Þjóðviljinn - 22.12.1954, Síða 6
t&) t— ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 22. desember 1954
þlÓOVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á rnánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Hættuleg braut
Það er alkunna að ógeðið á bandaríska hernámsliðinu
hefur farið vaxandi ár frá ári og mánuð frá mánuði. í
upphafi voru gerðar tilraunir til þess að láta hina er-
lendu menn komast í sem nánust tengsl við þjóðina; það
voru skipulagðar að heita mátti daglegar árásir á höfuð-
horgina og ferðir um landið, og ýmsir íslendingar gerð-
ust svo lítilsigldir að skríða fyrir hermönnunum; hér
risu meira* að segja upp hóruhús. En andstaðan magn-
p.ðist að sama skapi, og nú er það ríkjandi skoðun hjá
meginþorra þjóðarinnar að allt samneyti við hernáms-
liðið sé ósæmandi. Hafa hermennirnir kvartað mjög um
kulda íslendinga) í bandarískum blöðum. Þetta ástand
var síðan staðfest af núverandi utanríkisráðherra þegar
hann lýsti yfir því að gerðar yrðu mannheldar girðingar
utan um hernámsliðið og settar hefðu verið mjög strang-
ar reglur um ferðir þess (enda. þótt ráðherrann hafi af
einhverjum annarlegum ástæðum ekki séð sér fært að
tkýra frá því í hverju reglur þessar eiga að vera fólgnar.)
Að sjálfsögðu hefur þessi þróun orðið ráöamönnum
hernámsliðsins mjög hvimleið, og þeir halda enn áfram
að reyna að koma á sambandi við ísl. þjóöina. Nýjasta til-
tækið og eitt það hvimleiðasta er að fá íslenzk líknar-
íélög til þess að stunda áróður fyrir hemámsliðið. Hljóm-
sveit af flugvellinum hefur verið látin leika til ágóða
fyrir barnaspítalasjóð Hringsins og Slysavarnafélag ís-
lands, og þessar stofnanir eru síðan látnar skora á ís-
lendinga að hlusta á hernámsmenn leika. Af hálfu her-
námsliðsins er þetta pólitísk brella en enginn áhugi á
hknarstörfum, enda er fátt fráleitara en að tengja saman
atvinnumenn í morðum og barnaspítala eða slysavarnir.
Stofnanir þær sem hér er um að ræöa eru komnar
inn á hættulega braut með samvinnu sinni við hernáms-
liðið. Þær hafa til þessa notið stuðnings allra íslendinga,
og því verða þær að halda áfram ef góður árangur á að
nást. En þá mega þær ekki taka upp starfsaðferðir sem
nieginþorri þjóðarinnar hlýtur að hafa ógeð á.
Sósíalistaflokkurinn einn hélt fram
rétti láglaunafélksins
Starfsmenn ríkisins fá þessa dagana að finna hvemig ríkis-
fctjórn íhalds og Framsóknar telur rétt að haga launahækkun-
um. Uppbótin sem ríkisstjórnin og flokkar hennar telja hæfi-
legt að veita öllum þorra láglaunafólksins í ríkisþjónustu eru
2—5% grunnlaunahækkun, en þykir hinsvegar sjálfsagt að
létta hæstlaunuðu embættismönnum ríkisins 10% glaðning,
láglaunafólkið á að fá 300 til 500 kr. hækkun á ári, en embættis-
maðurinn með sín 70 þúsund króna laun fær einar 5500 krónur.
Sósíalistaflokkurinn einn þingflokka mótmælti þessari að-
ferð, og bar Einar Olgeirsson fram breytingartillögur um að
launauppbótin í lægstu flokkunum, 10. til 16. fl. launalaga yrðu
30%, í miðflokkunum, 4. til 9. fl., 25% og í 1. til 3. flokkij
hæstlaunuðu flokkunum 20%. Með því móti hefðu menn í lág-
launaflokkunum fengið 2000 til 3000 kr. uppbót á árslaun sín,
og lagði Einar áherzlu á, að minna mætti það ekki vera. En
þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar máttu ekki heyra
á það minnzt og felldu tillögur Einars við 3. umr. fjárlaganna.
Þeir voru hæstánægðir með launauppbótina og sögðu að íhalds-
prófessorinn sem er forseti Bandalags starfsmanna ríkis og
fcæja, væri einnig hæstánægður!
Hitt vekur nokkra furðu að Alþýðublaðið skuli nú hamast
gegn þessari aðferð ríkisstjórnarinnar við launahækkun til
starfsmanna ríkisins. Gylfi Þ. Gíslason og Haraldur Guðmunds-
son báru fram þær breytingartillögur af hálfu Alþýðuflokksins
aö uppbótin hækkaði ekki í 20% heldur í 25%. Það þýddi að
vísu að lægstu flokkamir hefðu fengið 8% hækkun en hæst-
launuðu embættismennirnir heíðu fengið 15% hækkun! Það var
foaráttumál Alþýðuflokksins.
Starfsmenn ríkisins munu læra af þessari launahækkun, um
forustuhæfileika íhaldsprófessora í stéttarsamtökum og um hug
stjómarflokkanna til láglaunafólks. Það er á valdi fólksins
sjálfs, í samvinnu við önnur launþegasamtök, að láta ekki bjóða
ifcér slíka „launahækkun'* oftar.
Bréf til Jéns Aðalsteins
Reykjavík, 18. desember 1954.
Kæri vinur!
Nú sezt ég niður til að pára
þér nokkrar línur í tilefni af
sextugsafmæli þínu. Ég verð að
biðja þig að umbera það með
þolinmæði, að fyrri hluti bréfs-
ins verður skelfileg raunasaga.
En svo birtir yfir.
Ég efast um, að nokkur ís-
lendingur hafi litið vonglaðari
fram á veg lífsins en ég leit
á árunum 1939 til 1941, þrátt
fyrir mikið myrkur, sem þá
lagði yfir heim alian frá þessu
veslings geðbilaða landi kring-
um Liineborgarheiði.
Ég var þá að koma mér upp
heilli fylkingu- sérfræðinga í
flestum greinum vísinda, mann-
félagsmála, heimspeki, dulspeki
og lista. Þessir sérfræðingar
áttu að gefa mér öðru hverju
skýrslu um þau efni í sérgrein-
um sínum, sem ég óskaði að
fræðast um í það og það skipt-
ið. Fiestir tóku þeir við emb-
ættum þessum fagnandi hjarta
og hétu miklum skýrslugjöfum,
hvenær sem ég þarfnaðist, og ég
sá sjálfan mig kominn nokkuð á
veg að því takmarki, sem ég
hafði þráð alia ævi: að verða
fjölfróður og djúpvitur. Það var
mín mikla vongleði.
Ég get ekki annað sagt en
flestir þessir embættismemr
mínir stæð.u vel í stöðu sinni
fyrst framan af og að skýrslu-
gjafir gengju mér að óskum.
Jafnvel ennþá lifa fullu lífi
innan í mér nokkrar skýrslur,
sem sérfræðingar mínir gáfu
mér á þeim árum, til dæmis
tvær skýrslur um nokkrar
mannlegar náttúrur, skýrsla
um tortímingarmátt stærstu
sprengna, sem vitfirringarnir
bjuggu til á þeim tímum,
skýrsla um loftárás á Reykja-'
vík, skýrsla um kontrapunkt-
inn, skýrsla um ástamál og
erótík, skýrsla um samfara-
kúltúr ungs fólks nú til dags
og fleiri. Og mér fór fram.
En þessi menningarhátíð stóð
ekki lengi. Áður en varði sótti
í það horfið, að sumir sérfræð-
ingar mínir yrðu þurrausnir,
sumir nenntu ekki að kynna sér
aðkallandi viðfangsefni, sumir
tóku að daufheyrast við skýrslu-
gjöfum. Nokkra þessara rak
ég úr embættum. Sumir þeirra
fengu uppreisn og voru settir
aftur í sín fyrri embætti, aðrir
skipaðir til annarra starfa.
Þetta var gert til þess að gefa
þeim tækifæri að hætti forsjón-
arinnar. En allt kom fyrir ekki.
Aldrei hefur þó fyrirtækið far-
ið alveg á hausinn. Gegnum
blítt og strítt hafa nokkrir
rækt embætti sín ágætlega og
gefa öðru hverju vandaðar
skýrslur.
Þú varst, vinur, í hópi sérfræð-
inga minna, og sérfræði þín var
gufuvélin, og mótorinn auka-
grein. Á þér hafði ég einna
mest traust allra sérfræðinga
minna, því að á þér lá sá
almannarómur, að þú værir
einn af færustu vélfræðingum
landsins, og að samvizkusemi
þín væri með afbrigðum. En á
hinn bóginn var svo ástatt um
mig, að gufuvélin var það fyrir-
bæri, sem ég þráði mjög að
fá um mikla og vandaða
fræðslu, því að hijómur hennar
og hnykkir og slög höfðu æv-
inlega látið í eyrum minum eins
og symból upp á hjartslátt al-
lífsins, sem ég hef löngum hlust-
að eftir.
En hver varð svo reynsla
mín?
Ég bað þig margsinnis að gefa
skýrslu um hitt og þetta í gufu-
vélinni. En þá vékst þú talinu
alltaf að öðrum efnum og gafst
aldrei neina skýrslu, ekki brot
úr skýrslu, ekki eina setningu
úr skýrslu. Þú og Halldór
Stefánsson voru - einu sérfræð-
ingaj- mxnir, sem aldrei gáfu
nokkra skýrslu. Þegar ég bað
þig að veita mér fræðslu um
eitthvað í þinni vél, til dæmis
um samband stimpilsins og rell-
unnar aftan á skipinu, þá fórst
þú að tala um silungsveiði í
Baulárvallavatni eða rjúpna-
skyttiri uppi á Mýrum, sem
hvorttveggja var mjög andstætt
mínum siðferðishugsjónum.
Ég er einfaldur, eins og allir
Jón Aðalsteinn Sveinsson
vita, og þess vegna botnaði ég
lengi vel ekkert í þessari fram-
komu þinni. Höfðu þeir, sem
þekktu þig bezt, gefið mér rang-
ar upplýsingar um vélamenntun
þína og samvizkusemi? Um
þetta braut ég heilann í ein tvö
ár.
Þá minntist ég heimskur
loksins þess, að ég hafði verið
samtíða lækni í mörg ár. Ég
hafði oft leitað fræðslu hjá
honum um ýmislegt, sem mér
lék hugúr á að vita í læknavís-
indunum. En öll fræðslan, sem
hann miðlaði mér í þeim vísind-
um í öll þessir ár, var sú, að
það væri eitthvað að vaxa bak
við eyrað á mér. Það var allt
og sumt. Þó var þetta einn
skarpasti og lærðasti læknir
landsins. Þar á móti var hann
allra manna beztur og upp-
byggilegastur til viðtals um
skáldskap og bókmenntir,
stjórnmál og alþýðufræði, jafn-
vel heimspeki, dularfull fyrir-
bæri og spíritisma.
Hvernig átti ég að skilja þessa
óiyst hans á að miðla mér
svolítilli fræðslu í læknavísind-
um? Sennilega álítur hann mig
allt of fávísan til að botna neitt
í svo sérfræðilegum efnum.
Þar væri ekki vert að eyða
meiru á mig en þesSu eina bak
við vinstra eyrað á mér. Má-
ski er hann líka orðinn svo
þreyttur á þessum stunum
sjúkra manna, að hann er að
reyna að halda huganum frá
þeim, þegar tómstundir gefast.
Nú var eins og hvíslað væri
að mér: Reyndu að líta á sér-
fræðing þinn í vélfræðinni frá
svipuðu sjónarmiði og þennan
lækni. Og ég fór að hugsa:
Hann er líklega svo lærður
í gufuvélinni, að hann telur
sér ósamboðið að segja þar
um eitt orð við jafn ólærð-
an mann og mig. Kannski
er hann líka orðinn svo dasað-
ur af hinum sískakandi og
glymjandi bullum og stimpl-
um, að hann vill hvíla hugann
við önnur efni, þegar stönz í
höfnum veita honum tækifæri
tií.
Þessi samanburður á þér
og lækninum forðaði þér frá
þeirri niðurlægingu að vera
rekinn úr efpbætti sakir fá-
heyrðrar vanrækslu í skýrslu-
gjöfum. Það hjálpaði þér og
nokkuð, að þú tókst um þessar
mundir við vélstjórn á mótor-
skipi, en mótorinn hafði verið
aukasérgrein þín í ernbættis-
skipuninni.
Þú stóðst hér þó hallara fæti
siðferðislega en iæknirinn. Þú
hafðir tekizt á hendur að vera
sérfræðingur minn, en læknir-
inn lofaði aldrei neinu slíku,
enda ekki um það beðinn. Þá
var sérfræðingakerfið ekki
komið í gang. Þá lágu allar vor-
ar leiðir til átoríteta austur til
Himalaja og beint til himna. Þá
voru tímar hinna miklu fneist-
ara og hinna himnesku brúð-
guma. Þá var gaman að lifa.
Ég var orðinn dauðuppgefinn
á þér sem sérfræðingi í vél-
fræði. En mig vantaði sérfræð-
ing í alfræði. Ég hafði leitað
hans lengi, en éngan fundið.
Læknirinn hefði verið til val-
inn í slíkt embætti. En ég vissi,
að hann myndi ekki vilja tak-
ast það á hendur. Þá var það
þetta sameiginlega með ykkur*
auk svolítils meira, sem lokkaði
mig til að reyna að kynnast
þeim hliðum þínum, sem ekki
sneru að gufuvél og mótor,.
minnugur þeirra mörgu glæsi-
legu kanta læknisins, er ekki
Frapxhald é ll.' SÍðu.
KVÆÐIÐ
UM FANGANN
eftir
OSCAR WELDE ^
í þýðingu
Magnúsar Asgeirssonar
Gefið út í 350 töhisettum
eintökum í alskinni,
árituðum af þýðanda.
„ .... Af þýðingunni er það
skemmst að segja, að hún er
gerð af þeirri orðsnilld og hug-
kvæmni, sem Magnúsi er lagin,
nákvæm í bezta lagi og þá snöll-
ust er rímið er margslungnast
og vandasamast, og ber vott um
næma innlifun og skilning á
kvæðinu, efni þess og æðstu
markmiðum.''
Ásgeir Hjartarson
í formála að bókinni.
„Kvæðið um fangann er eitt af
mestu þýðingarafrekum Magn-
úsar Ásgeirssonar og hefur
stækkað við endurskoðunina.
Magnúát tekst bezt, þegar mest
á reynir, ..."
Helgi Sæmundsson,
Alþýðublaðið, 5. nóv. 1954
„Þessi perla meðal islenzkra
ljóðabóka mun vissulega verða
fágæt, verði hún ekki gefin út í
stærra upplagi."
Jónas Þorbergsson,
Timinn, 1. deS. 1954.
„Þá þrekraun að flytja sárs-
aukaóp Wildes úr víti dýfliss-
unnar á íslenzku heíur Magnús
leyst með slíkum ágætum, að
þessi þýðing hans er með því
bezta sem hann hefur látið frá
sér fara. Bókin er prýdd tré-
skurðarmyndum og þannig, úr
garði gerð i hvívetna, að unun
er að hafa hana handa á m4íi.“
Magnús Torfi Ólafsson,
Þjóðviijinn, 11. nóv. 1954
AKRAFJALL — Sími 7737.
.. a