Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 4
4)___ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. nóvember 1954 | Ódýrt! Ódýrt! [ Haustvörurnar komn- 1 ar, mikið vöruúrval. Gjaíverð | Vörumarkaðurinn, ílverfisgotu 74: ■■■■■•■*■•■■*■■■•■■••■■■■■■■ \"~—'Jf °°Ur istf^ tÚHðl6€Ú0 si&uumoKroRSoa Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í B<fl averzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði. AllT FYRiR KjÖTVERZLAMtR. ’iuf H.Tciti»Or* GreUiSJotu 3. Jin*ií60360. Skósalan, Hverfisgötu 74. im fengið nýjar birgðir dýrum dömuskóm, inni- m og karlmannaskóm. SK6SALAN. Hverfisgötu 74: Samkvæmt ályktun bæjarstjérnar eru hér með auglýstar til sölu IB íbúðir í Bústaðahverfi Umsóknareyðublöö', þar sem greindir eru sölu- skilmálar, veröa afhent í bæjarskrifstofunum, Hafnarstræti 20 (Hótel Heklu), í dag (miðviku- dag) kl. 5-7 e.h., og síðan daglega kl. 1-7 e.h. til n.k. þriðjudags, og verða þar veittar nánari upp- lýsingar. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 7 e.h. þriðjudag 30. þ.m. Umsóknir, sem þegar hafa borizt, þarf að end- urnýja á eyöublööunum. Skrifstofa borgarstjóra, 24. nóvember 1954. Hlutaveltufargan — Pöddur í vinning — Verðmerk- ingar í búðargluggum — Ólag á póstmálum NÚ GENGUR mikill hlutáveltu faraldur yfir bæinn. Það líð- ur varla svo sunnudagur að ekki séu hlutaveltur í mörg- um bæjarhlutum. Krakkar eru sérlega sólgnir í að fara á hlutaveltur, þau búast að heiman með alla aura sem þau geta halað inn og búast við að koma heim með fangið fullt af dýrgripum, en oft fer svo að þau koma einungis heim með nokkra þvælda bréfrniða, leið og vonsvikin. Þetta eru happdrættismiðar. Þeir virðast vera svo marg- falt fleiri en hinir ómerkilegu munir sem á borðunum liggja, að varla eru dæmi til þess að fólk komi með annað í hönd- unum út af hlutaveltunum. En þó brá svo við á sunnu- daginn var að lítil táta kom heim til sín með búðings- pakka sem hún hafði dregið á hlutaveltu. Og auðvitað átti að búa til búðing með ananas- bragði strax um kvöldið. En þegar pakkinn var opnaður reyndist innihaldið heldur ó- félegt, pokinn með búðings- duftinu allur myglaður og skreið þar að auki út í pödd- um. Það hefur verið mikill höfðingi sem gaf þennan búð- ingspakka á hlutaveltuna! BÆJARPÓSTURINN hefur verið beðinn að koma því á framfæri við kaupmenn að þeir geri meira af því en hing- að til að verðmerkja glugga- sýningarvörur sínar. Einu sinni létu Neytendasamtökin þetta mál til sín taka og verð- launuðu kaupmann einn fyrir verðmerkingar. En mikið skortir á að verðmerkingar í gluggum séu almennar. En þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur að þurfa ekki að fara inn í verzlun til að spyrja um verð á gluggavöru, þótt þeir hafi ef til vill ekki í hyggju að kaupa hana. Það er tímasparnaður fyrir fólk sem er á hraðri ferð og það ætti að ganga ríkar eftir því að þetta sé gert. LOKS kemur hér bréf um ó- viðunandi fyrirkomulag á póstmálum. — E.S. skrifar: „Kæri bæjarpóstur. — Eg er ein af þeim^ sem er svo lán- söm að búa í einni smáborg- inni út frá aðalborginni, með öðrum orðum: einu úthverfi Reykjavíkur. Ef nú svo illa tekst til að ég þarf að póst- leggja, þótt ekki sé meira en eitt ómerkilegt bréfspjald, verð ég að gjöra svo vei og arka með það niður í bæ og alla leið á sjálft aðalpósthús- ið, séu frímerkPekki til í skrif borðsskúffunni. — Óneitan- lega væri það bæði tíma- og peningasparnaður, gæti mað- ur labbað sig út að næsta götuhorni og póstlagt bréf hvenær sem væri. Erlendis þætti það fyrirkomulag sem hér ríkir í póstmálum algjör- lega óviðunandi, sem og einn- ig er. Nú fara jól í hönd og um leið mesti annatími hjá starfsfólki pósthúsanna, og veldur það viðskiptavinum, sem oft eru tímabundnir, miklum óþægindum. En þeim óþægindum er ekki hægt að komast hjá nema með því að skipa póstmálunum í betra horf. — Við skulum vona að það verði fyrir jólin 1955. — E.S.“ SJ.ES. -s> Léttum störf húsmæðranna Hrærivélar ... ....... kr., 2060,00 Suðuplötur ........... kr. 152,00 Suðuplötur ........... kr. 310,00 Vöfflujárn ........... kr. 262,00 Vöfflujárn ........... kr. 428.00 Saumavélamótorar .. kr. 365.00 Ryksugur ............. kr. 1050,00 Ryksugur ............. kr. 1190,00 Rafmagnsofnar ........ kr. 189,00 Bónvélar . ........... kr. 1208,00 Hraösuðukatlar ....... kr. 142,00 Hraðsuðukatlar ....... kr. 202,00 Hraðsuöukatlar ....... kr. 228,00 Hraðsuöukatlar ....... kr. 275,00 Hraðsuöukatlar ....... kr. 308,00 Hraðsuðukatlar ....... kr. 369,00 Rafmagnskaffikvarnir kr. 300,00 Skálar og þeytarar í Dormeyerhrœrivélar Búsáhaldadeild O Bankastrœti 2 — Sími 1248 UPPBOÐ verður haldinn við SVENDBORG í Hafnarfiröi í dag og hefst kl. 1 e.h. Þar veröa seld veiðarfæri o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi, 23. nóv. 1954. Guðmundur í. Guðmundsson Sinfóníuhljómsveitin Ríkisútvarpið Tónleikar í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 26. nóvember klukk- an 7 síðdegis. Stjómandi: RÓBERT A. OTTÓSSON Einleikari: SHURA CHERKASSKY frá New York VERKEFNI: Debussy: „Ský“ (,,Nuages“ — Nocturne 1) Mozart: Sinfónía nr. 41, K. 551, í C-dúr („ J úpiters-sinf óní an‘ ‘) Tschaikowsky: Píanókonsert í b-moll op. 23. Aðgöngumiöar seldir í Þjóðleikhúsinu. Þjóðviljinn ER BLAÐ ISLENZKKAE ALÞÍÐU — KAUPH) HANN OG LESIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.