Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. nóvember 1954 --- i þJÓÐVIUINN : Útgefandi: Sameiningarflokkur albví'u — SósíaHstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Snruróur Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur tji«uriónssnn Riarnl Benediktsson, Gu8- mundur Vigfússon, lvar H. Jonsmn. Maanús Torfi Ólafsson. Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraiasson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17, annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. 4t-------------------------------------------------9 Alþýðusambandsfiingfö Tuttugasta og fjórða þing Alþýðusambands íslands hefur störf sín í dag. Yfir 300 fulltrúar íslenzkra alþýðu- samtaka setjast á rökstóla, ræða þau mál sem mestu varða verkalýðinn um allt land og marka stefnuna sem fýlgt verður í stéttarbaráttu alþýðunnar á næstu tveim- ur árum. Það er engin ástæða til að leyna því að til þessa Al- þýðusambandsþings mæta fulltrúar verkalýðsfélaganna með tvenns konar hug og fyrirætlanir varðandi störfin og stefnuna í næstu framtíð. Stefna fráfarandi sam- bandsstjórnar afturhaldsaflanna á þar að sjálfsögðu sína ákveönu formælendur, sem eru ráðnir í að láta einkis ófreistað til þess að tryggja engar eða sem minnstar breytingar á stefnu og starfsaðferðum, fá kosna á ný í sambandsstjórn fulltrúa atvinnurekenda og afsláttar- stefnu í verkalýðsmálum og gera Alþýðusambandið þar með áfram óvirkt í kjarabaráttunni. Hins vegar er svo sá fjölmenni hópur fulltrúa sem er ákveðinn í að beita -sér fyrir vinstri stefnu í verkalýðsmálum, einingu alþýð- unnar gegn stéttarandstæðingnum, sjálfstæðu og sterku Alþýðusambandi, sem engum sé háð nema alþýöunni sjálfri, hagsmunum hennar og áhugaefnum. En til þess þarf að skipta um forustu í sambandinu, fulltrúar verka- lýðsins sjálfs að setjast við stjórnvölinn í stað þeirra manna sem þar eru nú og reynst hafa ýmist beinir út- .sendarar eða handbendi afturhalds og atvinnurekenda. Þessi hópur fulltrúa er nú fjölmennari en hann hefur verið á s.l. sex árum. Meö dýrkeypta reynslu að baki hafa verkalýðsfélögin hvert af öðru kveðið upp úr með þann einbeitta vilja sinn aö breytt veröi um stefnu og starfs- aðferöir í æöstu stjórn heildarsamtakanna. Krafan um örugga verkalýðsforustu en brottvikningu atvinnurek- endafulltrúanna hefur verið borin fram af alvöru og ein- urð af verkalýðsfélögunum um allt land. Hin ákjósan- legasta samvinna tókst í fulltrúakosningunum milli fylgj enda Sósíalistaflokksins og Alþýöuflokksins í verkalýös- félögunum á Norðurlandi og Vestfjörðum. Fulltrúar fjöl- margra félaga hafa fengið þaö ákveðna veganesti frá samtökum sínum heima 1 héruðunum að vinna að út- þurrkun atvinnurekendaáhrifanna innan sambandsins en tiyggja í þess stað samstarf verkalýðsflokkanna um væntanlega sambandsstjórn. Hægri foringjar Alþýðuflokksins gera sér enn vonir um að takast megi að hindra þetta samstarf. Þeir hafa beitt og beita enn öllum hugsanlegum ráðum til þess aö sundra vinstri öflunum og koma í veg fyrir þau þáttaskil sem öll heilbrigö og gtéttvís alþýða þráir aö verði nú í starfi og stefnu Alþýðusambandsins. Þessar tilraunir sanna enn svo ekki veröur um villzt í þágu hverra hægri kratarnir vinna. Þeir eru þjónar þess afturhalds sem þiakar verkalýðinn með sívaxandi dýrtíð, eyðileggur at- vinnumöguleika hans og afkomuskilyrði víða um land og neyðir hann til aö yfirgefa heimili og eignir til þess að bjarga sér við störf sem eru þjóðinni verri en gagns- laus. Hægri kratarnir vilja gagnslaust og máttlaust Al- þýðusamband sem hvorki afturhaldið eða ríkisvald þess þarf að óttast eða taka tillit til. Allar vonir standa til þess að þessar fyrirætlanir hægri aflanna um óbreytt ástand í Alþýðusambandinu verði að engu gerðar á því þingi sem hefst í dag. Heiðarlegir verka lýðsfulltrúar hvaðanæfa af landinu munu taka höndum saman og hefja samtökin upp úr doða og niðurlægingu afturhaldsþjónustunnar. Það verður brotið blað í sögu alþýöusamtakanna. En sú fylking sem að því stendur þarf að vera sem öflugust og hafa að baki sér eindregiö atfylgi verkalýösstéttarinnar um allt land. Þess vegna þurfa allir sannir vinstri menn á sambandsþingi að þjappa sér fast saman um þá stefnu sem verkalýösfélögin hafa markað í fulltrúakosningunum og fylgja henni fram til sigurs. — Þjóðviljinn býður verkalýðsfulltrúana á Al- þýðusambandsþingi velkomna til þessa örlagaríka stétt- arþings. Heill fylgi störfum þeirra í þágu íslenzkrar al- þýðu. Þjéðir Evrópu verda að grípa í taumana til verndar trliim ÁvarpsorcS Joliot-Curie, forseta Heims- friSarráSsins, sem kemur saman á fund i dag Idag hefst í Stokkhólmi fund- ur Heimsfriðarráðsins og sitja hann fulltrúar frá flest- um löndum heims, þ. á. m. frá íslandi. Þessi fundur verður vafalaust einn merkasti, sem ráðið hefur haldið, enda verð- ur þar fjallað um mál, sem í*etur ráðið úrslitum um hvort tekst að varðveita frið í heim- inum: endurhervæðingu Vest- ur-Þýzkalands. A fundinum verður skipulagt starf Heims- friðarhreyfingarinnar á næst- unni, þegar allt kapp verður lagt á að vekja allan almenning Evrópu til baráttu gegn París- arsamningunum, sem eftir nokkrar vikur verða lagðir fyrir þing aðildarríkja þeirra til fullgildingar. Frederic Joliot- Curie, forseti Heimsfriðarráðs- ins, hefur gefið út eftirfarandi ávarp um Parísarsamningana. æstu vikur munu hafa úr- slitaþýðingu fyrir framtíð heimsins. Sú gífurlega hætta, sem friðnum stafar af Lund- úna- og Parísarsamningunum, krefst þess að þjóðir heims láti til sín taka. Fólkið í þeim löndum, sem samningarnir snerta beinlínis, verður að grípa þegar í taumaná, þar eð þær ríkisstjórnir, sem hafa gert og undirritað þessa samn- inga, reyna að fá þá fullgilda svo fljótt sem auðið er. Það eru til skýringar á þessum flýti þeirra. Ef almenningur fengi tíma til að kynna sér samning- ana, myndi hann koma auga á þær hættur sem þeir fela í sér og geta borið þá saman við þá möguleika, sem fyrir hendi eru eftir að Soyétríkin gerðu boð sitt. Frakkland hafnaði „varnarbandalagi Evrópu" vegna einhuga baráttu þeirra, sem líta á varðveizlu hins þjóð- lega sjálfstæðis sem beztu tryggingu friðarins og á endur- vakningu þýzka hernaðarand- ans sem stríðsógnun. A llir menn geta séð hætt- T*- urnar sem Lundúna- og Parísarsamningarnir hafa í för með sér, og skiptir þá engu máli hvaða þjóðfélagskerfi þeir aðhyllast. Sérhver sem hefur kynnt sér og skilið til hlítar hina djúptæku þýðingu þess- ara samninga, mun komast að raun um, að staðfesting þeirra getur aðeins þýtt við- urkenningu á stefnu hins vopn- aða friðar, á myndun fjand- samlegra jíkjabandalaga. Slík stefna, sem gerir úrslitakosti að forsendum samninga, getur að- eins aukið viðsjár í alþjóða- málum og hættu á árekstrum og styrjöld. Öllu er þannig hagað eins og þeir sem þessa samninga undirrituðu æsktu þess að viðsjár milli ríkja auk- ist, og það á timum, þegar verulega hefur dregið út þess- um viðsjám. Nú eiga sér hvergi stað vopnuð átök. Viðskipta- og menningartengsl þjóða á milli styrkjast stöðugt. Meiri vonir eru nú til þess en nokkru sinni áður að samningar tak- ist um afvopnun. Samningun- um um „varnarbandalag Ev- rópu“ hefur verið hafnað. k llar þessar aðstæður gera mönnum kleift að vona að friðsamleg lausn þýzka vanda- málsins geti fengizt við samn- r--------------------- Erle u d tíðindi ____________________✓ ingaborð stórveldanna, sem sjá hag sinn í að það leysist. En öllu getur verið stefnt í hættu, ef Lundúna- og Parísarsamn- ingarnir um vopnun Vestur- Þýzkalands og aðild þess að Atlanzbandalaginu verða full- giltir. Ef þessir samningar verða endanlega fullgiltir, munu þeir á sama hátt og samningurinn um „varnar- bandalag Evrópu“ verða til þess að staðfesta dg auka djúpið milli þýzku landshlutanna og Professor Joliot-Curie skiptingu Evrópu. Verði þeir fullgiltir, munu allir samning- ar við Sovétríkin um þýzka vandamálið verða torfengnari og dragast á langinn. Þær horf- ur á samkomulagi um afvopn- un, sem orðið hafa eftir síð- ustu umræður á þingi Samein- uðu þjóðanna, samrímast eklci endurvopnun Sambandslýðveld- is Þýzkalands. Eins og eftir fyrri heimsstyrjöldina gera vesturveldin sér sérstakt far um að stuðla. að því að þau öfl þar í landi, sem fjandskap- ast mest við lýðræðið en hylla stríðið, fái völdin aítur í hend- ur. Nú sem fyrr, — á samri stundu og í Þýzkalandi er að myndast voldug hreyfing gegn endurvakningu þýzku hernað- arstefnunnar, — er reynt eftir megni að einangra og draga mátt úr ^friðaröflum meðal hinnar þýzku þjóðar. Opna mætti leið til sátta og friðar, ef þessum þýzku mönnum —og þeir eru margir — sem heyja hetjulega bar- áttu, væri veittur stuðningur. Ég vil biðja ykkur að minnast þessara orða, sem þýzkur vís- andamaður mælti við mig þeg- ar árið 1946: „Ef Bandamenn halda áfram á þeirri braut að vinna með fyrrverandi nazist- um, mun nýr foringi rísa upp eftir tíu ár“. Ég bið ykkur öll að kynna ykkur gaumgæfi- lega þau skjöl, sem lögð verða fyrir þingin til fullgildingar. Kryfjið þau til mergjar og' ger- ið ykkur grein fyrir, til hvers þau geta leitt. Það má ekki til þess koma, að hinir kjörnu fulltrúar ykkar verði neyddir til að segja sitt álit, fyrr en þið hafið látið þá vita ykkar. Sú ákvörðun, sem þeir eiga að taka, mun hafa geigvænlegar afleiðingar í för með sér, og þið bregðist skyldu ykkar við fjölskyldu ykkar og föðurland, ef þið látið ekki sannfæringu ykkar í ljós. Ríkisstjórnunum eru færar aðrar leiðir, ef þær vilja tryggja framtíð þjóða sinna og leggja fram sinn skerf til var- anlegrar bættrar sambúðar þjóða. Það verður að sýna stjórnarvöldunum fram á þá ábyrgð, sem þessi ákvörðun leggur þeim á herðar. Því að í dag eru tveir möguleikar fyrir hendi: Istað þess að endurhervæða Vestur-Þýzkaland mætti leysa vandamáli,ð með því að sameina Þýzkaland á friðsam- legan og lýðræðislegan hátt, með því að koma á fót gagn- kvæmu öryggisbandalagi allra Evrópuríkja, hvaða þjóðfélágs- kerfi sem þau búa við, fneð því að leggja grunn að al- mennri afvopnun og bægja þannig frá mannkyninu hinni ógurlegu hættu sem því stafar af múgdrápstækjunum og með því að bæta lífskjör mannkyns- ins verulega með notkun kjarn- orkunnar til friðsamlegra þarfa. Enda þótt sjaldan áður hafi verið aðrir eins möguleikar fyrir hendi, þá er ekki hægt að loka augunum fyrir því að mikil hætta er á að þeir verði eyddir með ráðstöfunum, sem miða í gagnstæða átt. Leyfið ekki að þeirri stefnu verði fylgt, sem gerir ráð fyrir að va.ldaaðstaða sé frumskilyrði samninga. Það auðveldar ekki samninga, að hrúgað sé upp kjarnorku- og vetnissprengjum og heiminum skipt í vopnaðar fylkingar, á þann hátt er að- eins verið að undirbúa kjarn- orkustyrjöld. Það er brýn nauð- syn að komið verði í veg fyrir að sett verði af stað sú vél, sem mun flytja oss burtu af vegi friðarins og ef til vill tor- tíma oss öllum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.