Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN (5 Á að taka í taumana Allsherjarverkfal I í Marokkó í dag 'Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur skipað Lawton Coll- ins hershöfðingja, fyrrverandi forseta bandaríska herráðsins, persónulegan fulltrúa sinn í Indó Kína. Fréttaritari Keuters í Saigon, liöfuðborg , yfirráðasvæðis Frakka í Viet Nam, segir að erindi- Collins sé íyrst og fremst að reyna að 'sameina hin and- kommúnistísku öfl í landinu, en forsætisráðlierrann, yfir- liershöfðinginn og þrír trúflokk ar liver með sinn einkaher liafa legið í stöðugum illdeiium síð- ustu þrjá mánuði. Þegar Eisenhower ákvað að senda Collins til Indó Kína lýsti hann yfir, að hann myndi fá vald til að samræma starfsemi alla bandaríska stjórn arstofnana þar í landi. f ~ " ~rt Ættin fær Fyrir utan múra Marrakeshborgar. Frakkar hafa gert sitt bezta til að hindra alla frampróun í Marokkó, íbúar landsins fá enga hlutdeild í auðcefum pess. Leppur Frakka, pashann af Marrakesh, E1 Glaoui Landflótta soldán, Múhameð Sidi ben Jússef loks npp- reisn Mountbatten jarl, síðasti varakonungur Bretlands í Ind- landi, hefur verið útnefndur yfirforingi brezka flotans. Með þessari útnefningu hef- tir fjörutíu ára gamall draum- ur Mountbattens rætzt. Árið 1914 var nefnilega föður hans, von Battenberg, vikið úr em- bætti yfirflotaforingja, vegna þess að urgur var í Bretlandi gegn því að hafa mann af þýzkum ættum í slíkri stöðu eftir að stríð var hafið milli Breta og Þjóðverja. Sagnfræð- ingar hafa síðan komizt að þeirri niðurstöðu, að vön Batt- enberg hafi átt manna mestan þátt í því, hve vel brezki flot- inn var við stríðinu búinn. Mountbatten enskaði nafn sitt og hefur alla ævi stefnt að því að komast í stöðuna sem föður hans var vikið úr að ósekju. Winston Churchill var flotamálaráðherra þegar von Battenberg lét af embætti, og nú er það hann sem skipar son hans í sama starf. Frelsishetjan, Ali Jata, leiðtogi komm- únista í fangelsi 1 dag hefst verkfall i Marokkó til að mótamælE, gerræðisstjórn Frakka í landinu. Dagur- inn í dag var valinn ti) minningar um að þann dag tók Múhameð Sid: ben Jússef við soldáns- tign í landinu, en settu Frakkar af í fyrra og fluttu nauðugan í út- legð. Tíu tíma á dag prœla Marokkóbúar í námum Frakka. Land peirra er auð- ugt, par er unnið kobalt, fosfat, kopar zink, blý, kol, gull, grafít, antímon 7. áfrýjun dauðadóms hafnað Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur í sjöunda skipti neitað að leyfa fanganum Caryl Chessman um leyfi til að á- frýja dauðadómi, sem kveðinn var upp yfir honum fyrir sex árum. Chessman hefur gerzt rithöf- undur í fangelsinu og út er komin eftir hann bókin Deild hinna dauðadæmdu, sem orðið hefur metsölubók í Bandaríkj- unum. Hann heldur því fram að hann hafi verið dæmdur saklaus. 110 daga innisetuverkfall í *<L/ brennisteinsnámu á Sikiley 210 námsmenn berjast íyrir atvinnu sinni Síöan um mitt sumar hafa 210 námumenn í Giaval- otta á Sikiley ekki litiö dagsins ljós. Þeir hafast viö niöri á botni 300 metra djúprar brennisteinsnámu. Liðnir eru 110 dagar síðan þetta einstæða innisetuverkfall hófst. — Námueigendurnir til- 98 af hverjum 100 Frökkum andvígir Parísarsamningum 98 af hverjum 100 Frökkum, sem undanfarið hafa ver- iö spuröir um álit sitt á samningunum um endurhervæö- ingu Vestur-Þýzkalands í sambandi viö undirskrifta- söfnun, sem franska friöarhreyfingin gengst fyrir, hafa lýst yfir andstöðu við hervæðinguna. Franska friðarráðið tilkynnti á vopnahlésdaginn 11. nóvem- ber, þegar liðin voru 36 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldar, að þá hefðu meira en milljón Frakk- kynntu verkamönnum að þeim yrði flestum sagt upp atvinn- unni, vegna þess að loka ætti námunni. Þá ákváðu námu- mennirnir að yfirgefa ekki vinnustað sinn fyrr en námu- eigendurnir hefðu gefið bind- andi loforð um að náman yrði rekin áfram. Konur og börn námumanna hafa staðið vörð til skiptis við námuopið dag og nótt síðan innisetuverkfallið hófst. Hafa þau rennt mat og drykk niður til námumannanna í köðlum. I síðustu viku hófu 10.000 verkamenn í öðrum brennisteins námum á Sikiley samúðarað- gerðir með stéttarbræðrum sín- um í Giavalotta. I 360 brenni- steinsnámum voru menn skip- aðir til að standa táknrænan verkfallsvörð enda þótt unnið væri að vanda. Þetta tiltæki er hugsað sem aðvörun til atvinnu rekenda, um að til allsherjar vinnustöðvunar kunni að koma ef ekki er sinnt kröfum námu- mannanna í Giavalotta. 10 sekúndna stornmi' olli stórtjóiftl Fjórir menn drukknuðu og 50 meiddust verulega þegar stormsveipur fór yfir héraðið Castelo Branco í Portúgal á dögunum. Veðrið tætti þök af húsum, felldi múrveggi og jafn- vel benzíndælur. Ofviðri þetta stóð ekki nema tíu sekúndur. Hrísgrjónarækt í Austur-Þýzka- landi Fyrsta hrísgrjónauppskeran í Austur-Þýzkalandi hefur farið fram nálægt borginni Gera. Reynslan hefur sýnt, að hrís- grjón þurfa ekki sérstaklega mikinn hita nema á stuttu tíma- bili vaxtartímans og nú er verið að leita að tegund sem sé árviss svona norðarlega. ar undirritað mótmælin gegn Parísarsamningunum, enda þótt undirskriftasöfnunin sé á byrj- unarstigi. Um allt Frakkland voru á vopnahlésdaginn haldnir fund- ir til að minnast hinna föllnu úr tveim .heimsstyrjöldum og mótmæla ráðagerðunum um end- urhervæðingu Þýzkalands, sem tvívegis á einum mannsaldri hef- ur ráðizt á Frakkland. 118 prófessorar á móti Meðal annars voru haldnir mót mælafundir í öllum háskólum Frakklands, þ. á. m. í garði Svartaskóla í París. Bæði stúd- entar og háskólakennarar tóku þátt í fundunum. Til þessara mót- mælafunda var boðað í bréfi, sem 118 háskólaprófessorar höfðu undirritað. f því voru franskir menntamenn og öll franska þjóð- in hvött til baráttu gegn endur- vopnun Þýzkalands. Stúdentafé- lög sósíaldemokrata og kommún- ista lýstu yfir stuðningi við bréf- ið og stóðu fyrir mótmælafund- unum. Blöð í Vínarborg skýra frá því að bandarískur liðþjálfi, William Clayton Turner að nafni, hafi leitað ásjár hjá heryfirvöldum Sovétríkjanna sem pólitískur flóttamaður. Turner kvaðst ekki sjá neina ástæðu til að berjast við Sov- étríkin en að því hlyti að draga ef Vestur-Þýzkaland, Spánn og Japan yrðu hervædd fyrir bandariskt fé. Brezk skáld mót- niæla ritskoðun Sjö af kunnustu rithöfund- um Bretlands hafa mótmælt því, hvernig lögin um bann við útgáfu klámrita eru' fram- kvæmd. Krefjast þeir þess að „menn pennans fái frelsi til að lýsa lífinu óg veruleikan.um undandráttarlaust.“ Að kröf- unni standa þeir Somerset Maugham, Bertrand Russell, sir Harold Nicholson, Philip Gibbs, J. P. Priestley, Compton Mackenzie og H. E. Bates. í bréfi til Timcs saka þessir menn yfirvöldin um að reyna að koma á „lögregluritskoðun“ á öllu prentuðu máli í Bret- landi. Benda þeir á fjölda mál- sókna gegn valinkunnum útgef- endum, fyrir að gefa út bækur þar sem berlegar var talað um samlíf kynjanna en viðeigandi þótti á Viktoríutímabilinu. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.