Þjóðviljinn - 27.02.1955, Page 11

Þjóðviljinn - 27.02.1955, Page 11
Sunnudagur 27. febrúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (11 Erich Maria REMAKQUE: Að elsha... • • •og deyjja 66. dagur „Haltu kjafti, egghaus,“ sagði hann. „Þú þarft ekki a'ð íara vegna þess aö hann er hér. Þú þarft aö fara vegna þess að þú ert hæfur til herþjónustu. Ef hann væri það líka og þyrfti aö fara, færir þú samt sem áður. Og hættu þessum þvættingi.“ „Ég segi þaö sem mér sýnist,“ öskraði egghöfðinn reiðilega. „Ég verð aö fara og ég segi þaö sem mér sýn- ist. ÞiÖ verðið kyrrir! Þið sitjið hérna, étið og sofið og við verðum aö fara! Ég Sem er fjölskyldufaðir, og þessi feiti dólgur hellir í sig sprútti svo aö honum batni ekki í fætinum!“ „Mundir þú ekki gera það sama ef þú gætir?“ spurði Reuter. „Ég? Nei, hreint ekki! Ég hef aldrei skotizt undan merkjum á ævi minni!“ „Nú, er þá ekki allt í lagi. Hvers vegna ertu þá að kvarta?“ ^ ,,Ha?“ sagöi egghöfðinn og fylgdist ekki með. „Þú ert hreykinn af því að hafa aldrei skotizt undan merkjum. Gott og vel, haltu áfram aö vera hreykinn og hættu að kvarta.“ „Hvaö segirðu? Þér ferst að vera a'ð snúa útúr fyrir mér. Það eru þínar ær og kýr — að snúa út úr. En þeir eiga eftir að finna þig í fjöru. Þeir skulu finna þig í fjöru, þótt ég veröi sjálfur að kæra þig til þess.“ „Drýgðu ekki synd,“ sagði annar spilamannanna, sem einnig var hæfur til herþjónustu. „Komdu, við verðum að fara. Út me'ð þig.“ „Ég er ekki að drýgja neina synd. Þetta eru syndar- amir sem þarna eru. Það er svívirðilegt, að ég, fjöl- skyldufaðir, skuli þurfa aö fara á vígstöðvarnar í stað- inn fyrir þessa fyllibyttu. Ég bið ekki um annað en réttlæti —“ „Heyrðu nú, góði, réttlæti! Hvar finnurðu það í hern- um? Komdu, við verðum að fara. Hann kærir engan, fé- lagar. Hann talar bara svona. Verið þið sælir! Líði ykk- ur vel. Haldið ykkur á mottunni." Spilamennirnir tveir drógu æstan egghöfðann burt með sér. Fölur og sveittur sneri hann sér enn einu sinni við í dyrunum og var að því kominn aö hrópa eitthvaö, þegar þeir ýttu honum út. „Bölvað fíflið að tarna,“ sagði Feldmann við Reuter. „Hann belgir sig upp eins og leikari á sviði! Munið þiö hvaða veður hann geröi út af því að ég svæfi allt leyfið mitt?“ „Hann var aö tapa,“ sagði Rummel allt í einu. Fram að þessu hafði hann setiö við boröið án þess aö taka þátt í samræðunum. „Hann var langlægstur 1 spilinu! Tuttugu og þrjú mörk! Þaö er ekkert smáræði. Ég hefði átt að láta hann hafa þau aftur.“ „Þú getur gert það enn. Bíllinn er ekki farinn.“ „Hvað þá?“ „Hann er ennþá hérna fyrir utan. Farðu niður og fáðu honum peningana ef þú hefur eitthvert samvizkubit.“ Rummel reis á fætur og fór út. „Hann er orðinn vit- laus líka,“ sagöi Feldmann. „Hvað hefur egghöfðinn viö þessa aura að gera á vígstöðvunum?" „Hann getur tapað þeim í spilum upp á nýtt.“ Gráber gekk aö glugganum og horfði út. Hópurinn var að safnast saman fyrir utan. „Börn og gamal- menni.“ sagði Reuter. „Eftir Stalingrad taka þeir alla.“ „Já.“ ^ Hópurinn myndaði röð. „Hvað hefur komið fjn-ir Rummel?“ spurði Feldmann undrandi. „Svei mér þá, hann er farinn að tala!“ „Hann byrjáði meöan þú svafst.“ Feldmann gekk út aö glugganum í nærskyrtunni. „Þama stendur egghöfðinn,“ sagði hann. „Nú getur hann sjálfur komizt aö raun um hvort þaö er betra að sofa og dreyma um vígstöðvarnar, eöa vera á víg- stöðvunum og dreyma að maður sé heima.“ „Við komumst ailir að raun um það fyrr en varir,“ sagði Reuter. „í næsta skipti úrskuröar yfirlæknirinn ■ mig hæfan til herþjónustu. Hann ei' stórmenni í andan- um og hefur útskýrt fyrir mér að sannir Þjóðverjar þurfi ekki fætur til aö hlaupa. Þeir berjist eins vel sitjandi." Að utan heyrðust skipanir. Herdeildin þrammaði burt. Gráber sá hana eins og gegnum öfugan kíki. Her- mennirnir voru eins og lifandi brúður meö leikfanga- byssur. „Veslings egghöfðinn,“ sagði Reuter. „Hann var ekki reiður við mig. „Hann var reiður út í konuna sína. Hann1 heldur að hún verði honum ótrú meðan hann er í burtu. Og hann er enn verri vegna þess aö hún fær giftingar- styrkinn hans. Hann heldur að hún noti hann til aö halda uppi elskhuga.“ „Giftingarstyrk? Er eitthvað slíkt til?“ spurði Gráber. „Drengur minn, hvaðan kemur þú?“ Feldmann hristi! höfuðið. „Tvö hundruð mörk á mánuði fær eiginkonan. Það er ekkert smáræði. Fjöldi fólks hefur gift sig þess vegna. Því skyldi ma'ður vera að gefa ríkinu þetta?“ Reuter sneri sér frá glugganum. „Binding vinur þinn kom hingað og spurði um þig,“ sagði hann við Gráber. „Hvað vildi hann? Skildi hann eftir boð?“ „Hann heldur smáveizlu heima hjá sér. Hann vill að þú komir þangað.“ „Var þaö allt og sumt?“ „Það var allt og sumt.“ Rummel kom inn. „Náðiröu í egghöfðann?“ spurði Feldmann. Rummel kinkaði kolli, Það fóru viprur um andlit hans. „Hann á þó að minnsta kosti konu,“ sagði hann með skyndilegum ofsa. „En að veröa aö fara til baka og hafa ekkert lengur —“ PokasniS, stuttir kjólar og peysukjólar s.l. ár Þegar litið er á helztu nýj- ungar tízkunnar árið sem leið tekur maður óneitanlega mest eftir pokasniðinu. Ef til vill Peysukjóllinn er eitt vinsæl asta tízkurit ársins. Hér er hann í franskri útgáfu, svört peysa, perlufesti og mislitt taftpiis. tilheyrir það ekki beinlínis ár- inu 1954, því að það var fyrst sýnt árið 1952, en það var ekki fyrr en haustið 1954 að sýnt var að tízkuhúsunum var alvara með að reyria að hamra þetta snið í gegn. Því er alltaf haldið fram að vér konur óskum eftir til- breytni í klæðaburði og við óskum sjálfar eftir tízkubreyt- ingum, en sannleikurinn er sá, að við viljum að vísu gjarnan eignast ný föt, en óskum eng- an veginn eftir svo miklum brertingnm að fötin sem við eigum fyrir séu ónothæf. Á síðari árum hafa konurnar sjálfar barizt gegn tízkubreyt- ingunum, og ef konurnar sjálf- ar ættu upptökin að breyting- unum, berðust þær varla svona ákaft gegn þeim. Tízkuhúsin og allur tízkuiðn- aðurinn er fyrst og fremst við- skipti, og stefnan er fyrst og fremst sú að breyta tízkunni, svo að gömul föt verði úrelt og helzt þannig að ekki sé hægt að breyta þeim né sauma upþ úr þeim. Þess vegna er ekki látið sitja við það að breyta kjólasíddinni, svo að.við getum klippt neðanaf kjólunum eða bætt neðaná þá, sniðinu sjálfu er breytt. Þegar Dior kom með stuttu kjólana hefði verið hægt að fara eftir þeirri tízku með því að klippa neðan af gömlu kjólunum, ef mittislínunni hefði ekki verið breytt um leið. Kjóli sem fellur að í mittið er aldrei hægt að breyta í kjól með pokasniði. Pokalínan byggist fyrst og fremst á fjármála- stefnu. Ef hægt er að koma þvi í kring að öllum konum finnist þær gamaldags, ef þær hafa ekki beltið um mjaðmirn- ar, og breyta síðan sniðinu að nokkrum árum liðnum, er hægt að stórgræða á því. Tízkublöðin og reyndar fleiri blöð mæla ákaft með pokasnið- inu og gera allt möguiegt til að venja fólk við það, en kon- urnar eru ekki mjög ginnkeypt- ar fyrir því. Miðað við tízku- myndirnar eru furðulega fáar konur sem tekið hafa upp þessa tízkunýjung. NeiV look tókst aldrei að sigra til fulls, þótt það næði töluverðri útbreiðslu. Pokasnið- Bandarísk kápa með pokasniði. Skelfing væri kápan mikiu fal- legri ef mittið væri á réttum stað. ið, sem ekki er síður auglýst, aðhyllast enn færri. Bæði þyk- ir sniðið ólögulegt og annar- legt, og svo minnast margir þess hve new look var fljótt að verða úrelt og varast að bíta of fljótt á þetta tízku- agn. Framleiðendurnir þora ekki heldur að hafa tízkuna of ein- hliða og við hliðina á pokasnið- inu birtast nýjungar cins og stuttir samkvæmiskjó’ar og fjöldi peysukjóla. Þessar tízku- nýjungar eru ekki eins mikið auglýstar, en á hinn bóginn ná þær mun meiri vinsældum,- vegna þess að þær eru kær- komnar og hentugar. Stutti samkvæmiskjóllinn er skemmtilegur arftaki iburðar- miklu síðu glæsilegu kjólanna sem tilheyra fortíðinni. Peysu- kjólarnir geta tekið alls kyns breytingum og þeir henta vel þröngum fjárhag. Sú tízka á eftir að verða mjög vinsæl og standa af sér strauma poka- sniðsins og annarra tízku- duttlunga. Dragtir eru margar með poka- sniði. En fæstar eru þær falleg- ar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.