Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 4
iftaaBeaaaBKSfiaacEacaRocBasaaiKSBiaaMftSft '4) _Þ.TÓÐVILJINN — Fimmtudagur '18. nóvember 1954 Óiafur Hvanndal, faðir íslenzkrar Hnoðaður mör : i Ólafur Hvanndal, faðir ís- lenzkrar prentmyndagerðar er til moldar borinn í dag. Hann var fæddur 14. marz 1879 og því á sjötugasta og sjötta ald- ursári er hann lézt 11. þm. Ólafur hefur komið mjög við sögu íslenzkrar biaðaútgáfu. Enda þótt hann legði fyrst stund á trésmíði réðist hann í það fyrstur íslenzkra manna að læra prentmyndagerð. — Árið 1908 hóf hann nám í prent- myndagerð í Kaupmannahöfn og ári síðar fór hann til Leip- síðustu árum getur gert sér ljóst hvílík bylting það var á sínum tíma að fá prentmynda- gerð inn í landið. Áður urðu blöðin að vera myndalaus eða fá prentmyndir erlendis frá. Hjá Ólafi Hvanndal lærðu starf sitt flestir þeir er nú vinna að prentmyndagerð hér á landi. Ólafur Hvanndal hafði mikið samstarf við íslenzka blaða- menn. Hann var maður glaður og reifur á hverju sem gekk, hjálpsamur, ósérhlífinn og þrautseigur er vann marga stund er aðrir sváfu. Fyrir hönd okkar Þjóðviljamanna færi ég Ólafi hinztu kveðju og þakkir fyrir vináttu hans og langt samstarf, sem gott er að minnast. — J. B. Skólavörðustíg 12, sími 1245 og 2108 *!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ! Til söla: I ■ « ■ « 1. Lítið einbýlishús í Kópavogi. : 2. Tveggja herberja kjall- i araíbúð í Hlíðunum. ■ ■ ■ ■ «« ■ Semja ber við ! Bagnar Ölaísson, hrl., j Vonarstræti 12. Odýrt! Ódýrt! j ■ ■ Haustvörurnar komn- i ■ ar, mikið vöruúrval. 1 ■ ■ ■ Gjafverð Vörnmarkaðurinn, Hverfisgötu 74: Ólafur Hvanndal zig og hélt áfram námi þar í hálft annað ár. Það var þó ekki fyrr en 1919 að hann hóf prent- myndagerð hér og olli því m.a. heimsstríð að vélarnar fengust ekki fyrr fluttar til landsins. Frá því ári og allt þar til hann lézt starfrækti Ólafur Hvann- dal prentmyndagerð. Flest ár- in á Laugavegi 1, nokkur ár á Akureyri, en fluttist svo aftur hingað til bæjarins með prent- myndagerð sína. Enginn sem alinn er upp á ..Röksemdsr” Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson skáld birtir í gær mjög sérkennilega grein í Morgunblaðinu. Segir hann par í upphafi að rœða sín á Heimdallarfundinum hafi verið „rökstudd ádeila“. Allir peir sem kom- ust í gegnum samsetninginn vita pó að par var engan „rökstuðning“ að finna; petta var glórulaus œsingaræ&a, stóryrðum hrönglað saman á svo klaufalegan liátt að mikið var að skáldið skyldi ekki brjóta úr sér tennurnar pegar liann flutti boðskap sinn. í greininni í Morgunblaðinu í gær er haldið á- fram á sömu braut og nægir til dœmis að birta örstuttan orðalista: „Lýgin skipar hásæti að vanda og Leitis-Gróa .... dylgjudraugur ... var- menni ... morðhvatning ... grimmdarœðið með ólíkindum ... Hver er gerist svo djarfur að fletta ofan af svikavef peirra: hann skal deyja, ef ekki í holdi, sem eystra, pá mannorðsmyrðast. Sjálfs- myndin sœmir peim: vargur, máttvana, með froðu lyga og gífuryrða um fláan kjaft.“ Þetta eru „röksemdir“ heiðursdoktorsins frá Heidelberg, gistivinar Hitlers, og er ástæða til að óska honum til hamingju með leitina í vopnabúri „vestrænnar menningar“. Sé leitað samanburðar um orðaval er pað helzt að finna hjá fornum samherja Gunnars Gunnarssonar, Júlíusi heitn- um Streicher. Leikrit skírt upp — Köld og hávaðasöm leiksýning — Skálhoii í tízku — Kirkjuþörfin ekki söm og á dögum Brynjólfs Skésalan, Hverfisgötu 74. 'öfum fengið nýjar birgðir ■ r ódýrum dömuskóm, inni- ■ skóm og karlmannaskóm. ■ ' ■ ■ SKÓSALAN. Hverfisgötu 74: BÆJARPÖSTURINN heíur verið beðinn að kvarta yfir því að útvarpið hafi farið illa með hlustendur sína síðast liðið sunnudagskvöld með því að flytja leikrit sem áður' hafi verið flutt undir öðru nafni, svo að lilustendur áttu sér einskis ilJs von og bjuggust við nýju útvarpsefni. Þegar leikrit þatta var flutt síðast liðið sumar hét það Arfurinn en á sunnudaginn var hafði það hlotið nafnið Jóhann síð- asti. ÖNNUR kvörtun sem Bæjar- pósturinn hefur verið beðinn að koma á framfæri er i sam- bandi við Þjóðleikhúsið. Á leiksýningunni síðast liðinn laugardag var talsverð trufl- un að því fyrir leikhúsgesti að músík neðan úr kjallaran- um heyrðist upp í salinn með- an á sýningu stóð. þar niðri var einhver gleðskapur og barst ómurinn þaðan upp, á- heyrendum og sjálfsagt leik- endum líka til mikils ama. Það verður að koma í veg fyr- ir að þetta endurtaki sig. Ennfremur ku kuldinn á leik- sýningum vera illbærilegur á stundum og brögð að því að fólk hafi kvefazt á því að sækja leiksýningar. ÞAÐ virðist enginn vafi á því að Skálholtsstaður er kominn í tízku. Hinn merkilegi beina- fundur síðast liðið sumar kom staðnum á hvers manns varir og fólk fór almennt að ræða það sín á milli hvað gera skyldi við staðinn. 1 þætti Björns Th. IBjörnssonar s.l. þriðjudag var þetta mál á dagskrá og komu þá í ljós ó- lík sjónarmið. Nú hefur Bæjarpóstinum borizt bréf áf þessu tilefni og fer það hér á eftir: Þórður skrifar: — „Eins og fleiri hef ég stundum verið að velta fyrir mér hvaða tilgangi Skálholtsstaður gæti þjónað í framtíðinni. Mest er talað um að byggja þar kirkju, enda er það á ýmsan hátt Ungur maður, : ■ áhugasamur, getur komizt : að sem nemi í 1 rafvirkjaiðn i Upplýsingar í síma 6064. réttlætanlegt. En væri ekki liægt að gera þjóðfélaginu meira gagn með því að byggja eitthvað annað en kirkjur og minnismerki? Mér hefur dottið í hug, hvort ekki mætti reisa handritaliús í Skálholti. Brynjólfur biskup gekk ötullega fram ‘í þvf að safna handritum, þótt hann sendi þau til Danmerkur. Og þegar handritin eiga loks aft- urkvæmt til íslands, væri þá fráleitt að þeim yrði fenginn staður í Skálholti, hinu forna menningarbóli? Þár gæti svo smám saman risið upp fræði og menntasetur umhverfis þau, og óneitanlega yrði það íslenzkri menningu meiri akkur en nokkur kirkja gæti nokkru sinni orðið, hversu mikið listaverk sem hún væri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að íslenzka þjóðin liefur ekki sömu þörf fyrir kirkjur í dag og hún hafði á dögum Brynjólfs Fiskups. Það er alveg sama hvað við tölum fjálglega um kristni og guðstrú, hin gömlu tengsl milli kirkju og almenn- ings eru úr sögunni. Og þótt þessi tillaga mín um hand- ritahús í Skálholti sé ef til vill út í bláinn, þá lilýtur að vera hægt að endurveltja reisn Skálholtsstaðar á ein- hvern þann hátt sem þjóðinni má að gagni koma. Það yrði varanlegast og heilladrýgst.— Þórður.“ Amerískir staadlampar 40 teg. Glæsilegt úrval. Verð frá kr. 855.00. Verzlunin BlN ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Amerískir borðlampar J fallegir, ódýrir Hollenzkir borðlampar, • ■ ótal gerðir. Verð frá ltr. 45.00, með skermi. Verzlunin BÍN ) reykborð j með tveim ljósum, tveim | | öskubökkum, vindlakveikj^ ■ ■ ■ ■ ara og sígarettuhylki, 8 teg. ■ : Verð frá kr. 480.00. Verzlsmm BlN Spönsk Reyksett margar gerðir. Fóðraðar saumakörfur. Smekklegar og ódýrar tækifærisgjafir. Verzlunin BlN Njálsgötu 23. timjðiGcus siauctxMuttaR$on Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Bélaverzlun Þorvaldar Bjamasonar í Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.