Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 7
ÞAU gerast nú æ fleiri skörð- in, sem dauðinn heggur í frændgarð aldamótakynslóð- arinnar, þeirra manna, er fögnuðu hinni nýju öld full- vaxta. Hvergi í heiminum var þessari öld tekið með svo djörfum vonum og á íslandi og mér er til efs, að annars staðar í heiminum hafi betri ljóð verið ort hinni nýbornu öld en þau, er íslenzk skáld færðu í stuðla síns máls. Nítj- ánda öldin hafði, þrátt fyrir allt, verið frekar naum á gjaf- ir íslandi til handa. Hálfri öld eftir þjóðfundinn höfðu Is- lendingar ekki megnað að heimta aftur nema mjög tak- markað löggjafarvald, enn sem fyrr var úrskurðarvaldið úti í Kaupmannahöfn, dansk- ur dómsmálaráðherra skammt- aði íslendingum úr hnefa allt það, er þeir lögfestu sjálfum sér til þrifa. Aldamótakyn- slóðin tók því við rýru koti, en sú var meinabótin, að land- ið var vítt á alla vegu, enda mátti sjá það á svip hins unga ábúanda, að hann mundi liafa fullan hug á að stækka jörðina. Þessi kynslóð stofn- aði til nýs landnáms á öllum sviðum mannlegs lífs á Is- landi. Benedikt Sveinsson var braut- skráður stúdent árið 1901. — Hann var því af fyrsta stúd- entaárgangi 20. aldar. En það var naumast að hann gæfi sér tíma til að ljúka prófi í for- spjallsvísindum ári síðar ■—■ • þá var hann horfinn út í iðu- köst þjóðmálabaráttunnar. Þar ■ mátti jafnan síðan sjá hann ■ berjast fremstan í flokki með þeim, sem Iengst sóttu fram í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar. Hann lagði ekki frá sér • vopnin fyrr en hann taldi, að • æskudraumur hans um sjálf- stætt Island hefði rætzt: „að ísland sé fyrir íslendinga og hér búi frjálsir menn í frjálsu landi“, svo sem hann komst sjálfur að orði, er hann tók við ritstjóm Ingólfs, 8. janúar 1905. ' Þess sjást víða merki, að sú kynslóð íslendinga, sem nú • lifir og samkvæmt lögmálinu á að ávaxta pund feðra sinna, ■ hefur sáralitla þekkingu á bar- ■ áttu og hugsjónum aldamóta- mannanna. Það er engu líkara en að níðdimm þoka skilji ■ sundur þessar tvær kynslóðir, • sem eru þó svo nánir grannar . í rúmi sögunnar, að önnur ber hina til grafar. Það er einnig . oft engu líkara en að kyn- , slóðir þessar tali óskyldar . tungur. Pólitísk hugtök alda- , mótamannanna em núlifandi , kynslóð eins og erlent mál, , sem hún verður að lesa með orðabók, ef hún þá á annað borð hirðir nokkuð um að Miðvikudagur 24. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 BENEDIKT SVEINSSON f. 2. des. 1877 — d. 16. nóv. 1854 1gi meiBtoFÍam skilja þau. „Ríkisráðsákvæð- ið“, „innlimunin", „millilanda- frumvarpið“, „sérmálin" — fyrir 50-40 árum vom þessi orð á hvers manns vörum, enginn var svo fákænn, að hann kynni ekki á þeim góð skil, en árið 1954 er allur al- menningur grunlaus um merk- ingu þeirra. Fyrir nokkram áratugum voru þessi hugtök ekki dauð orð, heldur ólgandi veruleiki, sem fól í sér lífs- vandamál þjóðarinnar, og vegna þess að aldamótakyn- slóðin glímdi við þessi vanda- mál og leysti þau, getum vér, niðjar hennar, gengið um frjálsir menn í landinu — það er að minnsta kosti ekki henni að kenna, ef vér leitum í haft- ið aftur. En núverandi kyn- slóð gengur ekki aðeins erfið- lega að skilja pólitísk hugtök aldamótamannanná. Tungutak þeirra og málfar er henni ó- kunnuglegt.Þessir menn töluðu ekki tæpitungu, þeir voru ein- lægir í ást sinni og hatri. Þeir töluðu fullum rómi, er þeir tjáðu íslandi ást sína. Með vorri kynslóð þykja slíkar ást- arjátningar ekki fínir borð- siðir. Menn eiga að tjá föður- la.ndsástiha í hálfum hljóðum, helzt í myrkum orðum og jafnvel tviræðum. En Bene- dikt Sveinsson og kynslóð hans kunnu ekki tökin á svo listrænum stíl. Þeir lögðu ekki pólitísk vandamál fyrir þjóð- ina eins og krossgátu. Þeir notuðu hátíðleg orð um það, sem þeir töldu helga dóma: „Hugmyndimar: „landsrétt- indi“, „þjóðarsæmd íslands", „sjálfstæði íslands“ hafa ver- ið þeim sem dauð orð og kald- ur bókstafur", segir Benedikt í Ingólfi, 9. jan. 1906, er hann deilir á andstæðinga sína, en þessi orð eru jafn fersk í dag sem fyrir hálfri öld. Þegar betur er að gáð er þessi kyn- slóð ekki eins fjarri líðandi stundu og í fljótu bragði mætti virðast. Hún mælir enn á máli, sem við skiljum — svo er hamingjunni fyrir að þakka. Hinar íslenzku vonir, sem túlkaðar voru í aldamótaljóð- um skáldanna virtust þegar ætla að rætast í upphafi ald- arinnar. Danastjórn bauð al- þingi Islendinga heimastjórn og búsetu íslenzks ráðherra í Reykjavík. Þjóðin öll og þing- ið tóku þessu boði fegins hendi, því að með þessu virt- ist bundinn endir á deilu, sem hvorki hafði rekið né gengið í aldarf jórðung. En þegar áð- ur en heimastjórnarmálinu hafði verið komið heilu í höfn var athygli vakin á því meðal fslendinga, að hinn íslenzki ráðherra skyldi bera upp öll lög og mikilsvarðandi stjórn- arathafnir fyrir konung í rík- isráði Danmerkur. Sérmál þau, sem Islahd hafði, samkvæmt stjómarskrá sinni, löggjafarvald um ásamt kon- ungi, voru því afgreidd í rík- isráði Danmerkur, sem Iaut fyrirmælum danskra grund- vallarlaga, en ráðherrar þeir, sem þar áttu sæti, báru á- byrgð fyrir danska ríkisþing- inu. Ríkisráðsákvæði hinna nýju stjórnskipunarlaga og sambýli íslenzka ráðherrans og hinna dönsku ráðherra í ríkisráði, var þungamiðjan í réttarstöðu íslands, og sjálf- stæðismálið varð aldrei leyst fyrr en ráðið var fram úr ríkisráðsmálinu með sáttmál- anum 1918. Svo mikils háttar var ríkisráðsákvæðið, að telja má, að það liafi hrandið sjálf- stæðismálinu fram á þá braut, er lá til viðurkenningar á Is- landi sem sjálfstæðu ríki. Þeir menn, sem fyrstir hófu gagnrýni á ríkisráðsákvæðinu skilnaður Noregs og Svíþjóð- ar. Það var hvorttveggja, að sambandsslit Norðmanna og Svía urðu íslendingum sið- ferðilegur stuðningur og glæddi með þeim hugmyndina um algeran skilnað Dana og Islendinga. „Þar eru menn. . !“ skrifar Benedikt Sveinsson í Ingólf 18. júní 1905. „Norð- menn eru ekki að meta til aura hvert málsatriði, er fyrir kemur í viðskiptunum við Svía, heldur líta á það eitt að halda rétti sínum og þjóöar- sæmd. Þeir eru ekki að vega og bollaleggja, hvort það hafi „praktíska þýðingu“ að fylgja fram rétti sínum eða traðka honum. Landsréttur og þjóð- arheiður er þeim helgara en svo“. Benedikt Sveinsson réðst heift- arlega gegn þeirri ,,hagnýtu“ Samkvæmt því ættu smáþjóð- irnar að líða undir lok og rík- ari þjóðir og fjölmennari að skifta með sér yfirráðum heimsins. — Þessum kenning- um var jafnvel beitt hér úti á Islandi meðan verið var að teygja þjóðina frá réttarkröf- um sínum og ginna hana til þess að játast undir hið al- kunna valdboð erlends ráð- gjafa, er hann sendi alþingi.. Þá var þjóðinni kennt það í riti Bókmenntafélagsins, að ,,þjóðerni“ væri ekki annað en „gömul og hugðnæm hjátrú feðra vorra, sem mál væri til komið að leggja niður. Eftir þessu fræga „lögmáli14 vora lýðveldi Búa afmáð og brenndar byggðir þeirra, Finn- lendingar rændir réttindum og við það studdust einnig atfar- ir Danastjórnar og verkfæra hennar gegn íslendingum. Hvað var Dönum vandara en öðrum. Máttu þeir ekki sýna þeim rangsleitni, sem voru minnimáttar og fylgja „fram- þróunarstefnunni“ alveg eins og hinir?“ Benedikt Sveinsson lét sér ekki miklast áleitni stórveld- anna við frelsi og tilveru smá- þjóðanna, jafnvel þótt hún væri færð í búning lífeðlis- legra „lögmála". Sjálfur var hann óbreyttur sonur kúgaðr- ar smáþjóðar, sem var að Þingvallafundurinn 1907, einn af merkustu stjórnmála- viðburðum „landvarnartímabilsins“. kölluðu sig Landvarnarmenn. I fyrstu var flokkurinn nærri fylgislaus á alþingi, en á fúrðulega skömmum tíma hölluðust margir þingmenn á sveif með honum. Hin unga menntamannastétt aldamót- anna, latinuskólapiltar og ís- lenzkir stúdentar í Höfn og Reykjavík, flykktust inn í Landvarnarflokkinn en blöð hans og málgögn náðu æ meiri útbreiðslu meðal al- mennings í byggðum landsins. Benedikt Sveinsson var einn þeirra ungu manna, er gengu beint frá prófhorðinu inn í bardagann, þar sem hann var harðastur. Hann varð einn af ritstjórum blaðsins Landvarn- ar 1903, en árið 1905 tók hann við höfuðmálgagni Land- varnarflokksins, Ingólfi. Svo sem jafnan fyrr í sögu íslenzkrar sjálfstæðishreyfing- ar markaðist hin nýja lands- réttindabarátta af viðburðum úti í heimi. Enginn einstakur viðburður mun hafa orkað eins djúpt á hina íslenzku frelsisbaráttu þessara ára og stefnu, er ekki vildi krefjast meiri réttinda handa þjóðinni en Danir væri hverju sinni fúsir til að veita henni. Það kallaði hann „háskaleg ómaga- orð" og spurði, hvar Islend- ingar væru þá staddir, ef þsir hefðu lotið slíkum skoðunum. Undir forustu hans og ann- arra Landvarnarmanna fékk íslenzk sjálfstæðishreyfing aft- ur hina fornu reisn sína frá þjóðfundarárinu., Benedikt brýndi hið heilbrigða smáþjóð- arstolt Islendinga á þessum áram, þegar stórveídin voru sem óðast að skipta með sér leifunum af heiminum. I stór- merkri grein, eftirmælum um árið 1905, farast honum svo orð um þann stórveldahugs- unarhátt, sem jafnvel var far- inn að stinga sér niður hér á Islandi: „Stórveldin höfðu all- ar klær úti að klóra undir sig lönd og þjóðir og réttur hinna. smærri þjóða var áð engu hafður. Stórþjóðimar þóttust byggja þessa yfirgangsstefnu á því, að:. hún væri í sam- rspmi við lögmál náttúrunnar. reisa sig úr beygju aldanna og samúð hans var heil og .óskipt með öllum undirokuð- um þjóðum og kynþáttum. £ þessari sömu blaðagrein fagn- ar hann sigri Japans á Rússa- veldi vegna þess að hinn guli kynstofn hafi nú staðizt hvít- um mönnum snúning,,og hann spáir því, að Kína muni á eftir koma. Benedikt Sveins- son hélt. í þessu efni áfrora þeirri stefnu, sem jafnan hafði einkennt íslenzka sjálfstæðis- hreyfingu frá Upphafi: að hrósa happi yfir sigri undir- okaðra þjóða hvar sem þær voru á hnettinum. Það er engin tilviljun, að á þessu sama ári hóf. Benedikt Sveinsson merki sjálfstæðis- baráttunnar á íslandi enn hærra á loft og túlkaði kröf- ur Laridvarnarmanna, ef svo' færi, að samningar yrðu hafn- ir um réttarstöðu landsins: Island er sambandsland Dan- merkur, cn eigi undir hana. gefið, en hefur sama konung. Framhald á il. síðu. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.