Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimratudagur 18. nóvember 1954
ÍÞRÓTT
RITSTJÓRl FRÍMANN HELGASOS
V—, —.... ...—----------
UMFR vígir
Ungmennafélag Reykja-
yikur efndi s.l. sunnudag til
vjgsluhátíðar í tilefni af því
aö’ lokiö er fyrsta áfanga í
byggingu félagsheimilis fé-
lagsins. Það stendur á landi
félagsins við Holtaveg í inn-
anveröum Laugardah Er
iandið mjög vel í sveit sett,
meö yfirsýn yfir allan Laug-
ardalinn og í nágrenni
hinnar miklu byggðar sem
rís með örum hraða í og
umhverfis Langholtiö.
Sefán Runólfsson, sem er
formaður byggingarnefndar,
gaf ýmsar upplýsingar um að-
draganda að byggingunni.
IRómaði hann mjög góða fyrir-
greiðslu bæjarstjórnar Reykja-
yíkur um útvegun landsins, og
færði borgarstjóranum Gunnari
ÍThöroddsen sem staddur var
í hófinu sérstakt þakklæti og
bæjarstjórninni allri með sér-
stöku skjali. Hann þakkaði og
sérlega Þór Sandholt fyrir
Iriikinn og góðan stuðning og
yar Þór sæmdur sérstöku heið-
ursmerki félagsins, sem þeir
einir fá er sýna félaginu mik-
inn velvilja og eru þó ekki fé-
lagsbundnir.
Það var 20. febr^ 1952 sem
félagið fékk bréfið um afhend-
ingu landsins. Okkur sem sát-
tim í þessum vistlegu húsa-
kynnum varð strax ljóst að
hér hefur verið unnið með á-
kafa og dugnaði og með góðri
trú á gott málefni og munu
þess fá dæmi að svo vasklega
hafi verið að verki staðið, en
þár hefur Stefán sjálfur verið
lífið og sálin.
<Góð byrjun.
I - þeim hluta hússins, sem
areistur hefur verið, er sam-
komusalur, fundaherbergi,
rúmgott anddyri með fata-
geymslu, snyrtiherbergi og
Stórt eldhús, ennfremur er
þar lítið skrifstofuherbergi.
Undir hálfu húsinu, sem er
a)lt um 200 ferm., er kjallari,
en hann er mikið til óinnrétt-
aður enn.
Er allur frágangur vandað-
ur, t.d. teak í öllum útihurð-
ujn og mahogny í innihurðum
o£ plastolin í anddyri. Stefan
gtt þess að næsta skrefið í
jbýggingarmálum félagsins yrði
stóri samkomusalurinn og er
þegar hafinn gröftur fyrir
Jionum, og hafizt verður handa
jum þá byggingu að öllum lík-
indum í vor, en Stefán lét í
)jós þá ósk að hann yrði nokk-
uð stærri en teikningin sýndi.
Þegar Stefán var spurður
hvers vegna hann vildi stækka
salinn svaraði hann: „Við vilj-
um hafa leiksvið. Á stefnuskrá
ÍU.M.F.Í. er leikstarfsemi. Það
er viðurkennt um allan heim
að leikstarfsemi svona menn-
ingarsamtaka sem ungmenna-
hreyfingin er sé nauðsynleg og
sjálfsögð. Það er líka svo
heldur Stefán áfram, að alls-
staðar hér á landi, þar sem
ungmennafélög utan Reykja-
víkur hafa byggt félagsheimili
hefur leiksviðum verið komið
fyrir.
Þess má líka geta að U-M.F.Í.
á stórt leikritasafn, sem bíður
þess að verða notað.“
Kostnaður og áæthm hafa
staðizt og vel það.
Stefán upplýsti ennfremur
að alls væru komnar í bygg-
ingu þessa um 500 til 600 þús.
krónur. Þegar kostnaðaráætl-
un var gerð hljóðaði hún upp
á 575 þús. fyrir þennan hluta
og vitað er að byggingarkostn-
aður hefur þó hækkað töluvert
s.l. 2 ár, og þó var ekki reikn-
að með uppmokstri og steypu
í kjallara, en það sýndi sig að
svo djúpt var niður á fast að
sjálfsagt var að nýta það rúm.
Á teikningum af húsum, en
þær' eru gerðar af Gísla Hall-
dórssyni, gat að líta stóran í-
þróttasal, og er það von Ung-
mennafélaganna að hægt verði
að byrja á honum áður en
mörg ár líða.
Vallargerð.
Þá sagði Stefán frá því að
þegar hefði verið undirbúin
vallargerð á landinu. Ýtt hefði
verið til, þar sem landið hallar
og gert ráð fyrir áhorfenda-
svæði í hallanum.
Til stæði að byrja á þurrkun
á landinu og skurðgreftri, og
í vor yrði landið girt og mikið
af girðingarefni væri til. — I
fyrstu byggingarnefnd félags-
ins eru Stefán Runólfsson, for-
maður, Daníel Einarsson, Kjart-
an Bergmann, Lárus Saló-
monsson og Erlendur Sveins-
son.
Arnaða vóskir.
I hófinu voru fluttar ræður
og ávörp og töluðu m. a. Gunn-
ar Thoroddsen sem sagði m. a.
að hann óskaði félaginu allra
heilla með þetta félagsheimili,
og ,,ég vona að það haldi á-
fram að vera merkur þáttur
í þeirri starfsemi að bæta lík-
amlega og andlega hreysti
æskulýðsins í bænum.“ Stefán
Ól. Jónsson flutti ávarp fyrir
hönd Ungmennafél. íslands.
Kvað hann hér stigið merkilegt
spor þegar UMFR eignaðist fé-
lagsheimili. Á þjóðveldistímun-
um eignuðumst við bókmennt-
ir þegar aðrar þjóðir eignuðust
glæsilegar byggingar. Nú eru
að rísa hér upp glæsilegar
menningarstöðvar. Hér hafa
duglegir einstaklingar gert
merkilegt átak og ber að
þakka forustumönnum UMFR
og þá sérstaklega Stefáni Run
ólfssyni. — Vona ég að hér
megi blómgast UMF-líf í höfuð-
staðnum. Ungmennafélagsand-
inn er jákvæður og mikils verð-
ur fyrir þjóðina. — Erlendur
Pétursson óskaði félaginu til
hamingju fyrir hönd félaganna
í Reykjavík.
Jón Sigurðsson, skólastjóri,
árnaði félaginu heilla með
þennan áfanga, en hann kvaðst
vilja við þetta tækifæri inna
af hendi gamla skyldu sem
væri að þakka þeim manninum
sém flutt hefði ungmennahreyf-
inguna inn í landið fyrir 50 ár-
um en hann er hér einmitt
staddur í dag. Sem gamall
ungmennafélagi vil ég þakka
Þórhalli Bjarnasyni fyrir að
koma með þessa ungmenna-
hugsjón hingað til lands. —
Risu menn úr sætum til að
hylla Þórhall. Lárus Saló-
monsson flutti frumort kvæði.
Ennfremur töluðu Benedikt G.
Waage, Þór Sandholt, Gísli
Halldórsson, Lárus Rist, Þor-
steinn Bernhardsson, form., í-
þróttanefndar og Skúli Nor-
dahl. Árnaðarskeyti bárust frá
menntamálaráðherra Bjarna
Benediktssyni, ofl. Ungmenna-
félagsstúlkur stóðu gestum fyr-
ir góðum beina undir forustu
Guðrúnar Hrannar Hilmars-
dóttur, og má geta þess að
hún gaf félaginu allar veiting-
ar í þessari vígsluhátíð.
Samvinna vinstri manna
Framhald af 1. síðu.
hún valdið yfir Reykjavíkurhöfn,
og án hess valds er ekki hægt
að vera, ef eitthvað stórt á að
ske í verkalýðsmáluni. Að neita
þessu, er aðeins skortur á raun-
sæi“.
Sundrungin víki
„Þetta ber að hafa í huga nú.
Framundan er barátta Við ríkis-
vald og atvinnurékéndur. Og í
þeirri baráttu verða verkalýðs-
samtökin að sigra. Til þess að
það geti orðið, verður innbyrðis
sundrung í verkalýðshreyfing-
unni að víkja og samstarf að
hefjast á líkum grundvelli og
samstarf það, er hófst meðal
stúdentanna í Háskóla íslands í
fyrrahaust. Með því samstarfi
íhaldsandstæðinga var íhaldsyf-
irráðunum hrundið í stúdenta-
ráði. Hið sama gerðist eftir sein-
ustu bæjarstjórnarkosningar í
Hafnarfirði og mörgum fleiri
bæjum. Og það sama verður nú
að gerast í verkalýðshreyfing-
unni. Hún ein er þess megnug
með sameinuðu átaki að vernda
hag vinnandi fólks og afstýra
Síðar buxur á 30.65 kr., ■
langerma bolir 30.65 kr. ■
Kven nærSöt,
sett á 34.00, 45.00 og 48.00 ■
kr., stakar buxur og bolir. ■
■
■
Telpubuxur og bolir i
úr jersey og prjónasilki. ■
Kven-undiriöt
úr prjónasilki á kr. 122.00 ■
settið, stakir kjólar á 80.85 ■
og 88.85 einkum stórar
stærðir.
Náttkjólar
úr prjónasilki á 122.00 og
134.00 kr.
Nylon-sokkar
með saum og saumlausir.
Sportsokkar
á börn og fullorðna.
II. Tolt
Skólavörðustíg 8. Sími 1035.
íhaldsalræði í landinu. — Og
það eru þessar vonir, sem bundn-
ar eru við næsta alþýðusam-
bandsþing".
I
Samvinnan við íhaldið
„Sú langvarandi og hlífðar-
lausa barátta, sem háð hefur ver-
ið af ýmsum alþýðuflokksmönn-
um fyrir áframhaldandi íhalds-
samvinnu um stjórn Alþýðusam-
bands íslands hlýtur að miðast
við það, að stefnt sé einnig að
samvinnu við íhaldið á stjórn-
málasviðinu og jafnvel um
stjórn landsins, ef færi gæfist.
— Hún hlýtur að miðast við
samfellda og heilsteypta hægri
stefnu. Að öðrum kosti er hér
um hreina markleysu eða aðeins
persónulegar ofsóknir að ræða.
Það er engin heil brú í því að
vera í stjórnarandstöðu við í-
haldið á Alþingi, í samvinnu við
það um stjórn Alþýðusambands
íslands og hlaupa svo í getuleysi
sínu í verkföllum til kommún-
ista og biðja þá ásjár, eins og
gert hefur verið. — Slík skipan
mála er og verður Alþýðuflokkn-
um aldrei nema til tjóns og
vanza“.
Komið að hjartanu
,,Eg sé ekkert vit í því og eng-
an tilgang með samtökum íhalds-
andstæðinga i bæjar- og sveitar-
stjórnum út af fyrir sig ef stefnt
er samtímis að íhaldssamstarfi
í verkalýðsmálum og stjórnmál-
um. Og í rauninni tel ég til-
gangslítið að halda íhaldinu frá
úrslitaáhrifum í bæjarstjórnum,
ef ekki á líka að útiloka áhrif
þess í verkalýðsmálum.
Þar er komið að aðalatriði máls-
ins. Og þess vegna æpa íhalds-
blöðin öll í kór gegn slíkri sam-
vinnu ihaldsandstæðinga í
verkalýðshreyfingunni. En öll
slík íhaldslæti eru mér einmitt,
ásamt mörgu öðru, skýr leið-
beining um það, að rétt sé að
stefnt, eins og nú horfir.
Annars sker það úr fyrir mér,
að verkalýðshreyfingin er eins
og stendur ekki megnug þess að
gegna því hlutverki sínu að
vernda liagsmuni hins vihnandi
fólks, nema allur þorri verka-
fólksins í stéttarfélögunum í
Reykjavík og öllum helztu kaup-
stöðum landsins, standi saman.
Sú samstaða er því nauðsyn,
ef íhaldið á ekki að fá aðstöðu
til að verðleggja upp á eindæmi
vinnu erfiðismannsins að eigin
geðþótta, eins og það gerði fyrir
daga verkalýðsfélaganna1*.
n
■
Nýtízku húsgögn j
Eingöngu unnin ai fagmönnum
VALBJÖRK
Laugaveg 99.