Þjóðviljinn - 22.12.1954, Qupperneq 12
Hvcxð er komið af nýjum bókum?
Hafið htigann
dregur
Þrjái' ásjætar barnabækur hafa
komið út síðustu dagana. Er þar
fyrst að telja HafiS huganri dreg-
ur, eftir Dóra Jónsson. Gerist hún
í útgerðarbæ og eru aðaisöguhetj-
urnar tveir drengir og ein teipa.
Strákana langar til að verða
menn með mönnum þegar þeir
útskrifast úr barnaskólanum og
tekst báðum að komast á ný-
sköpunartogara, öðrum sam-
kvæmt leyfi, en hinn laumast um
borð og gefur sig ekki fram fyrr
en úti á hafi. En báðir reynast
þeir dugandi drengir og vaxandi,
,og lenda í ýmsum ævintýrum úti
á miðunum og i Englandi, því
áuðvitað fá þeir að fara þangað
iíka Þa.ð, er hressandi og haf-
saltur blær yfir 'viðhorfi höfund-
arins' og er bókin öllum drengj-
um góður og hollur lestur. Dóri
Jónsson hefur áður skrifað tvær
vinsælar drengjasögur: Vaskir
drengir og Áslákur í álögum. —
Hafið hugann dregur er prýdd
mörgum ágætum teiknimyndum.
Bókin er 153 bls. og kostar 35
kr. í bandi. — Útgefandi er
Haförninn.
Ævintýri Þórs
litla
Það er aðeins vitað um einn
íslenzkan dreng sem lenti í því
ævintýri 5 ára gamall a.ð fara
alla leið til undralandsins Ástral-
íu. Dýrin þar eru svo fjarska
skrítin að t. d. eitt þeirra ber
börnin sín i poka framan á mag-
anum. Ævintýri Þórs litla í Ástr-
ajíú, nefnist lítil bók sem fjallar
um aavintýri litla íslenzka drengs-
ins i Ástralíu, þar sem hann kynn-
ist kengúrum, öpum og mörgum
öðrum skrítnum dýrum. Edit Guð-
mundsson hefur samið bókina en
Eggert Guömimdsson skreytt
hana. — 1 henni er fjöldi mynda.
Bókin er 36 bls. og kostar 12 kr.
Ævintýrafjallið
Ævintýrafjallið heitir síðasta
aevintýrabókin sem Draupnisút-
gáfan gefur út. Áður eru komnar
Ævintýraeyjan, Ævintýrahöllin og
Ævintýradalurinn. Allar þessar
ung.lingasögur eru eftir Enid Bly-
ton. Þá siðustu hefur Sigriður
Thorlacíus þýtt. Ævintýrafjallið
mun engu siður verða vinsælt les-
efni unglinga en fyrri ævintýra-
bækurnar. Það er 200 bls. prýdd
nokkrum teiknimyndum. Vei'ð
40.00 kr. i bandi.
Dularblómið
Nýlega er komin út í íslenzkri
þýðingu síðasta skáldsaga banda-
rísku skáldkonunnar Pearl S.
Buck, nefnist hún í þýðingunni
Dularblómið. Sagan fjallar um
örlög japanskrar stúlku og
bandarisks hermanns. Pearl S.
Buck er kunn hér á landi þvi
nokkrar af bókum hennar hafa
verið þýddar á íslenzku og hlotið
miklar vinsældir. fÞýðandi er
Andrés Kristjánsson. Útgefandi
Gimli. Bókin er 210 bls. og kost-
ar 58 kr. í bandi.
Kaldalónslögin
komin aftur
Út er komið í nýrri útgáfu
fyrsta heftið af Söngvasafni
Sigvalda Kaldalóns, en í því
eru einmitt mörg af vinsæl-
ustu lögum hans, eins og t. d.
Heimir, Ríðum ríðum rekum
yfir sandinn og Ég lít í anda
liðna tíð.
Alls eru komin út sex hefti
af Jögum Kaldalóns, en fyrsta
heftið hefur verið ófáanlegt
um lengri tíma. Kaldalóns
hefur lengi verið eitt vinsæl-
asta tónskáld þjóðarinnar og
vinsældir hans varanlegar.
í*á er einnig komið út í sér-
prentun lagið ísland ögrum
skorið, sem nú orðið eins-
konar annar þjóðsöngur lands-
manna. — Útgefandi er Kalda-
lónsútgáfan.
Forur
Ný bók eftir Steingrím
Sigurðsson
Svo nefnist nýútkomin lítil
bók eftir Steingrím Sigurðsson
menntaskólakennara á Akur-
eyri. Hefur bókin inni að halda
rúmlega 20 greinar, er flestar
hafa birzt áður. Margar þeirra
eru um málaralist. Þegar menn
gefa út gamlar greinar þurfa
og Thorolf Smith blaðamenn. Ut-
gef andi er Ferðabókaútgáfan.
Bókin er 207 bls. Verð 65,00 kr. í
rexinbandi,
Töfrar tveggja
heima
Sjálfsævisaga brezka læknis-
ins og rithöfundarins Cronins;
Töfrar tveggja heima er nýlega
komin út i íslenzkri þýðingu
Arnheiðar Sigurðardóttur. Bók-
in er 286 bls., en er þó ekki sam-
felld saga höfundarins, heldu
einstakra kafla og atburða í ævi
hans. Bókin einkennist af hinu
sama glöggskyggni höfundarins á
mannleg viðbrögð og örlög og
fram kemur í skáldsögum hans.
Segir hann frá baráttu sinni á
námsárunum, sem sveitalæknis
og námumannalæknis, er loks
sezt að í fínu hverfi í London og
fer að stunda auðstéttarfrúr og
verða dýrseldur og tekjuhár. Enn-
fremur segir þar frá þegar hann
verður leiður á því starfi og fer
upp í sveit til að skrifa skáldsög-
ur, en þar gerist þessi heiðni
kaþólikki allt í einu ramtrúað-
ur og heitur aðdáandi marshall-
hjálparinnar, en hvort það er eitt
1 af kímnibrögðum hans að ein síð-
, . » , , . - asta setning hans í bókinni er:
þeir að þræða hið vandrataða i iHerra vertu mér syndugum likn_
hil milli þess efms sem kannske Samur“, skal ósagt látið. Aðdá-
liefur aðeins gildi fyrir þá endur skáldsagna Cronins munu
sjálfa persónulega og þess sem ekki láta sig vanta þessa bók.
Hún kostar 98,00 kr. í góðu rex-
inbandi. Útgefandi er Draupnis-
útgáfan. *
hefur almennt gildi. Steingrím-
ur á til þeirra að telja að geta
komið fyrir sig orði, og hann
getur skrifað þannig að eftir
því sé tekið. Mörgum mun
þykja gaman að lesa t.d. grein-
ina hans um Akureyri, hina
þrautleiðinlegu „akureyrsku"
og ágæti hennar. — Bókin er
112 bls., prentuð í Prentsmiðju
Björns Jónssonar Akureyri.
Verð kr. 30,00 óbundin.
Ævisaga Thor
Jensen
Fyrsta bindið af ævisögu Thor
Jensen; Reynsluár, er nýkomið
úr. Skráð hefur Valtýr Stefáns-
son ritstjóri. Þetta fyrsta bindi
skiptist í eftirtalda kafla: í for-
eidrahúsum, í heimtavistarskóla,
íslandsferð og upphaf Borðeyr-
arvistar, Um kyrrt á Borðeyri,
Leit að ,fótfestu, Verzlunar-
stjóri í Borgarnesi, Heimilis-
hagir og búskapur í Borgarnesi
og Erfið ár í Borgarnesi. Lengra
er sögunni ekki komið í fyrsta
bindinu. Það er 246 bls. og kost-
ar 150,00 kr. í góðu bandi. Út-
gefandi er Bókfellsútgáfan.
Systir heisarans
Nýlega er komin út skáldsagan,
Systir keisarans, eftir ástralska
rithöfundinn Harrison Brent.
Thorolf Sniith blaðamaður liefur
þýtt söguna.
Söguhetjan er Pálína Bona-
parte, systir Napoleons mikla
Frakkakeisara, fögur kona og
ekki við eina f jölina felld. Greinir
sagan frá ástríðufullu lífi hennar
og örlögum. Ætti mönnum því
ekki að leiðast meðan þeir lesa
þessa bók. Bókin er 267 bls. og
vel frá útgáfunni gengið.
Undir
heillastjörnu
Undir heillastjörnu um höf og
lönd eftir bandaríska náttúru-
fræðinginn og ævintýramanninn
Roy Chapman Andrews, er ný-
lega komin út. Segir hann þar frá
námsárum sínum, starfi við nátt-
úrugripasafnið í New York,
hvalarannsóknum við Bandarík-
in og Japan og rannsóknarferðum
í Kóreu og Gobieyðimörkinni og
ævintýrum víðar í Kína. Þetta er
bók fyrir þá sem gaman hafa
af hressandi ævintýraferðum.
Þýðendur eru Hersteinn Pálsson
Töfrastafurinn
Nýlega er komin út skáldsagan
Töfrastafurinn eftir Svönu Dún
og er það fyrsta saga höfundar-
ins. Fjallar hún um erfiðleika og
velgengni stúlku, Önnu Stefáns-
dóttur. Bókin er 316 blaðsíður,
gefin út á kostnað höfundar og
prentuð í Hólum. Hún kostar 58
kr. óbundin og 75 kr. í bandi.
IÓÐVILJIN
Miðvikudagur 22. desember 1954 ;— 19. árg j '292. tölubjað
OddfeSEowhúsið opnað oftur
Á annan í jólum verða veitingasalir Oddfellowhússins
opnaðir fyrir almenning að nýju eftir gagngerar breýt-
ingar og lagfæringar. Eru salarkynni hússiris nú oröin
mjög vistleg og skemmtileg.
Ný lýsing hefur verið sett í loft
og á veggi og aðalsalurinn stækk-
aður allverulega þannig að þar
rúmast nú hæglega um 200 gest-
ir við sameiginlegt borðhald í
stað um 160—170 áður. Þá hefur
og' ný loftræsljmg sett í húsið.
Snyrtiherbergi hafa verið flutt
fram í forstofuna, fatageymslan
endurbætt og útbúinn sérstakur
símaklefi til afnota fyrir gesti.
Litir í aðalsal eru ljósir og
þægilegir, en veggir eru allir
klæddir plastdúki sérstakrar teg-
undar.
Hafliði Jóhannsson, bygginga-
meistari, gerði teikningar að öll-
um breytingum á salarkynnum og
hafði yfirumsjón með verkinu.
Eggert Guðmundsson, listmálari,
gerði víraskreytingar og vegg-
myndir í sal og forstofu, Halldór
IVJagnússon, imálarameistari sá
um málun. Húsgögn eru frá Tré-
smiðjunni Valbjörk og gólfteppi
frá Gólfteppagerðinni h.f.
Oddfellowreglan, sem á hús-
ið, kostaði allar breytingar á
því ,en salirnir eru leigðir Tjarn-
arkafé h.f. til veitingareksturs og
er Egill Banadiktsson veitinga-
maður. Hefur Egill haft á hendi
veitingar í Oddfellowhúsinu alla
tíð síðan það var byggt fyrir 24
árum, að undanskildum þrem
fyrstu árunum. Yfirþjónn í Tjarn-
arcaíé er Guðmundur H. Jónsson
og matreiðslumaður Brynjólfur
Brynjólfsson. Fimm manna hljóm-
María Magdalena
Þýdd hefur yerið á íslenzku
bók Frank G. Slaughters: María
Magðalena. Er þetta mikil bók,
336 bls. Skáldsaga þessi fjallar
um efni gamalkunnugt kristnum
mönnum, Mariu og Jósef frá
Galíleu, Pontíus Pílatus o. fl. í
sögu hans gerist Ma.ría Magða-
lena fræg dansmey er reynir að
hefna á Rómverjum fyrir yfir-
gang þeirra. Eru atþurðir þeir
sem þar er sagt frá hinir marg-
víslegustu. Þýðandi er Hersteinn
Pálsson. Útgefandi er Sóley. Frá
gangur bókarinnar er góður. Verð
95 kr. í rexínbandi.
Stjórnarkjör í Verkalýðsíélagi Borgarness
Framsókn leggst enn auðmjúk og
bljúg á höggstokk íhaldsins
Borgarnesi.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Stjórnarskipti eru ákveðin í
Verkalýðsfélagi Borgarness. '— í
6 ár hefur Framsóknarflokkurinn
haft stjórnarforustu í verkalýðs-
félaginu, en hættir þvi nú og
styður til stjórnarkjörs framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins (íhalds-
ins), sem lengi hefur þráð að ná
stjórn í félaginu.
Þegar hernámsvinnan hófst á
Keflavíkurflugvelli þótti þessum
forustumönnum félagsins eðlilegt
að atvinnuleysi væri hér í Borg-
arnesi, svo menn héðan leituðu
eftir vinnu á vellinum. Hafa
menn héðan því farið burt í at-
vinnuleit og margir þeirra flutt
burtu.
Lítið hefur verið um fundi í
verkalýðsfélaginu og það litil á-
hrif haft um atvinnumál hér.
Þó að S.jálfstæðisflokknuin
tækist að ná stjórnarforustu i fé-
laginu myndi það ekki valda
neimun straumhvörfum til bóta.
Ilinsvegar rná búast við því að
þetta traust Framsóknar á Sjálf-
stæðisflokknum í verkalýðsmál-
um verði notað til þess að vinna
Mýrasýslu af Framsóknarflokkn-
um í næstu alþingiskosningum
og þakka þaiuiig fyrir traustið
á Sjálfstæðisflokknum.
r—-------------------------------
sveit undir stjórn Josefs Felz-
man mun leika þar í vetur. _ ,
Göngustafir
blinda menn
Þó bliudir meun, ba?ði hér á
landi og í öðrum löndum noti hln
svonefndu blindra merki, sér til
ómetanlegs öryggis á götum úti,
þá eru víða erlendis notaðir lultir
stafir sem hafa þann eigiiileika,
að lýsa í myrki-i. Þessir stafir
eru mjög mikið örj-ggi fyrír hina
blindu og góð leiðbeining fyrir
aðra vegfarendur.
Nú hefur verið horfið að því
ráði, að blindir menn hér í
Reykjavík notuðu þessa stafi.
Það hefur verið sótt um leyfi til
lögreglustjórans, - um að blindir
menn fengju einir leyfi til að
nota þessa stafi. En meðan þetta
er ekki komið í lögreglusam-
þykktina, þá eru það vinsamleg
tilmæli Blindravinafélags í^-
lands, að ekki aðrir noti þessa
stafi. Það eru vinsamleg tilmæli
félagsins til vegfarenda, að þeir
veiti hinum blindu alla þá hjálp,
sem nauðsynleg er í minni iniklu
umferð.
Jólahljómleikar í
Foreldrafélag Laugarnesskóla
hefur tekið upp þá nýbreytni að
gangast fyrir svokölluðum jóla-
tónleikum skólabarnanua nokkr-
uin dögum fyrir jól. Voru fyrstu
tónleikar þessarar tegnndar
haldnir 16. þ. m. og fóru fram
í kirkjunni, með því að ekki var
hægt að koma því yið að hafa þá
í skólaluisinu.
Ingólfur Guðbrandsson söng-
kennari stjórnaði skólakórnum
og lék uhdir á orgelið. Fyrst var
lagið ,,Procession“ . eftir epskt
tónskáld, Benjamin Britten, sung-
ið af stúlkubörnum, sem gengu
jafnframt í skrúðgöngu inn í
kirkjukór, og hélt hver um sig
á logandi kerti. Síðan voru flutt
hin og þessi falleg jólalög frá
ýmsum löndum, og má þar nefna
enska lagið „Betlehemsstjarnan“,
lag Sigvalda Kaldalóns við „Jóla-
kvæði“ séra Einars frá Eydölum,
þýzka miðaldalagið „Það aldin út
er sprungið" og „Heims um ból“.
Fátt er eins ánægjulegt á að
horfa og hlýða og syngjandi böm,
og all tókst þetta prýðilega eftir
atvikum og bar vitni um dugnað
og áhuga söngkennarans.
Guðbjörg Vigfúsdóttir kennari
las upp vel sagða jólasögu eftir
Þóri Bergsson.
Guðjón Jónsson, fisksali
kaus nýlega í Sjómannafélagi Reykj'avíkur. Sjó-
mannafélagar, fellið stjórn hreppstjóra, foi'stjóra,
sútara, sldfulagningameistara, skósmiða, beykja o. fl.
Kjósið lista starfandi sjómanna, B-listann. Kosið er
í dag frá kl. 2—10 e h. í skrifstofu félagsins Hveríis-
götu 8—10 (Alþýðuhúsinu). Drag.ið ekki fram á síð-
ustu stundu að kjósa.
Iíosið í dag frá kl. 2—10 e.h.
X B-listi.