Þjóðviljinn - 22.12.1954, Síða 7
Miðvikudagur 22. desember 1954— ÞJÓÐVILJINN —(7
ævisögur ~ söngvan
sjómaður, tveir bændur
I’étur Jónsson ópernsöngv-
ari. Samið hefur Björgúlf-
ur Ólafsson eftir sögn hans
sjálfs. HELGAFELL. Kr.
90.00 ób., 120.00 ib.
-------------★
lands eins og á öðrum sviðum
þjóðlífsins. Snjöllum tónlistar-
mönnum var stjakað til hliðar
ef þeir voru af gyðingaættum
Pétur Jónsson var annar ís-
lendingurinn, sem réðst i að
fará af landi burt og' freista þess
að- hafa lífsframfæri sitt af að
syngja fyrir erlendar þjóðir. Al-
kunna er, hvernig sú djai-fa fyr-
irætlun tókst; sem sannur Vest-
urbæingur og KR-ingur vann
Pétur bug á öllum erfiðleikum
ög söng hátt á annan áratug
við ýmsar óperur í Þýzkalandi
við mikið lof gagnrýnenda og
vinsældir ópe.rugesta.
Bjölgúlfur Ólafsson læknir hef-
ur nú skráð ævisögu Péturs eft-
ir sögn og plöggum hans sjálfs
bg bókin geymir fjölda rnynda
iaf söngvaranum i ýmsum óperu-
hlutverkum. — Björgúlfur er
löngu kunnur fyrir ritleikni og
skemmtilegan frásagnarhátt. Þeir
eiginleikar hafa ekki brugðizt
honum í þessari bók. Lýsingin
á úppyéxti Péturs í Reykjavik
og námsárúnum i Kaupmanna-
höfn er hröð en þó nógu ýtar-
leg til þess að gefa skýra mynd
af lífi æskunnar hér á Seltjarn-
arpesi og stúdentanna við Eyr-
arsund um og eftir aldamótin.
Pétur gaf sig snemma að í-
þróttum og söng. Hann var
meðal stofnenda Fótboltafélags
Reykjavíkur, sem siðar va.rð
KR, og hann þreytti skauta-
hlaup á Reykjavíkurtjörn. Kann
hann frá því að segja, að heilon
vetur hafði skautafólkið fyrir
sæti þúst nokkra, sem það hélt
niðurfrosinn heypoka, en reynd-
ist lik af manni, sem drukknað
hafði í Tjörninni.
Hér heima söng Pétur fyrir
Eriðrik VIII. þ>egar hann var á
ferð og i Höfn dróst hann fljótt
inn i sönglíf borgarinnar. Þar
koni að hann var tekinn á
Óperuskóla Konunglega ieikhúss-
ins, sá eini af 50 körlum, sem
prófaðir voru í það skipti. Hann
sggði skilið við næstum lokið
tannlæknisnám og gekk söng-
listinni á hönd.
Fyrstu árin í Þýzkalandi voru
Pétri. erfið, hann þurfti að læra
málið og kynstrin öil af hlut-
verkum. En strax og hann taldi
sig fullbúinn að koma fram voru
viðtökurnar góðar. Hann réðst
að Borgarleikhúsinu i Kiel
haustið 1914 og átti jafnan góðra
kosta völ upp frá þvi.
Björgúlfur rekur listferil Pét-
úri; nákvæmlega, greinir frá
hlutverkum hans og birtir um-
mæli söngdómara (sem hann af
einhverjum óskilja.nlegum ástæð-
um kallar ritdómara). Saman við
þessa frásögn af sigrum Péturs
á léiksviðinu fléttar hann af
leikni feril hans utan vcggja
íeikhússins. Margt frásagnarvert
ber við á báðum vettvöngum,
það liggur við að Pétur sé rek-
inn vegna þess að hann fæst
ekki til að hallmæla Englending-
um i byrjun heimsstyrjaldarinn-
ar fyrri, öfundsjúkur starfs-
bróðir reynir að koma á hann
njósnagrun, hann sleppur slysa-
láíist frá áð dotta á leiksviðinu
óg íslenzk hestamennska kem-
ur hó'num í góðar þarfir, þegai'
Brynhildur Buðladóttir er að því
komin að missa Grana Sigurðar
Fáfnisbana niður í hljómsveitar-
gryfjuna. Slíkar frásagnir, gam-
ansajnar eða alvarlegar, fjörga
flestar siður bókarinnar. Hóf-
lega drukkið vín og vel tilbúinn
matur koma einnig við sögu eins
óg vera ber þar sem hetjutenór
' á' í hlpt.
Pétur Jónsson starfaði meira
og minna með ýmsum frægustu
tónlistarmönnum sem ha.nn var
samtíða á meginiandi Evrópu.
Söngvarar eins og Kipnis, Schl-
uésnuss, Melchior, Siezak og
Léhmann koma meira eða minna
við sögu hans, sömuleiðis hljóm-
sveitarstjórar eins og Leo B’ech
og Fritz Busch. Um 1930 tók að
syrta i lofti í tónlistarlifi Þýzka-
PÉTUR JÓNSSON
eða vinstrisinnaðir í stjórnmál-
um en hlaðið undir nazistiska
skussa. Margir samstarfsmenn
Péturs flúðu land, aðrir sviptu
sig lífi. Sjálfur hélt hann heim
til Isiands 1932, ári áður en ó-
veðrið skall á fyrir. a’.vöru.
VILHJ. S. VILHJÁLMSSON:
Ták hnakk þinn og hes.t. —
Minningaþættir Páls Guð-
mundssonar á Hjálmsstöðum.
SETBERG. Kr. 90,00 ib.
Vilhjálmur S.. Vilhjálmsson er
mikilvirkur að skrá ævisögur
aldurhniginna afreksmanna —
Þetta er þriðja árið í röð sem
■slík bók kemur frá hendi hans.
Páll á Hjálmsstöðum í Laug-
ardal er hreinasti hvalreki á
fjöru ævisagnaritara. Hann er
fróður og.minnugur þótt háaldr-
aður sé, man átjándu aldar fóik,
héfúr glöggt auga fyrir því
skemmtilega og sérkennilega í
fari rnanna og gerir sér skýra
grein fyrir atvinnubyltingunni,
sem orðið hefur á Islandi á hans
dögum.
Ýtarlegúst er lýsingin á upp-
vaxtarárum Páls, í bæ sem hél-
aði í frostum en lak i rigning-
um, \nð þröngan kost en mikla
vinnuhörku. Minnisstæðar verða.
lýsingar hans á vitrum, sjófróð-
um og mildum gömlum konum
annarsvegar og hinsvegar ó-
stjórnlegum drykkjuskap bænd-
anna margra ef þeir náðu í vín.
Páll fór 16 ára i veiið og kann
a-ð segja frá mörgum svaði)för-
um og sjógörpum. Frásögnln er
samfelld fyrstu búskaparár hans
en fer að verða slitróttari úr
þri.
I raun og veru er bók þessi í
tveim hlutum. Fyrri hlutinn er
ævisaga Páls í samhengi alllangt
fram á fullorðinsár. Síða.ri hlut-
inn er sundurlausir þættir af
ýmsu, sem á daga hans hefur
drifið. Margir eru þessir þættir
bráðskemmtilegir, sVo sem þar
sem segir frá því, þegar mátt-
arstólpar Grimsneshrepps fóru í
bíl árið 1928 að reyna að koma
fyrir draug á Snæfoksstöðum.
Páli hefur setið við skál með
skáldunum Stephani G. og' Ein-
ari Benediktssyni. Stephan veitti
úr glasi sem tók fjögur staup
og lét það endast sér og gesti
sinum langt fram á nótt. Hjá
Einari flóði vínið í stríðum
straumi. Merkileg er frásögnin
af því, hvilík raun Stephani var
að uppskafningshættinum sem
sumstaðar gætti í móttökunum
þegar hann ferðaðist um landið.
Ég held að bókin hefði orðlð
betri ef Vilhjálmur hefði
fellt þessa þætti inn i samfellda-
frásögn. Efniviðurinn er svo val-
inn að , eftirsjá er að því að
bókin skuli ekki vera eins vel
byggð og, honum sæmir.
„Örlaganornin að' mér réð .
Æfisaga Þorsteins Kja.rvals
Skráð hefur Jón G. Jóna-
tansson HELGAFELL. Kr
45 ób, kr. 65 ib.
--------------- ★
,að slær bjarma á Hvanna-
'da’shnjúk, er morgungyðjan
sveiflar sprota sínum yfir höfði
þess fótfráa gæðings, er ber
hana til fundar með öðrum gyðj
um alvaldsins á kolli Hvanna-
dalshnjúks."
í vesturátt - niður - í hrjóstr-
ugum byggðum Meðallandsins, er
lítill jarðarbúi að skjóta kollin-
um inn í daglega tilveru Meðal-
landsbúa."
Önnur eins byrjun á ævisögu
og þetta, og sama tilgerðarvellan
nokkrar fyrstu blaðsiðurnar, er
til þesa_Jöguð að koma manni
til að f'eygja. bókinni út í horn
og biðja höfundinn a’drei þrif-
ast. Ekki bætir það úr skák að
áður en hann tekur sjálfur til
máls lætur hann mann nokkurn
sem ritaði sögu héraðs sins
og birti þar stóreflis myndir af
sjálfum sér, konu sinni og heil-
um skara ættmenna, segja frá
ætt söguhetjunnar. Eins og við
var að búast fer þar mest
fyrir ættartöluhöfundinum, sem
vitnar í sín eigin rit, titlar sjálf-.
an sig og telur up allt sitt nán-
asta skyldfólk að sjá’fum sér ó-
gleymdum, taka.ndi fram að að
því fólki standi „hin göfugasta
ætt, er telur marga gáfumenn og
skáld".
Þótt við þetta bætist Ættaskrá* 1
í 12 greinum er lesandanum ráð-
lagt að stilia sig um að fleygja
bókinni, því að þegar gyðjurnar
eru hættar a.S sporta. sig á
Hvannadalshnjúk hefst raun-
veruleg ævisaga og hún meira
að segja læsileg.
Þorsteinn Kjarval ólst upp við
kröpp kjör. Hann var fimm ára
sendur til vandalausra og níu
ára í annan landsfjórðung að
vinna fyrir sér með smaJa-
mennsku. Aldrei fékk hann til-
sögn i skrift né reikningi.
Ha.nn tók sig upp af Austfjörð-
um og fór vestur á Miðnes og
loks til iReykjavíkur. Ýmist var
hann á skútum eða enskum
togurum.
Frá þessu er sagt á hrein-
skilnislegan hátt. Höfundur virð-
ist fylgja trúlega frásagnarhætti
Þorsteins, því að tilgerðarinnar
sem lýtir formálann og inngang-
inn verður furðu lítið vart. Fer-
ill Þorsteins úr sárustu fátækt
til bjargálna er glöggt rakinn,
en hvað eftir annað verður hann
fyrir stórtöpum, svo sem þegar
hann lét aleigu sína i gulUeit-
arfélag þeirra Sturlubræðra,
Tryggva Gunnarssonar banka-
stjóra og Sveins Björnssonar
síðar forseta. Þorsteinn Kjarval
var til sjós með Stjána bláa. og
Oddi sterka. Hann var á enska
togaranum sem fann Dýrafjarð-
larbankann, þar sem slík ógrynni
voru af kola að hann féll á
ma.rkaðnum úr 18 shillingum í 4
hvert kitt. Ensku togararnir
voru þrifalegri en íslenzku skút-
urnar, en ensku sjómennirnir
menntunarsnauð vinnudýr og á
togurunum var ekki hið minnsta
skeytt um mannslifin.
Um 1910 dettur botninn fyi'ir-
varalaust úr þessari ævisögu og
er ómögulegt að sjá, hvort fpam-
halds er að vænta á henni.
ÞORBJÖRN BJÖRNSSON
Geitaskarði: Skyggnzt um
af heimahlaði. NORÐRI.
Kr. 68 í bandi.
--------------— ★
Þessi bók er í tveirn hlutum.
Fyrri hlutinn er ævisaga höf-
undar en hinn síðari safn rit-
gerða eftir hann.
Þorbjörn er einn hinna kunnu
Veðramótssystkina. Talsvert hef-
ur verið spunnið í það fólk og
Þorbjörn veit vel af þvi. Hann
Framhald á 8. síðu.
Brimaldan stríða
NICHOLAS MONSAR.RAT:
Brimaldan stríða. Is'enzkað
hefur Jón Helgason. Bóka-
útgáfan Setberg.' Reýkjavik.
Arnbjörn Kristinsson 1954.
Kv. 115 ib.
;--------------*--- ★
Brimaldan stríða, en svo þýðir
Jón Helgason ritstjóri The
cruel sea, eftir Englending-
inn Nicholas Monsarrat, sem
kom út fyrir þremur árum og
varð þegar metsöiubók á. Eng-
landi og hefur verið þýdd á
fjölda tungumála Bókin segir
frá átökunum á Atlanzhafi í
s'ðustu heimsstyrjöld, baráttu
enskra sjóliða við þýzku kafbát-
a.na. Atlanzhafsvígstöðvarnar
voru að öl’um jafnaði ekki fyr-
irferðarmiklar í fréttum dagsins
á striðsárunum, en þessi bók
ætti að geta sannfært hvern
mann um það, að á Atlanzhaf-
inu var háður trylltur og tauga-
slitandi leikur. Þegar honum
lauk höfðu 30 þúsund enskir
sjómenn látið lífið í ö’dum þess
og 3 þúsundir sltipa lágu á mar-
ai’botni. Minnstu munaði, að
kafbátar Þjóðverja hefðu gert
enska flotann óvígan í síðustu
heimsstyrjöld, og svo var raunar
einnig i hinni fyrri, enskir sjó-
menn björguðu þá sem oftar
Englandi. Þegar ég var að lesa
bókina minntist ég þess oft, að
það var enska íhaldsstjórnin,
sem hafði með sérsamningi leyft
Þýzkalandi nazistanna að smíða
ótakmarka/ðan fjölda kafbáta,
svo að hvert tundurskeyti, sem
hitti enskt kaupfar eða her-
skip hefði fyrir þá sök mátt
vera ma.rkað verksmiðjumerk-
inu: Made in England. Þegar
Nicholas Monsarrat
ekkjur og munaðarleysingjar
Englands gráta drukknaða ást-
vini, þá mega þau minnast hinna
vísu manna brezkrar yfirstéttar,
sem jafnan eru samir við sig.
Ekki verður þó vart við neina
beizkju til enskra ráðamanna í
þessari bók Monsarrats. Tamin
skyldutilfinning virðist vera
pterkasti þátturinn í eðlisfari
þessara ensku sjómanna, æðru-
leysi og rólynd ka.rlmennska, án
allrar tilgerðar. Margir þessara
sjómanna og sjóliða voru sjá’f-
boðaliðar, sem höfðu aldrei piss-
að í sa.lt vatn, en þó fengu þeir
varið siglingaleiðirnar og að lok-
um unnið bug á fjendum undir-
djúpanna. Þessar ensku heljur
hafsins eru mjög mennskar i
öllum háttum sínum, óttast um
líf sitt, elska og drabb?. í stutt-
um landlegum, eru kokká’aðir.
missa 'stundum alla stjórn á
sjálfum sér, þegar hafið er ið
soga þá niður i endalaust djúpið.
Þeir eru yfirleitt ákaflega enskir
og enskulegar getur bókin eklci
endað en með orðum EricsonS
skipstjóra, þegar hann fer í land
eftir 68 mánaða sjóvist: ,.Ég
verð að segja að ég ér skolli
þreyttur".r
Brimaldan stríða, er ekki nema
að litlu leyti skáldsaga Hún eV
Atlanzhafsstyrjöldin nakin og
raunveruleg, svo að höfundurinn
hirðir oft ekki um að stí’færa
hana eða klæða í listrænan bún-
ing. En hún er jafnvel átakan-
legri einmitt fyrir þá sök. Bók-
in á mikið erindi til Islendinga,
ekki sízt íslenzkrar sjómanna-
stéttar, sem tók ekki lítinn þátt
í hildarleiknum á Atlanzhafinu.
þótt Englendingar virðist ha.fa
gleymt því þessa stundina. Á
þessum tímum almennrar
gleymsku og almennrar fyrir-
gefningar, er vestrænt auðvald
og leppar þess draga Þýzkr.land
að drottinsborði og kvitta það
af allri synd og öllum stríðs-
glæpum, þá er mönnum hollt að
minnast þeirra illvirkja, sem kaf-
bátafloti nazista framdi á Atl-
anzhafinu i síðustu styrjöld.
Því miður verður litið ráðið
i stíl höfundarins af þýðingu
Jóns Helgasonar. Islenzkan á
þessari bók er mjög burðalítil
og víða virðist þýðandinn litt
ráða við texta.nn, prentvillur eru
margar og leiðinlegar og ekki
eru þær allar að kenna guði
hinnar svörtu listar — prent-
viUupúkanum. Ég verð að játa
a.ð ég skil ekki lengur móður-
mál mitt þegar þvi er ætlað að
segja þessa setningu: „Enginn
hnitmiðaður endahnútur skyggði
á ljóma þess sigurs, sem keypt-
ur hafði verið svo óheyrilega
dýru verði". Hins vegar er sýni-
legt, að skip Hennar Hátignar
mundu hæglega standast strang-
asta. gáfnapróf: ,,Hér eru allar
gáfur skipsins saman komnar á
einn stað, og þó heyrist hvorki
stuna né hósti", segir í þýðing-
unni. Það lætur afkára’ega i
eyrum að beygja sögnina að aka
veikri beygingu: „Næturvörður-
inn.... akaði sér", þótt finna
megi þeirri beygingu stað i is-
lenzku máli. Þýðandinn er sýni-
lega hræddur við að smitast af
þágufallssýkinni, en fyrr má nú
rota en dauðrota og ekki bein-
linis nauðsynlegt að flýja alla
leið upp í nefnifall: „Ég langaði
aðeins til þess að fylgjast með“,
Það er leiðinlegt um svo ágæta
bók, að þýðandinn skuli hafa
kastað til hennar höndum, og
það er því meiri ástæðe, til a<5
átelja þetta þar sem vitað er,
að þetta er ekki byrjendaverk,
Jón Helgason hefur þýtt margar
bækur á undan þessari. Með
meiri yfirlegu hefði hann sjálf-
sagt getað gert þessari sjókö’du
sögu Atlanzhafsstyrjaldarinnar
betri skil.
Sverrir Kristjánsson,
Þorleifur
ÞORLEIFUR 1 HÓLUM:
Ævlsaga, Skaftfellinga rit.
Bókaútgáfa Guðjóhs Ó.
Gfuðjónssonar. Reykjavík.
1954. Kr. 125.00 ib.
------------7— ★
visaga Þorleifs í Hólum er
496 bls. en samt mun flest-
um lesendum fara svo að þeir
Ijúka henni með söknuði og
þeirri ósk, að hún hefði verið
helmingi lengri. — „Ævisaga"
hans nær aðeins til 1913, og fell-
ur niður í fróðlegustu frásögn
af veðrabrigðum íslenzkra stjórn-
mála eftir kosningastorminn
1908.
1 þeirri viðureign felldi Þor-
lcifur í Hólum einn virðulegasta
frambjóðanda Heima.stjórnar-
manna, Guðlaug Guðmundsson,
sem hafði þó verið sýslumaður
Skaftfellinga og þaulkunnugur
fólki þar. Sjáifur Hannes Haf-
stein ráðherra kom austur í
kosningabaráttunni og virtist
leggja kjördæmið að fótum sér
og Guðlaugs, en svo fór að
valdsmaðurinn varð ekki nema
hálfdrættingur á við bóndann
í Hólum, einn úr þeirri giæstu
fylkingu sem reis upp gegn af-
sláttarstefnunni í sjálfstæðis-
í Hólum
málinu. Hófst þar þingmennska
Þorleifs d Hólum er stóð í a’.d-
arfjórðung,
Það er einmitt í síðasta hluta
bóka.rinnar að sagt er frá þess-
um atburðum og eru þeir kaflar
fróðlegir til skilnings á því,
hvers vegna framhald samfylk-
ingarinnar 1998 reyndist jafn-
örðugt og raun varð á. Þorleifur
stóð fastur fyrir í sviptivindum
stjórnmálanna næstu árin, var
rekinn úr Sjálfstæðisflokknum
ásamt sex öðrum 1912 og leit
hvorki við „Bræðingnum" né
„Grútnum". Frásögn hans lýkur
er hann svarar Hannesi Hafstein
um stjórnskipunarfrumvarpið.
sem nefnt var „Giútur". Færir
Þorleiíur rök gegn frumvarpinu
og lýkur bréfi sinu á þessa
leið:
„Ég álít að skárra sé að búa
við stöðulögin um sinn — sem
hafa þann kost með ókostun-
um, að landið hefur aldrei sam-
þykkt þau — heldur en að
semja við Daamörku um að
koma á lögfullu sambandi, sem
er að efninu til ekkert tætra en
stöðulögin, og sem þjóðin hlyti
að verða brátt óánægð með.
Það er þvi tillaga mín, að
Framhald á 8. síðu.