Þjóðviljinn - 17.03.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.03.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÖTTIR RITSTJÓRi. FRlMANN HELGASON Valur varð fslandsmeistari í handknattleik 1955 Afturelding vann FH 24:23 og flyzt upp í A-deild 'tíBP Það munu mörg ár síðan ann- ar eins spenningur hefur verið á úrslitaleikjum í handknattleik og átti sér stað s.l, sunnudags- kvöld, ef þess finnast þá dæmi í sögu hússins að Hálogalandi. Og þótt þessir tveir úrslitaleikir væru dálítið sitt með hvoru móti þá var óvissan og „þrumu- gnýrinn“ í húsinu miklu meiri er Afturelding og FH áttust við. Það mátti strax sjá að FH tefldi ekki fram sterkasta liði sínu, hvernig sem á því stóð- og jók það strax mjög á eftir- væntinguna um úrslit leiksins, því að almennt var talið að FH myndi sigra með sterkasta liði sínu. Það kom brátt í Ijós að liðin voru ákaflega jöfn. Aftureld- ing setti fyrsta markið. Eftir 8 mín. standa leikar 2:2. Litlu síðar kemst FH 2 mörk yfir (2:4). Á 16. mín. eru þau aft- ur jöfn 5:5. Á 21. mín er FH komið 3*mörk yfir (7:10) en í lok hálfleiksins eru þau jöfn (11:11). FH hefur heldur haft frumkvæðið í leiknum. Mark- maður Aftureldingar varði mjög vel, varði t.d. 5 vítaköst í leiknum en að sjálfsögðu verð- ur að skrifa nokkuð af því á reikning FH. Á 3. mín. í síðari hálfleik er FH með 2 mörk yfir, (11:13) en tveim mín. síðar er Aftur- elding búin að ná forustunni (13:12). Á 13. mín. er Aftur- elding með 4 mörk yfir (19:15). Sækja FH-ingar nú sem mest þeir mega og á 19. mín. eru þeir búnir að jafna (19:19). Enn kemst FH yfir (20:21). Síðustu 5 mín. gengur það þann- ig til: Afturelding 21:21 — FH 21:22 — Afturelding 22:22. — Afturelding 23:22. — Aftureld- ing 24:22 — FH 24:23. Raddbönd áhorfenda fengu sannarlega að titra meðan leik- ur þessi stóð. Það einkennilega atvik kom fyrir í leiknum að dómari gaf fyrirliða áminningu fyrir að taka upp þá leikaðferð að mað- ur gæti manns í stað ,,múrs“- leikaðferðarinnar sem tíðust er, og mun jafnvel hafa hótað að reka liðið af leikvelli ef það héldi uppteknum hætti. Væri fróðlegt að vita hvaðan dóm- ara kemur þessi heimild. Hitt var honum að sjálfsögðu heim- ilt að reka hvern einstakan út- af sem sýndi sig i ruddalegum og háskalegum leik. Með leik þessum vann Aftur- elding sig unp í A-deild, en í B-deild verða þá næsta ár Vík- ingur FH og ÍR, sem féll niður úr A-deild. viss varúð vegna þess að báð- ir vissu að hér yrði um jafnan leik að ræða, og að svo gæti farið að hér yrði það andlegt og líkamlegt úthald sem réði, að það yrðu síðustu minútum- ar sem e.t.v, gerðu út um meist- aratitilinn 1955. Ármann byrjar að skora og heldur forustu allan fyrri hálf- leik. Val tekst að jafna 5 sinm um (3:3 — 5:5 — 7:7 — 8:8 og 10:10) en nær því aldrei að komast yfir. Hálfleikurinn end- ar 12:11 fyrir Ármann. Á annarri mín. í síðari hálf- leik nær Valur forustu augna- blik (12:13) en tapar henni aftur þar til á 15. mín. að Val- ur nær yfirhöndinni (20:19) og eftir það komast Ármenningar aldrei yfir. Ná að jafna 20:20 og síðan breikkar bilið og leik- urinn endar 25:22. Valur náði bezta leik sínum í mótinu og náði betri tökum á leiknum eftir að á leið. Lið Ármanns er ekki eins jafnt og Valsliðið. Snorri og Karl eru höfuðstoðir þess. Snorri er sér- lega góður núna og tæpast í annan tíma betri. Karl var nú ekki eins leikandi léttur, þó ágætur væri eins og oft áður. Þorvaldur Búason var oft skemmtilegur. Eyjólfur í mark- inu varði oft vel, sérlega úr hornum. Flest mörk skoruðu fyrir Ár- mann Snorri Ólafsson 8, Karl Jóhannsson 7 og Þorvaldur Búason 4. Valsliðið féll vel saman og lék oft öruggt og hnitmiðað, án þess þó að koma á óvart með hraða (öryggið fyrst?) eða óvæntum leikaðferðum. Beztu menn Vals voru Ásgeir og Valur Benediktsson. Geir og Pétur áttu líka nokkuð góðan leik. Annars er liðið jafnt og er það e.t.v. höfuðstyrkur þess. Ásgeir skoraði 9 mörk, Geir 6 og Pétur Antonsson 4. Valur hefur nú bæði Reykja- víkur og Islandsmeistaratitla í handknattleik í meistaraflokki. Islandsmeistarar Vals 1955 eru: Sólmundur Jónsson, Vaiur Benediktsson (fyrirliði), Hilm- ar Magnússon, Ásgeir Magnús- son, Geir Hjartars. Pétur Ant- onsson og Hreinn Hjartarson. Enska deildakeppnin I. delld: Wolves 32 16 8 7 76-52 40 Sunderland 32 11 16 5 50-42 38 Portsmouth 31 14 8 9 58-44 36 Chelsea 32 13 10 9 62-49 36 Charlton 31 16 5 11 67-51 35 Manch.City 31 14 7 10 59-53 35 Manch. Utd 31 15 5 11 62-59 35 Everton 30 13 8 9 48-44 34 Burnley 33 13 8 12 41-41 :>,4 Preston 31 14 5 12 68-43 33 Cardiff 30 12 7 11 55-59 31 Aston Villa 31 12 6 13 48-62 30 Sheff.Utd 31 13 4 14 51-64 30 Arsenal 32 11 8 13 52-53 30 Bolton 29 10 9 10 47-45 29 Tottenlvam 31 11 7 13 56-57 29 Huddersfield 30 10 9 11 50-55 29 Newcastle 30 12 4 14 65-65 28 W.B.A. 30 10 8 12 59-69 28 Blackpool 33 9 8 16 44-57 26 Leioester 31 7 9 15 55-72 23 Skeff.Wedn 32 6 3 22 53-71 15 2. delid: Luton 31 18 5 8 68-38 41 Blackburn 33 19 3 11 99-66 41 Derby 33 6 8 19 45-64 20 Ipsavich 31 7 3 21 46-76 17 Valur — Ármann 25:22 Leikur þessi var frá upphafi til enda vel og drengilega leik- inn. Hraðinn var ekki mikill með tilliti til þess að um úr- slitaleik var að ræða. Má vera að þessi varfærni hafi verið Unglingarnir á myndinni eru að skoða skauta og skíði í verzlun einni í Austur-Berlín. Gunnar M. Magmlss: Börnm frá Víðigerði Fullorðna fólkið er búið að reka sig á svo margt. Þegar dregur fyrir sólina á glóandi sum- ardögum fara margir að kvíða fyrir vetrinum og myrkrinu, kuldanum, snjónum, byljunum, haf- ísnum og harðindunum. Það þekkir orðið hvernig það er að berjast við þetta allt saman. En fólkið er búið að frétta af góðu og auðugu landi, hinum megin við hafið. Þetta land heitir Ameríka eða Vesturheimur eða Vínland hið góða. Einn dag um sláttinn kom maður beina leið frá Ameríku, settist í slægjuna hjá karlmönn- unum og sagði þeim frá gæðum Vesturheims og ■ö-llum tækifærunum, sem þar biðu. Sláttumennirnir lögðu frá sér orfin, settust á þúfurnar hjá Amesíkumanninum og hlustuðu á þennan dásamlega boðskap um undralandið hin- um megin við hafið. Og Ameríkumaðurinn skýrði þeim frá mögu- leikunum, sem hver og einn hefði til þess að verða ríkur, því að þar væru skógar og akrar, námur og fiskiveiðar, járnbrautir og verksmiðj- ur, gull og steinolía. Maðurinn sagði að þar gætu fátækustu börnin unnið sig áfram og komist í háskóla og orðið há- skólakennarar eða þingmenn. Hann sagði frá mörgum drengjum, sem byrjuðu á því að selja blöð eða smávarning, en urðu svo miklir menn Afrekaskrá frjálsiþrótta 1954 HÁSTÖKK: (ísl. met: 1.97 m, Skúli Guð- mundsson KR, Kaupmannahöfn 30.7. 1950). Sig. Friðfinnsson FH 1.80 Jón Pétursson H.Snæf. 1.80 Gísli Guðmundsson Á 1.76 Jón Ólafsson UÍA 1.75 Kolbeinn Kristinss. Self. 1.75 1 Kristóf. Jónasson H.Snæf. 1.73 Ingvar Hallsteinsson FH 1.72 Ingólfur Bárðarson Self. 1.71 Sigurður Haraldsson UlA 1.71 Birgir Helgason KR 1.70 Gunnar Bjarnason ÍR 1.70 Skúli Guðmundsson KR 1.70 Þórir Ólafsson Ums.K. 1.70 Björgvin Hólm íR 1.70 Beztur 1953: Sigurður Frið- finnsson FH 1.80 m. Meðaltal 10 beztu: 1954: 1.74.3 — 1953: 1.74.8. Bezta ársmeðaltal 10 manna: 1.80 m 1951. LANGSTÖKK: (ísl. met: 7.32 m, Torfi Bryn- geirsson KR, Brússel, 26.8. 1950). Sigurður Friðfinnsson FH 6.90 Torfi Bryngeirsson KR 6.84 'Einar Frímannsson Self. 6.80 Valdimar Örnólfsson ÍR 6.70 Vilhj. Einarsson UlA 6.65 Friðl. Stefánsson Sigl. 6.61 Helgi Björnsson iR 6.59 Garðar Árnason U.Kefl. 6.57 Kristófer Jónass. H.Snæf. 6.51 Guðj. B. Ólafsson KR 6.50 Beztur: 1953: Torfi Bryngeirs- KR 6.79 m. Meðaltal 10 beztu: 1954: 6.667 — 1953: 6.569. Bezta ársmeðaltal 10 manna: 6.80 m, 1950. ÞRÍSTÖKK: (ísl. met: 14.71 m, Stefán Sör- ensson ÍR, Reykjavík 10.7. 1948). Vilhj. Einarsson UÍA 14.45 Friðleifur Stefánss. Sigl. 13.96 Grétar Björns. H.Skarph. 13.84 Torfi Bryngeirsson KR 13.65 Kristófer Jónass. H.Snæf. 13.63 Daníel Halldórsson IR 13.60 Helgi Björnsson IR 13.áó Kristl. Magnúss. Týr.Ve. 13.55 Sig. Andersen H.Skarph. 13.48 S. Sigurðss. Fram A-Hún 13.39 Beztur 1953: Vilhjálmur Ein- arsson UÍA 14.11 m. Meðaltal 10 beztu: 1954: 13.710 — 1953: 13.391. Bezta ársmeðaltal 10 manna: 13.774 m 1952. STANGARSTÖKK : (Isl. met: 4.35 m, Torfi Bryn- geirsson KR, Gaevle 2.8. 1952). Torfi Bryngeirsson KR 4.3Ö Bjarni Linnet ÍR 3.71 Valbj. Þorláksson KR 3.68 Heiðar Georgsson ÍR 3.61 Valg. Sigurðsson Þór, Ak. 3.55 Einar Frímannsson Self. 3.50 Valdimar Örnólfsson ÍR 3.43 Kolb. Kristinsson Self. 3.40 Kristl. Manússon, Týr Ve. 3.35 Guðm. Valdimarsson KR 3.30 Beztur 1953: Torfi Bryngeirs- son KR 4.10 m. Meðaltal 10 beztu: 1954: 3.583 — 1953: 3.472. Bezta ársmeðaltal 10 manna: 3.583 m 1954. Getrannaspá XI. lelkvika. Leikir 19. marz 1953, Kerfi 32 rafiir. Aston Villa-WBA ........ 1 Blaokpool-Leicester ... 1 (x) Bolton-Cardiff ....... x (2>' Charlton-Chelsea ....... 1 (2)! Hudderf.-Manch.City . . (1) 2 Manch.Utd-Everton .... 1 Portsmouth-Burnley ... 1 Sheff.Wedn-Preston ... 2 Sunderland-Arsenal ... 1 (x) Tottenham-Sheff.Utd .. 1 Wolves-Newcsastle ...... 1 Derby-Birmingham .... £

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.