Þjóðviljinn - 17.03.1955, Side 10
50) _ÞJÓÐVIUINN — Fimmtudagur 17. marz 1955
Kattp -Sala
Mumð kalda borðið
aö Röðli. — RöðulL
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
Hafnarstræti 16.
Myndir og málverk
sem legið hafa 6 mánuði eða
lengur, verða seldar næstu
daga, ódýrt.
Rammagerðin. Hafnarstræti 17
Ragnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
Otvarpsviðgerðir
Radió, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Sendibílastöðin K.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
daga frá kl. 9.00-20.00.
Saumavélaviðgerðir
Skriístoíuvélaviðgerðir
Sylgja.
Laufásveg 19, sími 2656.
Heimasími: 82035.
1395
Nýja sendibílastöðin
Sími 1395
Ljósmyndastofa
Laugaveg 12.
Viðgerðir á
rafmagnsmótorum
og heimilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxi
Kiapparstíg 30. — Sími 6484.
Sendibílastöðin
Pröstur h.f.
Sími ö1148
Ibúum heims fjölgar
Framhald af 5. síðu.
þjóðanna birtir skýrslur, sem
ná til 180 landa, er sýna hve
margir læknar, tannlæknar,
Ijósmæður og lyfjafræðingar
eru í hverju landi fyrir sig í
hlutfalli við íbúatöluna. Enn-
fremur hve mörg sjúkrarúm
eru miðað við íbúatölu. Um
læknafjölda og íbúatölu segir
m.a.:
Einn læknir fyrir 58.000
manns.
Árið 1952 var einn læknir
fyrir hverja 58.000 íbúa í Nig-
eríu, 36.000 íbúar voru um
hvern lækni í Mosambique,
25.000 í Frönsku Mið-Afríku,
13.000, í E1 Salvador,
5.200 á Ceylon og einn læknir
er fyrir hverja 4.500 íbúa í
Jamaica. Aftur á móti var einn
læknir fyrir hverja 650 íbúa í
Austurríki, 720 íbúar voru um
hvern lækni í Nýja Sjálandi,
750 í Vestur-Þýzkalandi, 770 í
Bandaríkjunum, 900 í Kanda og
950 í Danmörku.
Blöð, útvarp og sjónvarp
Áætlað er að um 230 millj-
ónir viðtækja hafi verið í notk-
un i heiminum 1953. Þaraf var
helmingurinn, eða um 130 millj-
ónir í Bandaríkjunum og tæp-
lega þríðjungur — 70 milljón
tæki — í Evrópulöndum.
Skýrslur um sjónvarpstæki og
sjónvarpsstöðvar ná til 22 landa
og eru tölurnar frá fyrra helm-
íngi ársins 1954. Vitað er að
sjónvarpað er í 9 öðrum lönd-
um, en tölur um fjölda stöðva
eða tæki eru ekki fyrir hendi.
Tvær þjóðir hafa langsamlega
flest sjónvarpstæki, Bandaríkin
með 31.5 milljónir tækja og
Bretlandseyjar með 3.4 milljón-
ir tækja. 1 Kanada eru talin
665.000 sjónvarpstæki í notkun,
72.000 í Frakklandi og 28.000
í Vestur-Þýzkalandi. Talið er
að í janúar 1954 hafi 700.000
sjónvarpstæki verið í notkun í
Sovétríkjunum.
Síðustu tölur um útbreiðslu
blaða í heiminum eru frá 1952.
Samkvæmt þeim tölum er blaða-
útbreiðsla langsamlega mest á
Bretlandseyjum, þar sem 615
eintök eru gefin út fyrir hverja
1000 íbúa. Þarnæst koma Sví-
ar með 490 eintök fyrir hverja
1000 íbúa. Luxemburg er þriðja
í röðinni með 447 eintök. 1
Bandaríkjunum voru 346 eintök
blaða prentuð fyrir hverja 1000
íbúa.
Tekið er fram, að blöð séu
misjafnlega viðamikil í hinum
ýmsu löndum, allt frá tveimur
blaðsíðum í 50 og þar yfir (t.d.
í Bandaríkjunum).
Margskonar aðrar
skýrslur
Hér hefur aðeins verið drepið
á fátt eitt af þeim fróðleik,
sem er að finna í Árbók Sam-
einuðu þjóðanna fyrir árið 1954,
— Þar eru t.d. skýrslur um
meðal æviskeið manna í ýms-
um löndum, vinnuafl, húsdýra-
eign, skýrslur um framleiðslu
allskonar, landbúnaðarskýrslur,
fiskveiðaskýrslur, skýrslur um
byggingarframkvæmdir, verzl-
unarskýrslur. Þá eru birtar
fjárhagsáætlanir ýmsra ríkja
skýrslur eru um verðlag og
kaupgreiðslur, bankamál, fé-
lagsmál, menntamál o.s.frv.
Árbókina má fá hjá umboðs-
manni Sameinuðu þjóðanna á
íslandi, sem er Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
ÞJÖÐVILJINN
fæst í
SÖLUTURNINUM,
Hverfisgötu 1.
Verkakvennafél. Eining 40 ára
Framhald af 7. síðu
horfur félagsins á þessum ár-
um kemur þó greinilega í ljós
að jafnan eru nokkrar konur,
sem eiga nægilega bjartsýni
til þess að vilja láta félagið
halda áfram starfi þótt örð-
ugt gangi og bera gæfu til
þess að hindra það að félagið
sé lagt niður. Það fer líka svo
oð brátt bætast félaginu liðs-
menn, sem koma því til bjarg-
ar og eru ekki haldnir nein-
um uppgjafarhugmyndum, en
eru ákveðnir í að leggja fram
krafta sína til þess að gera
verkalýðshreyfinguna vold-
uga og sterka.
-------------------- I
Liðsauki
Árið 1924 er stofnað Verka-
lýðssamband Norðurlands,
vann það ómetanlegt starf í
verkalýðshreyfingu næsta ára-
tuginn og setti mjög svip á
hina hörðu baráttu þess tíma-
bils. Þann 11. nóvember 1924
mætti Einar Olgeirsson á
fundi í Einingu og flutti er-
indi um nauðsyn þess að
verkalýðsfélögin a Norður-
landi stofni með sér verka-
lýðssamband. Að loknu erindi
Einars samþykkti fundurinn
að gerast stofnandi VSN og
kaus fulltrúa á stofnþing þess.
Þann 28. des. 1924 var hald-
inn almennur útbreiðslufund-
ur í félaginu í Samkomuhúsi
bæjarins og á þeim fundi
gerist sá merkisviðburður að
Elisabet Eiríksdóttir kemur
þar fyrst við sögu félagsins
og flytur þar erindi um fé-
lagsskap kvenna. Gerðist El-
ísabet þá þegar helzta forustu-
kona félagsins. Gekk hún í fé-
lagið á næsta fundi þess og
var þá kjörin varaformaður.
Formaður var hún kjörin a
næsta aðalfundi, 14. janúar
1926, og hefur gegnt því
starfi síðan að fráteknu einu
ári, sem hún dvaldist erlend-
is. Var þetta ómetanlegt happ
fyrir félagið og verkalýðsstétt
bæjarins og ákvarðandi fynr
alla framtíð félagsins, enda
fóru nú í hönd þau ár verka-
lýðshreyfingarinnar, er mörk-
uðust af harðvítugri stétta-
baráttu en áður voru dæmi til
og því mikils um vert að for-
ustan væri í höndum mikil-
hæfra og djarfra foringja.
--------------—----- ■
Fyrsta verkfallið
Þann 24. apríl 1926 auglýsti
Eining káuptaxta þannig: Frá
14. maí til 15. júlí er lág-
markskaup 65 aurar í dag-
vinnu, en 80 aurar í nætur- og
helgidagavinnu, frá 15. júlí
til septemberloka er lágmarks-
kaup 80 aurar virka daga, en
1 króna í nætur- og helgi-
dagavinnu. Fyrir fiskþvott
jafnt á hver 50 kg og gild-
andi tímakaup.
Ekki vildu vinnuveitendur
viðurkenna þennan taxta, að
einum undanteknum, en það
var Jakob Karlsson. Sem
oftar skar hann sig úr öðr-
um vinnuveitendum um sann-
girni og mannkosti og gekk
án athugasemda að kröfum
félagsins. Ekki bar til tíð-
inda fyrr en um vorið en þá
hófst verkfall hjá 5 vinnuveit-
endum. Jóhanni Havsteen, Ás-
geiri Péturssyni, Antoni Jóns-
syni, Verzlun Snorra Jóns-
sonar og Hinum sameinuðu.
Héldu vinnuveitendur þessir
því fram að fiskurinn væri í
svo lágu verði að þeir gætu
ekki greitt hærra kaup en 50
aura á hver 50 kg fisks, fyr-
ir þvott.
Verkfall þetta stóð til 10.
júlí eða þar um bil. Sýndu
konurnar ágæta samheldni og
mistókst atvinnurekendum
þrátt fyrir harðvítugar til-
raunir að brjóta verkfallið.
Þó fór svo að lokum að félag-
ið varð að láta undan síga
fyrir atvinnurekendum og
fékk ekki kröfum sínum fram-
gengt. Ástæðan fyrir því að
svo fór var sú að meirihluti
þeirra verkakvenna, sem
stunduðu fiskvinnuna, stóðu
utan félagsins og voru ekki
nægilega undirbúnar að taka
þátt í slíkum átökum. Þetta
fyrsta verkfall tapaðist, en
varð þó félaginu og samtök-
unum mikill skóli. Það kenndi
á áþreifanlegan hátt að til
þess að kjarabaráttan yrði
sigursæl þurfti að efla félag-
ið að meðlimaf jölda og treysta
samband þess við sjálfar
vinnustöðvarnar. Var nú haf-
izt handa, um . hvorttveggja,
haldnir útbreiðslufundir með
góðum árangri og ýmsum
málum sem eflt gætu félagið
ýtt úr vör. Stofnaður sjúkra-
sjóður til hjálpar verkakon-
um. Stofnaður kvennakór til
skemmtunar á félagsfundum
og margt fleira. Kvennakór
félagsins starfaði um fjölda
ára við góðan orðstír, lengst
af undir stjóm Áskels Snorra-
sonar. Hlaut hann síðar nafn-
ið Kvennakórinn Harpa.
Ránarslafurinn
Árið 1931 setti Eining nýj-
an kauptaxta og var hann
haldinn af atvinnurekendum
þar til kom að síldarsöltun
um sumarið. Þá neituðu sum-
ir saltendur að greiða sam-
kvæmt honum.
Klukkan fjögur að morgni,
18. júlí, kom togarinn Rán
frá Hafnarfirði inn með
fyrstu sildina og voru viðtak-
endur hennar meðal taxta-
brjótanna. Var þvi skipverj-
um tilkynnt að óleyfilegt væri
að leggja sfldina upp hjá viðr
komandi söltunarfélagi, en yf-
irmenn skipsins skipuðu há-
setum að fljrtja síldina á land
og hófst þá söltun. Urðu
þama hörð átök, sem enduðu
með því að þær verkakonur
sem héldu trúnaði við samtök
sln og verkamenn, sem véittu
þeim lið í deilunni, hurfu frá
eftir að sjómennimir höfðu
gengið í lið með taxtabrjót-
unum og sprautað sjó á fólk-
ið frá sjódælum skipsins.
Nokkrir verkamenn réðust að
vísu til uppgöngu í Rán og
brá einn þeirra, Stefán Magn-
ússon, knífi sínum á vatns-
siönguna og stöðvaði þannig
gerræði skipshafnarinnar, en
sýnt var að hótanir atvinnu-
rekenda um algera útilokun
frá atvinnu máttu sín meira
hjá síldarstúlkunum en skiln-
ingurinn á gildi samtakanna
og er það varð ljóst ákváðu
fulltrúar verkalýðssamtak-
anna að láta við svo búið
standa, og hófst þá uppskipun
sfldarinnar að nýju.
1 maímánuði 1932 háði Ein-
ing enn verkfall og þá sam-
eiginlegt með Verkamannafé-
lagi Akureyrar. Var það háð
gegn kauplækkunartilraunum
á fiskverkunarstöðvum þeirra
Sverris Ragnars, Helga Páls-
sonar, Hallgríms Davíðssonar,
Einars Einarssonar og Páls
Einarssonar. Lauk þeirri deilu
með samningum eftir viku
verkfall.
------------------- I
KlofnlngstímabáUð
Með árinu 1932 hefst mjög
náin samvinna við Verka-
mannafélag Akureyrar svo að
segja má að saga félaganna
næsta áratuginn verði naum-
ast sundur skilin. Eru fundir
þá yfirleitt haldnir sameigin-
legir í félögunum og kaup-
taxtar gefnir út sameiginlega.
Samvinna félaganna varð enn
meiri eftir að Verkamanna-
félagið var klofið 1933 og til-
raun gerð til að leika Einingu
á sama hátt, er stofnað var
Verkalýðsfélag Akureyrar. En
það verður Einingu til ævar-
andi orðstírs að allar tilraun-
ir klofningsmanna til þess að
sundra félaginu fóru út um
þúfur og Verkalýðsfélag Ak-
ureyrar var aldrei skipað
nema örfáum konum. Var þó
ekkert til sparað, hvorki ginn-
ingar né loforð um atvinnu,
til þess að fá verkakonumar
til að yfirgefa félag sitt.
Á tímabilinu frá 1933 til
1943 varð það helzta verkefni
Einingar og Verkamannafé-
lags Akureyrar, auk kaup-
gjaldsmálanna, að sameina á
ný hin sundruðu samtök og
náðist fullur sigur í þeirri
baráttu 1943, er Verkamanna-
félag Akureyrarkaupstaðar
var stofnað og Verkalýðsfé-
lagi Akureyrar vikið úr Al-
þýðusambandinu og síðan lagt
niður. Með þeim atburðum
varð Eining á ný eini samn-
ingsaðili um kaup og kjör
verkakvenna.
Þetta tímabil var að öðr-
um þræði tímabil sundnmgar
og klofnings, atvinnuleysis og
ósigra, en einnig tímabil
djarfrar og fómfúsrar bar-
áttu nýrrar kynslóðar og rís-
andi, sem setti markið hærra
en áður og lét enga stundar-
ósigra buga sig, heldur stælt-
ist við hverja raun. Islenzka
verkalýðshreyfingin mun um
langan aldur búa að dýr-
keyptri reynslu þessara ára
og njóta þess bezta sem kom
heilt úr eldi þeirra.
Saga Einingar á þessum ár-
um verður ekki rakin hér, en
það mun ekki ofmælt að fá
verkalýðsfélög stóðust betur
umbrot þessa tímabils né
komu með hreinni skjöld úr
bardaganum. Naut félagið
þess mjög að forustan var ör-
ugg og samheldni félags-
kvenna frábær.