Þjóðviljinn - 17.03.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1955, Blaðsíða 1
) Atvinnurekendur höfSu enga kauphœkkun hoSiB i gœrkv.: Yfir 7000 manns fella niðnr vinnn í nótt hafi samningar ekki náðst Herriot segir al sér Edouard Herriot sagði í gær af sér heiðursformennsku í Róttæka flokkn'um í Frakk- landi. Gerir hann þetta til að mótmæla því að flokkstjórnin hefur neitáð að kalla saman aukaflokksþing til að ræða það tiltæki nokkurra þingmanna flokksins að fella ríkisstjóm flokksbróður síns Mendés- France um daginn. Is hvergi land- fastur A.S.H.? mjólkurfræðingar og Bagskriasi fresía vinsau- stöðvun hjá Mjólknrsam§ölunni istii óákveóiun tima I fregnum af hafísnum við Vestfirði í gær sagði að hann væri hvergi landfastur og sigl- ingaleið greið í björtu. Á miSnætti í nótt leggja yfir 7000 manns í Reykjavik og Hafnarfirði niður vinnu hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. í gærkvöld var ekki kunnugt aö atvinnm-ek- endur heföu gert nokkur jákvæð tilboð í kaupgjaldsmál- unum, en fimdir stóöu enn yfir þegar blaöið íór í prentun. Samkvæmt tilmælum samninganefndar verkalýösfé- laganna hafa A.S.B., félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkursölubúðum, Mjólkurfræðingafélag íslands og Dagsbrún frestað vinnustöðvun sinni hjá Mjólkursam- sölunni um óákveðinn tíma, þannig að ekki verður mjólk- urskortur í Reykjavík þótt til verkfalls komi. Frestunin mun etnnig ná til bakarameistara og Alþýðubrauðgerðar- innar. Deiluaðilar voru á fundi með sáttanefndínni í fyrrakvöld og stóð sá fundur fram til kl. 1,30. Þar mun enn hafa endurtekið sig hið sama og fyrr: atvinnurekend- ur buðu ekki fram eyrishækkun á kaupi. Samningafundir hófust síðan aftur í gær kl. 3, og stóðu fram að kvöldverði og hófust á nýjan leik kl. 9. Þegar þjóðviljinn hafði sam- band við samninganefnd verka- lýðsfélaganna laust fyrir mið- nættið hafði ekkert gerzt já- kvætt; atvinnurekendur höfðu Franska stjórnin ætlar að láta sniíða vetnissprengjur Edgar Faure, forsætisráðherra Frakklands, skýrði frá því í gær að ríkisstjórnin hefði ákveöið að láta smíða vetn- issprengjur. Faure sagði blaðamönnum, að$ ' ' ekkert boðið fram til lausnar^ deilunni. í gær fékk Þjóðviljinn svo- hljóðandi tilkynningii frá samn- anganefnd verklýðsfélaganna um frestun á vinnustöðvuninni hjá Mjólkursamsölunni: lrA.. S. B., félag afgreiðslu- stúlkna í brauða- og mjólkur- búðum, Mjólkurfræðingafélag ís- lands og Verkamannafélagið Dagsbrún, sem boðað höfðu vinnustöðvun hjá Mjólkursamsöl- unni frá og með 18. þ. m. hafa orðið við þeim tilmælum samn- inganefndar verkalýðsfélaganna að fresta um óákveðinn tíma vinnustöðvun sinni hjá Mjólkur- samsölunni með því skilyrði, að vinnustöðvunin geti hvenær sem er komið til framkvæmda með þriggja sólarhringa fyrirvara og er um það samkomulag við stjórn Mjólkursamsölunnar. Jafnframt hefur samnínga- nefnd verkalýðsfélaganna lýst því yfir, að þau önnur verkalýðs- félög, sem samstöðu hafa í yfir- standandi deilu, muni ekki aflýsa vinnustöðvunum sínum fyrr en tekizt hafa samningar við þau félög, sem nú fresta vinnustöðvun sinni hjá Mjólkursamsölunni." ndi gera verkfaSS Járnbrautir, póstur og utanríkisviðskipti haía stöðvazt í gær hófst í Finnlandi verkfall 25.000 opinberra starfs- manna til að knýja fram launahækkun. Verkfallið hafði þegar í stað víðtæk áhrif á atvinnulíf, sam- göngur og opinbera þjónustu. Ferðir finnsku ríkisjárn- brautanna, bæði með vörur og farþega, stöðvuðust með öllu. Háír vextir og örugg tryggihg standa þeim til boða, sem lána vilja íjárhaeðir til stutts eða langs tíma. Algjör þag- mælska. Uppl. í síma 7324. Auglýsing Brands Brynjólfs- sonar í Vísi. Ferðir áætlunarbíla féllu einnig víða niður. Póstþjónusta hefur lagzt nið- ur vegna þess að bílstjórar póstbíla eru í hópi verkfalls- manna. Upp- og útskipun á vör um í finnskum höfnum hefur stöðvazt að mestu þar sem flestir tollþjónar taka þátt í verkfallinu. Eini hópur opin- berra starfsmanna sem heldur áfram vinnu þrátt fvrir verk- fallið er fangaverðir. Verkfall við blöð sósíaldemókrata. Annað verkfall, óskylt vinnu- stöðvun opinberra starfsmanna, hófst einnig í gær. Eru það Framhald á 5. siðu Frakkar myndu annað hvort framleiða vetnissprengjur einir eða í samvinnu við einhverja bandamenn sína í Evrópu. Það er nú ljóst, sagði Faure, að ríkin munu brátt skiptast í tvo flokka, þau sem ráða yfir kjamorkuvopnum og þau sem eru án þeirra. Þau sem ekki ráða yfir kjamorkuvopn- um verða í lægra flokki. Frakkland getur ekki haldið á- fram að standa í röð fremstu ríkja nema það fái kjamorku- vopn til umráða. Endanleg ákvörðun um fram- leiðslu franskra kjarnorku- vopna verður tekin bráðlega, sagði forsætisráðherrann. Tóhu fanga af lögreglu Stúdentar gerðu í gær aðsúg að lögreglu brezku nýlendu- stjómarinnar í borginni Pathos á Kýpur. Náðu þeir af lögregl- unni tveim af 13 föngum, sem verið var að leiða til réttarsalar. Lögreglan náði þó sakboming- unum aftur. Sex mannanna em Grikkir en sjö Kýpurbúar. Er þeim gefið að sök að hafa gert samsæri um að efna til borgara- styrjaldar á Kýpur. Blásnauður maður lánaði Ragnari Blöndal h. f. tæpa milljén króna Brandur Bryn}ólfsson tekur aS sér aS ávaxta fé gegn há- um vöxtum, öruggri tryggingu og algerri þagmœlsku 4. september í haust birtist í Vísi svohljóðandi auglýs- ing: „Háir vextir og örugg trygging standa þeim til boða, sem lána vilja fjárhæðir til stutts eða langs tíma. Algjör þagmælska. Uppl. í síma 7324“ Þegar aðgætt er í síma- skránni kemur í ljós að númer þetta er skráö hjá Brandi Brynjólfssyni, héraðsdómslögmanni, Austurstræti 12. Brandur Brynjólfsson héraðs- dómslögmaður var sem kunnugt er einn af helztu lánardrottnum Ragnars Blöndals h.f. Upphæð sú sem á hann var skráð nam 735.000 kr. Jafnframt hafði Ragnar Ingólfsson lánað Ragn- ari Blöndal h.f. 222.000 kr. en hann er skrifstofumaður hjá Brandi og náinn samverkamað- ur hans. Samtals nam krafan þannig 957.000 kr. ^ Blásnauður maður. Hin mikla greiðvikni Brands Brynjólfssonar í fjármálum hefur vakið allmikla athygli, þar sem almennt var talið að hann væri blásnauður maður, og er þannig raunar ástatt um fleiri af lánardrottnunum. Sam- kvæmt útsvarsskránni 1953, sem er sú seinasta sem birzt hefur, greiddi Brandur Brynj- ólfsson héraðsdómslögmaður það ár í tekjuskatt 853 krónur og í útsvar 1000 kr. en alls greiddi hann í opinber gjöld 2543 kr. Eignaskatt þurfti hann engan að greiða. Er það eitt af hinum dularfullu fyrir- bærum fjármálaheimsins hvern- ig slíkur fátæklingur getur lán- að einum aðila nærfelt milljón — því eflaust hafa fleiri notið góðs af hjálpsemi hans. ^ Vextirnir varla lægri. Allt skýrist þetta þó þegar athuguð er auglýsingin sem sagt var frá í upphafi. Með henni tekur Brandur Brynjólfsson að sér að ávaxta fé fyrir aðra gegn algjörri þagmælsku, ör- uggri tryggingu og háum vöxt- um. Virðist hann hafa gert það með því að koma fjármununum fyrir í blómlegum fyrirtækjum eins og Ragnari Blöndal h.f. — og þá eflaust gegn svipuðum skilmálum. Samkvæmt venju- legum fjármálalögmálum má til dæmis telja trúlegt að vext- irnir hafi ekki verið lægri en þeir sem Brandur Brynjólfsson varð sjálfur að greiða lánar- drottnum sínum. Um það liggur þó ekki fyrir nein vitneskja enda hefur Bjami Benediktsson dómsmálaráðherra ekki talið á- stæðu til að rannsaka þá hlið málsins. ^ Banki sem milliliður. Trygging sú sem Brandur Brynjólfsson lofar mun hafa verið mjög svo hugvitssamleg. Hann hefur látið viðskiptavini sína leggja fé sitt inn í banka einn hér í bænum, en síðan hefur hann sjálfur fengið fé að láni í bankanum út á innlán viðskiptavina sinna. Það fé hefur hann notað til fjármála- starfsemi sinnar, en viðskipta- vinir hans hafa haft fé sitt í öruggri vörzlu. Síðan hafa þeir fengið hjá Brandi ofanálag á bankavextina. Hann hefur hins vegar getað sýnt í skattskýrsl- um sínum að liann væri blá- snauður og skuldum vafinn, og bankinn hefur getað staðfest það með góðri samvizku. Svo hugvitssamleg er starfsemi fjármálamanna um þessar mundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.