Þjóðviljinn - 17.03.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 17. marz 1955 ts Trygging hagsmunasigranna Rannsókn hagfræðinganna Haralds Jóhannssonar og Torfa Ásgeirssonar á breyt- ingum þeim sem orðið hafa á kauþmætti tímakaups verka- manna frá 1947 sýndi að verðgildi launanna hefur minnkað um 20% á þessu tímabili og er þó ekki reiknað með húsaleigunni, þeim liðn- um sem hækkað hefur lang- samlega mest. Morgunblaðið vikur að þess- um niðurstöðum hagfræðing- anna í leiðara sínum í fyrra- dagr og þykir greinilega hlutur verkalýðsins nógu góður þrátt fyrir rýrnunina. Gerir Morg- unblaðið sér lítið fyrir og kveður upp þann dóm að raunveruleg rýrnun kaup- máttarins sé ekki nema 10%. Þá kemst Morgunblaðið að þ>eirri gáfulegu niðurstöðu að þessi rýrnun kaupmáttarins „mætti verða nokkuð umhugs- unarefni fólki því, sem Iætur kommúnista nú etja sér út í verkfall" þar sem „niðurstöð- urnar sanna það átakanlesa, hve lítill árangur hefur orðið af öllum þeim stóru og mörgu „sigrum“, sem unnizt hafa með hækkun kaupgjalds á tímabilinu“. Út á þessa braut hefði Morgunblaðið ekki átt að hætta sér. Niðurstaða hag- fræðinganna vekur eðliiega allt aðra spurningu og hún er þessi: Hvernig væni kjör verkamanna og hve gífurleí? væri kaupmáttarrýrnunin orð- in nú hefðu verkalýðsfélögin ekki háð sína kaupgjaldsbar- áttu í júlí 1949, í janúar 1951 og sín miklu desemberverk fÖll 1952? Og þegar Morgunblaðið auglýsir eftir ,,tryggingu“ fyr- ir því að kjarasigrar verka- lýðsins verði raunhæfir og varanleBir mætti það gjarna zninnast þess að sigursæl kaupgjaldsbarátta verkalýðs- ins frá 1939-1947 jók kaup máttinn um 56%. Langmest- an hluta þessa tímabils var auðstéttin ráðvillt og sjálfri sér sundurþykk og henni mis- tókust árásartilraunir sínar á kjör verkalýðsíns. Verkalýðs- hreyfingin var hins vegar öfl- ug og undir stéttvísri os heið- arlegri forustu sem gætti hagsmuna verkalýðsins í hví- vetna. Það sem gerði þó fyrst og fremst gæfumuninn var þátttaka verkalýðsins sjálfs í ríkisstjórninni á árunum 1944- 1947, þegar Sósíalistaflokkn- um tókst að móta að verulegu leyti stjórnarstefnuna, styðja kjarabaráttu verkalýðsins og tryggja þá sigra sem unnust Áhrif verkalýðsstéttarinnar á ríkisvaldið er því óumdeilan- lesa sú örugga trygging, sem Morgunblaðið er að auglýsa eftir í sambandi við kröfur verkalýðsins nú. Þetta er nú I sífellt fleirum að verða ljóst og að því mun reka fyrr en síðar að Morgunblaðið fái þá „tryggingu" í hendur sem það krefst af svo mildu yfirlæti í leiðaranum í fyrradag. Verkalýðsstéttin á Islandi mun vissulega draga sínar á- lyktanir af því að henni tókst að bæta kjör sín um | 56% á þeim árum sem vorú henni hagstæðust á sviði verkalýðsmála og stjórnmála. Hún mun heldur ekki gleyma því sem olii ógæfunni. Þegar auðstéttinni tókst að seilast til yfirráða í sjálfri verkalýðs- hreyfingunni með aðstoð hægrikrata og einokaði jafn- framt ríkisvaldið í eigin þágu skiptir algjörlega um. Þá hefst það tímabil sem ein- kennist af tollahækkunum, vísitölubindingu, gengislækk- un, bátagjaldeyri, hömlulaus- um verðhækkunum og braski. Sóknin sem verkalýðshreyf- ingin hóf 1942 með því að brjóta gerðardóminn á bak aftur, hækka stórlega kaupið og bæta kjörin á öllum svið- um, breyttist í vörn, þar sem ekki var aðeins við auðstétt- ina að eiga heldur og sendi- menn hennar og umboosmenn í æðstu trúnaðarstöðum al- þýðusamtakanna. Samt sem áður hefur varn-. arbaráttan gegnt mikilvægu hlutverki. Án hennar væru kjörin nú komin niður á stig hungurs og eymdar. Það er staðreynd sem ekki verður móti mælt og hvorki verður dulin með blekkingum Morg- unblaðsins né annarra. Nú hefur hins vegar skipt um. Nú hefur verkalýðsstéttin endurheimt samtök sín og rekið erindreka auðstéttar- innar á dyr. Sú staðreynd færir verkafólki aukna bjart- sýni og sigurvissu í þeirri kaupgjaldsbaráttu sem nú er háð. Og verkalýðurinn setur markið hærra en að sigra í átökunum um kaupið og kjör- in, hann mun einnig gera ráð- stafanir til að tryggja ár- angurinn til frambúðar. Og leiðin til þess er leið sam- starfs og einingar. Alþýðan þarf að gera stjórnmálasam- tök sín að ekki minna afli en hagsmunasamtökin eru nú. óstmPm Bílar til skiptanna — Aukinn sparnaður umfram allt — en hvað líður öryggi borgarstjóra7 — Er svona sparnaður forsvaranlegur? ÁHYGGJUFULLUR Sjálfstæðis- maður skrifar: Hljóinleikar og einleikur í Þjóðleikhúsinu Það var ekkert léttmeti, sem hljómsveitin hafði að bjóða á- heyrendum sínum á þriðjudags- kvöldið, — 5. píanókonsert Beethovens og 1. sinfónía Brahms. Þessi tvö verk eru nógu löng til að fylla heilt tón- leikakvöld tvö ein. Hvort um sig er lengsfa verk sinnar teg- undar frá hendi síns tónskálds, með þeini fyrirvara þó, að 4. sinfónía Brahms er talin jafn- löng þeirri fyrstu. Og segja má, að kvöldinu hafi verið bróður- lega skipt milli Beethovens og Brahms, því að talið er að konsertinn og sinfónían taki ná- kvæmlega jafnlangan tíma, eða 40 mínútur hvort um sig. Um hitt er þó vitanlega meira vert en lengdina, að hvort tónverkið um sig er öndvegisverk sinnar tegundar að efni og formi. Tón- leikaranir hófust á konsertin- um, og var Árni Kristjánsson einleikari. Fyrir um það bil ári lék Árni með hljómsveit- inni næstsíðasta píanókonsert Beethovens, þann 4., snilldar- verk fyllilega sambærilegt 5. konsertinum. Glæsilegur leikur hans þá mun í minni þeim, sem á hlýddu. Það er óhætt að segja, að frammistaða hans að þessu sinni var engu síðri, og að þeir ágætu dómar, sem hann hlaut þá, ættu ekki síður við nú. Meira er í rauninni ekki þörf að segja um þátt hans í þes^um hljómleikum. En Olav Kielland og hljómsveitin áttu vissulega líka sinn þátt í því, hversu vel flutningurinn tókst. Skap og atfylgi Kiellands kom að góðu gagni í þessu lífi hlaðna og orkuþrungna verki, og um skilning og túlkun þeirra félaga, einleikarans og hljóm- sveitarstjórans, munu varla verða skiptar skoðanir, að þeir hafi þar farið mjög nærri réttu lagi. Það, sem hér er sagt um hlut sveitarinnar og stjórnand- ans, á ekki síður við um flutn- ing Brahms-sinfóníunnar, en hana hefur sveitin leikið einu sinni áður undir stjóm Kiel- lands. Það má vel segja, að þetta stórfenglega tónverk hafi hér hlotið verðuga meðferð, og er það sannarlega ánægjuefni, að vér skulum nú hafa eignazt hljómsveit, sem hægt er að gefa slíkan vitnisburð. B. F. „Frá því var nýlega sagt í blaði einu og mun rétt að borg- arstjórinn í Reykjavík hafi fyr- ir nokkru fengið nýja og glæsi- lega bifreið, ameríska að ætt- erni, til endurnýjunar eldri bif- reið, sem ekki þótti lengur sam- boðin rausn bæjarins og virð- ingu borgarstjóraembættisins. Þess var einnig getið, að eftir sem áður væri einkabílstjóri borgarstjórans jöfnum höndum á báðum bifreiðunum og myndi notkun þeirra fara nokkuð eftir því hve mikið væri haft við í líverju tilfelli, Virðist þetta vel til fundið og líklegt til að auka á virðingu embættisins, þrátt fyrir nokkurn kostnaðar- auka fyrir bæinn. Með þessu fyrirkomulagi er t. d. hægt að nota gamla bílinn í minnihátt- ar skjökttúra innanbæjar, svo sem innkaupaferðir o. fl. Nýi bíllinn er hins vegar sjálfsagð- ur í sambandi við virðulegar heimsóknir, t. d. í sendiráðin og til Bessastaða. Ætti að vera sæmilega séð fyrir keyrslu borgarstjórans með þessu fyrir- komulagi. En þetta var nú eiginlega inn- gangur að efninu. Á s. 1. hausti var sú skipulagsbreyting gerð á vaktmannsstarfi hjá Hitaveit- unni að roskinn Dagsbrúnar- maður sem gegnt hafði starfinu um langa hríð var látinn hætta. I hans stað var ráðinn nýr maður — einkabilstjói borg- arstjórans okkar. — Mun þetta hafa verið gert í sparnaðarskyni, því eins og allir vita er flokkur okkar vak- inn og sofinn yfir öllum mögu- leikum sem kynnu að vera finn- anlegir og leitt gætu til aukins sparnaðar fyrir bæjarfélagið. Fullyrt er að þóknun einkabíl- stjórans komist ekki í hálf- kvisti við þau laun sem áður varð að greiða fyrir vaktmanns- starfið. Segi menn svo að flokk- urinn okkar kunni ekki að spara! En í sambandi við þetta hlýt- ur ein spurning að vakna: Er það forsvaranlegt með tilliti til öryggis borgarstjórans, að bif- reiðum hans báðum sé á daginn ekið af manni sem vakir alla nóttina yfir eignum Hitaveit- unnar við Reykjanesbraut? Er hér ekki teflt á tæpasta vað og ástæða til að íhuga málið að nýju áður en illa kynni að fara? Eg er hlynntur gætilegri með- ferð fjármuna og virði hverja heilbrigða sparnaðarviðleitni. En ég kann því illa að gengið sé svo langt, að verið sé að leika sér að hættunni með þvi að stefna öryggi borgarstjór- Framhald á 11. síðu. SPARR eru engin íilviljun SPARR er ávallt fyrst með nýjungarnar. SPARR inniheldur C.M.C., sem ver þvottinn óe'ölilegu sliti, og eykur því end- ingu hans. SPARR inniheldur C.M.C. sem verndar hendumar og þvær þvottinn mjall- hvítan og hreinan. SPARR fæst í næstu búð. Sparið ogMt/ð % CARBOXY METHYL— CELLOLOSE 8 CMq. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.