Þjóðviljinn - 12.12.1954, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 12.12.1954, Qupperneq 7
Sunnudagur 12. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Teiknibókin í Árnasafni Tciknibókin í Árnasafní. Björn Th. Björnsson. Útg. Heimskringla Reykjavík. í Árnasafni er ein gömul bók með öðrum, blöðin velkt og máð og skörðuð, eða klippt í tvennt og eitt þeirra gatað þar eða það hafði verið notað sem mjölsía. Fræðimenn rýna bók- ina sínum smásjáraugum. En þessi bók er ekki í þeirra verka- hring, því hún er dregin at- burðamyndum mestmegnis frá lífi og dauða Krists. Myndim- ar eru gerðar með útlínum ein- um, án fjarvíddar. Af allri okkar myndlisi, frá fyrri öldum hefur nauðalítið rekið á fjörur 20. aldarinnar og er þessi eina teiknibók því til sönnunar að hér hafi veríð hámenning í myndlist á 15. öldinni. Hvað eigum við af myndlist annað? Teikningar í handrit- um, líkneskjur og altaristöflur og gripi ýmsa, hillur, aska, veggteppi, rúmfjalir, ýmist út- skorið eða litað og flest í þeim stíl sem allt hér í landi tvinn- ast og þrinnast, málið, Ijóða- gerðin, gömlu stemmurnar, byggingarlag húsanna. Fátt er merkilegra af mynd- list en þessi gamla teiknibók frá 15. öld, þeirri öld sem svarti dauði gekk og stráfelldi þriðj- ung landsmanna, og svo fáar sagnir eru þar af leiðandi bundnar. Dr. Harry Fett gefur teikni- bókina út árið 1910. Fyrir þann sem skoðar myndirnar í þeirri útgáfu er erfitt að átta sig á hvaða tilgangi þær hiýði og í hvaða samhengi þær séu, en frásögn teiknibókarinnar leikur jöfnum þræði með teikningun- um sjálfum, svo nauðsynlegt er að fá að vita efni þeirra. r Þegar Björn Th. Björnsson ræðst í að kanna bókina og fá hana gefna út, yrkir hann upp á nýjan stofn. Hann sýnir okkur miðaldirn- ar í hnotskurn og leiðir okkur inn í kaþólskuna að svo miklu leyti sem þarf, og bregður Ijósi yfir þá tíma, svo myndirnar lifna og skýrast. Hann blaðar með lesandanum í bókinni með alúð og nærfærni líkt og sjálf- ur teiknibókarhöfundurinn hefði gert. Frásögnin tekur að hrífa, þegar myndirnar koma í sam- hengi. Forvitni okkar vaknar og við spyrjum eins og menn spyrja á þessari öld: hver hefur teiknað þetta? Hvað heitir hann og Hvaðan er hann? Og kannski spyrjum við af gömlum vana: Hverra manna er hann? Eða er höfundur enginn, er þetta myndlist af svipuðu tæi og í Egyptalandi og víðar, þar sem ekkert höfundarmark verður séð? Listfræðingur okkar tíma getur af nokkrum strikum eða einni táknmynd heimfært JÓLANÓTT — Ein af myndum Teiknibókarinnar, smækk uð ruœr um helming. listaverkið til ákveðins tíma. Mjög er sú tilgáta sennileg að ein sé höndin sem stýrt hafi pennanum, stíllinn sé persónulegur, enda þótt ís- lenzki stíllinn geti verið mjög ópersónulegur eins og við þekkjum hann þar sem rætur hans geymast í jörð á íslenzk- um sveitabæjum þar sem til skamms tíma hefur mátt sjá gamla og nýja gripi, gamla og nýja útskurði og voðir og þó fleira af því eldra með listrænu og hefðbundnu sniði en hinu yngra. En í teiknibókinni er um meiri sköpunargleði að ræða. Listamaðurinn leikur sér um blaðið og stjórnar fjöðrinni eins og hljómsveitarstjóri heilli sinfóníuhljómsveit. Sá listamaður stælir ekki Framhald á 11. síS^- SAMBYLISFOLK Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Sambýlisfólk. Skáldsaga. Bókaútgáfan Tíbrá. Reykja- vík, 1954. Þetta er skáldsaga frá gelgju- skeiði Reykjavíkur, umbrota- tíma stríðsáranna, þegar of- vöxtur hleypur í alla limi hennar og þeir virðast vaxa hraðar en svo, að búkurinn valdi þeim. Og þó vex Reykja- vík ekki of ört fyrir hið ólg- andi lif, sem streymir um æð- ar hennar af vaxandi þunga. Við lestur á upphafi sögunnar dettur manni í hug, að í raun- inni sé Reykjavík eins og ófull- gert fjöibýlishús, rösklega fok- helt, en þó flutt i einstakar íbúðir ófullgerðar. Húsnæðis- málin eru baksvið sögunnar, baráttan fyrir því að eignast þak yfir höfuðið, jafnvel þótt það þak sé annars gólf. Sagan lýsir i senn baráttunni við verðbólguna og baráttunni um að hagnast á verðbólgunni. Hún lýsir annars vegar þeim, sem af harðfylgi, jafnvel meiru en kraftar leyfa, reyna að koma sér upp húsnæði en sýna þó réttsýni og heiðarleik í við- skiptum. Hins vegar lýsir hún og þeim, sem sýna harðdrægni og óbilgirni í viðskiptum og hagnýta sér vinnu annarra til að koma sér vel fyrir í lífinu. Þótt húsnæðismálin séu bak- svið sögunnar, ræður skapgerð sögupersónanna mestu um gang hennar. í sögunni koma fram margar persónur, en að- alpersónurnar eru auðvitað konur, þar sem sagan er rituð af kvenrithöfundi. Eg segi auð- vitað, því að sjálfsögðu þekkir kona bezt skapgerð kvenna, og auk þess brygðist kvenrithöf- undur skyldu sinni, ef hann reyndi ekki að vega gegn þeim aðstöðumun, að karlrithöfund- ar eru fleiri, með því að gefa konum meira rúm í sögum sín- um. Sagan lýsir þó engan veg- MeistaraverkiS Barrabas PÁR LAGERKVIST: Ban-abas. Heimskring'a 1954. ——----------- ★ Barrabas, maðurinn, sem látinn var laus, þegar Kristur var leiddur út til krossfest- ingar, maðurinn, sem Kristur dó fyrir, svo að hann gat lif- að áfram þessa heims, hefur orðið mörgum skáldum yrkis- efni, bæði fyrr og síðar. Þótt ekki sé farið aftur fyrir okk- ar öld, má nefna a.m.k. fjög- ur norræn skáld, sem skrifað hafa um þennan mann, sem Matteus nefnir aðeins band- ingja, Markús og Lúkas telja til upphlaupsmanna, er morð hafi framið, en Jóhannes seg- ir hafa verið ræningja. Sænska stórskáldið Hjalmar Söder- berg skrifaði árin 1928-1932 tvær bækur, Jesus Barrabas og Den förvandlade Messías, þar sem hann heldur því fram, að Kristur og Barrabas hafi verið ein og sama persónan. Byggir hann þar á þeirri staðreynd, að í sumum hand- ritum Matteusarguðspjalls bera þeir báðir sama fornafn. Þessi skoðun mun áður hafa verið látin í ljós af E. Ren- an. Fyrir réttum þrjátíu ár- um samdi Davíð Stefánsson smásögu, Barrabas, sem birt- ist í Rétti þrem árum síðar (1927). Barrabas Davíðs er ræninginn, sem verður sjónar- vcur að krossfestingu Krists, og breytist svo við það, að síðan á. hann hvorki samleið með kristnum né ó- guðlegum. Minnir þessi Barra- bas dálítið á Barrabas Lag- erkvists. Nordahl Grieg skrif- aði áhrifamikið leikrit, Barra- bas. Hans Barrabas er, sem vænta mátti, upphiaupsmað- urinn, byltingamaðurinn, hug- rakkur, harður og ósvífinn, sem fólkið dáir þrátt fyrir hrottaskap hans, og kýs hann fremur Kristi, sem boðaði frið og umburðarlyndi. Barrabas Lagerkvists er ræningi, ien ekki byltinga- maður. Hann er frumstæður, grófgerður, á vissan hátt andmennskur í eðli sínu, en þó svo mannlegur, að þegar Þórunn Elfa Magnúsdóttir inn einlífi kvenna eða konu- ríki, heldur halda karlmenn fyllilega hlut sínum, þó að kon- um sé helgað meira rúm. Aðalpersónur sögunnar og fulltrúar andstæðra skapgerða eru Dagrún og Auðbjörg Arn- ardóttir. Dagrún er hetja hvers- dagslífsins, þott veikgerð sé, hógvær, réttsýn og hjálpsöm. Framhald á H. slðu. lestri bólcarinnar er lokið;. finnst manni, að í oss flesturr. sé eitthvað af þsssum Barra- bas. Hann er leiksoppur h;nna undarlegustu örlaga, og þc eiga þau að verulegu leyti rót í eðli hans sjálfs. Hanit upplifir krossfestingu Krists og endar sjálfur líf sitt á krossi. Hann er sonur hat- urs og myrkurs, elur samt I brjósti einhverja óljósa þrá eftir birtu og samúð, en þó er sem hann hvorki þoli birtu, né geti notið samúðar. Hann er alltaf einn, jafnvel þegar Pár Lagerkvist hann er fjötraður við félaga. sinn, hinn kristna þræl Sa~ hak,en Sú gata, er einn þú gengur, til grýttrar auðnar ber er boðskapur Lagerkvists I einu af hans ágætustu kvæð- um. Barrabas kennir beigs í fyrsta sinn á ævinni við þaö myrkur, sem kom yfir Hausa- skeljastað við krossfestingu Krists, og raunverulega fyrir- le.it hann þennan Krist fyrir hans vesaldóm, þar sem hann. hékk, en þegar hann sjálfur á sínum krossi ,,fann dauð- ann nálgast, sem hann óttað- ist svo mjög, ságði hann út í myrkrið, eins og hann tal- aði til þess: — í þínar hendu r fel ég minn anda. Og síðau gaf hann upp öndina“. Et hægt er að tala um geníalt tvíræð lokaorð skáldsögu, eru. það þessi orð. Barrabas Lagerkvists verð- ur í allri sinni grófgerðu ruddamennsku og með sínu. frumstæða tilfinningalífi ein- hver átakanlegasta persónu- lýsing norrænna bókmennta. Og bókin í heild býr yfir einhverju undarlegu seið- magni. Lesið hef ég það hér- lendis um stíl Lagerkvists £ þessari bók, að hann væri ó- listrænn og raunar enginit stíll. Þetta er að mínum dómc hreinasta fjarstæða. Ég hold.. að stíll Lagerkvists hafi sjald- an verið eins öruggur og lotið svo fullkomlega lögmálunr. verksins sjálfs. Lagerkvist notar hér á köflum hrjúft, en einfalt, hversdagslegt mál- færi, sem minnir bæði á bibli- una og sumar helgisögur og nær með því einmitt þeim stíl- blæ, sem við á. Lýsingar þær. sem hann bregður upp a£ landslagi, lifnaðarháttum og þióA-i.-ínulagi eru stuttar, hnitmiðaðar og sterkar. Milli Framhald é 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.