. 6. Iíonur i Kvenfélagi sósíalista munið að basarinn verður 30. þm. Skilið munum til nefndarkvenna fyrir 25. þm. — Uppl. x símum 5625, 1576 og 7808. SIGFÚSAKSJÓÐUR Þeir sem greiða framlög síu til sjóðsins smám saman eru minntir á að skrifstofan á Þórsgötu 1 er opin kl. 10-12 og 2-7 alla virka daga nema laug- ardaga kl. 10-12. \V'> nóvember Hjónunum Valgerði Kristjánsdóttur og Sveini Kristjáns- syni, Njálsgötu 50, fæddist 15 marka sonur þriðjudaginn síðast’iðinn. Millilandafiug: Gullfaxi fer til Kaupmanna- hafnar á la.ug- ardagsmorgun. Innanlandsflug: 1 dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Egrs- staða, Fáskrúðsfjarðar, Kópaskers, Neskaupstaðar og Vestmannaeyja. Á morgun til Akureyrar, Fagur- hóismýrar, Hólmavíkur, Horna- fjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs og Vestmannaeyja. Gengisskráning: Gengisskráning (sölugengi) 1 stei-lingspund . 45.70 1 bandai'ískur dollar . . . 16.32 1 Kanáda-dollar . 16.90 100 danskar krónur . 236.30 100 norskar krónur .... . 228.50 100 sænskar krónur .... . 315.50 100 finnsk mörk . 7 09 1000 franskir frankar .... . 46.63 100 belgískir frankar .. . 32.67 100 svissneskir frankar . 374.50 100 gyllini . 430 35 100 tékkneskar krónur .. . 226.67 100 vesturþýzk mörk .... . 390.65 1000 líi'ur . 26.12 Söfnin éru opin Bæjarbókasafnið Útlán virka daga kl. 2-10 síðdegis. Laugardaga ki. 2-7. Sunnudaga kl. 5-7. Lesstofán er opin virka daga kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar- daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga kl. 2-7. Landsbókasafnið kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka daga nema laugardaga kl 10-12 og 13-19. Nátturugripasafnið kl. 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þjóðminjasafnið kl. 13-16 á sunnudögum. kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Þjóðskjalasafnið á virkum dögum kl. 10-12 14-19. og Frá sumarferðum ÆFB Vegna fyrirhugaðs myndakvölds eru allir þeir sem tóku myndir í ferðalögum ÆFR í sumar vinsam- lega beðnir að lána myndir sínar. Hafið samband við skrifstofu ÆFR á Þórsgötu 1 i dag. '-■HmKSaieswagj/- . 18:00 Dönskuk. I — 18:25 Veður- fr. 18:30 Enskuk. II. fl. 18:55 Fram- burðark. í dönsku og esperanto. 19:15 Þingfréttir — Tónleikar. 20:30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.). 20:35 Kvöldvaka: a) Jóhann Sveinsson cand. mag. frá Flögu flytur erindi: Frá Lofti ríka Guttormssyni. b) Flutt verða lög eftir Árna Björnsson. c) Jón Jóhannesson ies úr ljóðabók sinni: 1 föiu grasi. d) Ævar Kvaran leik- ari flytur efni úr ýmsum áttum. 22:10 Upplestur: Lækning, smá- saga eftir Ólaf Hauk Árnason (Höskuldur Skagfjörð). 22:35 Sin- fónískir tón’.eikar pl.: Sinfónía í B-dúr op. 20 eftir Chausson (Hljómsveit tónlistarháskólans í París leikur; Piero Coppola stj.). 23:10 Dagskrárlok. Málfundahópur ÆFR Málfundahópur ÆFR tekur til starfa nk. föstudagskvöld. Verð- ur hann til húsa í Baðstofu iðn- aðarmanna. Leiðbeinandi verður Guðmundur Vigfússon. Hópurinn er fyrst og fremst ætlaður byrj- endum og ættu sem flestir félagar að vera með frá byrjun og láta skrá sig nú þegar á skrifstofu ÆFR, Þórsgötu 1. Munið Styrktarsjóð munaðarlausra barna. Upplýsingar varðandi sjóð- inn í síma 7967. Kvoldskóll alþýdu DRAGIÐ EKKI AÐ ÍNNRITA YKKUR ★ Kvöldsköli alþýðu hefur þeg- ar vakið þó nokkra athygli, enda er hér völ fjölbreyttrar tóm- stundafræðslu með námsflokka- sniði, sem hentar jafnt ungum og rosknum — og öllum þar á milli ★ Skólinn er öllum opinn. Inn- ritun'argja’d er 30 kr. fyrir eina grein, 50 kr. fyrir tvær, 65 kr. fyrir þrjár eða fleiri. Engin önnur skólagjöld þarf að greiða. ★ Þarna eru flokkar í íslenzkum nútímabókmenntum (Kristinn E. Andrésson), Islándssögu (Björn Þorsteinsson), Verkalýðsfélög og stjórnmál verklýðshreyfingarinnar á íslandi (Sigurður Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason), Marxismlnn og saga alþjóðiegu verkalýöshreyflngarinn- ar (Ásgeir Bl. Magnússon, Sverrir Kristjánsson), Félagsmál (Ingi R. Helgason, Einar Gunnar Einars- son, Þorvafdur Þórarinsson, Har- aldur Jóhannsson); ensku; þýzku; reikning, litameðferð, föndur (Jó- hannes Jóhannesson og Kjartan Guðjónsson), leiklist og upplestur (Gunnar R. Hansen, Gísli Hall- dórsson. V Bókmenntagetraun Við birtum síðast tvö erindi úr kvæðinu Áfa-ngar eftir Jón Helga- son, px’ófessor. 1 dag birtum við ástarkvæði frá 16. öld, en hver er höfundurinn? Eg leit í einum garði yfi-ið fagurt blóm, hvar engan mann þess varði; eg svo þangað kom. Einatt á mig starði auðs fyrir fa-gran róm sú lystug liljan fróm. Hún er svo hýr að líta, sem hermi eg ungri frá, rétt sem rósin hvíta eða x-enni blóð í snjá. Enga yfrið nýta eg með augum sá aðra vænni en þá. Dagskrá Alþingis Sameinað þing (í dag kl. 1:30) Fyrirspurnir Hvort leyfðar skuli. a) Rannsókn byggingarefna. — b) Áburðarverksmiðjan. — c) Jöfn laun karla og kvenna. — d) Áburð arverksmiðjan. — e) Grænland. Efri deild (að loknum fundi í sþ) 1. Hlutatryggingasjóður bátaút- vegsins, frv. 3. umr. — 2. Mann- tal i Reykjavík, frv. 3. umr. — 3. Prentfrelsi, frv. 3. umr. — 4. Happ drætti dvala.rheimilis a'draðra sjó- manna, frv. 2. umr. 5. Stýrimanna- skólinn, frv. 2. umr. — 6. Dýrtíð- arráðstafanir vegna atvinnuveg- anna, frv. 1. umr. — 7. Yfirstjórn mála á varnarsvæðinu ofl., frv. 1. umr. — 8. Almannatryggingar, frv. 1. umr. Neðri deild (að loknum fundi í sþ) 1. Stimpilgjald, frv. 2. umr. 2. Iðn- skólar, frv. 1. umr. — 3. Ættaróðal og erfðaábúð, frv. 1. umr. — 4. Ibúðarhúsabyggingar til útrýming- ar herskálum of!., frv. 1. umr. — 5. Sandgræðsla og hefting sand- foks, fi’v. 1. umr. Krossgáta nr. 517. hóíiiinni Lesið tilkynningu um innrit- unartima á 1. síðu. Lárétt: 1 olíufélag 4 gras 5 ryk 7 forskeyti 9 sunna 10 að auki 11 tré 13 ákv. greinir 15 tilvísun- arfornafn 16 vargar. Lóðrétt: 1 leit 2 13 tónn 4 kjölt- ur 6 heyjar 7 fæða 8 draup 12 dormi 14 núna 15 nútíð. Lansn á nr. 516. Lárétt: 1 kunnugt 7 rl 8 árar 9 Óli 11 trú 12 ræ 14 GN 15 arka 17 ól 18 ill 20 klossar. Lóðrétt: 1 krói 2 ull 3 ná 4 urt 5 garg 6 trúna 10 irr 13 ækis 15 all 16 als 17 ók 19 la. Eimskip: Brúarfoss fer frá Hamborg í dag til Rvíkur. Dettifoss fór frá R- vík 15. þm. til N.Y. Fjallfoss kom til Rvíkur í fyrradag frá Hull. Goðafoss fer frá Rotterdam í dag til Rvíkur. Gulifoss fer frá Kaupmannahöfn 20. þm. til Leith og Rvikur. Lagarfoss fór frá ísa- firði í gær til Akureyrar, Siglufj., Ólafsfj. og Austfjarða. Reykjafoss fór frá Hafnarfirði í fyrradag til Dublin. Selfoss fór frá Gautaborg 15. þm. til Antverpen og Rvíkur. Tröllafoss fór frá Rotterdam í fyrradag til Hamborgar, Gdynia, Wismar, Gautaborg og iRvíkur. Tungufoss fór frá Akureyíi 15. þm. til Napoli. Sambandsskip HvE-ssafell losar i Helsingfors. Arnarfell er væntanlegt til Reykja víkur á morgun eða laugardag. Jökulfell fór frá Djúpavogi í gær áleiðis til Hamborgar. Disarfell fer frá Reyðarfirði i dag til Brem- en, Hamborgar, Rotterdam og Amsterdam. Litlafell er í Reykja- vík. Helgafe.ll er á Akranesi. Tov- elil og Stientje Mehsinga eru í Keflavik. Ríkisskip Hekla fór frá Akureyri í gærkv. á vesturleið. Esja fer frá Reykja- vik kl. 20 í kvöld vestur um land í hringferð. Herðubreið er vænt- anleg til Reykjavíkur i da.g frá Austfjörðum. Skjaidbreið er á Húnaflóa á austurleið. Þyrill var á isafii'ði i gærkvöld á norður- leið. Skaiftfellingur fór frá Reykja- vík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gær til Breiðafjarðar. Togararnir: Askur fór á ísfiskveiðar 11. þm. Egill Skallagrimsson fór á ísfisk- véiðar 9. þm. Fylkir fór á ísfisk- veiðár 10. þm. Geir fór á ísfisk- veiðar i fyrradag. Hafliði er í slipp í Reykjavík. Ha.llveig Fróða- dóttir fór á ísfiskveiðar 9. - þm. Hvalfe’l kom af saltfiskveiðum í fyrrinótt; fer væntan’ega aftur á salt í dag. Ingólfur Arnarson fór á ísfiskveiða.r 8. þm. Jón Bald- vinsson fór á ísfiskveiðar í fyrra- dag. Jón Forseti er á ísfiskveið- um. Jón Þoi'láksson fór á ísfisk- veiðar í fyrradag. Karlsefni fer væntanl. á ísfiskveiðar í dag. Marz er á ísfiskveiðum. Neptúnus fór á ísfiskveiðar 14. þm. Pétur Hall- dórsson landaði á Þingeyri 8. þm; er á ísfiskveiðum. Skúli Magnús- son fór á ísfiskveiðar 8. þm. Úr- anus fór á ísfiskveiðar 11. þm. Vilborg Herjólfsdóttir er i s’ipp í Reykjavík. Þorke’l Máni fór á saltfiskveiða.r 4. þm. í>orsteinn Ingólfsson fór frá Reykjavík 14. þm áleiðis til Þýzkalands. / effi <3? 491. dagur. Hér inni hef ég enga peninga, hélt Slóri áfram, en "ég vil gefa ykkur a!lt. Hér er myrkur, sagði Lambi, láttu okkur hafa kerti, svo að við getum séð eitthvað. —- Kertin hanga þarna, stundi Slóri upp. Þegar ijósið hafði verið kveikt, sagði einn Sæfaranna: — En hér er ískuldi nú skul- um við kveikja upp, og þarna er ágæur eldiviður — og nú benti hann á hilluna, sem nokkrir blómsturpottar stóðu á. Þeir tæmdu nú blómsturpottana og fundu hvorki meira né minna en tíu þúsund gyllini. En þegar Slóri sá þetta brast hann í grát og skrækti hátt. Svo mjög var hjarta hans bundið þessum Júdasar- peningum. Síðan þreif hann til pottanna, og þegar einn þeirra féll á gólfið og brotnaði va.lt heil hrúga af peningum út um allt her- bergíð. Fimmtudagur 18. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Fjölþæitar atvinimframkvæmdir í Hafnarfirði Samvinna verklýSsflokkanna hefur gefizt vel og nýfur stuSnings allrar alþýSu Um þessar mundir er mikið rætt og ritaö um samvinnu verklýðsflokkanna. íhaldið.hælist um yfir því að vinstri öflin séu svo sundruð að þau geti ekki komiö sér saman um neitt og sækir daglega röksemdir til Alþýðublaðsins, þar sem samvinna við sósíalista er, talin til höfuöglæpa. Þaö er því vert að minna á að verklýðsflokkarnir í Hafn- arfiröi hafa haft með sér hina nánustu samvinnu um málefni bæjarfélagsins meginhluta þessa árs og rekja að nokkru hvernig hún hefur gefizt. búið að fá fjárfestingarleyfi fyr- ir hénni og verður hafizt handa þegar er útboðslýsing er fengin. Ennfremur er bærinn búinn að kaupa lóð undir íþróttahús, hefur sótt um fjárfestingarleyfi og verður bygging hafin þegar er það er fengið. Þjóðviljinn hefur snúið sér til aðalfulltrúa Sósíalistaflokksins í þessu samstarfi, þeirra Kristj- áns Andréssonar bæjarráðs- manns og Geirs Gunnarssonar skrifstofustjóra hjá bænum, og spurt þá hvernig samvinnan hefði gengið. Þeir minntu á að gerður hefði verið málefnasamningur í upphafi, og hófst hann á þessa leið: „Alþýðuflokkurinn og Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósíal- istaflokkurinn í Hafnarfirði hafa ákveðið að ganga til sam- vinnu um stjórn bæjarmála Hafnarfjarðar á því kjörtíma- ■þili sem nú er að hefjast og vinna í sameiningu innan bæjar- stjórnar og utan og leita jafn- framt til þess fulltingis verk- lýðsfélaganna í bænum“. Málefnasamningurinn hefur Gatnagerðin Ráðizt hefur verið í stórfram- kvæmdir í götugerð. Hefur hluti af Reykjavíkurveginum verið lækkaður um meira en metra og búinn undir malbikun, en ekki var hægt að ráðast í hana í haust vegna veðurs. Verður því verki haldið áfram næsta vor, og jafnframt verður unnið að því að malbika Strandgötuna. Hafa samningar tekizt við ríkið um að það greiði malbikunina sem bætur fyrir allt það slit sem Þannig á sambýlishúsið nýja, sem Hafnarfjarðarbœr er að byggja, að líta út. fiskiðjuveri og standa þau mál nú þannig að Bæjarútgerðin er búin að sækja um fjárfestingar- leyfi og að maður hefur verið sendur utan á hennar vegum til að athuga lánsmöguleika, en þeir virðast vera góðir. Stendur nú aðeins á leyfi ríkisstjórnarínnar fyrir því að leita megi endan- legra samninga um lántökuna, og vænta Hafnfirðingar þess að það fáist skjótlega. Þá eru ýmsar aðrar nýjungar á döfinni hjá Bæjarútgerðinni bæði í rekstri og framkvæmdum fyrirtækisins. v Höfnin Meirihlutinn var búinn að út- vega brezkt lán til kaupa á einu Olíuskip við nýju bryggjuna; hvergi annarstaðar á landinu geta 20.000 tonna skip athafnað sig . •verið birtur í heild hér í blað- inu, og þegar í upphafi voru undirhúin skipuleg störf til að framkvæma hann. Er nú bezt að láta störfin tala: Byggingarmál Fyrsta verk hins nýkjörna •meirihluta var að hefja fram- kvæmdír við Verkamannaskýlið, og hefur það starf allt verið unnið í nánasta samráði við verklýðsfélögin. Var verka- mannaskýlið komið í verstu nið- urníðslu — ekkert hafði verið lagfært þar frá því í upphafi að húsíð var byggt — en nú er lokið gagngerðum breytingum og viðgerðum, auk þess sem keypt hafa vei'ið ágæt húsgögn, f jögurra manna borð og stólar. Þá hefur bæjarstjórnin ráðizt í að láta byggja 12 íbúða sain- býlishús handa húsnæðislausu fólki. Verða íbúðirnar seldar fullgerðar á kostnaðarverði og fást % hlutar kostnaðarins sem lán. Áætlað er að þessu'm bygg- ingum verði síðan haldið áfram koll af kolli og hefur þeim verið ætlað sérstakt hverfi. Jafnhliða þessu hefur bærinn aðstoðað menn við að fá lán til að kaupa og byggja íbúðir og gengið í á- byrgð fyrir þá. Lengi hefur skort bókasafns- byggingu í Hafnarfirði, en nú er stafar af umferðinni til Suður- nesja. Jafnframt hefur bæjarstjórn- in fengið því framgengt að ríkið hefur tekið að sér að leggja veg til Suðurnesja fyrir utan bæinn, þannig að bæjarbúar losni við hina hvimleiðu flutninga til her- námsliðsins á skotfærum og öðr- um hergögnum. I þessu sambandi ber og að geta þess að bærinn hefur átt frumkvæði .að fegrun ýmissa lóða í miðbænum, þannig að ýmsir staðir hafa tekið miklum og ánægjulegum stakkaskiptum, og verður því verki haldið áfram næsta sumar. Bæjarútgerðin Eitt mesta nauðsynjamál Hafnfirðinga er að Bæjarútgerð- in komi upp fiskiðjuveri ásamt ísframleiðslu. Bæjarútgerðin hef- ur þrjá togara og er mestallur aflinn verkaður innanlands. Hefur verið mjög erfitt og óhag- kvæmt fyrir útgerðina að vera upp á einkafyrirtæki komin um það að breyta aflanum í verð- mæti. Hefur oft orðið að láta landa víðsvegar utan bæjarins, þar sem fyrirtæki einstaklinga í Hafnarfirði hafa ekki getað afkastað nægilega miklu. f málefnasamningnum var á- kveðið að bærinn kæmi upp Þá hefur verið unnið að því að undirbúa væntanlega salt- vinnslu þar á staðnum, en áætl- anir um það efni hafa áður ver- ið raktar hér í blaðinu. Er strandgæzlan nú að rannsaka saltið í sjónum fyrir utan Krísu- vík og til stendur að gera frek- ari jarðboranir á vegum salt- vinnslunefndar, auk þess sem bæjarstjórnin er að Ieita fyrir sér um erlenda lántöku til salt- vinnslunnar. Skattamál Á þessu ári ákvað meirihlut- inn að afnema fasteignaskatt af öllum húsum sem einvörðungu eru notuð til íbúða, og er það veruleg hjáip fyrir fátæka hús- eigendur. Þá voru útsvörin einn- ig lækkuð um 16.5% frá árinu áður — nema veltuútsvar sem var hækkað um 50%. Hér hefur verið rakið nokkuá af því sem þeir Kristján og Geir höfðu að segja um fram- kvæmdir verklýðsflokkanna í Hafnarfirði, og að lokum eru þeir spurðir hvernig samvinnail hafi gengið: — Þetta er í fyrsta skipti um langt skeið sem verkalýður Hafnarfjarðar stendur óskiptur að stjórn bæjarmálanna. Hafn- firzk alþýða tók þessu samstarfi fagnandi og væntir sér mjög mikils af því. Nú þegar hefcrr sannazt að sá áróður íhaldsirrs er marklaus að vinstri öflin geti ekki unnið saman. Og sá árang- ur sem náðst hefur mun aukast og margfaldast ef hafnfirzk al- þýða leggur áfram áherzlu á það sem sameinar. innrásarkeri í viðbót til þess að ljúka að fullu lengingu suður- garðsins og semja um kaup á því. En þegar til átti að taka voru innrásarker þau sem eftir voru óseld svo brotin, að ekki var hægt að flytja þau til lands- ins. Er ekki enn ákveðið hvert nú verði leitað í staðinn. Á þessu ári hefur höfnin verið dýpkuð og byggð ný bryggja sem nægir til þess að 20.000 tonna olíuskip getur lagzt að hafnargarðinum — en slík að- staða er hvergi til annarstaðar á landinu. Þá hefur verið byggð stór og myndarleg vör fyrir smábáta, svo að aðstaða þeirra er ger- breytt og fyrirhugað er að koma upp smábátabryggju í svokall- aðri Helluvör. Þá er verið að ganga frá kaup- um á landareignum legatssjóðs Flensborgarskólans, en það er hálf jörðin Hvaleyri ásamt upp- landi, og mun það stórbæta at- hafnaskilyrðin við höfnina og færa nýja möguleika. Krísuvík Á þessu ári voru fullræktaðir 18 hektarar lands og settur upp vísir að fjárbúi með því að kaupa þangað 100 gimburlömb, auk þess sem grdðurrækt hefuc haldið áfram. Fyrsta skálaferð Fylkiogarinnar Á laugardaginn kemur efnir Æskulýösfylkingin í Reykjavík til fyrstu feröarinnar á vetrinum í skíðaskál- ann. Veröur myndarleg kvöldvaka í skálanum á laug- ardagskvöldiö og er öllu æskufólki heimil þátttaka í feröinni. Sem kunnugt er er skíðaskáli ÆFR mesta ágætishús, þar sem möguleiki er á að halda uppi heilbrigðum skemmtunum. Fylk- ingarfélagar hafa mikinn hug á að halda uppi blómlegu skála- starfi í vetur, og hefur stjórn son). 2. Spurningaþáttur. 3. Söngur (dúett). 4. Upplestur* (Ingibjörg Ingimarsdóttir). 5.. Myndasýning frá sumarferða-* lögum Fvlkingarinnar og Ósló— mótinu (Ölafur Thorlacíus er* sýningarstjóri). 6. Skemmti** ÆFR nýlega valið eftirtalda fé- laga til að skipa skálastjórnina í vetur: Einar Gunnar Einars- son, formaður, Guðríður Guð- mundsdóttir, varaform., Karl Árnason, ritari, Ingibjörg Ingi- marsdóttir, gjaldkeri, Magnús Sigurjónsson, meðstjórnandi og varamenn: Ólöf Hraunfjörð og Guðmundur Hallgrímsson. Hin nýja skálastjórn hefur nú undirbúið fyrstu ferðina á vetrinum og verður lagt af stað fra Þórsgötu 1 kl. 6 nk. laugar- dag. Þá um kvöldið verður efnt til kvöldvöku og verður þetta til skemmtunar: 1. Frá- sögn frá Italíu (Jón Roðvars þáttur (Jóhannes Jónsson). 7« Dans (harmonika). Ennfremur verður fjölda- söngur og fleira til dægrastytt- ingar. — Þútttaka í ferðinni sé tilkynnt sem fyrst á skrifstofu ÆFR, Þórsgötu 1, opin kl. 6-7. Sími 7512. Melkorka Framhald af 12. síðu. nova, Harmsaga um hangikjöl eftir Álfheiði Kjartansdöctut Um snyrtingu, eftir önm Helgadóttur, Kvöld, saga, efti Tove Ditlevsen, o. fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.