Þjóðviljinn - 11.02.1955, Side 12
Tugþúsundir manna hrakt-
ir frá heimilum sínum
VopnuS lögregla flytur 80.000 Afrikumenn
frá heimilum þeirra i Jóhannesarborg
Vopnuð lögregla hóf í dögun í fyrramorgun brottflutn-
ing 80.000 Afríkumanna úr úthverfum í vestui’hluta
Jóhannesarboi’gar. Þurfti hún aö beita fólkið, sem ekki
vildi yfirgefa fátækleg heimili sín, valdi og hótunum.
Brottflutningur þessa fólks
er í samræmi við stefnu stjórn-
ar Suður-Afríku undanfarin ár,
Pinay gafst upp
Antoine Pinay gafst upp að
mynda stjórn í Frakklandi í
gærmorgun. Hann tók þá á-
kvörðun eftir að stjórn Ka-
þólska flokksins (MRP) hafði
neitað honum um stuðning. Áð-
ur höfðu sósíaldemókratar og
kommúnistar lýst yfir and-
stöðu sinni við hann.
Coty forseti reyndi að fá
•Pinay til að halda áfram til-
raunum sínum, en þegar það
tókst ekki, fól hann Pfimlin,
einum leiðtoga kaþólskra, að
reyna. Pfimlin gegndi embætti
landbúnaðarráðherra í átta rík-
isstjómum frá 1947—1951.
að aðskilja eftir því sem frek
ast er unnt kynþættina, sem í
landinu búa.
Fluttir út fyrir borgina
Á miðvikudaginn voru 100
fjölskyldur fluttar burt frá
heimilum sínum til nýrra heim
kj-nna, sem reist hafa veríð um
15 km frá Jóhannesarborg.
Brottflutningurinn hófst kl
hálffjögur um morguninn og
kom hann flestum á óvart, þar
sem tilkynnt hafði verið, að
hann ætti ekki að hefjast fyrr
en eftir nokkra daga. Þó höfðu
30 fjölskyldur, sem átti að
flytja þennan morgun, komið
sér undan og fundust hvergi.
Vopnuð vélbyssum
Lögregla, vopnuð vélbyssum,
ruddist inn á heimili fólksins,
vakti það af svefni og smalaði
þvi saman út á götur. Þar
Búnaðarþing sett í gær
Setning Búnaðarþings hófst kl. 10 f.h. í Góðtemplara-
húsinu, þar sem þingið verður haldið. Fonnaöm* Búnað-
arfélags fslands, Þorsteinn Sigurösson bóndi á Vatnsleysu
setti þingið með ræðu.
Næst á eftir talaði Steingrím-
ur Steinþórsson landbúnaðarráð-
herra. Var þá kosin kjörbréfa-
nefnd og fundi síðan frestað.
Nokkrir fulltrúar voru ókomn-
ír.
Þar sem hér er um að ræða
nýkjörið þing hafa nokkrar
breytingar orðið á skipun þess,
þannig að nú sitja þingið sex
nýir fulltrúar.
f ræðu sinni minntist formað-
ur á ýms helztu mál landbúnað-
arins. Ræddi m. a. nokkuð um
þrjú lagafrumvörp er nú eru á
döfinni um þau mál og hann
taldi mjög nauðsynlegt að
Ný IvíjalniA
verður reist við
Réttarholtsveg
Bæjarráð samþykkti í fyrra-
dag að úthluta Mogens Mogensen
lyfjafræðingi lóð undir lyfjabúð
á horni Réttarholtsvegar og
Sogavegar.
Skemmtim ÆFR!
ÆFR heldur
skemmtikvöld í
ingabúð (uppi)
20.30.
spila- og |
Breiðfirð- i
kvöld kl. I
DAGSKRÁ:
1. Félagsvist (verðl. veitt). | 1
2. Viðhorf í kaupgjaldsmál- i
unum. Guðm. J. Guð-:
■
mundsson).
3. DANS. 1
Félagar geta vitjað að-:
göngumiða fyrir sig og gesti:
sína í skrifstofu ÆFR kl. ;
5-7 e. h. í dag.
fengju sem bezta afgreiðslu. Eru
það frumv. um tilraunastarf-
semi í þágu landbúnaðarins,
frumv. um breytingar á jarð-
ræktarlögunum og frumv. un
breytingu á lögum um ræktunar-
og húsagerðarsamþykktir
sveitum.
Þá minntist formaður einnig
á búnaðarfræðsluna og taldi
mjög mikið á skorta að hún
væri nógu góð. Taldt nauðsyn
að fjölga héraðsráðunautum og
væri það fyrst og fremst fá-
menni er gerði minnstu sam-
böndunum erfitt fyrir með að
hafa ráðunauta.
Eitt bókarverð frá hver.iuni
bónda til að auka búnað-
arfræðsluna
Þá minntist formaður einnig á
að framlag bændanna sjálfra til
Framhald á 3. síðu.
Forseti efrideild-
ar ávítir Eggert
Þorsteinsson
Þau tíðindi gerðust á fundi
efri deildar í gær, að forseti
hennar, Gísli Jónsson, skýrði
frá að engin ástæða væri til
umkvörtunar með störf nefnda
þeirri deild Alþingis, enda
hefði engin kvörtun um það
borizt frá þingmönnum, að mál
þeirra tefðust óhóflega í nefnd-
um.
Ávítaði hann þingfréttaritara
Alþýðublaðsins (sem blaðið
hefur skýrt frá að sé Eggert
Þorsteinsson alþingismaður)
fy|ir óréttmæt ummæli í garð
þingnefnda efri deildar.
var það látið upp á vöruþifreið-
ar þar sem lögreglumenn gættu
þess og því ekið til hinna nýju
heimkynna. Vopnuðum lögreglu
mönnum hafði verið komið fyr-
ir meðfram allri leiðinni sem
ekin var.
Komast ekki til bæjarins
Enda þótt hin nýju húsa-
kynni séu ekki verri en þau
sem fólkið hefur búið í, hefur
allur þorri þess neitað að fara
af frjálsimi vilja. Ræður þar
miklu um, að fyrirvinnur fjöl-
skyldnanna geta ekki komizt til
vinnu sinnar frá hinum nýju
heimkynnum, fæstir þeirra eiga
nokkur farartæki, enda hefur
enginn vegur verið lagður það-
an til Jóhannesarborgar.
Húsin jöfnuð við jörðu
Hús þessa fólks í úthverfum
Jóhannesarborgar verða jöfnuð
við jörðu og byggð ný hús
handa fólki af evrópskum ætt-
um.
Engu máli skiptir hvort
Afríkumennimir eiga húsin
sem þeir búa i og lóðirnar sem
þau standa á; þeir verða allir
reknir burt og hús þeirra lögð
í eyði. Jóhannesarborg hefur
verið eini staðurinn í Suður-
Afríku, þar sem Afríkumenn
hafa fengið eignarrétt á landi,
sem þeir og forfeður þeirra
fæddust í.
ftJÓÐVIUINN
Föstudagur 11. febrúar 1955 — 20. árgangur — 34. tölublað
Brezki sendiherrann hér telur
ofmikið gert úr níðskrifunum
Skipshöinum hættara við óveðrum
vegna stækkunar fiskveiðilandhelginnar?
Þjóðviljanuxn barst í gær eftirfarandi frá brezka sendi-
herrunum í Reykjavík:
„Vegna blaðaummæla und-
anfarið um afdrif brezku tog-
aranna „Lorella“ og „Roderigo“
úti fyrir norðurströnd íslands
vildi ég gera mönnum Ijóst, að
ábyrgir blaðamenn á Bretlandi
láta sér á engan hátt koma til
hugar að hægt sé að ásaka ís-
lenzk j-firvöld.
Þrátt fyrir það, 3em vissir
einstaklingar hafa gefið i skyn,
er það útilokað, að nokkrir á-
byrgir, brezkir aðilar haldi
fram neinum „ákærum’1.
Allir réttsýnir íslendingar
munu sjálfsagt skilja það, að
brezkum sjómönnum virðist
svo, eins og íslenzkum sjómönn
um mun einnig virðast, að
skipum og skipshöfnum sé
hættara við óveðrum i opnu
hafi vegna þess, að reglurnar
frá 1952 geri bæði íslenzkum
og erlendum skipum erfiðara
að leita landvars, þegar storm-
ar nálgast.
Eg vil leggja áherzlu á það
að það ríkir sorg í Englandi
vegna þess að íslenzkir sjó-
menn fórust á sama tíma og
áhafnir brezku togaranna týnd-
ust. Eg vil og láta í ljós samúð
FuIItruar Helsingforsborgar gestir
Reykjavíkur næsta snmar
Fulltrúai* borgarstjórnarinnar í Helsingfors koma hing-
að á sumii komanda sem gestir bæjax'stjórnar Reykja-
víkur.
Snemma í janúar s. 1. var
borgarstjóminni í Helsingfors
skrifað og henni boðið að senda
hingað fulltrúa í heimsókn næsta
sumar. Er nýkomið svarbréf frá
* yfirborgarstjóranum í Helsing-
fors, Ero Rydman, þar sem hann
þakkar boðið og tilkynnir að því
sé tekið með þökkum.
Ekki mun afráðið hvenær hin-
ir finnsku gestir koma en allar
líkur til að það verði síðari
hluta júnímánaðar.
Á s. 1. sumri bauð Helsingfors
bæjarstjórn Reykjavíkur í heim-
sókn og tóku þátt í förinni bæj-
arráðsmennirnir Geir Hallgríms-
son, Guðm. H. Guðmundsson,
Guðmundur Vigfússon, Magnús
Ástmarsson, dr. Sigurður Sig-
urðsson, 1. varaforseti bæjar-
stjórnar og Tómas Jónsson,
Alþýðaher Kína
endurskipulagðnr
Tilkynnt var i Peking í gær,
að alþýðuher Kína verði endur-
skipulagður. Verður hann ekki
lengur byggður á sjálfboðaliðum,
en almenn herskylda tekin upp
í landinu. Liðsforingjum verður
fjölgað og verða foringjastigin
14. Hið nýja skipulag hersins er
byggt á reynslu Rauða hersins.
borgarritari. Dvöldu þeir viku-
tíma í Helsingfors;
Mendes snýr sér
að áfengisvörnum
Mendes-France, fyrrv. for-
sætisráðherra Frakklands, var
í forsæti í gær á fundi nefnd-
ar sem stjórn hans skipaði til
að vinna gegn áfengisbölinu.
Hann sagðist vona, að sú
stjórn sem við völdum tæki
styddi nefndina í starfi hennar
og veitti henni nauðsvnlegt fé.
Utanríkisráðu-
neyti í öllum
sovétlýðveldum
Tassfréttastofan skýrði frá
því í gær, að forsæti Æðsta-
ráðs Sovétríkjanna hefði heim-
ilað einstökum lýðveldum Sov-
étríkjanna að taka upp eigin
utanríkisþjónustu og landvarna
ráðunejti .
Hingað til hafa aðeins þrjú
af lýðveldunum, Rússland,
Hvítarússland og Úkraína haft
eigin utanríkisþjónustu.
með fjölskyldum þeirra, sem
fórust. Brezka þjóðin þakkar
þá hjálp, sem Slysavarnafélag
Islands, varðskipið Ægir og
flugher Bandaríkjanna veittu
við leit að skipunum meðan ó-
veðrið stóð. Björgunartilraunir
Slysavarnarfélagsins og land-
helgisgæzlunnar hafa jafnan
sýnt hver bræðrahugur rikir
hér í garð sjómanna annarra
þjóða í anda hinnar beztu sjó-
mennsku.”
Nýtt útvarps-
stöðvarhús við
Hagatorg
Hin fyrirhugaða nýbygging
Ríkisútvarpsins verður reist við
Hagatorg, vestan íþróttavallar-
ins. Samþykkti bæjarráð í fyrra-
dag tillögu skipulagsnefndar um
þessa staðsetningu hússins, sem
raunar er staðfesting á gömlu
fyrirheiti til Ríkisútvarpsins er
gefið var þegar húsbyggingar-
málið var á döfinni fyrir um
áratug síðan. Gerði þá banda-
rískur arkitekt uppdrætti að
byggingunni en ekki mun af-
ráðið hvort þeir verða nú notað-
ir óbreyttir er ráðizt verður í
byggingu hússins.
*)*)
Faxi44 fékk
neitun
Samþykkt var á fundi bæjar-
ráðs í fyrradag að verða ekki
við umsókn Björgúlfs Sigurðsson-
ar o. fl, um að mega reka bif-
reiðastöðina Faxa að Hafnar-
stræti 23. Eins og áður hefur
verið skýrt frá er „Faxi“ þessi
klofningur út úr harkarafélag-
inu, sem íhaldið veittl stöðvar-
réttindi við Langholtsveg.
3500 virkir félagar
sækja um 9000 æf-
ingatíma á ári
Framkvæmdastjórn íþrótta-
bandalags Reykjavíkur hafði
fund með blaðamönnum í gær
og skýrði þeim frá helztu
störfum á liðnu ári og því sem
framundan er nú í sumar. í
skýrslunni kom fram að kostn-
aður hinna 20 starfandi íþrótta
félaga hér í bænum vegna
kennslu nam á liðnu ári um
530 þús. krónum, en nú eru
innan þessara félaga um 3500
virkir félagar sem sækja um
9 þúsund æfingatíma á ári á
íþróttavöllum, í fimleikasölum
og skíðalöndum. — Verður
nánar sagt fi'á yfirlitsskýrslu
ÍBR á Iþróttasíðu blaðsins á
morgun.