Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 18. nóvember 1954 var gömul sveitakii'kja, staösett þar sem dalurinn Stigamaðurimi-------------------------------------- Eftir Giuseppe Berto s__________________________—--------- 55. dagur „Það er einmitt þa'ð sem ég á við. Hvers vegna get ég : ekki gert þaö sem hann gerir, Miliella. Ég gæti verið hjá ykkur, og ef einhver þyrfti aö fara meö þér á einhvern staö, þá .gæti ég gert það.“ 1 Hún brosti til mín, því að hún tók orð mín ekki alvar- lega. „Því ekki þaö? Er ég ekki nógu stór?“ „Af því aö þú yrðir að vera á ferli jafnt á nóttu sem degi, fara aftur á bak og áfram um þorpin og eftir tvo daga myndi lögreglan vera farin að njósna um hvert þitt fótmál.“ „Og njósnar lögreglan ekki um ferðir hans?“ 1 „Hann á unnustu uppi í fjöllunum og þeir halda að hann sé að finna hana. Þess vegna náðum við í hann til að hjálpa okkur. En enginn má vita það. Ef þú hittir hann á götunni verður þú að láta sem þú þekkir hann ekki.“ „Gott og vel, ég skal gera það,“ sagði ég. Og þetta umræðuefni var einnig þrotið og ég vissi ekki hverju ég ætti að finna upp á til aö fá hana til að tala. Að ofan heyrðist ekkert hljóð. Þetta tók alltof lang- an tíma og ómögulegt að geta sér til hvers vegna. Og við biðum þegjandi. Loks heyrðist fótatak, en það var aðeins einn sem kom niður stigann. Og það var móðir okkar; við vissum það áður en hún kom í ljós. Hún kom inn í eldhúsið, reyndi hvað hún gat til að bera sig vel. En ég sá að hún grét, því aö ég hafði fyrr séð hana gráta hljóðlaust. Miliella laut höfði. Hún skildi líka að faðir okkar hafði neitað að koma. „Þú skalt fara til hans,“ sagöi móðir mín. „Hann er að gráta.“ Við heyrðum hana ganga hægt upp stigann. Og svo var þögn. Móðir mín hreyfði sig ekki; hún stóö kyrr á sama stað og vissi ekki hvert hún átti að horfa. Og ég sat álútur og hugsaði um þá óendanlegu sorg sem hlaut ^ að leynast bakvið tár föður míns. Ég hafði aldrei séö hann gráta. En hvaða þýðingu hafði það fyrir hann aö gráta? Hann losaði sig ekki við beizkjuna. Og það var honum að kenna aö þessi stutta heimsókn Miliellu skyldi verða svo ömurleg. Móðir mín hreyfði sig eftir andartak og fór út um dyrnar sem lágu að stiganum. Ég hélt að hún ætlaði inn til þeirra til að hjálpa þeim. En hún kom aftur nið- ur rétt strax með kassann sem vetrarföt Miliellu voru í. Hún lagði þau á borðið og fór að brjóta þau vandlega saman; og ég fann ekki einu sinni til meöaumkunar með henni. Hún leitaöi enn huggunar í því að hand- fjatla þessar flíkur sem misst höfðu það gildi sem von- in hafði veitt þeim. Ef til vill var hún í rauninni kom- in úr sambandi við tilveruna. Miliella kom til baka með þurra hvarma og hörkuleg- an svip. Það var ekkert hægt fyrir hana að gera; hún kærði sig ekki um samúð. „Það er orðið áliðið,“ sagði hún. „Við verðum að fara.“ Þá tók hún eftir hvað móðir mín var að gera. „Láttu þetta eiga sig, mamma. Ég get ekki tekið þaö með mér.“ „Það kemur bráðum vetur,“ sagöi móðir mín. 1 „Ég get ekki tekið það með mér, mamma. Þegar þar að kemur sendi ég einhvern eftir því.“ „En kápan, taktu að minnsta kosti kápuna með þér.“ „Ó, mamma, ég get ekki gengið um í fjöllunum í rauöri kápu. Hafðu engar áhyggjur, mamma. Ég hef allt sem ég þarfnast.“ Móðir mín varð að sætta sig við að leggja kápuna frá sér aftur á borðið. „Elsku barniö mitt, hamingjan má vita, hvers konar lífi þú lifir. „Það er oröið áliðið, mamma, sagði Miliella. Hún var áköf í að komast burt, .þegar henni var orðið ljóst að heimili hennar stóð henni ekki lengur opið. : Enn var tunglsljós úti. Víðsvegar mátti heyra hunda- gelt. Fólk hlaut að vera á ferli í nágrenni þorpsins — éf til vill menn Michele Rende. Miliella hlustaði andar- tak. Svo gengum við inn í skuggana við olívutrén. Við urðum að þræða okkur áfram eftir fáförnum Stíg og það var löng leið til Madonna delle Timpe. Þetta þrengdist og skógurinn óx alveg niður í dalbotn. Hún var í eyði og svo gömul að hún var komin að hruni. Engar guðsþjónustur voru haldnar í henni lengur, ekki einu sinni á mestu hátíðisdögum. Klukkan sló þegar við vorum fyrir neðan Guarna. Við gátum ekki flýtt okkur, vegna þess að götumar voru torfærar og móðir okkar var með okkur og oft þurfti að hjálpá henni. Það kom í minn hlut að aðstoða hana, en Miliella hafði gát á því að enginn kæmi okkur á óvart. Hún lét okkur nema staðar öðru hverju, með- an hún hiustaði. Ékkert heyrðist nema hundageltið og nú var líka hægt að heyra kvak í fugli, snöggt, en endurtekið hvað eftir annað. „Heyrirðu hvernig hund- arnir gelta,“ hvíslaði ég aö henni. „Það er ef til vill vegna þess að presturinn er á ferð,“ sagði hún. „Höldum áfram, það er engin hætta á ferð- um.“ Við gengum rólega áfram á eftir henni, því að hún var svo örugg aö hún rak allan ótta á flótta. Smám saman fjarlægðist hundageltið og það virtist líka draga úr því. En kvakiö í fuglunum hélt áfram fyrir framan okkur og nú var það nær. Sennilega voru þetta tveir fuglar að kallast á. Við endann á stígnum, þar sem hann sameinaðist múldýraslóðinni sem lá heim að kirkjunni, beið maður eftir okkur. Hann hafði bundið klút um andlit sér, en ég þekkti hann af vaxtarlaginu og röddinni. Það var Giacomo De Luca. Hann talaði við Miliellu lágri röddu. Hann sagði að presturinn væri kominn, en hann hefði strax orðið reiður yfir því að hann hefði verið blekkt- ur; því að þeir höfðu kallað hann undir því yfirskini aö deyjandi maður vildi láta þjónusta sig. Og hann hafði orðið reiður við Michele Rende, einungis vegna þess að hann var Michele Rende. Við héldum áfram og vorum að nálgast kirkjuna. Við vorum farin að heyra árniðinn í dalbotninum. Tunglið var farið að lækka á lofti og brátt hyrfi það. Michele Rende kom til móts við okkur fyrir framan kirkjuna. Hann hélt á vélbyssunni sinni. Hann sá að við vorum aðeins þrjú, en hann minntist ekki á það einu orði. f tunglsljósinu var hægt að sjá að hann brosti; og þó var ekki hægt að greina hvers konar bros það var. Án þess aö mæla orð lagði hann handlegginn utanuin mig og hélt mér þétt að sér meðan hann ávarpaði móö- ur mína. „Þakka þér fyrir aö þú komst,“ sagði hann við hana. Ekkert er skemmtilegra en hraustir og heilbrigðir krakk- ar eins og þeir sem myndin er af. En þeir eru líka í skemmti- legum fötum, fallegum og snotrum og hentugum um leið. Drengurinn og telpan eru bæði í fötum úr köflóttu efni með sokkasniði. Telpan er í pils- korni og buxum úr sama efni. Drengurinn er í skriðbuxum, sem eru mjög þægilegar, en þó OG GAMÞ+4 íri nokkur, sem var atvinnu- laus, fór um borð í skip eitt og bað skipstjórann að láta sig hafa eitthvað að gera. Já, sagði skipstjórinn og rétti íranum kaðalspotta — ef þú getur fundið fjóra enda á þessum kaðli, þá skal ég ráða þig- — Fjóra enda, herra minn, jú sjáðu til hér er nú einn end- inn, sagði írinn, og sýndi ann- an enda kaðalsins. Og þarna höfum við tvo, hélt hann á- fram og sýndi hinn endann — nú tveir og einn gera þrjá. Skipstjórinn brosti við og sagði: En ég vildi fá fjóra enda. Já sagði frinn — hérna sérðu þann fjórða, og um leið fleygði hann kaðlinum í höfn- ina og benti réttilega á að þar með væri kominn hinn fjórði endi þar sem væru endalok kaðalsins sjálfs. • Sagt er að Friðrik mikli hafi eitt sinn farið í heimsókn til fangelsisins í Potsdam. Hver fanginn af öðrum gekk þá fram fyrir hann og hélt á- kaft fram sakleysi sínu og kvaðst hver og einn hafa ver- ið dæmdur eftir röngum sak- argiftum. Loks hitti hann þó einn fanga, sem sagði: Ég er vissulega sekur og verðskulda refsingu. Friðrik mikli hringdi þá í skyndi á fangavörðinn og skipaði svo fyrir: Hleyptu þessum manni hérna sam- stundis burt áður en hann verður búinn að spilla öllum þessum saklausu sálum. má ekki nota þetta snið á of stór börn. Strax og drengur er orðinn svo stór að hann vill ekki skriðbuxnasniðið á að taka mót- mæli hans til greina. Þótt mömmunni finnist gaman að litla barnalega snáðanum þá má það ekki verða til þess að félagarnir fari að stríða hon- um. Handa yngstu börnunum er þetta snið aftur á móti til- valið. Bæði börnin á myndinni eru í hvítum, fínum blússum undir köflóttu fötunum og það er ljómandi fallegt, en dags dag- lega eru prjónapeysur heppi- legri og þær fara engu síður við köflótta efnið. liggnr ieiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.