Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 12
Fiim islenzkir fuHtrúar á fisndi
p
i
í gær fóru héðan með Eddu þrír fulltrúar á fund
heimsfriðarráðsins í Stokkhólmi, en auk þeirra eru tveir
þegar komnir til Stokkhólms og verða fulltrúar íslands á
fundinum því fimm.
Þeir sem lögðu af stað í gær
voru frú Sigríður Eiríksdóttir,
Magnús Torfi Ólafsson blaða-
maður og Sigurður Brynjólfs-
son. Þeir tveir fulltrúar sem
komnir voru til Stokkhólms áð-
Hver græðir á
Framsóknar-
biikkhólkum?
Árangurinn af „endur-
skoðun" Framsóknarflokks-
ins á hernámssamningnum, er
átti að leiða til þess að uppi-
vaðsla og flækingur hersins
utan flugvallarins hætti
varð hins vegar sá að Suð-
urnes væru gerð að enn
meira forréttindasvæði fyrir
herraþjóðina en var fyrir
endurskoðunina. Árangur
,,endurskoðunarinnar“ varð
sá að nú þurfa fslendingar
vegabréf til að fara um sitt
eigið land!
Síðustu vikurnar hafa
verkamenn suður á Kefla-
víkurflugvelli verið látnir
leysa út hin nýju vegabréf
með 20 kr. Þegar Hamilton
á sínum tíma tók upp þann
sið að spjaldmerkja íslend-
inga eins og sláturfé
hundskaðist jafnvel þetta
alræmda félag til þess að
láta passaspjöldin ókeypis.
Nú eru verkamenn hins-
vegar látnir fá Framsóknar-
blikkhólk fyrir 20 kr.! Og
það sem meira er; verka-
ínenn liafa ýmsir verið láth- v
ir greiða Framsóknarblikk-
hólkinn fyrst og síðan sagt
u-'p vinnunm!
Máske er
þetta einn liðurinn í hinni
alkunnu herferð Rannveigar
gegn fjárplógsstarfsemi.
ur eru Haildór Kiljan Laxness
og Elías Mar.
Fundur Heimsfriðarráðsins
hefst á morgun og stendur til
23. þm. Fyrsta mál á dagskrá
fundarins er öryggismál Evr-
ópu, ennfremur hindi’un endur-
hervæðingar Þýzkalands, af-
vopnunin ofl. mál.
Erindi ións Helgasonar um íslenzku
handritin í Árnasafni
Aðgöngumiðasala hefst í dag
Jón Helgason prófessor flytur tvö erindi um íslenzku
handritin í Árnasafni og sýnir skuggamyndir af hand-
ritum, rithöndum og skjölum. Verður fyrra erindið á
sunnudaginn kemur.
ÞlðÐVIUIN
Fimmtudagur 18. nóvember 1954 — 19. árg. — 263. tölublað
Biíreiðarsljérinn var sýknaður aí
ákæru ui ólöglega áfengissilu
Mál hafði vedð höfðað gegn homim vegna
kæm tveggja óeinkennisklæddra
lögreglumanna
í gær kvaö' Hæstiréttur upp dóm í máli, sem ákæru-
valdiö haföi höföaö gegn leigubílstjóra einum hér í bæ
fyrir ólöglega áfengissölu. Var bílstjórinn sýknaður af
ákærunni. • II
Sala aðgöngumiða að erind-
um þessum hefst í dag í bóka-
verzlun Máls og menningar og
hjá Sigfúsi Eymundsen. Þar
sem vænta má að aðsókn að
erindum þessum verði mikil
ættu þeir sem hlusta ætla ekki
að draga það að kaupa miðana.
Bandarikja-
stjórn hófar
Bandaríkjastjórn ítrekaði í
gær orðsendingu sína til sovét-
stjórnarinnar vegna þess atburð-
ar er bandarísk flugvél var
skotin niður nálæ-gt _ Japan.
Játar Bandaríkjastjórn að
eyjar þær sem flugvélin var yf-
ir séu undir rússneskri stjórn,
en heldur því fram að þær séu
japanskt land.
Er krafizt skaðabóta og refs-
ingar þeirra sem skutu flugvél-
ina niður og hótað „vopnavernd“
bandarískra flugvéla framvegis
ef ekki verði eftir þessu farið.
Charles Bohlen, sendiherra
Bandaríkjanna í Moskvu, hefur
verið kvaddur heim til viðræðu
við stjórnina í Washington.
Fyrra erindi Jóns verður sem
fyrr segir í Gamla bíói á sunnu-
daginn kl. 3 e.h., en hið síðara
þriðjudaginn 23. þm kl. 7 síð-
degis.
Málið var höfðað vegna kæru
tveggja lögreglumanna, sem
kváðust hafa keypt eina flösku
af ákavíti af bílstjóranum hinn
19. nóv. 1953. Lögreglumennirn-
ir báru að þeir hefðu verið ó-
einkennisklæddir þetta um-
rædda kvöld kl. 22 og tekið
þá bifreiðina R-3101 á leigu,
þar sem hún stóð við bílasíma
Hreyfils á horni Lönguhlíðar og
Miklubrautar. Er þeir voru
setztir inn í bílinn kvaðst ann-
Virðulegar umræður á Alþingi:
Jóhann Hafstein ofl. stjórnar-
þtngmenn rœða spillingar-
kerfl stjórnarflokkanna
Þingmenn stjórnarflokkanna áttu 1 dálítið óvenjuleg-
um umræðum á Alþingi í gær, er rædd var áróðurstil-
laga frá íhaldsþingmönnum um „frjálsan" innflutning
á bílum.
Nýtt hefti af Melkorku komið át
Þetta kvennatímarit heíur nú komið
útí 10 ár
Út er komið nýtt hefti af Melkorku, tímariti kvenna
og er það lokahefti 10. árg. í full tíu ár hefur Melkorka
veriö málsvari fyrir réttinda- og hagsmunamál íslenzkra
kvenna.
Auk réttindamála kvenna
hefur Melkorka flutt mikið
efni um friðar- og menningar-
mál yfirleitt og unnið maklegar
Og sívaxandi vinsældir og er
full ástæða til að þakka kon-
unum sem að þessu hafa unn-
ið og óska þeim til hamingju
með afmælisbarnið.
Undanfarið hafa komið 3
hefti af Melkorku á ári og
bíða konur hvers heftis með ó-
þreyju. 1 síðasta heftinu er
rn.a. þetta efni: Hvít jól, kvæði
eftir Sigríði Einars frá Mun-
aðarnesi. Er húsmóðurstaðan
einskisvert starf? eftir Önnu
Sigurðardóttur, Vinstri stefna
í þágu almennings, eftir Nönnu
Ólafsdóttur. Einstæður og á-
nægjulegur atburður í lífi
mínu, viðtal við Sigríði Eiríks-
dóttur um för hennar til Sov-
étríkjanna á s.l. sumri, Barátt-
an gegn hasarblöðunum, Hvað
er að gerast úti í heimi? eftir
Þóru Vigfúsdóttur, Búum til
jólagjafirnar úr basti, eftir
Guðrúnu Jónasdóttur, Sovét-
listdansarinn Irína Thikomír-
Framhald á 3. síðu.
Tók Jóhann Hafstein og fleiri
þingmenn stjórnarflokkanna
undir þá ádeilu sem sósíalistar
hafa flutt árum saman á spill-
inguna sem Sjálfstæðisflokkur-
inn og Framsókn hafa komið á
í viðskiptalífi landsins, og sýndi
fram á hvernig úthlutun bíla-
leyfa hefði t.d. verið stórlega
misnotuð. Hins vegar varði Jó-
hann hið nýja helmingaskipta-
fjárhagsráð Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknar á þá leið, að
þó settir hefðu verið „tveir
englar“ til að úthluta bílaleyf-
um, hefðu „þeir góðu menn,
eða verur“ ekki getað það
skammlaust, svo ranglátt og
vitlaust væri kerfi það sem
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sókn hefðu komið á.
Gísli Jónsson hellti úr skál-
um reiði sinnar yfir SlS, sem
hefði sölsað til sín bróðurpart-
inn af bílainnflutningnum.
Jókst prúðmennskan orð af
orði. Ej’steinn Jónsson fjár-
málaráðherra likti Gísla við
Leitis-Gróu í buxum, en Ólafur
Thórs forsætisráðherra krafð-
ist þá þess að fá að vita hvort
sú kvenpersóna hefði ekki
gengið í buxum áður. Kvaðst
«>
-<S>
Kvöldskóll olþýðu
Innritun í skólann heldur áíram í dag
klukkan 8.30 til 9.30 í Þingholtsstræíi 27,
annarri hæð, gengið inn frá Skálholtsstíg.
Á morgun er síðasti innritunardagur
'Eysteinn ekki geta svarað því,
en hitt sæju allir að Gísli, hin
nýja Leitis-Gróa, væri ekki í
pilsi.
Gísli bað Eystein hins vegar
að reyna að aga þingmenn
Framsóknar svo að þeir væru
ekki að stinga augun úr sam-
starfsflokksmönnum í Sjálf-
stæðisflokknum. (Hann sagði
ekki ,,kroppa“).
Eysteinn sagði allt tal og
tillögur Sjálfstæðisflokksins
„látalæti og hókuspókus".
Fátt komst að af viti innan
um þessar virðulegu umræður,
en margir þingmenn voru á
mælendaskrá er umræðunni var
frestað.
Þegar gefið mikið
af heyjum
Húsavík. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Veður hafa verið vond og
hörð í haust og vetur, snjóar
miklir og komu snemma, telja
menn að fara þurfi allt aftur
til ársins 1918 til að finna hlið
stæðu þess að snjóar og harð-
indi hafa komið jafn snemma
og nú.
Um alllangan tíma hafa hag-
ar verið slæmir og jafnvel hag-
leysa og er þegar búið að gefa
allmikið af heyjum.
Afli hefur verið sæmilegur
í haust þegar gefið hefur, en
gæftir hafa verið mjög stopul-
ar.
ar lögreglumannanna hafa beð-
ið bifreiðastjórann að selja sér
eina heilflösku af ákavíti. Síð-
an hafi verið ekið að ákveðnu
húsi hér í bænum og þar hafi
bílstjórinn selt flöskuna á 120
krónur. — Lögreglumennirnir
slepptu síðan bifreiðinni og rit-
uðu sinn í hvoru lagi hjá sér
númer hennar og önnur atriði
er máli skiptu, og merktu flösk-
una. Daginn eftir gáfu þeir
Erlingi Pálssyni, yfirlögreglu-
þjóni, skýrslu um áfengissölu
þessa, en lögreglumennirnir
voru sendir út af örkinni til að
kaupa vín af leigubílstjórum, í
því skyni að kæra þá síðan
fyrir áfengissölu.
Fyrir dómi héldu lögreglu-
mennirnir fast við þennan fram-
burð en treystu sér ekki til
að þekkja aftur bifreiðarstjór-
ann á R-3101 né lýsa útliti
hans. Bílstjórinn kvaðst hafa
verið við akstur bifreiðarinnar
R-3101 um kvöldið 19. nóv. en
harðneitaði því að hafa það
kvöld né endranær selt áfengi.
Héraðsdómarinn taldi sannað
að bifreiðarstjórinn hefði selt
lögreglumönnunum tveim hina
umræddu áfengisflösku og því
þrotið gegn 15. gr. sbr. 33. gr.
áfengislaganna, og dæmdi hann
i 3000 króna sekt til menning-
arsjóðs.
I Hæstarétti urðu úrslit allt
önnur eins og áður var sagt.'
Segir svo ma. í hæstaréttar-
dóminum: „Þau tvö vitni, sem
getur í héraðsdómi, hafa stað-
fest fyrir dómi, að þau hafi
keypt eina áfengisflösku af
stjórnanda bifreiðar, er hafi
borið einkennismerki R-3101.
Ákærði var eigandi og ökumað-
ur bifreiðar þeirrar, sem ber
þetta merki, á þeim tíma, er
hér skiptir máli. Hann hefur
ætíð syniað þess að hafa selt
framangreindum vitnum áfengi.
Hið eina atriði, sem ber bönd-
in að ákærða um áfengissölu
þessa, er nefnd tilgreining vitn-
anna á einkennismerki bifreið-
ar hans, þar sem téð vitni hafa
lýst því, að þau geti ekki þekkt
ökumann bifreiðarinnar aftur,
og á annan hátt hefur ekki
verið tryggð sönnun þess, að
ákærði hafi verið bifreiðar-
stjóri sá, er vitnin áttu skipti
við. Áð svo vöxnu máli þykir
gegn eindreginni neitun akærða,
viðurhlutamikið að te’ja fram
komnar nægar sönnur fyrir
sekt hans. Verður j ví að sýkna
ákærða af kröfum ákæruvalds-
ins í máli þessu og leggja allan
sakarkostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti á ríkissjóð. . .
UndlrskrifíS kröfuna um uppsögn herverndarsamningsins